Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 24

Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 árum á eftir Bandaríkjamönnum sem eru að fá sig fullsadda af nei- kvæðri auglýsingamennsku, sem hefur verið töluvert áberandi þar í landi, þó sérstaklega í stjómmála- slagnum, þannig að mönnum þykir nú nóg komið af svo góðu. Um þetta hef ég ekki fleiri orð en bið Morgunblaðið að birta eftir- farandi tilvitnanir f ummæli sjón- varpsstjóra Stöðvar 2, fleyg orð, sem höfð hafa verið eftir honum í blöðum á síðustu misserum. Er það hin fróðlegasta lesning og skólabók- ardæmi um fullyrðingar, glamur og glys sem sérsaumað er fyrir hvert tækifæri, þar sem menn láta vaða á súðum og snúa léttilega við blað- inu þegar þeir hafa verið króaðir af og ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi ef horft er um öxl og hlutimir skoðaðir í samhengi. Jón Óttar í Tímanum — ágúst 1986: Sagði Jón Óttar það stórmerki- legt að íslenzka Sjónvarpinu hefði ekki tekizt á öllum sínum ferli að klúðra saman mynd eftir íslend- ingasögunum eða öðmm íslenzkum bókmenntaverkum. „Markmiðin hjá Ríkissjónvarpinu hafa fyrirfarist eða þá að tilgangin- um hefur ekki verið náð.“ Jón Óttar í danska blaðinu Information 8. ágúst 1986: Forlæggersönnen er f. eks. vis paa at det ny TV kan give Islands stolte iitterære traditioner nyt liv, paa saloon-restauranten ser han syner som ikke ville være fremmede for Universal Pictures — ikke en westem — men Northem-tradition. „Det er endnu aldrig produceret rigtig gode fílmatiseringer af saga- eme.“ Sem í lauslegri þýðingu hljóðar svo: „Sonur bókaútgefandans er til dæmis viss um að nýja sjónvarps- stöðin geti blásið nýju lífi í foma bókmenntahefð íslendinga, helsta stolt þeirra. Á ölstofunni skjótast úr hugarfylgsnum hans hugmyndir í ætt við bandaríska kvikmynda- framleiðslu hjá Universal Pictures — þó ekki að kúrekamyndum — heldur fomnorrænum. „Enn sem komið er hefur engum tekizt að gera verulega góða kvikmynd úr Islendingasögunum." Jón Ottar i DV 16. desember 1986 (í tilefni af fjölmiðlakönnun Steinaldarmað- ur á Stöð 2? eftir Markús Örn Antonsson Á dögunum gerði ég að gefnu tilefni athugasemd um það hér í Morgunblaðinu að auglýsingatelqur Sjónvarpsins árið 1987 hefðu numið 198,7 milljónum króna en auglýs- ingatekjur Stöðvar 2 um 110 millj- ónum króna samkvæmt upplýsing- um fjárhagsstjóra fyrirtækisins. Það var full ástæða til að upp- lýsa þetta vegna margendurtekinna yfírlýsinga forráðamanna Stöðvar 2 sem ekki voru sannleikanum sam- kvæmar eins og bezt sést á þeim tilvitnunum sem fylgja hér á eftir. Þessi athugasemd mín hefur komið Jóni Ottari Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, lítillega úr jafnvægi og orðið tilefnið nýrra upphrópana og skelfilega ósann- Blaðbemr færandi vandlætingar eins og fram kom hér á síðum blaðsins hin 5. marz sl. Þar lét Jón Óttar þess getið að nýverið hefði hann sótt ráðstefnu í útlandinu um fjölmiðlun og gaf fyr- irlesurum sæmilega einkunn, svo sem forstjóra BBC. Jón Óttar í Morgunblaðinu 5. marz 1987: „Það sem vakti sérstaka athygli mína á þessu þingi voru málefnaleg efnistök allra viðstaddra. Á leiðinni heim las ég svo aftur íslenzku blöð- in og þar blasti við sú ömurlega staðreynd að