Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 9 4 4 KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88 VÍSUM TILVEGAR Á VERÐBRÉFA- MARKAÐINUM Kaup, sala og endurfjárfesting. Kaupþing. Miðstöð verðbréfaviðskiptanna. IBirgir ísleifur Gunnarsson menntamAlaráðherra um wTangen-m&hð“; Fréttastofa Ríkisútvarps- íns afvegaleiddi hlustendur| Tangen-málið á Alþingi Eftir að fréttastofa hljóðvarps ríkisins rauk af stað með órökstudd- ar fullyrðingar um að Stefán Jóhann Stefánsson, þáv. forsætisráð- herra, hefði verið handbendi bandarísku leyniþjónustunnar, rauk Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, upp í ræðustól á Alþingi og gerði málflutning fréttastofunnar að sínum. Siðanefnd Blaðamannafélags íslands komst að þeirri niðurstöðu, að fréttamenn sem um málið fjölluðu hefðu gerst sekir um alvarleg brot á siðareglum. Eftir að Hjörleifur hafði tekið málið upp á þingi mæltist Sverrir Hermannsson til þess þar, að menntamálaráðherra gæfi Alþingi skýrslu um málið. Var engum andmælum hreyft við þeim tilmælum á þingi. Var skýrslan til umræðu þar á mánudag. Er staldrað við þetta í Staksteinum í dag og einnig hlut Þorleifs Friðrikssonar, sagnfræðings. Skýrslan Eftir að skýrsla menntainálaráðherra um Tangen-málið hafði verið lögð fram, heyrðust kvartanir um það frá ýmsum og þeirra á meðal fréttamönnum ríkisins, að skýrslan vœri til marks um offors og yfir- gang. Þessi andmæli hefðu átt að koma fram fyrr, ef þeir, sem höfðu þau í frammi, vijja vera samkvæmir sjálfum sér. Upphafsmaður þess að Tangen-málið kom til umræðu i sölum Alþingis var enginn «nnnr en Hjörleifur Guttormsson, sem var talsmaður þeirra skoðana, er einkenndu fréttaflutning hjjóðvarps ríkisins og dr. Þór White- head, prófessor i sagn- fræði, gagnrýnir i skýrslu menntamálaráð- herra. Þór kemst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa bent á hinar sagn- fræðilegu veilur og rang- færslur i fréttatímum útvarpsins og frétta- tengdum þáttum Rásar tvö, að lita verði á Tang- en-málið i pólitisku ljósi. Birgir ísl. Gunnarsson, menntamálaráðherra, ræddi i umræðum um skýrsluna sérstaklega kvartanir útvarpsmanna undan skýrslunni og þá fullyrðingu, að úttekt dr. Þórs hefði verið pöntuð tíl að klekkja á frétta- stofunni og annarleg sjónarmið ráðið efnistök- um. Af þessum tílefni sagði ráðherrann: „Ég vísa þessu fullyrðingum á bug. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins [Kári Jónasson] ættí fremur að veija tínia sinum til að (huga vandlega þau mis- tök sem fréttastofunni hafa orðið á og bæta vinnubrögðin, en að láta frá sér vanhugsaðar yfir- lýsingar." Bentí ráðherr- ann réttílega á að skýrsl- an væri samin að ósk Alþingis en ekki að sinu frumkvæði eða skýrslu- höfundar. Eiður Guðnason, þing- maður Alþýðuflokksins og fyrrum útvarpsráðs- maður, sagði um þennan þátt Tangen-málsins á þingi, að sér þættí undar- ’ legt að heyra Iljörleif Guttormsson kvarta und- an þvi nú, að þessi skýrsla hefði verið samin að ósk þingmanna. Stangaðist þetta á við óskir Hjörleifs sjálfs um skýrslur tíl þingsins um öll möguleg og ómöguleg mál. Reiði þeirra sem kvarta undan þvi að skýrslan um Tangen- málið og hlut frétta- manna útvarpsins skuli hafa verið samin er i ætt við hina fomu áráttu mannsins að vilja helst gera út af við þá, sem boða váleg en sönn tiðindi. Árásimar á dr. Þór Whitehead em af þessum toga. Þær snúast ekki um það, sem hann segir um efni málsins, enda er framganga fréttastofu rikisins i Tangen-málinu óveij- andi, heldur hitt að hann skuli segja það i skýrslu að ósk menntamálaráð- herra vegna kröfu þing- manná. „Mjög villandi“ Ems og málið var sett fram af fréttastofu ríkis- ins er i raun erfitt að greina á milli sagnfræði- legra þátta og