Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 HANDKNATTLEIKUR / VESTUR ÞÝSKALAND Kristján Arason fer frá Gummersbach og segist taka tilboði spánska félagsins Tecca ef það verði mjög gott. Fer til Spánar ef ég fæ gott tilboð - segir Kristján Arason, sem fer að öllum líkindum til Spánar eftir helgi til að líta á aðstæður hjá Tecca „EF óg fœ mjög gott tilboð frá Tecca þá fer ég til liðsins og leik með þvf á nœsta keppnistímabili," sagði Kristj- án Arason, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið f gær. Kristján sagði Tecca vera mjög traust félag. Liðið tekur þátt í úr- slitakeppninni um spánska meistaratitilinn að þessu sinni og hafði Kristján eftir forráðamönnum þess að þeir ætluðu sér að ná f 2-3 spánska landsliðsmenn fyrir næsta tímabil. Vestur þýska 2. deildarfélagið Dankersen hefur sýnt Kristj- áni áhuga, eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðið og gerði honum tilboð ( fyrradag. Að sögn Kristjáns er tilboðið gott, og mun hann svara félaginu í næstu viku. Hann sagði það vissu- lega kitla að vera tekinn fram yfír júgóslavneska landsliðsmann- inn Cvetkovic, sem leikið hefur með liðinu í vetur, en þó hefði hann meiri áhuga á að leika með toppliði á Spáni. Kristján sagði sérstaklega eitt atriði ýta undir að hann kæmi heim og léki hér á landi næsta vetur. „Þorgerður, eiginkona mín, leggur stund á lögfræði við Há- skóla íslands. Hún tók fýrsta árið utan skóla í vetur, en það er vitað mál að annað árið verður erfíð- ara, þannig að það væri betra að vera heima með það f huga." En hvað Spán varðar sagði Kristján aftur, að þangað færi hann ef til- boðið yröi mjög gott. Því má bæta hér við að órói er á meðal leikmanna Gummersbach vegna þess að Kristján verður lát- inn fara frá félaginu. íþróttablað- ið Kicker greindi frá því nú í vik- unni. { blaðinu segir að eftir leik Gum- mersbach um helgina hafí fram- kvæmdastjóri liðsins greint frá þvi á fundi með blaðamönnum að Kristján færi frá félaginu eftir tímabilið og landsliðsmaðurinn Andreas Dörhöfer kæmi í staðinn, frá Schwabing, en hann er örv- hent skytta eins og Kristján. „Þetta er óheppileg lausn," er svo haft eftir landsliðsmanninun kunna Rudiger Neitzei. „Féiagið hefði átt að halda Kristjáni,“ bætti hann við, og aðrir leikmenn eru sagðir á sama máli. Kristján segist óhress með að ekki skildi beðið með að tilkynna að Dörhöfer kæmi f sinn stað þar til eftir síðasta leik. Um það hefði verið samið. Ég og forráðamenn Gummersbach vorum búnir að semja um það að tiikynna þetta ekki fyrr en eftir síðasta leik. Forráðamenn félagsins hringdu svo í mig eftir helgina og báðu mig afsökunar á því að fréttin um að ég færi og Dörhöfer kæmi í minn stað hefði verið birt svo snemma," sagði Kristján í gær. ■ GUÐMUNDUR Haraldsson, milliríkjadómari f knattspymu, dæmir leik Frakka og Svía í undan- keppni Ólympíuleikanna, en viður- eignin fer fram í Lens í Frakklandi 25. maí. Sveinn Sveinsson og Þorvarður Björnsson verða línu- verðir. Svíar standa best að vígi í riðlinum og með sigri tryggja þeir sér efsta sætið. ■ ÞRÓTTARAR, sem leika í 2. Tfeild knattspymunnar í sumar, hafa fengið talsverðan liðsauka. Fyrstan skal telja Hermann Arason, sem áður lék með Hvöt frá Blönduósi, og var raunar fyrirliði liðsins í fyrra er það sigraði í 4. deild. Þá er Ottó Hreinsson hættur við að leika með Gróttu í sumar og verður áfram hjá Þrótti. Tveir Englendingar leika svo með Þrótti í sumar: Darr- en Giles og Peter Frein. Þessir kappar léku báðir með utandeildar- liðum á Englandi f vetur, en hafa verið á mála hjá atvinnuliðum áður. Giles hjá Aston Villa og Frein hjá WBA. H RÁÐSTEFNU landsdómara í knattspymu, sem vera átti um næstu helgi, hefur verið frestað um viku og verður 7. og 8. maf. Ken Ridden, sem er í dómaranefnd UEFA, verður með fyrirlestur á ráðstefnunni