allar umræður um hina nýju miðla hér á landi eru enn á steinaldarstigi í samanburði." Batnandi manni er bezt að lifa. Enginn hefur verið jafniðinn við að drösla umræðu um ljósvakamiðl- ana niður á þetta tilvitnaða stein- aldarstig og einmitt Jón Óttar Ragnarsson. Með fádæma kjafta- vaðli, ótrúlegri sjálfumgleði og linnulausum blekkingarflaumi hef- ur sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 staðið í því að sverta keppinautinn og upphefja sjálfan sig og Stöð 2 langt umfram efni, þó að Stöð 2 sé alls góðs makleg og hafí hlotið af- bragðsgóðar viðtökur sem tækni- lega háþróuð útfærsla af videóleigu með heimsendingarþjónustu. Forráðamenn Ríkisútvarpsins hafa ekki átt orðastað við Jón Ottar Ragnarsson á opinberum vettvangi nema með einni eða tveim undan- tekningum. Um þessa hæversku sýnist hverjum sitt. Ekki hefur skort frýjunarorð ýmissa velunnara stofnunarinnar þegar þeim hefur blöskrað ófrægingarherferð Jóns Óttars og hans kumpána á Stöð- inni. Allt er þar með sama marki brennt, hvort sem um er að ræða blaðaviðtöl eða auglýsingar: Nei- kvæði, rangfærslur, hálfsannleikur eða vísvitandi blekkingar í saman- burði við íslenzka Sjónvarpið. Þarf þessa viðhorfsbrenglun til að ávinna nýju og framsæknu fyrirtæki viðun- andi sess á markaðinum? Er hér enn staðfesting þess að við séum 5 Selfoss: Nýr framkvæmdastjóri hjá Mjölni Markús Órn Antonsson „Enginn hefur verið jafniðinn við að drösla umræðu um ljósvaka- miðlana niður á þetta tilvitnaða steinaldar- stig- og einmitt Jón Ótt- ar Ragnarsson. Með fá- dæma kjaftavaðli, ótrú- legri sjálfumgleði og linnulausum blekking- arflaumi hefur sjón- varpsstjóri Stöðvar 2 staðið í því að sverta keppinautinn og upp- hefja sjálfan sig og Stöð 2 langt umfram efni, þó að Stöð 2 sé alls góðs makleg og hafi hlotið afbragðs- góðar viðtökur sem tæknilega háþróuð út- færsla af videóleigu með heimsendingar- þjónustu.“ Selfossi. Vörubílstjórafélagið Mjölnir hefur ráðið sér nýjan fram- kvæmdastjóra, Guðmund Kr. Jónsson. í félaginu eru 40 sjálfs- eignarbílstjórar í Arnessýslu, Hveragerði og á Selfossi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 19. mars verða til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginganefnd- ar aldraðra, veitustofnana og sjúkrastofnana og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna, í stjórn veitustofnana og heilbrigðisráðs. Mýrar Lyngbrekka Hlíðarvegur 138-149 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Kr. Jónsson framkvæmdastjóri Mjölnis og Helgi Stefáns- son formaður félagsins. Á síðastliðnu ári voru aðalverk- efni vörubflstjóranna vegavirina og vikurkeyrsla. Undanfamar vikur hefur akstur með físk úr Þorláks- höfn til Eyrarbakka og Stokkseyrar auk uppskipunar úr bátum í Þor- lákshöfn verið aðaluppistaðan ( vinnu bílstjóranna. Félagið, sem var stofnað 1941, tekur að sér flutninga á hvers kon- ar vörum og efni. Afgreiðsla félags- ins er að Hrísmýri 1 á Selfossi. Sig. Jóns. Símar 35408 og 83033 MIÐBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laufásvegur 58-79 o.fl. UTHVERFI Sogavegur112—156 Kambsvegur VESTURBÆR Tjarnargata 3-40 nm Stigahlíð 49-97 SELTJNES Fornaströnd Vallarbraut KOPAVOGUR GARÐABÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.