Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Mjólk og grasalæknar eftir Ólaf Sigurðsson Þann 13. desember síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu viðtal við ungt par sem hefur lokið námi frá grasalæknaskóla í Englandi. Við- talið tók Guðrún Guðlaugsdóttir og var fyrirsögnin „Jurtalyf styrkja líkamann". Viðtal þetta var fyrir margar sakir athyglisvert. Grasalæknar eru nefnilega ekki á hveiju strái hér- lendis og ætti því að vera fengur að menntuðum grasalæknum frá viðurkenndum breskum skóla. í við- talinu var greint frá skoðunum við- mælenda Guðrúnar og hvemig kennslan fór fram. Umrætt viðtal fannst mér að mörgu leyti bera vott um þekking- arskort þeirra sem rætt var við, sérstaklega þegar hugsað er til þess að næringarfræði var mikil- vægur þáttur í námi þeirra. Ýmsar fullyrðingar um hollustu mismun- andi kjötmetis bera því einnig vitni. Grasalækningar gegn eyðni? Einna varhugaverðust fannst mér frásögnin um áhrif grasalækn- ingaaðferða gegn eyðni: ... „Not- aðar hafa verið ákveðnar tegundir af jurtum og þær eru taldar hafa orðið þess valdandi að fólk með eyðni fær ekki sjúkdómsein- kenni, a.m.k. hefur þeim verið haldið niðri í nokkur ár, eða fram á þennan dag.“ (leturbr. höfund- ar). Eyðni er stórmál fyrir þá ein- staklinga sem mælst hafa með veir- una og því alvarlegt mál ef fullyrð- ingar eins og að framan greinir eiga ekki við rök að styðjast. Þegar annar viðmælandinn segir: „Við eigum til þær jurtir sem hafa verið notaðar i þessu skyni í Kína“ (leturbr. höf.) tel ég að einhver sem er sérmenntaður í veirufræðum ætti að staðfesta þess- ar fréttir, því ekki er gott að gefa sjúklingum falskar vonir. Hugsi maður til allrar þeirrar vinnu og fjármagns sem lagt hefur verið í fræðslu um eyðni, er ljóst að ef rangar fullyrðingar birtast í fjölmiðlum og er ekki svarað, geta þær valdið gífurlegu tjóni á þeirri fræðslu sem heilbrigðisyfírvöld standa að. Eru aukefni óholl? Annað var það sem vakti athygli mína og ég tel mig hafa örlítið vit á, en það tengist þeirri fullyrðingu að gigtarsjúklingar eigi að „ . . . Sleppa öllu sælgæti og gosdrykkj- um og öllu sem litarefni og rotvarn- arefni eru í. Allt slíkt er ákaflega óhollt." (leturbr. höfundar). Hvað varðar aukefnin er óholl- usta þeirra mjög umdeilt mál með- al vísindamanna, hvort sem er fyrir gigtarsjúklinga eða aðra. Hinsvgar hafa þau aukefni sem notuð eru í matvæli í dag öll verið rannsökuð m.t.t. eiturefnafræðilegra áhrifa. Því hafa þau aukefni sem talin eru varasöm verið bönnuð og er það hlutverk heilbrigðisyfirvalda að sjá um eftirlit á notkun þeirra. Er fyrir- hugað átak í þessa veru með út- gáfu nýrrar reglugerðar þar um á næstunni. Litarefnin Mörg litarefni eru unnin úr jurt- um og eru talin náttúruleg. Önnur litarefni eru búin til með efnafræði- legum aðferðum. Þau litarefni sem notuð eru verða að ganga gegnum strangar prófanir áður en þau eru leyfð í matvæli, og er sífellt verið að endurmeta þau með tilliti til langtímaáhrifa. Hins vegar er þekkt að sum litarefni geta valdið ofnæmi hjá