og sýnir videómyndir, sem hann hefur sýnt á alþjóða dóm- araráðstefnum. ■ SIGURÐUR G. Sveinsson sigraði í þremur af flórum vegg- tennismótum („ Squash" ) vetrarins á vegum Veggsports, Dansstúdíós Sóleyjar og Sijömunnar og hlaut utanlandsferð í verðlaun. Hann verður með á íslandsmótinu, sem hefst á morgun í Veggsporti við Seljaveg, en úrslitakeppnin verður á laugardag. Skráning keppenda stendur yfír, en hægt er að tilkynna Sátttöku ísfma 19011 og 687701. I ÁSMUNDUR Ólafsson lék sama leikinn f racquetmótunum, en fyrsta íslandsmótið í greininni stendur nú yfir í Dansstúdfói Sóleyj- ar að Engjateigi. Úrslitakeppnin í kvennaflokki hefst klukkan 10 á sunnudaginn, en klukkan 13 f karla- flokki. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Gústaf ráðinn þjáKari Fram Aðeins þrjú lyrstu deildarlið eiga eftir að ráða þjálfara fyrir næsta vetur Gústaf Bjömsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Fram í handknattleik næsta keppn- istímabii. Gústaf tekur við af Björg- vini Björgvinssyni sem var með lið- ið síðasta leikár. Gústaf er kunnur knattspymu- og handknattleiksmaður. Hann þjálf- aði 2. deildarlið KS frá Siglufirði í knattspymu síðustu tvö árin. Hann hefur einnig fengist við þjálfun í handknattleik. Hann hefur stundað nám í íþróttafræðum við íþrótta- háskólann í Osló í Noregi undanfar- in ár. Fram átti frekar slæmu gengi að fagna á sfðasta keppnistímabili að- allega vegna meiðsla leikmanna þess í upphafi keppnistímabils. Óll fyrstu deildarliðin nema UBK, FH og KA hafa nú gengið frá þjálf- aramálum sínum fyrir næsta keppn- istimabil. KA-menn hafa verið í við- ræðum við Júgóslavann, Mlaten Miskowic, og má telja líklegt að hann verði ráðinn þangað. Einnig má telja nokkuð öruggt að Viggó Sigurðsson verði áfram með FH. Stanislaw Modrowski mun þjálfa Val, Bogdan Kowalczyk mun þjálfa Vfking, Gunnar Einarsson verður áfram með Sijömuna, Sigurður Gunnarsson þjáifar ÍBV, Jóhann Ingi Gunnarsson verður með KR, Ami Indriðason með Gróttu og Gústaf Bjömsson með Fram. Qústaf Björnsson. HANDBOLTI Essení úrslití bikar- keppninni - mætirþar Massenheim Alfreð Gíslason og félagar hjá TUSEM Essen tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Essen lagði 2. deild- Frá arliðið Huttenberg Jóhannilnga að velli, 21:27, á Gunnarssyni útiveUi j undanúr. ,Þyskaland, gUtum í hinum undanúrslitaleiknum sigr- aði Wallau Massenheim lið Weche Handewitt, 24:20. Það verða því Essen og Massenheim sem leika til úrslita í bikarkeppn- inni. Spilaðir em tveir leikir og fer fyrri leikurinn fram í Massenheim. KNATTSPYRNA / SVISS Sigurður skoraði í 2:1-sigri á Servette Luzern er nú í 3. sæti deildarinnar „ÉG skoraði fyrra mark Luz- em gegn Servette meö skalla eftir hornspyrnu. Viö kom- umst í 2:0 eftir aðeins 20 mínútur, en Servette setti eítt í síðari hálfleik," sagði Sig- urður Grétarsson um leikinn gegn Servette í fyrra kvöld. Luzem er nú í þriðja sæti úr- slitakeppninnar og hefur unn- ið tvo útileiki í röð. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur að undanfömu. Við höfum sett stefn- una á Evrópusæti og ef við höld- um þriðja sætinu náum við því takmarki," sagði Sigurður. Sigurður hefur verið dijúgur við markaskorun f síðustu leikjum Luzem og hann sagði að hann væri nú að komast í sitt besta form eftir að hafa átt í hnémeiðsl- um f upphafí keppnistímabilsins. Næsti leikur Luzem er heimaleik- ur gegn efsta Iiði deiidainnar, Xamax, á sunnudaginn. Staðan f deildinni þegar fimm umferðir em eftir er þessi: Xamax 8 4 3 1 22:12 27 Aarau 8 4 3 1 17:10 24 Luzern 8 3 4 1 8:7 22 Servette 8 3 3 2 21:17 21 Grasshopper 8 2 2 4 14:17 21 St. Gallen 8 3 1 4 9:13 19 Lausanne 8 2 2 4 11:20 18 YoungBoys 8 2 0 6 11:17 17 Slgurður Qrétarsson hefur leik- ið vel með Luzem að undanfömu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.