Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 4 Rædd sameining kaup- félaga á Suðurlandi NEFND á vegum kaupfélaga Árnesinga, Rangæinga, Vestur- Skaftfellinga og Vestmannaeyinga kom saman á mánudag til að ræða hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu félaganna. Að sögn Guðmundar Búasonar, kaupfélagsstjóra í Vestmannaeyjum, for- manns nefndarinnar, hófust óformlegar þreifingar í þessa átt fyr- ir um það bil mánuði og áttu Skaftfellingar frumkvæðið. Aætlað er að nefndin haldi næst fund fyrir páska og kvaðst Guðmundur vonast til að þá skýrðist endanlega hvort af sameiningu gæti orðið. Guðmundur sagði að stærri fé- lögin tvö, félög Ámesinga og Rangæinga, hefðu minni áhuga á sameiningunni en Vestmanneying- ar og Skaftfellingar, en þó væru allir sammála um að halda viðræð- unum áfram að svo stöddu. Kaup- félögin sem þátt taka í viðræðun- um eiga það sameiginlegt að starf- semi þeirra byggist að langmestu leyti á verslunarrekstri. „Við sjáum fram á erfiðan rekstur, einkum hér og í Vík; Rangæingar og Ámesing- ar standa betur,“ sagði Guðmund- ur. „Helsti ávinningurinn við að stækka þessar einingar er sá að rekstrarkostnaður ætti að minnka, einnig ætti að vera hægt að ná fram hagkvæmara vömverði með sameiginlegum innkaupum og þannig að koma betur til móts við neytendur." Guðmundur Búason kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve miklar eignir kaupfélag- anna væru en sagði að velta þeirra hefði á siðasta ári verið á þriðja milljarð. Hann sagði að ekki hefði verið skoðað sérstaklega hvort nauðsjmlegt yrði að loka einhveij- um deildum á vegum þessara fé- laga „en auðvitað er það svo að þessi félög eru að reka litlar og óhagkvæmar verslunareiningar og hvort sem til sameiningar kemur eða ekki þá kæmi ekki á óvart að menn þyrftu að taka þau mál til endurskoðunar". Guðmundur sagði að yfirstjórn Sambandsins hefði ekki átt frum- kvæði að viðræðunum en hefði átt fulitrúa á fundinum. „Þessi hug- mynd er í samræmi við yfirlýsta stefnu Sambandsins um að fækka beri kaupfélögunum. Það sem þyngst vegur í okkar erfiðu stöðu er að þjónusta við landsbyggðar- fólk er í síauknum mæli að færast til höfuðborgarinnar. Ég held að ekkert geti snúið þeirri þróun við annað en það að okkur takist að hagræða rekstri og bjóða upp á betra vöruverð og þjónustu. Þegar upp er staðið skiptir það höfuð- máli hvaða þjónustu og verð tekst að bjóða heima í héruð, “ sagði Guðmundur Búason, kaupfélags- stjóri í Vestmannaeyjum. VEÐURHORFUR í DAG, 16.3.88 YFIRLIT f 9»r: Um 400 km aust-suð-austur af ian Mayen er 985 mb lægö sem hreyflst lítið en heldur vaxandi 998 mb lægð á Græn- landshafi hreyfist norðaustur. Víðóttumikil 968 mb lægö við Ný- fundnatand fer norðaustur og 1022 mb hæð er yfir Grænlandi. Smóm saman dregur úr frosti, fyrst vestanlands. 8PÁ: Suöaustanátt um allt land, stinningskaidi og slydda á Suður- og Vesturlandi en annars þurrt að mestu. Híti fré +3—+3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Austlæg vindótt og fremur svalt f veðri, einkum þó á noröanverðu landinu. Skýjað en vfðast þurrt sunnanlands en viða léttskýjað fyrir norðan. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Ql Hálfskýjað A skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / # Slydda / * / # # # * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsfus y Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hltl +6 +3 veður skýjaö skýjað • Björgvin 3 lóttskýjað Helsinkl +4 skýjað Jan Mayen +12 úrkoma (gr. Kaupmannah. 