Morgunblaðið - 17.03.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 17.03.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 4 Hafnarfjörður: Athugasemd vegna dagvistargjalda Vegna fréttar í Morgunblað- inu þann 10. mars sl. varðandi hækkun dagvistargjalda í Hafnarfirði þann 1. mars sl. hefur bæjarstjórinn í Hafnar- firði, Guðmundur Árni Stefáns- son, beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi: Eins og fram kemur hér að neðan eru dagvistargjöld í Hafnar- firði eftir u.þ.b. 10% hækkun 1. mars enn með því lægsta sem tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Hafnarfjörður, 1. mars eftir u.þ.b. 10% hækkun: Leikskóli 4 tímar kr. 3.300, leikskóli 5 tímar © INNLENT kr. 4.000. Dagheimili forgangur kr. 5.000, dagheimili aðrir kr. 7.700. Reykjavík, án hækkunar 1. mars: Leikskóli 4 tímar kr. 3.200, leikskóli 5 tímar kr. 4.000. Dag- heimili forgangur kr. 4.750, dag- heimili aðrir kr. 7.250. Garðabær, 1. mars eftir u.þ.b. 10% hækkun: Leikskóli 4 tímar kr. 3.600, leikskóli 5 tímar 4.500. Dagheimili forgangur kr. 4.800, dagheimili aðrir kr. 8.050. Seltjamames, 1. mars eftir u.þ.b. 10% hækkun: Leikskóli 4 tímar kr. 4.510, leikskóli 5 tímar kr. 5.885. Dagheimili forgangur kr. 5.445, dagheimili aðrir kr. 9.240. Frétt Morgunblaðsins mátti skilja þannig að aðeins Hafnar- fjörður og Kópavogur hefðu hækk- að dagvistargjöld þann 1. mars sl. Hið rétta er að bæði Seltjamarnes og Garðabær hækkuðu gjöldin á sama tíma. Hafís í fjörunni við Raufarhöfn. Ljósm. Helgi Hafís utan við Raufarhöfn Raufarhöfn. ÞAÐ er ekki mikill ís sjáanlegur út frá Raufarhöfn. Þó sáust stak- ir jakar á reki austur í flóanum á leið til lands siðastliðinn þriðju- dag. Talsvert af stökum jökum kom þá á fjörur austan og vestan Raufarhafnar og einnig komust nokkrir jakar að virnum, sem strengdur var fyrir höfnina. Jakamir lyft vímum næst landi og komust margir smáir jakar þá leið inn á höfnina. Einnig inn um lítið sundið milli höfðans og hólm- ans. Skip var á siglingu á vesturleið norð-austur af Hraunhafnartanga kl. 10 á mánudagsmorgun og virt- ist nánast á auðum sjó, þó stakir jakar væru á reki. Isbrúnin var ekki í augsýn frá landi við Hraun- hafnartanga en hún sást þó þaðan á sunnudag. — Helgi Grænlenskir bændur í heimsókn Syðra-Lanprholti. Syo HOPUR ungra bænda frá Græn- landi var á ferð hér í Hruna- mannahreppi síðastliðinn sunnu- dag. Þeir brugðu sér hingað í vikuferð til að kynna sér land- búnað og fleira honum tengt. Þeir Þór Þorbergsson, búfræði- kandidat frá Reykjavík, sem verið hefur ráðunautur á Grænlandi síðan 1982 og Lasse Bjerge, skólastjóri við bændaskólann í Upemaviasuk, sem er um 10 km frá Julianeháb, skipulögðu ferðina. Lasse var hér við búnaðamám og störf og talar íslensku reiprennandi. Flestir þeir ungu bændur sem hér voru á ferð- inni hafa verið við landbúnaðarstörf hér á landi, en það er liður í búnað- amáminu á Grænlandi að vinna eitt ár hjá íslenskum bændum. Alls komu 17 manns frá Grænlandi að þessu sinni en 6 bættust í hópinn sem nú eru við landbúnaðarstörf hér á landi, allir við sauðfjárbú. Hér í sveitinni skoðuðu þeir kúabú hjá Sveini Flosa Jóhannssyni í Efra-Langholti, sauð- fjárbú og tamningastöð hjá Haraldi Sveinssyni á Hrafnkelsstöðum og gróðurhús hjá Guðjóni Birgissyni á Melum. Sigmundur Jóhannesson, bóndi í Syðra-Langholti, annaðist móttöku þeirra hér í sveit en hann hefur tvívegis sótt grænlenska bændur heim og dvalið þar um tíma. Þessi hópur ungra, grænlenskra bænda heimsótti einnig m.a. Hvann- eyri og tilraunabúið á Hesti í Borgar- firði. Þá skoðuðu þeir ullarverk- smiðjuna