Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 66
I 66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 i mmmn „£■■9 er búinn borgcx. ( sjúkrcKsam- lagíð i há-ifct o\d " I Ég ætla að skreppa út og sigra heiminn. Bið þig um að vaka ekki eftir mér. Þið báðuð um gamlan ost, var það ekki? HÖGNIHREKKVÍSI „HANJN BR FlÆKTUR FASTÚR í TAMNSPÖNQON- UM HEMNAR BRJÁLUDU BÍMU." Goðvildaralda j ólahátíðarinnar „Stjarna jólanna gæti einnig orðið lifsstjarna okkar mannanna, ef eðli sambandsins við hina æðstu veru væri rétt skilið og leitast við að breyta eftir því.“ Hin sanna framfaraöld gæti af henni kviknað, ef vitað væri um sambandseðli lífsins við hinn æðsta mátt. I. Það er eðli jólanna, að allir verða betri en vant er. Allir fyllast lotn- ingu fyrir þeirri helgi sem á jólum skapast. Og þessi tilfinning byijar reyndar að segja til sín löngu fyrir jól. Menn fara að hugsa til jólanna og til vina, skyldra og óskyldra, og löngun vaknar í bijóstum, að gleðja aðra. Jólin munu vera eina hátíð árs- ins, þar sem alla langar til að gleðja alla. Jólagjafír eru sprottnar af því hugarfari. Allir eru hér þátttakend- ur, böm og fullorðnir. Þetta jákvæða hugarfar greiðir mjög fyrir aðstreymi æðri máttar. Vegna þessa aðstreymis eykst allra gleði og allir verða fómfúsari en ella, allir vilja leggja eitthvað af mörkum, leggja eitthvað á sig, í þeim tilgangi að veita öðrum gleði, svo einnig þeir megi njóta hátíðar- innar sem best. Sannarlega er þetta hugarfar af því góða. II. Og ef enn betur hagaði til þá ætti þetta hugarfar, þessi góðvild til alls og allra, að geta enst lengur en um jólin ein. Þetta hugarfar ætti að geta orðið ráðandi alla daga. Kærleikshugsanir, sem magnað- ar em fram af hinum æðsta mætti um hver jól, þyrftu að geta orðið viðvarandi: Þá yrði betur hugsað um böm og æskufólk, þá yrðu gam- almenni ekki látin vera einmana og umhirðulítil langtímum sáman, þá yrði kennurum betur ágengt í áríð- andi starfí sínu, þá gengi læknum og hjúkmnarfólki betur að lina þjáningar sjúklinga, þá yrðu fóm- arlömb fóstureyðinga færri. A öllum sviðum mannlífs yrðu þá breytingar til bóta. Það sem til þarf er að veita and- blæ hins æðsta máttar aðgang að hug okkar og hjörtum, loka hann ekki úti. Sagt er að samviskan sé rödd hinnar æðstu vem í brjóstum okkar. Hlustum sem nánast eftir þessari röddu, látum hana vera okkur leiðarljós. Þá munum við aldrei breyta öðmvísi við aðra, en við viljum að aðrir breyti við okk- ur. Og hún mun auk þess veita okkur alla þá leiðsögn, sem við þurfum á að halda í lífínu. Því samband okkar við hinn æðsta mátt, er öllu mikilvægara. Það er lykillinn að hamingju hvers og eins og allra saman. Án þess sambands fer allt úr skorðum. Vegna minnkandi sambands við hinn æðsta mátt, stefnir mjög til illrar áttar á ýmsum sviðum. En þessu mætti breyta. Og til þess þarf fyrst og fremst að vita um tilvist og eðli hins mikla máttar (hiris mikla vemndar alls sem _er) svo komist verði á rétta leið. Islendingar hafa öll skilyrði til að verða þjóða fyrstir til að snúa á rétta leið. Við gætum t.d. látið komandi jól, með sinni árvissu góðvildaröldu þúsundanna, verða fyrsta neistann til að tendra það sambandsljós, sem ekki má aftur daprast, heldur glæðast meir og meir svo komist verði á leið hinnar sönnu, sífellt vaxandi farsældar. / Ingvar Agnarsson Víkverji skrifar A Ijólaundirbúningnum reynir meira á marga þjónustuaðila en endranær. Til dæmis er miklu meira að gera hjá póstþjónustunni nú en aðra daga. Hundmð þúsunda jóla- bréfa ganga manna á milli. Víkveiji fær mikinn póst allan ársins hring, oft meiri en hann kærir