Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Innanstokks í húsi skáldsins á Skriðuklaustri. Það er Gunnar faðir Franziscu sem er á mynd- inni. Þijár kynslóðir fyrir framan íbúðarhúsið á Skriðuklaustri, talið frá vinstri: Gunnar Gunn- arsson skáld, Franzisca kona hans með Franziscu Gunnars- dóttur, og Gunnar Gunnarsson yngri með þann Gunnar Gunn- arsson sem yngstur var þegar myndin var tekin. Gunnar Björn, sonur Franziscu Gunn- arsdóttur, er einnig Gunnars- son. Frá sjónarhóli bams hafði heimilsbragurinn í f ör með sér mikla öryggiskennd „Finnst þér hann Halli vera ljótur, Litla min 7 Það þykir mér leitt að heyra ... Veiztu það ekki, barn, að ef þú sérð einungis það ljóta og neikvæða í fari manns, þá sér hann ekk- ert nema ljótt í fari þínu? Þá finnst honum þú vera ljót.“ Þannig svaraði Gunnar Gunn- arsson skáld spumingu Franziscu sonardóttur sinnar þegar hún var lítil og átti heima á Skriðu- klaustri þar sem hún fæddist og ólst upp þar til hún var sex eða sjö ára, og í bók hennar, Vand- ratað í veröldinni sem er komin út hjá Vöku-Helgafelli kveður hún þessi orðaskipti fyrstu kennslustund sína í heimspeki. Af þessu tilefni segir Franzisca síðan m.a.: „Fram að því hafði ég álitið ljótt og fallegt vera samþykktar staðrejmdir, sem allir væru sam- mála um, ekki eitthvað afstætt. Ég hafði heldur aldrei velt mínu eigin útliti fyrir mér. Var ég þá ljót, þegar allt kom til alls? Hvað var eiginlega ljótt? Hvemig mátti skiljgreina ljótleika? Eg flýtti mér fram, að næsta spegli, frammi í forstofu, aðalinn- gangsmegin, sem vissi að fjall- inu. Þar var enginn maður, nema ég og spegilmynd mín. Og þvílík hörmung...Ég sá litla telpu með ljóst hár og liðað, sviplítil augu og uppþvottavatnslit. Út frá til- þrifalitlum búknum hrökkluðust einhveijir mjóslegnir og vesæld- arlegir útlimir, sem skilgreina mátti sem armleggi og fótleggi. FYrir endum þessara spíra voru tvær klunnalegar hendur, annars vegar, og tveir of langir fætur hins vegar...Ekki var þetta upp- örvandi sjón. Skyldi Halli á Flöt sjá bara þetta? Skyldu allir aðrir sjá ein- - segir Franz- isca Gunnars- dóttir um bók sína, Vandratað í veröldinni ungis þessa agnúa? Ég vildi sízt vera svona; vildi kannski umfram allt ekki, að aðrir sæju mig í þessu hráa, miskunnarlausa ljósi. Og hvemig var þetta annars með hann Halla? Rebbi, hundur- inn okkar, öllum hundum og flestum mönnum fremri, fagnaði ætíð Halla, virtist telja hann til fjölskyldunnar. Rebbi var rauð- hærður...mér þótti niðrandi að kalla hann rauðan...stór og sterk- ur af íslenzku kyni, með hringað skott og mannglöggur. Rebbi fagnaði fáeinum útvöldum. Það hlaut að vera eitthvað sérlega athyglivert við Halla, þótt ég hefði ekki komið auga á það...en hvað? Ég beið nú næstu heimsóknar bónda, og sjaldan hefur nokkurs manns verið beðið með meiri óþreyju. Að lokum kom Halli aftur. Ég horfði á hann gaumgæfnum aug- um , ætlaði að sjá eitthvað óvenjulega jákvætt í fari hans. Ég skyldi sjá hann Halla falleg- an, hvað sem það kostaði. Enda var hér ekki lítið í húfi, hvorki meira né minna en álit hans á mér; álit manns, sem hann afi mat svona mikils. Þegar öllu var á botninn hvolft, og mér til óumræðilegs léttis, reyndist vera eitthvað óvenjulega gott við augun hans. Þau voru athugul.., og reyndar beinlínis falleg; góð. Það var lóðið. Svo þetta hafði Rebbi séð og afí líka, auðvitað. Annars var hann Rebbi gleggri en afí í sumum málum, sérstaklega í mati sínu á fólki, svo mikið var víst... En fyrst hann Halli var nú orðinn fallegur, næstum því, hvað skyldi honum þá fínnast um mig? Við þeirri spumingu fékk ég aldrei svar. Finnst þér hann Halli enn vera ljótur? - spurði afí, þegar Flatar- bóndinn hafði kvatt. Nei - muldraði ég, og árum saman velti ég fyrir mér hvað bjó að baki furðulega brosinu hans afa, að svarinu fengnu." Hér lýkur tilvitnun, en hvað varð til þess að Franzisca fór að skrifa bók um bemsku sína og mikilvægt mótunarskeið sem leið í húsi skáldsins á Skriðuklaustri? „Ég skrifa þessa bók fyrst og fremst fyrir okkur, íjölskylduna, og sérstaklega fyrir Gúnnar Bjöm son minn sem nú er átján ára. Og ég skrifa hana ekki bara fyrir hann heldur til hans, eins og sjálfsagt má merkja á orða- lagi og öðm í textanum. Sjálf naut ég þess að alast upp þar sem mér var veitt óskipt athygli. Það var talað við mig löngu áður en ég gat talað sjálf. Það var lesið fyrir mig, útskýrt og at- hygli mín vakin og henni haldið vakandi jafnt og þétt. Þama gegndi afí minn mikilvægu hlut- verki í lífi bamsins, en það var ekki bara hann sem annaðist þennan þátt uppeldisins. í fjöl- skyldunni var alltaf einhver sem hafði tíma til að sinna mér og ég tel mig búa að því enn þann dag í dag. Afí var ekki sá eini í fjölskyld- unni sem var gæddur frásagn- argáfu. Pabbi hafði hana og það í svo ríkum mæli að ég hef varla vitað annað eins. Hann tjáði sig ekki aðeins með orðum. Hann sagði sögur með penslunum Franzisca Gunnarsdóttir sínum, og svo skáldaði hann heilu ævintýrin þar sem við, bróðir minn og ég, vomm sögupersón- ur. Amma og mamma sögðu líka frá, og í seinni tíð hef ég séð mikið eftir því að halda því ekki til haga sem þær skrifúðu hjá sér, og þá ekki síður sögunum hans pabba. Ég minntist oft á þetta við Gunnar son minn og loks sagði hann: „En mamma, hefurðu ekki tekið eftir því að sjálf ertu alltaf að skrifa eitthvað hjá þér? Setningár og minnisat- riði sem maður eir að fínna út um allt hús? Af hveiju heldur þú því ekki til haga handa mér?“ Þama kom hann við auman blett, og ég fór að hugsa málið. Við eigum heima í húsinu sem var heimili afa og ömmu mörg síðustu árin sem þau lifðu, og við nánari athugun fannst mér hann eiga þá siðferðiskröfu á hendur mér að ég léti berast áfram til hans það sem ég fékk í veganesti með því að alast upp við svo fágætar aðstæður fyrstu árin. Þannig varð þessi bók til. Fjölskyldulífið á Skriðuk- laustri? Þetta var stórt heimili og umfangsmikið. Þar var alltaf fyöldi fólks, sérstaklega á sumrin. Fullorðna fólkið í fjölskyldunni voru afí og amma, pabbi og mamma, en við bömin vorum tvö á þessum árum, ég og Gunnar bróðir minn sem er yngri en ég. Svona var afi, sá Gunnar Gunn- arsson sem ég þekkti,“ segir Franzisca. Katrín systir mín fæddist ekki fyrr en eftir að við fluttumst til Reykjavíkur. Fjölskyldulífið var mjög fastmótað og afskaplega mikið skipulag á öllu. Frá sjónar- hóli bams hafði þessi heimilis- bragur í för með sér mikla öryggiskennd, og ég held að maður þurfí að vera kominn á vissan aldur til að ná þeim þroska sem þarf til að skilja hvers virði slfkt er. Það var tekið hart á ýmsu, til dæmis umtali um fólk. Það þýddi ekki fyrir mig að ætla að slá mér upp á því að bera slúð- ur í afa og þau hin. Það var brýnt fyrir mér að hlusta mjög vand- lega á fólk til þess að geta gert mér grein fyrir hvers konar manneskjur þetta væru. Mér var líka sérstaklega kennt að taka eftir og gera mér síðan raunsæa og rökstudda mynd af því sem um var að ræða. Þegar ég ákvað að skrifa þessa bók vegna beiðni Gunnars sonar míns varð mér ljóst að það sem ég hafði til að þakka fyrir gæti komið honum og hinum bömun- um í fjölskyldunni að gagni, og svo auðvitað enn öðram bömum, því að þeir era margir sem hafa ekki tíma til að tala við bömin sín um það sem máli skiptir í veröldinni og í henni er sannar- lega vandratað," segir Franziska Gunnarsdóttir. Viðtal: Áslaug Ragnars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.