Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 ' 55 KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI ÓLYMPÍULEIKANNA Morgunblaöið/Willem Middelkoop Dauðafæri Guðmundar Guðmundur Torfason fékk dauðafæri á 12. mín. Hér skýtur hann að marki en knötturinn fór yfir. „Ég fékk knöttinn á ská, þannig að það var erfitt að athafna sig,“ sagði Guðmundur. Til hægri er fyririiði hollenska liðsins, John de Wolf... Sólin ekki alttaf á lofli - sagði Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands, eftirtap, 0:1, í Hollandi — Ólympíudraumurinn úti „ÞRÁTT fyrir að allir vilja vera knettinum þá skemmtilega yfír sig í sólskini, þá er ekki alltaf sól I og sendi loiöttinn til Guðmundar, á lofti. Þannig var það hór f sem komst á auðan sjó. Hann náði ekki að sæta Iagi og skora — skaut fi-amhjá af 12 metra færi. „Ég fékk knöttinn á ská, þannig að það var erfitt að athafna sig,“ sagði Guð- mundur. Rétt á eftir náðu leikmenn íslenska liðsins ekki að nýta sér auka- spymu, rétt fyrir utan vítateig Hol- lendinga. Halldór Áskelsson hitti knöttinn illa og skot hans var var- ið. Halldór var svo aftur á ferðinni rétt á eftir, með skot af 28 m færi, sem Theo Snelders varði. Islensku leikmennimir gerðu Ólafur vHdl fá vftaspymu harða hríð að marki Hollendinga Ólafur Þórðarson, sem lék mjög vel, var svo á ferðinni á 32. mín., þegar hann braust skemmtilega í gegnum vöm Hollendinga. Hann var felldur inni í vítateig — féll flat- ur. Ólafur vildi þá fá vítaspymu, en dómari leiksins, Alan Snoddy frá N-írlandi, var ekki á sama máli og lét leikinn halda áfram. „Þetta var ekkert annað en vítaspyma. Tveir Doectinchem í kvöld. Strákam- ir vildu sigur, en urðu að sœtta sig við tap, 0:1 ,u sagði Sieg- fried Held, landsliðsþjálfari fs- lands, eftir tap gegn Hollend- ingum f afspyrnulólegum leik, sem aðeins 573 áhorfendur sáu. Hollenska liðið var lélegt. Þrátt fyrir það náðu leikmenn íslenska ólympíulandsliðsins ekki að knýja fram sigur. Mögu- leikar ísienska landsliðsins á að komast til ÓL f Seoul eru úti. slensku leikmennimir gerðu harða hríð að marki Hollendinga í byijun leiksins og gátu með smá heppni skorað eitt til tvö mörk. Guðmundur Steins- son skaut yfir mark Hollands á 8. mín. og síðan fékk Guð- mundur Torfason gullið tækifæri til að skora á 12. mín. Ólafur Þórðarson vippaði SigmundurÓ. Steinsson skrifarfrá Hollandi vamarmenn Hollands ýttu á bakið á Ólafí," sagði Guðmundur Torfa- son. Heppnin var ekki með íslenska Iið- inu í fyrri hálfleik gegn lélegum Hollendingum. Hollendlngar skora Hollendingar náðu að gera út um leikinn á 54. mín. Þá skoraði Ruud Brood fallegt mark af 22 m færi: Hann sendi knöttinn með vinstri fæti upp í samskeytin á marki ís- lands, án þess að Birkir Kristinsson ætti möguleika á að verja. Við þetta var eins og allur vindur færi úr íslenska liðinu og úrslitin vom ráð- in. Það vantaði allan neista í leik íslenska liðsins í leiknum. Miðjan var ekki nægilega kröftug. íslenska liðið náði ekki yfírhöndinni á miðj- unni, þannig að sóknarleikurinn var ekW nægilega beittur. Aftasta vöm- in, Ágúst Már Jónssón, Viðar Þor- kelsson og Þorsteinn Þorsteinsson, „Þetta var ekkert annað en vítaspyma" * 4 - sagði Olafur Þórðarson — „Ekkertvíti," sagði dómarinn Þeir ýttu á bakið á mér eftir að ég var kominn fram hjá þeim. Ég