á Álafossi en í umræðu er að reyna að koma á einhveijum ulla- riðnaði þar í landi en eins og er er öll ull flutt úr landi óunnin. Einnig var litið á röraverksmiðjuna á Rey- kjalundi en mikill áhugi mun vera hjá grænlenskum bændum að koma sér upp heimilisrafstöðvum. í spjalli fréttaritara við þá Þór og Lasse kom fram að grænlenskir bændur hefðu lært mikið af íslensk- um bændum. Nú væri sauðfjárstofn- inn um 25 þúsund íjár og 85 fjöl- skyldur lifðu af sauðfjárbúskap. Meðalbúið væri um 350—400 íjár og meðalvigtin 15—16 kíló, það færi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Grænlensku bændurnir skoða fjósið í Efra-Langholti. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ungur grænlenskur bóndasonur hefur brugðið sér á dráttarvél í Efra-Langholti. þó eðlilega eftir beitarsvæðum. Vetr- arbeit væri mikið stunduð. Hinir ungu grænlensku bændur virtust hafa mikinn áhuga á heyverkun, bæði votheysgerð og súgþurrkun, og fannst greinilega mikið til koma að hægt væri að hita loftið með hverahita fyrir súgþurrkkun heysins. — Sig. Sigm. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Konur og tækni Fimmtudaginn 17. mars nk. ræðir Guðrún Zoéga verkfræðingur, aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra, um „konur og tækni" i Torf- unni uppi, kl. 12.00. Fjölmennið. Hvöt og Landssamband sjálfstæðiskvenna. Hella: Ráðstefna um raforkumál á Suðurlandi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi boðar til almenns fundar um raforkumál á Suðurlandi í Hellubíóí laugardaginn 19. mars kl. 13.30. Fjallaö verður um raforkumál, uppbyggingu á þeim vettvangi og möguleikum til almennrar nýtingar og framleiðslu. Framsögumenn verða: Örlygur Jónasson, RARIK, Jón Örn Arnar- sson, veitustjóri á Selfossi, Eirikur Bogason, veitustjóri '/estmanna- eyjum, Gisli Júlíusson, deildarverkfræðingur Landssvirkjunnar, Frið- rik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Féiags íslenskra iðnrekenda Reykjaneskjördæmi -aðalfundur Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi verður í Glaumbergi, Keflavik, laugardaginn 19. mars kl. 10.00, stundvislega. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Menningarmálanefnd Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi menningar- málanefndar Sjálf- stæðisflokksins eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu flokksins í sima 82900 helst fyrir 21. mars nk. Formaður nefndarinnar er Þuríður Pálsdóttir, söngkona, og með nefndinni starfar Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður. Stjórn menningarmálanefndar. Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagiö Sókn heldur fund þriöjudaginn 22. mars i Sjálfstæðishúsinu í Keflavik kl. 20.30. Fundarefni: 1. Bæjarmál: Bæjarstjórnarfulltrúarnir Ingólfur Falsson og Garðar Oddgeirsson fjalla um bæjarmálin. 2. Kaffiveitingar. 3. Bingó. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Málefni aldraðra í Rangárþingi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins og Sjáflstæðisfélag Rangárvalla- sýslu boða til fundar um málefni aldraðra í Rangárþingi föstudags- kvöldið 18. mars kl. 21.00 i Hvoli. Fundurinn er öllum opinn en rætt veröur um stöðu og stefnu i málefnum aldraðra i sýslunni. Framsögumenn: Jón Þorgilsson, Markús Runólfsson, Ólöf Kristófers- dóttir og Inga Jóna Þóröardóttir. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflolksins á Suðurlandi. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 20. mars kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélögin Akranesi ~L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.