Morgunblaðið - 17.03.1988, Side 27

Morgunblaðið - 17.03.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 27 Tölvuskóli Suðurnesja: Fyrstu nemendum- ir á skólabekk Keflavik. TÖLVUSKÓLI Suðurnesja hefur verið settur á stofn og er hann til húsa í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Helgi Eiríksson kennari við Fjölbraut- arskóla Suðurnesja veitir skólan- um forstöðu og þessa dagana sitja fyrstu nemendur skólans á skóla- bekk. Við kynningu á starfsemi skólans kom fram hjá Ingólfi Halldórssyni aðstoðarskólameistara að tilurð Tölvuskólans hefði varla komið til nema með hjálp aðila vinnumarkað- arins sem hefðu fjármagnað tækja- kaup að verulegu leyti. Ingólfur sagði að fjárveitingavaldið hefði ætlað skólanum 350 þúsund krónur á þær 30 námsbrautir sem kenndar væru við skólann sem væri rétt rúm- ar 10 þúsund krónur á hverja braut og sú upphæð hrykki skammt þegar ráðist væri í að kaupa tækjakost þann sem Tölvuskólanum væri nauð- synlegt að búa við. Helgi Eiríksson sagði að mikill áhugi væri hjá Suðurnesjamönnum fyrir skólanum og fullbókað væri í mörg námskeið. Helgi sagði að í boði væru 12 mismunandi námskeið og þar mætti nefna almennt grunnn- ám í MS-dos stýrikerfinu, ritvinnslu- kerfi, Dbase +++ gagnagrunnur, Multiplan-töflureiknir, Tollari 88, Ráð viðskiptahugbúnaður, Vent- ura-skrifborðsútgáfa og Lotus 123. Tölvuskólinn hefur yfir að ráða 20 nýjum Victor PC-tölvum sem eru samtengdar móðurtölvu og sagði Helgi að tækjakostur væri með því besta sem gerðist í sambærilegum skólum. Helgi sagði ennfremur að námskostnaði væri haldið í lágmarki eftir því sem hægt væri, en hann samt miðaður við að eðlileg end- umýjun á tækjakosti geti orðið. Kveikið ekki í með straujárninu 1. Skiljið straujám aldrei eftir í sambandi, ef þið þurfið að bregða ykkur frá. Sjálfvirki rofinn á því getur bilað og þá heldur jámið áfram að hitna þangað til botninn bráðnar úr því, eða eitthvað annað gefur sig með þeim afleiðingum, að neistar frá jáminu geta hæg- lega kveikt í borðinu og öðru brennanlegu. 2. Ef gamla snúran er farin að trosna og e.t.v. farið að sjást í vírana undir einangmninni, þá er kominn tími til að skipta um snúm. Munið að fá tausn- úm. Plastsnúra bráðnar við minnstu snertingu við heitt jámið. 3. Straujám á að vera jarðtengt, og það ætti ekki að nota, nema við jarðtengdan tengi. 4. Ef þið setjið kló á jarðtengt tæki, eins og t.d. straujárn, þá verður að nota kló, sem til þess er ætluð og passar í jarð- tengdu tenglana í íbúðinni. í jarðtengd tæki er notuð snúra með þremur vímm. Einn þess- Þetta merki táknar jarðteng- ingu. Gulgræna jarðtengiþráð- inn á að tengja, þar sem þetta merki er. Athugið hvaða raf- tæki eiga að vera jarðtengd. ara víra er gulgrænn. Það er jarðtengivírinn. Skerið einang- mnarkápuna af þráðunum, þannig að einangmnin á þeim skaddist ekki. Mælið við klóna. Gulgræni vírinn á að vera að- eins lengri en hinir, t.d. 1 senti- metra. Afeinangrið alla þræð- ina, 8—10 mm, og snúið uppá þannig að engir lausir endar séu útundan. Tengið jarð- tengivírinn við jarðtengifest- inguna, sem er merkt með tákninu (sjá meðfylgjandi mynd) og látið endana á hinum vímnum hverfa inn í tindana alveg upp að einangmn. Látið einangrunarkápuna ná vel inn fyrir festiklemmuna (togfest- una) í klónni og herðið þétt- ingsfast að. 5. Venjið ykkur og börn á heimil- inu á að taka alltaf um klóna en ekki í snúmna, þegar tekið er úr sambandi. (Frá Rafmagnseftirliti ríkisins.) H U I Ð Við kynnum SUPER POP. SUPER POP er alveg sérstakur gæða popp-maís sem hefur 30 - falda poppun. 30 - föld poppun þýðir að hvert maís-korn (sjá mynd 1.) stækkar u.þ.b. 30 - falt þegar það springur út, ( sjá mynd 2.). Þessi árangur er alveg einstakur í íslenska "popp-heiminum". Utan á umbúðunum eru einfaldar, góðar leiðbeiningar sem tryggja að jafnvel óvanir "popplistamenn" ná alltaf góðum árangri. ÍSLENSKA ÖRBYLGJUPOPPIÐ er komið í nýja og betri örbylgjupoka. Upphaflega átti það við örðugleikaað stríða vegna þess að örbylgjupokarnir voru ekki nógu góðir , en nú hefur því verið kippt í liðinn. Nýju pokarnir eru árangur nýjustu uppgötvana erlendra "poppfræðinga". í þeimverður poppið bæði meira ogbetra ogvið treystum því að bæði vanirogóvanirörbylgjupopparar verði hæstánægðir með útkomuna. -æraifr pöP M W ■ -i X .. ■ "iv *• - U~1! Vatnagörðum 14, Reykjavík Sími: 3 80 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.