sig um. Hitt kemur að vísu einnig fyrir að hann saknar þess að fá ekki send- ingar, sem hann væntir. Svo er til dæmis um breska vikuritið Econom- ist, sem hefur greinilega lent á einhveijum villigötum hjá póstinum. Af því tilefni sneri Víkveiji sér beint til afgreiðslu Economist og spurðist fyrir um það, hvers vegna stundum liði meira en vika, þar til tímaritið kæmi til áskrifenda sinna hér á landi. Svarið sem barst frá afgreiðslustjóra blaðsins var stutt og skýrt: Breska póstþjónustan gegnir ekki hlutverki sínu sem skyldi, við emm alltaf að biðja þá um að gera betur en með litlum árangri. Síðan kom það fram í bréf- inu, að dreifíng blaðsins til áskrif- enda utan Bretlands myndi vonandi batna; í vor stæði fyrir dymm að heija prentunina á þeim blöðum, sem berast til íslands, utan Bret- landseyja, á meginlandi Evrópu. Víkveiji hefur velt því fyrir sér, hvort stríðið við bresku póstþjón- ustuna hafi valdið því að stjómend- ur Economist ákváðu að svipta breska prentara því verkefni að prenta ritið. Frekar er ótrúlegt, að það hafí ráðið úrslitum, en vafa- laust hefur áralangt stríð við bresku póstþjónustuna ekki verið hvatning til að halda prentuninni áfram í Bretlandi. XXX Víkveiji hefur áður minnst á baráttu sína fyrir að fá bækur úr höndum íslensku póstþjón- ustunnar, en eins og sumir muna kannski var hafíst handa við að innheimta söluskatt á bókum, sem einstaklingar flytja til landsins, þegar pósturinn flutti í húsnæði við Ármúla og tollpóstverðir fengu nýja starfsaðstöðu. Ætti það líklega að fara í heimsmetabókina, að inn- heimta á skatti ráðist af húsnæði skattheimtumannanna. Nú hefur Víkveiji orðið fyrir nýrri reynslu í samskiptum við þennan hluta hins opinbera kerfís. Fyrir mistök stórrar bókaversl- unar í Bretlandi fékk Víkveiji vitlausa bók senda frá henni, raun- ar hafði hann ekki pantað neina bók þaðan þá stundina. Víkveiji hafði samband við verslunina og samþykkti hún að sjálfsögðu að taka við bókinni og endursendi Víkveiji hana þá. Áður en til þess kom hafði Víkvetji samband við tollpóststofuna og spurðist fyrir um það, hvort hann gæti fengið endur- greiddan söluskattinn af bókinni. Starfsmaður sem var fyrir svörum sagði, að póstleggja yrði bókina til útlanda í viðurvist opinberra emb- ættismanna. Gerði Víkveiji ráðstaf- anir til þess að það yrði gert. Sá sem sinnti erindinu fyrir Víkveija kom hins vegar aftur án þess að hafa fengið endurgreiðslu frá hin- um opinberu yfírvöldum. Sagði hann, að innheimta á þessum pen- ingum hefði kostað svo mikla fyrirhöfn og skriffinnsku, að hann hefði valið þann kost frekar að fá áritun á kvittunina þess efnis, að Víkveiji ætti inni fjárhæð hjá toll- póststofunni, sem rynni til greiðslu næst þegar hann fengi bók í pósti frá útlöndum. XXX Nú stendur fyrir dyrum að heim- ila ferðamönnum að fá sölu- skatt endurgreiddan af vamingi, sem þeir kaupa hér á landi. Er það skynsamleg ákvörðun og í samræmi við almenna viðskiptahætti í ná- grannaríkjum. Miklu skiptir að framkvæmd þessarar ákvörðunar taki frekar mið af hag ferðamanns- ins en óskum hins opinbera kerfis um skjöl og skýrslur. Ef ekki er unnt að fá endurgreiddan söluskatt á bók, sem er endursend, nema samin sé útflutingsskýrsla og fylltir út alls kyns pappírar, er þess tæp- ast að vænta að útlendingur geti fengið endurgreiddan söluskatt af ullarpeysu nema eftir mikið stíma- brak. Vonandi sjá menn til þess að kerfíð verði manneskjulegt við framkvæmd reglnanna um endur- greiðslu söluskatts, þannig að þær fæli ekki ferðamenn frá því að nýta þennan rétt sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.