Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 37 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Eru vextir of háir? Að undanfömu hefur þess gætt í málflutningi tals- manna og málgagna Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks, að þessir aðilar telja vexti alltof háa og að nauðsyn beri til að lækka þá snarlega, ella muni bæði einstaklingar og fyrirtæki verða fyrir þungum búsifjum. Um það verður ekki deilt, að vextir eru mjög háir hér. Vextir umfram verðtryggingu af bankalánum eru 9,5-9,75%. Hitt er svo annað mál, hvort tilefni er til að knýja fram lækkun þessara vaxta með sérstökum aðgerðum. Óþarfi er að rifja upp þá sögu, þegar vextir voru svo lágir, að innlánsfé sparifjáreigenda brann upp á báli verðbólgunnar. Það er ekki fyrr en vextir voru gefnir frjálsir að töluverðu leyti, haustið 1984, að vemleg breyt- ing varð á. Frá þeim tíma hafa lántakendur borgað fyrir pen- inga í raunverulegum verðmæt- um. Engin spuming er um það, að breytingin, sem varð 1984 hefur orðið skuldumm erfíð, um leið og hagur sparifjáreigenda hefur vænkað að mun. Talsmenn þess, að gerðar verði sérstakar ráðstafanír til þess að lækka vexti halda því fram, að óbreytt ástand geti leitt til svo mikilla erfíðleika í atvinnurekstri, að leiða muni til atvinnuleysis. Þetta er auðvitað umhugsunarefni. En sannleik- urinn er sá, að þenslan í þjóð- félagi okkar er svo mikil, að við þolum vel umtalsverðan sam- drátt án þess að til atvinnuleysis komi. Þess vegna er ekki sér- stök ástæða til að ætla að vextir á núverandi stigi muni leiða til atvinnuleysis. Það tekur þjóðfélag á borð við okkar, sem hefur vanizt neikvæðum vöxtum í áratugi, áreiðanlega nokkur ár að aðlag- ast þeirri breytingu, sem í því felst, að vextir verða ekki ein- ungis jákvæðir heldur býsna háir. Þessi aðlögun er erfið raun fyrir marga en hún er líka holl lexía. Atvinnufyrirtæki, sem standa frammi fyrir ákvörðun um fjárfestingu, hljóta að íhuga mjög rækilega, hvort hún standi undir þeim háa fjármagnskostn- aði, sem við búum við. Þeir, sem leggja út í Qárfestingu án þeirr- ar vissu, að hún standi undir háum vöxtum geta verið örugg- ir um að lenda í erfíðleikum. Hið sama á við um einstakl- inga. Hinir háu vextir þýða, að eigið fé einstaklinga, sem leggja út í ijárfestingu í íbúðarhús- næði verður að vera þeim mun meira. Annars lendir húsbyggj- andinn í erfíðleikum. Háir vextir hafa því óhjá- kvæmilega þau áhrif að aga þjóðfélagið. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar hljóta að staldra við og íhuga sinn gang áður en lagt er út í fjár- festingar, þar sem tvísýnt er um nægilegan arð til þess að standa undir fjárfestingunni. Ekki verður um það deilt, að íslenzkt þjóðfélag hefur gott af nokkrum aga í þessum efnum. Þá verður ekki horft fram hjá því, að það er siðleysi að ræna fólk eigum sínum með þeim hætti að halda vöxtum svo lágum með stjómvaldsaðgerð- um, að þeir verða neikvæðir. Menn lokuðu lengi vel augunum fyrir þessu siðleysi en tíðarand- inn hefur breyst svo mjög, að þessu leyti a.m.k., að það verður ekki gert lengur. Hins vegar má spyija, hvort aðrir þættir peningamála hafi tekið breytingum til samræmis við vaxtastigið. Fyrr á árum lögðu bankar áherzlu á að veita lán einungis í skamman tíma til þess að veija sig gegn áhrif- um verðbólgunnar. Það er íhugunarefni, hvort lánstími er orðinn nógu langur, miðað við fulla verðtryggingu og háa vexti. Þá er ljóst, að láns- kjaravísitalan, sem við búum nú við er tortryggð og spyija má, hvort tímabært sé að breyta þessari vísitöluviðmiðun með einhveijum hætti. Fái vaxtafrelsið að sanna gildi sitt hlýtur að koma að