Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 29 □ Barátta kynjanna i algleymingi. „ Allt eins og stafur á bók, - þannig vil ég hafa þessa hluti." Fastur viöskiptavinur. FLUTNINGUR ER OKKAR FAG EIMSKIP Anægjustund í Mennta- skólanum á Egilsstöðum eftirKristínu Jónsdóttur Lýsistrata eftir Aristófanes. Þýðing: Kristján Árnason. Leikstjóri: Ingnnn Ásdísardóttir. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson. Ljósamaður: Kristján Guðmunds- son. Leikmynd og búningar: Leik- stjóri og leikarar. Leikarar: Sigurlaug Gunnars- dóttir, Marta Kristjánsdóttir, Margrét Bergmann, Elísabet Þorsteinsdóttir, Þorbjörg Pét- ursdóttir, Erla Ingadóttir, Arn- heiður Árnadóttir, Sólný Páls- dóttir, Álfheiður Ingólfsdóttir, Árdís Orradóttir, Siguijón Óla- son, Grétar Eggertsson, Björn St. Júlíusson, Hlöðver B. Jökuls- son, Einar Sigurðsson, Daníel Sigmundsson, Rúnar Erlingsson, Jakob R. Atlason, Heimir Ás- mundsson, Páll Þórðarson. Miðvikudagskvöldið þann 9. mars sl. veittist mér sú ánægja að vera viðstödd frumsýningu Leik- félags Menntaskólans á Egilsstöð- um á Lýsiströtu eftir Aristófanes. Þetta var jafnframt fyrsta sýning þessa nýstofnaða leikfélags. Salur ME, sem er ekki neitt drau- maleikhús, var þáttskipaður áhorf- endum sem tóku sýningunni vel og betur því lengra sem leið. í upphafí virtist mér gæta nokkurrar tor- tryggni, en það breyttist fljótlega og í sýningarhléi virtist mér tor- tryggnin horfín en eftirvænting komin í staðinn. Um verkið og höfund þess hirði ég ekki að fjalla, það hafa aðrir mér fróðari margsinnis gert í ald- anna rás. Ég ætla aðeins að fjalla um það er fyrir augu og eyru bar þessa ágætu kvöldstund. Á ég að segja að sviðsmyndin hafí verið ómöguleg og lýsingin lé- leg, að leikurinn hefði mátt vera betri og að framsögninni sé ábóta- vant? Sennilega þóknaðist ég þá þeim er telja að við, hér á landsbyggð- inni, eigum ekki að vera að þessu brölti, lærða leikhúsfólkið fyrir sunnan eigi eitt að sjá okkur fyrir allri leiklist. En ég er á annarri skoðun og í þetta sinn er staðreynd- in sú að mér fannst leikmyndin al- veg eins og hún átti að vera, þrátt fyrir svarta plastið, og búningamir féllu vel að leikmyndinni, hóflega litskrúðugir í látleysi sínu. Lýsingin var skemmtileg en ónóg á stundum, en ég veit ástæðuna fyrir því. Og þá er það frammistaða leikar- anna. Allir sem einn sýndu þessir ungu leikarar hlutverkum sínum alúð og þegar það er gert fer ekki hjá því að árangurinn verður góð- ur, að vísu misgóður eins og geng- ur. En einmitt vegna þessarar alúð- ar varð þessi sýning svona skemmtileg, lifandi og góð. Veikasti hluti sýningarinnar var kór karlanna og stelpurnar voru sterkari í heild en strákarnir. Sigurlaug í hlutverki Lýsiströtu var falleg og býsna sköruleg og meðferð hennar á þessum mikla texta til fyrirmyndar, þar varð hvergi misbrestur á. Grétar var hreint stórkostlegur í hlutverki Kínesíasar „hins konu- lausa“ og fór þar allt saman, góð textameðferð, lipurð, og látbragð. Fleiri mætti nefna, svo sem Daníel og Margréti, en geri ég það er hætt við að langt verði í endapunkt- inn. Leikstjórn Ingunnar ber það með sér að hún kann vel til verka og að hún kann að vinna með áhuga- fólki. Þá á ég við að hún spennir bogann nógu hátt til þess að eitt- hvað sé við að fást, en þó ekki það hátt að leikarinn ráði ekki við það. Þessi meðalvegur er oft á tíðum vandrataður, en hér tekst Ingunni svo sannarlega að rata hann. Og fram hjá þeirri hættu, sem vissulega er fyrir hendi, að gera sýninguna „grófa“, tekst henni farsællega að sigla. Henni tekst að gera konumar. skemmtilega lokkandi og karlana' grátbroslega í kvenmannsleysi sínu. Ein leikstjómarmistök sem fóm skelfílega í taugamar á mér verð ég að nefna en það var lengdin á forleiknum (flautinu) sem var skemmtilegur en bara of langur. Um lýsingu sýningarinnar sá ungur áhugamaður að sunnan en ættaður héðan að austan, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, og tókst vel, miðað við þær aðstæður er fyrir hendi em. Ég vona að Egilsstaðabúar, svo og aðrir hér í nágrenninu, sýni þessu framtaki áhuga og sjái sýn- inguna, hún svíkur engan. Leikfélagi ME óska ég til ham- ingju með þessa sýningu sem var ykkur öllum til sóma. Ingunni óska ég til hamingju með fyrstu uppsetn- inguna á heimaslóðum en vonandi ekki þá síðustu. Og menntaskólan- um til hamingju með að hafa eign- ast leikfélag. Höfuadur er forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa á Egilsstöð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.