Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 25

Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 25 Félagsvísindastofnunar): „Þessi könnun sýnir okkur í sókn og það kæmi mér ekkert á óvart að þetta væri upphafið að endinum hjá ríkissjónvarpinu.“ Jón Ottar í DV 9. janúar 1987: „Þessi samkeppni minnir á hnefaleikakeppni þar sem Ríkisris- inn brýst inn í hringinn og lætur öllum illum látum en hleypur undir pilsfald Stóru Mömmu um leið og á bjátar. Ríkisrisinn þarf að ákveða hvort hann þorir að vera með í sam- keppninni eða hverfa endanlega undir pilsfaldinn. Báðir kostirnir eru gæfulegri en núverandi tvískinn- ungur.“ Jón Óttar i DV 19. janúar 1987: „En öfugt við RÚV er það ekki okkar markmið að níða niður keppi- nauta okkar.“ Jón Óttar í sömu grein: „Innlenda dagskrárgerðin hefur hlotið mjög jákvæðar undirtektir og telja flestir að innlendir þættir á Stöð 2 séu betri en sambærilegir þættir á RÚV.“ Jón Óttar í Þjóðviljanum 20. febrúar 1987: „Eftir þrjá mánuði verður sagt að við græðum allt of mikið. Bráð- lega náum við því takmarki okkar að geta lifað algjörlega án auglýs- inga. Við fáum svona tvö til þrjú hlutafjártilboð í hverri viku.“ Jón Ottar í Sjónvarpsvísi Stöðvar 2 í september 1987: ^Eftir hækkun afnotagjalda RUV um 67% misstum við flugið um sinn, en nú er öflugur meðbyr á nýjan leik.“ „Jón Óttar í Sjónvarpsvisi Stöðvar 2, 14. desember 1987: „Arið 1987 var úrslitaár í sögu i Stöðvar 2. Þá náðum við því marki að komast upp fyrir keppinaut okk- ar í auglýsingatekjum auk þess sem áskrifendafjöldinn fór yfír 30.000.“ Jón Óttar í viðtali við Morgun- blaðið 11. febrúar 1988: „Við erum með nú í báðum fyrir- tækjunum um 115 manns saman- lagt og á Ríkissjónvarpinu einu skilst mér að séu um 180 manns, þótt mér sé sagt að launakostnaður þar samsvari launum á 3. hundrað manns. Ennfremur: „Eg reikna með því að við gerum alla okkar dagskrárgerð fyrir innan við helming af þeim kostnaði sem hún kostar hjá Ríkissjónvarpinu.“ Og einnig: „Eg myndi gizka á, að það væru um 100 manns, sem starfa alfarið hjá Stöð 2.“ Það er líklega kominn tími til að sjónvarpsstjórinn fari að telja í eig- in hjörð, svo að hann þekki nokk- um veginn eigin búrekstrarstærðir. Sem sjá má af þessum örfáu tilvitn- unum standa yfirlýsingar hans á sömu brauðfótum: „mér skilst", „mér er sagt“, „ég reikna með“, „ég myndi gizka á“. Enda er allur samanburður hans við einstaka þætti í rekstri Sjónvarpsins út í hött. Jón Óttar í viðtalinu við Morg- unblaðið 11. febrúar 1988: „Við erum með 60—65% af aug- lýsingamarkaðinum. Okkar verð er orðið svipað og hjá Ríkissjónvarp- inu.“ Jón Óttar í Morgunbíaðir.u 5. marz 1988: „Æ, greyið voru fyrstu viðbrögð mín þegar ég las pistil Markúsar Amar Antonssonar í Morgunblað- inu í gær. Þar bendir hann á þá augljósu staðreynd að Ríkissjón- varpið hafi haft meiri auglýsinga- tekjur en Stöð 2 á árinu 1987. Það sem hann gleymir er að óska Stöð til hamingju með þann frábæra ár- angur að hafa náð ríflega þriðjungi auglýsingatekna í sjónvarpi á fyrsta heila starfsárinu.“ Ég læt lesendum eftir að dæma um hver sé i hlutverki steinaldar- mannsins í umræðunni um íslenzka Qölmiðla. Höfundur er útvarpsstjóri. BILLIARD STORKOSTLEG VERSUEKKUN »» PILUKAST 30-40% verðlækkun Dartpílur QUALITY BRASS. Verð áður kr. 528,- nú kr. 310,- DartpílurTUNGSTEN. Verð áður kr. 1.990,- nú kr. 1.230,- Dartspjöld 44 cm. Verð áður kr. 675,- nú kr. 430,- Dartspjöld keppnis-BRISTLE. Verð áður kr. 3.700,- nú kr. 1.990,- ISSfgl Billiardborð 2 fet, 63 cm.Verð áður kr. 3.100,- nú kr. 1.910,- Billiardborð 3 fet, 92 cm.Verð áður kr. 4.000,- nú kr. 2.450,- Billiardborð 4 fet, 122 cm.Verð áður kr. 5.950,- nú kr. 3.857,- Billiardborð 5 fet, 153 cm.Verð áður kr. 14.900,- nú kr. 9.670,- Billiardborð 6 fet, 183 cm.Verð áður kr. 17.700,- nú kr. 12.550,- Billiardborð 7 fet, 212 cm.Verð kr. 29.000,- Sendum ípóstkröfu Kreditkortaþjónusta Ármúla 40, sími 35320 M4RKD 65 tll 130 ha. vélar 5 gíra eða sjálfskiptur • Framhjóladrif • 309 er rúmgóður fjölskyldubíll • Sérlega skemmtilega hannaður • Einstök fjöðrun og aksturseiginleikar • Eyðslugrannur • Vönduð innréfting Ýmis aukabúnaður fáan- legur, s.s.: • Allœsing (central lock) • Aflstýri • Upphifuð sœti • Rafmagnsrúðu- upphalarar • og margt margt fleira Allt rtiður í 25% útborgurt og afgangimi má gréiðcí ú allt öð m ó.ri i'Comíð, revasiU' ‘ ifjnmÉt . Já, Peugeot 309 er Ijúfur bíll sem sameinar nútímatœkni Ki, við einstaklega skemmtilega og góða hönnun. Fjöðrun og aksturseiginleikar í Peugeot gœðaflokki sem gerir 309 sérlega hentugan fyrir íslenskar aðstœður. Þessi rúmgóði og lipri fjölskyldubíll hefur sannað kosti sína í umferðínni. LAU Peugeot 309, verð frá 476.200,- Lj ----------------- . ,. » 1 , MjULáAJLkkA&JAÉLkk Í^JLAAjJ^kJJULÉ liii j 2 JOFUR HF Nýbýlavegi 2 Sfmi 42600 PÓRHIUDUR/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.