því, að vextir lækki hér vegna markaðslögmála. Ríkið hefur t.d. verið fyrirferðamikill lán- takandi, sem tvímælalaust hefur stuðlað að hækkandi vöxtum. Þær ráðstafanir, sem núverandi ríkisstjóm og Alþingi eru að gera í ríkisfjármálum ættu að stuðla að því, að ríkið verði hófsamari lántakandi en verið hefur og það ætti að ýta undir vaxtalækkun. Það er hins vegar ólíklegt, að meirihluta- fylgi sé við það, miðað við fengna reynslu, að lækka vexti með stjómvaldsákvörðunum. Um það geta áreiðanlega bæði sparifjáreigendur og lántakend- ur sameinast. Hinir síðamefndu þurfa á peningum að halda og þeir vita af fyni reynslu hvað neikvæðir vextir þýða. Þá hefst opinber skömmtun á fjármagni á ný, með allri þeirri spillingu, sem af því leiðir. Stór hluti Mendinga borðar skötu á Þorláksmessu Jólaglögg er helst drukkið á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýli úti á landi ÍSLENDINGAR hafa á síðustu árum tekið upp þann sið að drekka jólaglögg fyrir jólin og fara nú um 30% lands- manna í jólaglöggveislur. A þetta aðallega við um yngra fólk á höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlissvæðum. En fleiri eru það þó sem borða skötu á Þorláksmessu. Má segja að 40% landsmanna borði skötu, þar af tæp 30% nær alltaf. Ferð þú í svokallað jólagíögg fyrir þessi jól ? Svör % Karlar,% Konur,% Þessar niðurstöður fengust úr könnun sem Hagvangur gerði nýlega um jólasiði Islendinga. Eitt þúsund manns var í úrtakinu og bárust svör frá 781, eða 78,1%, sem telst gott svarshlutfall. Spurt var: Borðar þú yfirleitt skötu á Þorláksmessu? og: Getur þú sagt mér hvort þú farir í svo- kallað jólaglögg fyrir þessi jól? I ljós kom að 28,6% þeirra sem spurðir voru borða skötu nær allt- af á Þorláksmessu og 11,4% stundum. Ef þessum niðurstöðum er skipt niður á kjördæmin kemur í ljós að 64% Vestfirðinga sem tóku þátt í könnunninni borða skötu nær alltaf eða stundum, 57% íbúa á Vesturlandi, 46% Sunnlendinga, 42% íbúa á Reykjanesi og 37,6% íbúa höfuðborgarsvæðisins. þegar spurt er hvort fólk fari í svokallað jólaglögg fyrir þessi jól. Þá kom í ljós að sá siður er algeng- ari meðal ungs fólks. Alls svöruðu 29,6% játandi, en 7,9% voru ekki vissir. Þessi nýi siður virðist hafa sko- tið rótum helst á höfuðborgar- svæðinu, en 39% þeirra sem yfírleitt fara í jólaglögg búa á því svæði. Siðurinn er einnig nokkuð algengur í þéttbýli úti á landi en aðeins 10% þeirra sem sögðust fara í jólaglögg búa í dreifbýli úti á landi. Bæði karlar og konur fara í jólaglögg og er svo til enginn munur þar á. En um helmingur karla sem svöruðu játandi fara í jólaglögg á vinnustað á meðan konur fá jólaglögg jafnt í heima- húsum sem á vinnustað. Já 231 29,6 28,1 30,9 Nei 488 62,5 65,1 60,1 Veit ekki 62 7,9 6,8 8,9 Samtals 781 100,0 Þau sem svöruðu JÁ, eftir aldri ] 33,5% "141,8% Þau sem svöruðu JÁ, eftir landshlutum Hvar er jólaglöggið haldið ? Svör % Karlar,% I heimahúsi Ávinnustað Bæði heima og ívinnu Annað Veit ekki 70 30,2 20,4 38,0 104 44,8 51,5 39,5 33 14,2 17,5 11,6 20 8,6 7,8 9,3 5 2,2 2,9 1,6 Samtals 232 100,0 Þau sem svöruðu Á HEIMILI eða Á VINNUSTAÐ, eftir aldri Á HEIMILI Á VINNUSTAÐ 18-24 ára [ 25-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára J17,3% 124,4% 131,7% 138,2% 155,8% 156,1 % 34,5% ] 36,5% ]] 38,2% |44,8% ■o C3 60 + ára 61,5% ] 23,1% Morgunblaðið/Emilía Þessi herramaður var að velja sér skötu fyrir Þorláksmessu í fiskbúðinni Hafrúnu í gær. Borðar þú yfirleitt skötu á þorláksmessu ? í bókinni Saga daganna eftir Áma Bjömsson þjóðháttafræðing kemur fram að skata, eða skötu- stappa hafí verið og er enn í dag „lítt frávíkjanlegur Þorláksmessu- matur á Vestfjörðum.