6 skýjað Narssarasuaq +5 skýjað Nuuk +S snjókoma Ósló +3 skýjað Stokkhólmur +2 alskýjað Þórshöfn 2 snjóól Algarve 20 lóttskýjað Amsterdam 7 skúrir Aþena vantar Barcelona 19 akýjað Berlln 9 skýjað Chicago +3 akýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 9 skúrlr Glasgow 6 skýjað Hamborg 7 skúrir Laa Palmaa 20 skýjað London 10 skúrir Los Angeles 12 skýjað Lúxemborg 6 skúrir Madrld 17 skýjað Malaga 19 léttskýjað Mallorca 18 skýjsð Montreal 0 alskýjað New York 0 skýjað Perís 10 skúrir Róm 16 skýjað V(n 9 mlstur Waahlngton +2 lóttakýjað Wlnnipeg vantar Valencia vantar Sri Chinmoy, indverskur hugleiðslumeistari, heimsótti forseta íslands, forsætisráðherra og biskup íslands í gær. Á myndinni er hann með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, á skrif- stofu forsetans i stjórnarráðinu. Hugleiðslumeistari hjá forseta íslands SRI Chinmoy, indverskur hug- leiðslumeistari, heimsótti for- seta íslands og forsætisráð- herra i gær. Við það tækifæri söng hann lag, sem hann hefur samið um ísland. Þá átti hann fund með biskupi íslands siðar um daginn. Sri Chinmoy ætlaði að halda tónleika í Háskólabíói í gær- kvöldi, en hann er nú að ljúka Evrópuferðalagi í þágu friðar. Hann hefur haldið ókeypis tón- leika í Hollandi, Danmörku og Noregi. Sri Chinmoy hefur lýst sjálfum sér sem „Guð-elskanda, sannleiks-leitanda og friðar- elskanda". Hann hefur haft hug- leiðslur fyrir starfsfólk hjá Sam- einuðu þjóðunum síðan 1970. Sri Chinmoy fer frá íslandi til New York í dag. 100 milljóna spam- aður á ári með nýju bílnúmerakerfi Hlutafélag stofnað í stað Bifreiðaeftirlitsins JÓN Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, mælti i efri deild Alþingis i gær fyrir frumvarpi til breyt- inga á lögum sem felur það m.a. í sér að tekið verður upp nýtt bilnúmerakerfi. Sagði dóms- málaráðherra að það myndi hafa í för með sér 100 m.kr. sparnað á ári að skipta um fyrirkomulag i þessum efnum. Einnig er i frumvarpinu lagt til að fela megi hlutafélagi að annast skoðun og skráningu bifreiða í stað Bif- reiðaeftirlits rikisins. Dómsmálaráðherra sagði að stefnt væri að því að Bifreiðaeftir- lit rikisins yrði lagt niður og stofn- að hlutafélagið Bifreiðaskoðun ríkisins með þátttöku ríkissjóðs, tryggingarfélaga, fyrirtækja og samtaka er tengjast bifreiðaeign og bifreiðaþjónustu. Fyrirtækið mun sjá um skráningu og skoðun ökutækja og verður í fyrstu samið við fyrirtækið til aldamóta. Hlutafé fyrirtækisins verður 80 m.kr. og mun ríkið eiga 41 m.kr. eða rúman helming. Einnig er stefnt að því að taka upp fastnúmerakerfí á bifreiðum en ökutæki eru nú skráð í tvöföldu . númerakerfí. Allar nýskráðar bif- reiðir myndu því nota fast númer, Fyrirlestur um sundtækni sæskjaldbaka DR. JOHN Davenport sjáv- arlfffræðingur frá sjávarrann- sóknastöð háskólans í Wales ( Menai Bridge heldur fyrirlest- ur um sundtækni sæskjald- bakna. Fyrirlesturinn verður fóstu- daginn 18. mars kl. 15.15 í stofu G-6 í líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn verður á ensku og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) AB- dKR \J Svona munu liklega nýju núm- eraskiltin líta út frá og með 1. júní. Þau verða úr áli með hvitum endurskinsgrunni og dökkbláum bókstöfum og rönd við brún. Alls rúmast 575.000 númer innan þessa kerfis. Lagt er til að unnt verði að velja milli númeraskilta með einni eða tveimur linum en siðari gerðin hentar sumum bif- reiðum betur. tvo bókstafi og þtjá tölustafi, sem myndi fylgja bifreiðinni. Þau öku- tæki sem nú eru í notkun þurfa þó ekki að skipta um númerskiiti nema eigandi óski þess. Dómsmálaráð- herra sagði að 100 m.kr. myndu sparast á ári við að skipta um fyrir- komulag. Það væri ekki hægt að leggja út í þann kostnað til þess að fáir menn gætu haldið sínum númerum. Erlendis tíðkaðist þó sums staðar að menn gætu gegn háu gjaldi fengið að raða saman slnum eigin númerum. Sagði ráð- herra að slíkt gæti komið til greina hérlendis síðar. Lögregluskóli ríkisins; Þrír sækja um skólastjórastöðu FRESTUR til að sækja um stöðu skólasljóra Lögregluskóla rikis- ins rann út á þriðjudag. Þrjár umsóknir bárust. Tveir umsækjenda óska nafn- leyndar en hinn þriðji er Bjarki Elíasson yfírlögregluþjónn í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.