pólitískra um samhand Stefáns Jó- hanns Stefánssonar við Bandaríkjanienn. Eftír að i (jós kom að Tangen hafði engin skjöl máli sinu til stuðnings hafa pólitísldr andstæðingar utanrddsstefnu fftlanda leitast við að „afsaka“ framgöngu fréttastof- unnar með þvi að vist séu tíl gögn, sem sýni Stefán Jóhann i vondu pólitísku Ijósi. Gekk Hjörleifur Guttormsson fram undir þessu merid á Alþingi á mánudag. Og i Moigun- blaðinu í gær tekur Þor- leifur Friðriksson i sama streng og sakar dr. Þór Whitehead um óheiðar- leika. Þorieifur kom við sögu Tangen-málsins i útvarpinu. Er hér gripið niður i skýrslu dr. Þórs: „Þegar Jón E. Guð- jónsson [fréttaritari i Ósló] hafði lokið að vitna í „heimild" Tangens i Dagskrárþættínum, kynnti Már Jónsson [fréttamaður] stuttlega Þorleif Friðriksson, sagnfræðing, og rann- sóknir hans á fjárhags- tengslum Alþýðuflokks- ins islenska við „skoðana- bræður á Norðurlöndum og víðar". í beinu fram- haldi af lýsingum frétta- ritarans i Ósló á „ein- lægu“ og „óvenjulegu" sambandi Stefáns Jó- hannft Stefánssonar við bandaríska leyniþjón- ustumenn og stjómarer- indreka spurði Már nú, hvort það kæmi Þorleifi á óvart, að forsætisráð- herra hefði setíð fundi með slíkum mönnum á árunum 1947-49. Þorleif- ur taldi þetta alls ekki koma sér á óvart. ísland hefði verið i „iqjög nán- um tengslum við pólitisk- ar væringar" eriendis, „og einmitt þetta, sem hér hefur verið til um- ræðu, hef ég sjálfur rek- ist á í minum rannsókn- um“. . . í einu samhengi höfðu menn nú rætt um „tengsP* Stefáns Jóhanns Stefánssonar við banda- rísku leyniþjónustuna, meintan fjárstuðning hennar við qjósnir i Nor- egi, áhrif hennar þar i landi og sambönd, sem leyniþjónustumenn áttu að hafa haft við nafn- greindan forystumann i norska Verkamanna- flokknum. Við þessi at- riði hafði Þorleifur Frið- riksson siðan bætt kunn- um staðreyndum úr ferii Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar og ó]jósri staðfest- ingu á niðurstððum Tangens. Svar hans virt- ist i rökréttu framhaldi af því, sem tíl umræðu hafði verið i þættínum, en var í raun n\jög vill- andi. Ef fræðilegt við- horf hefði setíð i fyrir- rúmi, hefði hann i upp- hafi átt að segja það, sem fyrst kom fram [þjá Þor- leifi] i sjónvarpsviðtali einum degi siðar: „Varð- andi tengsl Stefáns Jó- hanns við sendimenn frá bandarisku leyniþjón- ustunni á þeim árum, sem hann var forsætis- ráðherra, veit ég ekk- ert“ I Dagskrárþættinum sýndist málið horfa allt öðru visi við. Þátttakend- ur virtust i óðaönn að rekja möskvana i þvi qjósna- og samsærisnetí bandarisku leyniþjón- ustunnar, sem Dag Tang- en áttí að hafa flett ofan af með rannsóknum sínum vestra," segir dr. Þór Whitehead meðal annars um hlut Þorleifs Friðrikssonar, sagnfræð- ings. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA ÞANN21 APRÍL EININGABREF 1 2.767,- EININGABRÉF 2 1.605,- EININGABRÉF 3- 1.769,- LÍFEYFISBREF 1.391,- HITAMÆLAR SöyfröaiMgjyir J&trossGmi <S Vesturgötu 16, sími 13280. Heilsumatreiðsla 7. og 8. maí LÆTUR ÞÚ ÞIG HEILSUNA EINHVERJU VARÐA? Ef svo er getur þú nýtt þér sýnikennslu í undirstöðuatriðum jurtafæðu (korn, grænmeti, þang) í Matstofunni við Klapp- arstíg 7. og 8. maí nk. Fjallað verður um yin-yang og hvernig það er notað sam- kvæmt makróbíótískri hefð. Upplýsingar í síma 28410 í Matstofunni milli kl. 10-11 f.h. Einn- ig veitir Soffía Lára upplýsingar í síma 14031 milli kl. 19.30. og 20.30. e.h. frá og með mánudegi. Sumarbústaðalóðir Fyrirhugað er að úthluta nokkrum lóðum undir sumarbústaði til félagsmanna á Ragnheiðarstöð- um. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fáks millikl. 15.00-18.00 daglega í síma 612766. Hestmannafélagið Fákur I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.