“ Þar kemur einnig fram að skötuát hafí þó ekki verið bundið við Vestfjarðar- kjálkann heldur hafí það þekkst með allir vesturströndinni allt suð- ur á Álftanes. Þetta kemur heim og saman við könnunina en sam- kvæmt henni er þessi siður einnig nokkuð algengur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Norðurlandi Vestra. Hann virð- ist fágætari á Norðurlandi Eystra og Austurlandi. Greinilegt er að skötuát er al- gengara meðal eldra fólks, en lítill munur er á milli kynja. Hins vegar er þessu öfugt farið Svör % Karlar,% Konur,% Já, næralltaf 223 28,6 25,1 31,6 Já, stundum 89 11,4 13,1 9,9 Nei, yfirleitt ekki 469 60,1 61,9 58,5 Samtals 781 100,0 Þau sem svöruöu NÆR ALLTAF og STUNDUM, eftir aldri 18-24 ára ára £ 25-29 ára 30-39 ára 40-49 ára l 28,4% ] 30,6% — ] 40,3% ] 39,9% AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Galileó skotið til Júpíters árið 1989 BANDARÍSKA geimvísindastofnunin (NASA) ákvað fyrir skömmu að skjóta ómönnuðu geimfari til Júpíters árið 1989. Til þess að koma því þangað þarf mikla visindalega áræðni og má segja að brögðum verði beitt til þess að koma rannsóknarfarinu á leiðar- enda. Á leiðinni tíl Júpíters verður geimfarinu snúið aftur í átt til jarðarinnar og aðdráttarafl hennar notað til þess að „slöngva" því til Júpíters. Upphaflega stóð til að skjóta rannsóknarfarinu, sem hefur verið gefíð nafnið Gaíileó, árið 1982. Fimm sinnum var geimskoti frestað vegna bilana í aflkerfí farsins og síðar vegna þeirra tafa, sem orðið hafa á ferðum geimfeijunnar í kjöl- far Challenger-slyssins í janúar í fyrra. Af þessum sökum hefur upphaf- legri ferðaáætlun geimfarsins verið breytt. Á leiðinni til Júpíters mun Galileó fljúga mjög nálægt smá- stimum, sem er að fínna milli brauta Júpíters og Mars. Á hann að safna upplýsingum um smá- stimin. Verður Galileó fyrsta geimfarið, sem á stefnumót við þessi litlu reikistimi. Auk þessa á hann einnig að fljúga nýja leið framhjá Venusi. Galileo verður skotið áleiðis til Júpíters úr geimfeijunni Discovery, sem mun flytja geimfarið á braut um jörðu haustið 1989. Ferðir hennar heflast að nýju næsta sum- ar en þær hafa legið niðri frá því geimferjan Challenger splundraðist skömmu eftir flugtak frá Kanaver- alhöfða í lok janúar 1986. Galileó verður skotið á loft í níundu ferð- inni eftir að þær hefjast að nýju. Skjóta verður Galileó á loft á tímabilinu 8. október til 24. nóvem- ber haustið 1989, því þá verður afstaða reikistjamanna hentug til Júpíterferðar. Ef ekki tekst að skjóta Galileó á því tímabili verður að fresta geimskoti um tvö ár, til ársins 1991. Reynist frestun til 1991 nauðsynleg verður enn að breyta ferðaáætlun geimfarsins og sleppa „heimsókn" til smástim- anna. Krókaleið til Júpíters Galileó verður fyrsta geimfarið, sem mun fljúga um óravíddir geimsins og koma síðan aftur inn í þyngdarsvið jarðarinnar á leið sinni milli tveggja fjarlægra reiki- stjama, það e_r á leiðinni frá Venusi til Júpíters. í upphaflegri áætlun var ekki gert ráð fyrir ferðalagi af þessu tagi. Í kjölfar Challenger- slyssins var hætt við að nota svokallaðar Centaur-flaugar til að skjóta Galileó frá geimfeijunni vegna þess að eldsneytið í þeim er mjög sprengifimt. Ákveðið var að nota kraftminni flaugar og að sögn vísindamanna hjá NASA er „króka- leiðin" til Venusar og aftur til jarðar þvi nauðsynleg. Með því móti verði hægt að auka hreyfíorku Galileós og skriðþunga nógu mikið til þess að hann komist á leiðar- enda. Eftir geimskot á Galileó að taka stefnuna á Venus. Verður hann næst Venusi 9. febrúar 1990, eða í aðeins 9.300 mflna, eða 15.000 kflómetra ijarlaegð. Á hann að