skil ekki enn hvers vegna dómarinn dæmdi ekki vfta- spymu, þar sem ég var að kom- ast á auðan sjó,“ sagði ólafur Þórðarson, baráttujaxl frá Akra- nesi, sem lék vel í gærkvöldi. Ólaf- ur sýndi skemmtilega takta þegar hann braust í gegnum vöm Hol- lendinga — hann lék á tvo Ieik- menn, með því að skjótast á milli þeirra. „Þegar ég var á leiðinni fram hjá þeim þriðja, var ýtt aftan á bakið á mér,“ sagði Ólafur. Ólafur var afar óhress þegar þetta átti sér stað og hrópaði til dómar- ans Alan Snoddy frá N-írlandi. Snoddy sagði eftir leikinn, að Ól- afur hefði látið sig detta viljandi. „Dómarinn sagði við mig, þegar ég mótmælti: „Hættu þessum leikaraskap. Ef þú reynir þetta aftur, sýni ég þér gula spjaldið,““ sagði Ólafur. Guðmundur Torfason var við hlið Ólafs þegar atvikið átti sér stað. „Ég var viss um að dómarinn myndi lyfta flautunni til að blása í hana og dæma vítaspymu. Ég var undrandi þegar hann lét leik- inn halda áfram,“ sagði Guð- mundur. lék vel og einnig Birgir Kristinsson, markvörður. Ólafur Þórðarson átti einnig mjög góðan leik. Sýndi mikla baráttu. „Olafur var besti leikmaður íslenska liðsins. Barðist frá fyrstu mínútu til leiksloka. Við vissum að íslensku leikmennimir kæmu hing- að til að beijast, en ekki til að leika vináttulandsleik. Ég er ánægður með sigurinn," sagði þjálfari hol- lenska liðsins. Ellert B. Sehram, formaður Knattspymusambands íslands, var á meðal áhorfenda á leik Holl- ands og íslands hér í Doectinchem í gærkvöldi. Hann kom hingað við á leið sinni til Stuttgart í V-Þýska- landi og Strassborg í Frakklandi. Ellert er formaður nefndar þeirrar hjá Knattspymusambandi Évrópu (UEFA), sem sér um Evrópukeppn- ina í knattspymu. Hann og aðrir nefndarmenn fara til að kanna allar aðstæður á leikvöllum þeim sem úrslitaleikimir fara fram. Úrslitaleikur Evrópukeppni meist- araliða fer fram í Stuttgart og úr- slitaleikur Evrópukeppni bikarhafa fer fram í Strassborg. „Ég fer fyrst til Stuttgart — strax í fyrramálið," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann verður í Stuttgart {dag og í Strass- borgá morgun. „Það er ýmislegt sem við þurfum að kanna á völlunum. Athuga hvort sé búið að gera þær endurbætur á þeim, sem við óskuðum eftir þegar'* við skoðuðum vellina síðast," sagði Ellert. Morgunblaóið/Willem Middelkoop ...og hér er það hollenski fyrirliðinn sem hefur betur í öðru einvígi við Guð- mund Torfason í gærkvöldi. Þeir háðu marga hildina I leiknum; Guðmundur hafði oft betur, en sá hollenski stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Holland-ísland 1:0 Ólympíulandsleikur í knattspymu. Doectinchen 27. aprfl 1988 Hark Hollands: Ruud Brood á 54. mln. Lið tslands: Birjcir Kristinsson, Við-. ar Þorkelsson, Ágúst Már Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Halldór Áskelsson, Ingvar Guðmundsson, Þorvaldur Örlygsson, Ólafur Þórðar- son, Pétur Arnþórsson, Guðmundur Steinsson (Rúnar Kristinsson vm. á 78. min.) og Guðmundur Torfason. Lið Hollands: Snelders, Troost, Verkuyl, Rutten, De Wolf, Verrips, Van der Waart, Brood, Keur, Kruzen og Eijkelkamp. Ahorfendur: 573. Dómari: Alan Snoddy frá N-írlandi og llnuverðir voru landar hans Oliver Donnelly og Leslie Irvine. Ellert á leiðtil Stuttgart og Strassborg - ávegumUEFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.