ákveðnum einstaklingum, en það sama má segja um önnur auk- efni og algengar fæðutegundir. Rotvarnarefnin Rotvamarefnin gangast einnig undir strangar prófanir og sífellt endurmat vegna mögulegra eitrun- aráhrifa eins og önnur aukefni. Vegna þeirrar þjóðfélagsgerðar sem einkennir vestræn samfélög (byggðakjamar og stórborgir) hafa þessi efni reynst nauðsynleg til að tryggja nægjanlegt framboð af matvælum og fjölbreytt fæðuval í verslunum. Sumir vísindamenn fullyrða að í raun væri hættulegra að nota þau ekki, þar sem hættan á örvem- gróðri og eitrunaráhrifum mundi stóraukast. Þetta em því efni sem við í raun getum illa verið án. Sum þeirra hafa gefið neikvæðar niður- stöður í tilraunum og hafa því ver- ið bönnuð. en flest þeirra sem leyfi- leg em munu vera vel þekkt og em ekki líkleg til að valda skaða, hvað þá í þeim mæli sem leyft er að nota þau. Það er því alls ekki rétt að segja um áðumefnd aukefni: „allt slíkt er ákaflega óhollt." Það fer eftir næmni einstaklingana fyrir til- teknum efnum, tegund þeirra og ekki síst magni. Efni sem koma fyrir náttúmlega í matvælum geta ekki síður valdið t.d. ofnæmis- eða eitrunaráhrifum en efni sem em bætt í þau af tæknilegum eða öðr- um ástæðum. Slík efni koma þó yfirleitt fyrir í það litlu magni að skaðlegra áhrífa verður ekki vart. Dæmi um þetta er blásýra í tóm- ötum og ýmsir alkalóíðar í ávöxtum og grænmeti. Það em því oft mjög eitruð efni í ýmsu hrámeti, en þau em ekki hættuleg vegna þess hve lítið er af þeim. Mjólkin er ekki óholl Það sem mér fannst athyglis- verðast og reyndar ámælisvert í þessu viðtali er þessi setning sem höfð var eftir öðmm viðmælandan- um:____Ég hef raunar ekki trú á því að fullorðið fólk þurfi á mjólk að halda, mjólk er ung- barnafæða." (leturbr. höf.) Eg vona að þetta sé ekki viðtekin skoð- un meðal grasalækna, því að þetta er ekki rétt. Hversvegna? Samkvæmt töflu manneldisráðs um ráðlagða dagskammta (RDS) er kalkþörf fullorðins fólks 800 mg/dag. Vanfærar 'konur eða þær sem hafa bam á bijósti þurfa að bæta við sig 400 mg/dag. Talið er að tvö til þijú mjólkurglös á dag gefi þennan dagsskammt kalks, ásamt kalki úr öðmm mat. Að öðm leyti inniheldur mjólk öll mikilvægustu vítamínin, öll aðal- steinefnin og hluta snefilsteinefna. Þijú mjólkurglös gefa okkur því vemlegan hluta af ráðlögðum dags- skömmtum ýmissa bætiefna og full- an dagsskammt annarra. Það er ólíklegt að bætiefnin í mjólk séu einungis fýrir ungabörn og að mjólk sé á einhvem hátt óæskilegur drykkur fyrir fullorðna, jafnvel þótt við drykkjum meira en þijú mjólkurglös á dag. Mjólk er einn bætiefnaríkasti drykkurinn sem völ er á, ekki síður fyrir full- orðna en böm og hlýtur að tilheyra fjölbreyttu fæðuvali fólks á öllum aldri. Er mjólk ofnæmisvaldur? Önnur setning sem birtist í við- talinu segir: „__því mjólk er slímkennd fæða og getur oft valdið ofnæmi". (leturbr. höf.). Vissulega getur mjólk eins og önn- ur matvara valdið ofnæmi. Mjólkur- Ólafur Sigurðsson „Hugsi maður til allr ar þeirrar vinnu og fjármagns sem lagt hefur verið í fræðslu um eyðni, er ljóst að ef rangar fullyrðingar birtast í fjölmiðlum og er ekki svarað, geta þær valdið gífurlegu tjóni á þeirri fræðslu sem heilbrigðisyfirvöld standa að.