svífa í sveig framhjá Venusi og taka stefnuna aftur til jarðar. V.erður hann næst jörðu 8. desember 1990, rösku ári eftir geimskot, og verður hæð hans yfír jörðu aðeins 620 mflur, eða 1.000 kílómetrar. Stefnumót við smástirni Er Galileó nálgast jörðu eykst hraði geimfarsins til muna. Vegna hins aukna skriðþunga mun það skjótast enn lengra út í geiminn en í fyrri ferðinni og eiga stefnumót við smástimið Gaspra, sem er á braut í belti þúsunda reikistima milli Mars og Júpíters, 29. október 1991. Verður geimfarið í aðeins 600 mflna, eða 960 kflómetra, fjar- lægð frá smástiminu. Gaspra er klettur, um það bil 16 kílómetrar í þvermál. Eins og áður segir yrði hér um fyrsta „stefnumót" geim- fars við smástimi að ræða. Frá Gaspra heldur Galileó síðan aftur til jarðar og 8. desember 1992 fer hann framhjá henni í að- eins 300 kflómetra fjarlægð. Við það að koma nær en í fyrra skiptið kemst geimfarið á enn meiri hraða, eða nógu mikinn til þess að slöngv- ast alla leið til Júpíters. Á leiðinni til Júpíters fer geim- farið öðm sinni inn í reikistima beltið. Að þessu sinni fer það fram- hjá smástiminu Idu f aðeins 1.000 kflómetra fjarlægð. Er Ida rúmir 32 kflómetrar í þvermál og verður Galileó næst henni 28. ágúst 1993. Könnunarhnöttur inn í gufuhvolf Júpíters Ætlunin er að Galileó, sem veg- ur 2,7 tonn, komi til Júpíters 7. desember árið 1995. Fimm mánuð- um áður mun geimfarið skjóta frá sér 335 kflóa könnunarhnetti, sem ætlað er að fljúga niður í gufu- hvolf reikistjömunnar. Verður það fyrsta rannsóknarfarið til að fljúga inn í gufuhvolf einhverrar Iv'nna risastóm gaskenndu reikistjama. Hnötturinn hefur ferðina inn í gufuhvolf Júpíters rétt áður en Galileó kemst á braut um plánet- una. Eftir að hnötturinn byijar að svffa í átt að yfirborði Júpíters er ekki gert ráð fyrir að hann endist nema í 75 mínútur. Talið er að hann muni að þeim tíma loknum leggjast saman undan þeim mikla loftþrýstingi, sem er f gufuhvolfí Júpíters. Er þrýstingurinn 30 sinn- um meiri þar en við yfirborð jarðarinnar. Stóraukin þekking Galileo mun verða á sporbraut um Júpíter i tvö ár og á þeim tíma fljúga margsinnis framhjá fjórum stærstu fylgitunglum hans. Fyrst mun hann eiga stefnumót við eld- fjallamánann Io en að þvi loknu fer hann inn á langa sporöslgulaga braut um Júpiter. Smám saman mun Galileó nálgast tunglin Evr- ópu, Ganymede og Calisto og rannsaka þau um tveggja ára skeið. Er gert ráð fyrir að Galileó sendi myndir af þeim til jarðar sem verði 50 sinnum betri en þær sem Voyager I og Voyager II (Könnuð- ur I og II) sendu til jarðar árið 1979. Er ætlun NASA að Galileó viði að sér margfalt meiri upplýs- ingum en Könnuðimir og stórauki þekkingu manna á Júpíter og fylgi- tunglum hans. Samkvæmt fjárhagsáætlun verður kostnaðurinn við Galileó og ferð hans ekki undir 1,3 milljörðum dollara, eða jafnvirði 48 milljarða íslenzkra króna. Verður kostnaður- inn orðinn 890 milljónir dollara við geimskot en siðan mun kosta um 450 milljónir dollara að fylgjast með farinu, taka á móti og vinna úr upplýsingum frá því. (Byggt á New York Times) Galileó slöngvað til Jápíters á sex árum Galileó verður skotið áleiðis til Júpíters úr geimfeijunni Discovery haustið 1989. Á leiðinni mun geimfarið fljúga framhjá Venusi og tvisvar sinnum kemur það aftur inn f þyngdarsvið jarðarinnar, í desember 1990 og desember 1992. Með því að beina geimfarinu aftur til jarðar verður aðdráttar- afl hennar notað til að „slöngva" því á leiðarenda. Framhjá Venusi feb. ’90 Framhjá Framhjá jörðu Braut Mars Sou-ce: Nat/onal Aeronauhcs antí Space Aaministration
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.