Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, BERGSVEINN GUÐMUNDSSON byggingameistari, Eskihlíð 18a, Reykjavfk, lést á Borgarspítalanum þann 26. apríl sl. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristin Þ. Bergsveinsdóttir, Hjörleifur Kristjánsson, Guðmundur Jón Bergsveinsson,Ásgerður Ágústsdóttir, Friðrik Bergsveinsson, Sigrún Olgeirsdóttir, Gréta Berg Bergsveinsdóttir, Stefán Kristjánsson. t Faðir okkar, SVEINBJÖRN TÍMOTEUSSON, Stórholti 17, Reykjavik, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu 26. apríl. Magnús Sveinbjörnsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Pétur Sveinbjarnarson. t Móöir okkar, THYRAJUUL, lést á Droplaugarstööum föstudaginn 22. apríl. F.h. annarra vandamanna, Aase J. Kaldal, Bodil Juul, Mogens Juul. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, EINAR ÞORLEIFSSON, Faxabraut 68, Keflavik, er lóst 18. apríl, veröur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudag- inn 29. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Ingibjörg Garðarsdóttir, Jóhann Garfiar Einarsson, Þorleifur Einarsson. + Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir. FRIÐNÝS. MÖLLER, Furulundi 11A, Akureyri, lést föstudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Alfreð Möller, Halldór Hallgrimsson, Gígja Möller, Páll G. Möller, Súsanna J. Möller, Gerður G. Möller, Alma K. Möller, Birgir B. Svavarsson, Erla E. Möller, Sverrir Sigurvinsson, Jóhann G. Möller, Stefanía Hauksdóttir og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, faöir okkar og stjúpfaöir, JÓN HJÁLMARSSON, Laugateigi 11, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag fimmtudaginn 28. apríl kl. 15.00. Hulda Þorsteinsdóttir, Hjálmar Jónsson, Brynjar Jónsson, Bergling Bragadóttir. t Útför eiginmanns míns, fööur og sonar, GUÐMUNDAR INGIMARSSONAR, Skólagerði 46, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. april kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir. Þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á líknarstofnanir. Arnþrúfiur G. Guðmundsdóttir, Örn G. Guðmundsson, Ingimar Finnbjörnsson. Linda Björk Bjama- dóttír — Minning Fædd 21. október 1965 Dáín 20. apríl 1988 í dag verður til moldar borin Linda Björk Bjamadóttir. Andlát hennar bar að svo snöggt og óvænt og maður spyr hvers vegna svona ung stúlka í blóma lífsins skuli vera hrifín á brott svo fljótt. Ég kynntist Lindu fyrir u.þ.b. þremur árum í gegnum sameigin- legan vinahóp okkar. Linda hreif mann strax frá fyrstu kynnum og þegar ég lít aftur til þessa alltof stutta tíma sem við þekktumst sé ég hana alltaf fyrir mér brosandi. Linda var falleg stúlka og svo lífsglöð og kát og hún hafði þann eiginleika að geta alltaf laðað það besta fram í fólki. Hvar sem hún var stödd var alltaf svo bjart í kring- um hana og ég minnist hennar fyrst og fremst fyrir hve einstaklega góður vinur hún var og ef eitthvað bjátaði á gat maður alltaf leitað til hennar. Lífið er oft miskunnarlaust og ótrúlegt er hvað stutt er á milli lífs og dauða. Nú er stórt skarð höggv- ið í vinahópinn sem aldrei verður fyllt en við verðum að vera sterk og trúa að henni hafí verið ætlað stærra og meira hlutverk annars staðar og að við munum hitta hana þar seinna. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til flölskyldu hennar og bið guð að geyma þau og styrkja í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Eyjólfsdóttir Sunnudaginn 17. apríl sat ég og frænka mín heitin, Linda Björk, að heimili afa og ömmu á Sogavegin- um, þar sem Linda bjó í mörg ár, og ræddum um daginn og veginn. Er ég síðan kvaddi hana bað Lánda mig að hafa samband sem fyrst. Ég vissi það ekki þá, en þetta var það síðasta sem Linda sagði við mig. Afmælisdaginn minn 21. apríl síðastliðinn, vakti móðir mín mig með þeim sorgarfréttum að min elskulega frænka væri dáin. Dauð- inn var hraður rétt eins og allt líf Lindu Bjarkar, sem aðeins varð 22ja ára gömul. Móðir mín var á sama aldri og ég, þegar faðir Lindu dó, en þá var Linda aðeins 2ja ára. Faðir Lindu og móðir mín voru systkin. En hvað er hægt að segja þegar berast fréttir sem þessar, þegar við vitum að samskonar atburðir gerast oft á dag út um allan heim? Sak- Iaus ungmenni verða fómarlömb ógætinna ökumanna eins og hún Linda mín. Linda Björk var mjög sterkur persónuleiki, mjög sjálfstæð og ætlaði sér margt í lífínu, en dauðinn er alltaf skammt undan þó svo hann sé það fjarlægasta sem maður get- ur hugsað sér þegar maður er að- eins 15 ára. En þessi afmælisdagur hverfur aldrei úr huga mínum því að Linda var mér svo kær og ég var virkilega stolt af því að eiga hana sem frænku. Við elskuðum hana öll og munum sakna hennar. Ég vil að lokum votta alla mína samúð móður Lindu, Ragnheiði, fósturföður og hálfsystkinum Gerðu og Júlla, og elsku afa og ömmu sem unnu henni svo heitt. Við hugsum öll til Lindu með söknuði í hjarta og vonum að hún sé í góðum höndum hjá föður sínum, Bjama Steingrímssyni. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir Minning: Jóhann Kr. Þorsteins- son efnafræðingur Fæddur 28. ágúst 1906 Dáinn 20. apríl 1988 Dag skal að kveldi lofa. í dag er til moldar borinn Jóhann Kristinn Þorsteinsson efnafræðing- ur í Hörpu, eins og hann oftast var nefndur. Maður mikilla mannkosta er kvaddur að loknum löngum og farsælum starfsdegi. Jóhann fæddist í Hallgeirseyjar- hjáleigu f Landeyjum 1906, en flutt- ist á unglingsaldri til Vestmanna- eyja og lærði þar málaraiðn, en fluttist síðar til Reylgavíkur og fullnam sig í þessi grein. 1932 var haldið til framhaldsnáms í Munchen í Þýskalandi. Eftir heimkomuna þaðan hóf Jóhann störf hjá máln- ingaverksmiðjunni Litir og lökk, og síðar á rannsóknarstofunni í Hörpu, þar sem hann starfaði sfðan. Trygg- an lífsförunaut, konu sína, Mörtu Tryggvadóttur frá Hrísey, missti Jóhann 1981. Þau eignuðust flögur böm, sem em: Elva, kennari, Hrafn, byggingartæknifræðingur, Gíslunn, húsmóðir, sem er nýflutt til landsins eftir margra ára dvöl í Sviþjóð og Þómnn Margrét, skrifstofustúlka. Baraabömin em flórtán og bama- bamabömin em orðin tvö. Jóhann var stæðilegur maður, rólegur og yfírvegaður í fasi. At- gervi hans og persónuleiki var þannig, að hann ávann sér virðingu og tiltrú þeirra, sem í návist hans vom, án þess nokkm sinni að sækj- ast eftir slíku. Hógværð hans var viðbmgðið. Mörg nefndarstörf og önnur ábyrgðarstörf vom honum falin um ævina, og urðu sum þeirra honum einkar hjartfólgin. Má þar nefna hið mikla og ötula starf á vegum Stangveiðifélags Reykja- víkur, en Jóhann var heiðursfélagi þess og formaður ámefndar Norð- urár í mörg ár. Jóhann var. geysi- fróður um allt er viðkom laxa- og silungsveiði í ám og vötnum og þekkti gjörla flestar veiðiár lands- ins. Norðurá í Borgarfirði varð un- aðsreitur Jóhanns. Þar urðu maður og náttúra eitt. Staðurinn var ætíð nefndur „víma“, nafn, sem Marta kona Jóhanns gaf staðnum fyrir mörgum ámm, vegna þeirrar sæluvímu, sem hún taldi svífa á mann sinn og félaga hans, þegar þeir dvöldu þar. Margar hugljúfar minningar á sú, sem þetta ritar, um samvemstundir með Jóhanni og félögum í lök veiðitíma hvers árs. Margra ára vinátta þeirra fé- laga skóp þennan á skemmtilega og samrýmda hóp, sem á síðbúnum ágústkvöldum skiptust á veiðisög- um — en þær vom margar — og fleygðu á milli sín stökum af snilld og léttleika. Allar flugur sínar hnýtti Jóhann sjálfur af mikilli list og vandvirkni, og er öll fjölskyldan til í „flugu- mynd“. Bamabömin höfðu unun af að skoða alla litadýrð fjaðranna, gljáandi silfurþræði og margt fleira þar að lútandi á vinnuborði hans. Margs var spurt og ætíð var svar- að, enda saga á bak við ailt. Gilti það einu hver spurði, eins og þegar yngsta bamabamið spurði: „Afi, hvemig gat abbadísin vaðið út í ána?“ (Abbadísin, Dame Juliana Bemer, sem skrifaði fyrstu bókina um stangaveiði 1496). — Jóhann var náttúmbam af Guðs náð, og kunni þá list að njóta lífsins og sóttist ekki eftir að eignast það, sem margur telur sig ekki geta án ver- ið. Bækur og fróðteikur vom auður hans. í raun var Jóhann sjálf- menntaður vísindamaður, og fjöldi handskrifaðra rita ber vott um hið miklar starf, sem þar lá að baki. Víða var komið við, og allt var það unnið í kyrrþey. Fyrir fímm ámm fékk Jóhann áfall, sem var þess valdandi að Ukamlegt þrek og heilsa fór ört hrakandi. Lífsþróttur þvarr, en minnið fábæra hélst óhaggað. Á síðasta degi vetrar slokknaði lífsneisti þessa mæta manns. Á önnur mið er haldið, en það efa ég ei, að andinn vorglaður mun svífa yfír Norðurárdal og huga að vakn- andi lífí. Ég kveð kæran tengdaföður með söknuði og þakklæti. Arndís Finnsson + Eiginmaður minn, faöir okkar, tegdafaðir og afi, LEIFUR INGÓLFSSON forstjóri, Skildinganesi 62, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 29. aprfl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Hjartavernd. Anna Dam, Helga Leifsdóttir, Garðar Gunnlaugsson, Pétur Leifsson, Vilborg Leifsdóttir, Leifur Leifsson og Gunnlaugur Garðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.