“ sykuróþol (Lactose intolerance) er þekkt vandamál hjá suðlægari þjóð- um og er talið að nær 100% negra skorti ensímið laktasa sem brýtur niður mjólkursykurinn. Þetta er í raun ensímaskortur en ekki ónærn-' issvömn og er fátíð hjá þjóðum í Norður-Evrópu. Búast má við að um 5.- 6. hver einstaklingur fái einhvemtíma ævinnar ónæmi. Algengt er að böm á fyrsta og öðru aldursári fái ofnæmi, þar sem meltingarvegur hefur ekki náð full- um þroska. Sú fæða sem mest er neytt af verður því algengasti of- næmisvaldurinn. Þess konar of- næmi eldist fljótt af bömunum. Erfitt getur verið að fá nákvæm- ar tölur um tíðni ofnæmissvarana hjá einstaklingum en lauslega áætl- að gæti tíðnin verið um 6% hjá ungabömum en 1% hjá fullorðnum. Þá má ekki gleyma því að þeir einstaklingar sem hafa fæðutengt ofnæmi, læra mjög snemma að þekkja til síns vandamál. Því er í reynd óþarfi að vara aðra við sem ekki eiga við þetta vandamál að stríða. Ekki er gott að átta sig á þeirri óskilgreindu fullyrðingu að: „mjólk er slímkennd fæða.“ Mjólk getur aftur a móti haft veruleg áhrif á slímhúð líkamans. Nýmjólk inniheldur mestu fítuna og einnig mest af fituleysanlega A-vítamíninu (tvö glös af nýmjólk gefa um 30% af RDS A-vítamíns). Til að líkaminn geti tekið upp fítu- leysanleg vítamín þarf fitu til að bera þau um veggi meltingarvegar- ins. Hvað varðar slímhúð og slímmyndun hefur A-vítamín verið nefnt „slímhúðarvítamínið" því það endumýjar slímhúðina og ver okkur þannig gegn utanaðkomandisjúk- dómum (flatarmál slímhúðar í líka- manum eru tugir fermetra). Mjólk er að þessu leyti mjög góð fyrir slímhúðina. Beingisna (beinþynning) végna ónógrar mjólkur- drykkju? Samkvæmt neyslukönnun Mann- eldisráðs Islands gefur mjólkurmat- ur okkur um 70% af því kalki sem við fáum úr fæðunni. Langstærsti hluti þess kemur úr nýmjólk, létt- mjólk eða undanrennu vegna þess magns sem við neytum af þesum tegundum mjólkurvara. Þeir sem ekki fá nægjanlegt kalk á upp- vaxtarárunum, eiga það á hættu að beingisnun verði með meira móti en ella þegar úrkölkun ágerist á efri árum. Einnig þarf kalk úr fæðunni til að bæta fyrir það sem líkaminn tekur úr beinum til ann- arra þarfa. MEGRUN ÁN MÆÐU Púsundir íslendinga og milljónir um allan heim hafa nú sannreynt gildi FIRMALOSS grenningar- duftsins í baráttunni við aukakílóin. FIRMALOSS GRENNINGARDUFTIÐ - eðlileg leið til megrunar - Með FIRMALOSS getur þú haldið þér grannri/ grönnum án gremju. Spyrjir þú þá sem reynt hafa, færðu staðfestingu. Og haldgóða sögu gefur FIRMA- LOSS grenningarfæðið sjálft þegar þú reynir það. • » FÆSTIAPÖTEKINU 0G BETRISTÓRMÖRKUÐUM Nóatúni 17-Sími 19900 Póstverslun - Sími 30001 TISKA OG HONNUN l.tbl. 1988 nr.22 Nýtt.glæsilegt og efnismikið blaö í verslunum um allt land SIMI 91-29393 ORKA I LÉTTIR Ll VOR OG S| FRÁ FRAI DALÍUR HÚÐIN OG UMHII HENNAR FRÍÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.