Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 56

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég er fædd 1. ágúst 1969 kl. 11.45 f.h. á Akureyri. Mér þætti vænt um ef þú gætir sagt mér eitthvað um stjömukort mitt, sérstaklega í sambandi við nám og starf. Með kæ'rri þökk. Ljón.“ Svar: Þú hefur Sól og Merkúr í Ljóni, Tungl í Fiskum, Venus í Tvíbura, Mars f Bogmanni og Vog Rísandi. Grunneðli Það að þú hefur Sól í Ljóni táknar að þú ert einlæg og hlý í grunneðli þfnu, en jafn- framt stolt og fost fyrir. Með því síðastnefnda er átt við að grunnpersónuleiki þinn er óhagganlegur. Þú breytist ekki svo glatt. Fullkomnunarþörf Satúmus í spennuafstöðu á Sól getur gefið tvennt til kynna. Hinn neikvæði mögu- leiki er sá að þú bælir sjálfa þig niður, sennilega vegna þess að þú gerir of miklar kröfur til þín. Þetta gæti síðan leitt til sjálfsóánægju og minnimáttarkenndar. Hið jákvæða er að þú hefur skipulags- og stjómunar- hæfíleika, svo framarlega sem þú leyfír sjálfri þér að njóta þín. Passaðu þig á því að gera ekki of miklar kröfur til sjálfrar þín. Ekki vera vond út í þig, þó allt gangi ekki einn, tveir og þrír. Reyndu að slaka á. Lærðu að þora að gera það sem þú vilt gera. Ekki segja, ég get þetta ekki o.s.frv. Tilfinningar Tungl í Fiskum táknar að þú hefur næmar og viðkvæmar tilfínningar. Þú átt til að vera draumlynd og eilftið utan við þig á köflum. Þetta táknar einnig að þú ert blíð og sveigjanleg tilfinningalega og átt auðvelt með að setja þig í spor annarra. Samskipti Venus í Tvíbura táknar að þú ert félagslynd og forvitin um annað fólk. Þú hefur gaman af þvf að kynnast ólfku fólki. Framkvœmdaorka Mars í Bogmanni táknar að þú ert heldur eirðarlaus í vinnu og þarft að geta hreyft þig og fengist við fjölbreyti- leg málefni. Persónulegur stíll Vog Rísandi táknar að þú ert vingjamleg f framkomu og reynir að koma þannig fram að fólki líði vel f návist þinni. Þú vilt jafnvægi, frið og feg- urð í umhverfí þitt. Ekki dcemigerð Þegar á heildina er litið verð- ur að segjast að þú sért ekki dæmigert Ijón. Hin merkin þfn, Fiskur og Vog, gera þig óákveðnari, sveigjanlegri og mýkri en gengur og gerist með Ljón. Síðan er líklegt að Satúmus haldi Ljóninu niðri. Mannlegstörf Hvað varðar störf þá á við þig að starfa f mannlega geir- anum, þ.e.a.s. viðskipti eða tækninám á ekki við þig, en að vinna með fólki hentar þér ágætlega. Tvö svið koma helst til greina, annars vegar félagssvið eða listir. Þú hefur t.d. hæfileika til að verða ágætur félagsráðgjafí eða gætir notið þfn f félagslegum 8törfum, t.d. í stjómunar- störfum f skemmtana- eða ferðamannaiðnaði (móttaka, hótel). Störf f leikhúslffí gætu einnig átt við þig. Aðalatriði eru lifandi og fjölbreytileg félagsleg störf. GARPUR GRETTIR DÝRAGLENS HVAP ektlA N3ÓTA pess Ae> GERA/ < AE> HORFA A PA<3UR?I JÓ'RPlNA ÉG N/E YjAH,EINSO<S /ESSU EKKI^ ALLT ER \ ---- PAG,. V? ( ÞAP (S/ETI VERiP BOlÐ Aí> V BX3GJA HÉR. N-VJ-A V KRINSLU“A MORGOtfyío m t— t ~ -p -zm SMÁFÓLK Kominn i Ieikfimina, sé ég... tmat's a nice little BA6 VOU HAVE THERE Þetta er lagleg taska sem þú ert með. Eg býst við að hún sé fyr- Kleinuhringi! ir allar græjurnar, er það ekki? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eftir að suður opnaði á einu 16—18 punkta grandi, sá norður ekki ástæðu til að heyra hljóðið í makker aftur og stökk beint í sex grönd. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ K982 ¥ K52 ♦ Á65 + ÁK7 Suður ♦ ÁG63 VÁD6 ♦ KD4 ♦ D82 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: Laufsexa. Þrátt fyrir 7 kontról á móti grandi hefur norður enga trygg- ingu fyrir því að alslemma standi. Og þar sem hann er með hnffjafna skiptingu lætur hann eiga sig að leita að spaðasam- legu. Enda kemur á daginn að sex spaðar eru heldur verri samningur en sex grönd. Sagnhafi á 11 slagi og þarf ekki annað en fría einn á spaða til að fá þann tólfta. Það getur hann gert af 100% öryggi, sama hvemig liturínn brotnar. Iferðin er sú að taka fyrst á ásinn og spila svo smáu á níu blinds, ef vestur fylgir með smáspilum: Norður ♦ K982 VK52 ♦ Á65 ♦ ÁK7 Vestur ♦ D1074 ¥ 1074 ♦ 1072 ♦ 654 Austur ♦ 5 ¥ G983 ♦ G983 ♦ G1093 Suður ♦ ÁG63 ¥ÁD6 ♦ KD4 ♦ D82 Þessi spilamennska er full- komlega örugg, þvi ef vestur sýnir eyðu í þegar spaða er spil- að í annað sinn, er ásnum stung- ið upp og spilað á gosann. Umsjón Margeir Pétursson Á opna alþjóðlega mótinu á skákhátíðinni i Saint John um daginn kom þessi staða upp I skák þeirra Perenyi, Ungveijalandi, og júgóslavneska stórmeistarans Djuric, sem hafði svart og átti leik. Báðar drottningamar standa í uppnámi t stöðunni. Við slíkar aðstæður getur sá sem á leik oft komið bragði á andstæðinginn og sú varð einmitt raunin hér: 35. — Hxg3! (Svartur hefur hins vegar ekkert upp úr 35. — Dxe5?, 36. Rxe5) 36. Rxg3 — Bxf2+! og hvítur gafst upp. Þvt hann verður liði undir eftir bæði 37. Rxf2 — Dxe5 og 87. Kh2 - Df4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.