Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Landsframleiðsla, útflutningstekjur og sparnaður Fjögurra ára uppsveiflu í þjóð- arbúskapnum er lokið. Lands- framleiðsla á þessu tímabili jókst að ársmeðaltali um 4,9% og þjóð- artekjur um 5,5%. Á þessu ári er hinsvegar útlit fyrir samdrátt bæði landsframleiðslu og útflutn- ingstekna. „Sú aðlögun, sem nú er hafin að breyttum ytri skilyrðum, verð- ur bæði erfíðari og langvinnari vegna þeirrar ofþenslueftirspum- ar, sem átti sér stað á síðasta ári vaxtarskeiðsins, en þá fór bæði viðskiptahalli og verðbólga vax- andi,“ sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, á ársfundi bank- ans í fyrradag. Samtímis því sem dró úr fram- leiðsluaukningu í undirstöðugrein- um — o g afkoma þeirra fór versn- andi — hækkuðu þjóðarútgjöld verulega, eða um 13,4% í heild, samanborið við 3,9% aukningu árið á undan. Þjóðarútgjöld jukust 5% umfram aukningu þjóðar- tekna. Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd rýmaði að sama skapi og var neikvæður um 3,5% af lands- framleiðslu. Útlit er fyrir enn meiri viðskiptahalla 1988. Viðskiptahallinn mælir eyðslu okkar út á við, umfram tekjur. Honum er mætt með erlendum lántökum og öðrum fjármagns- hreyfíngum. Að óbreyttu og að hluta til er því lífskjörum í landinu haldið uppi með erlendum lántök- um. „Að langstærstum hluta stafaði þessi aukning þjóðarútgjalda af aukinni einkaneyzlu," sagði seðla- bankastjóri á ársfundi bankans. Hann sagði jafnframt að áætlað væri „að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna hafí aukizt um meira en 18% á síðasta ári“. Það er meiri kaupmáttaraukning á einu ári hér á landi en nokkru sinni fyrr og síðar. Greiðslubyrði erlendra skulda hefur að vísu minnkað úr 47,2% landsframleiðslu 1986 í 40,8% 1987, meðal annars vegna lækk- unar Bandarílg'adals og mikils samdráttar í skuldaaukningu op- inberra aðila. Engu að síður rýrir greiðslubyrði erlendra skulda ráð- stöfunartekjur þjóðarinnar og lífskjör í landinu meir en góðu hófí gegnir. Það kann því ekki góðri lukku að stýra ef þjóðarút- gjöld vaxa á sama tíma og lands- framleiðsla minnkar og söluverð útflutningsframleiðslu rýmar. Við ríkjandi aðstæður er mjög mikilvægt að halda fast við boðuð meginmarkmið í efnahagsmálum. í fýrsta lagi að ná jöfnuði í ríkis- búskapnum og draga á þann veg úr þenslu í efnahagslífínu. í annan stað að ná verðbólgu niður á hlið- stætt stig og í helztu viðskipta- og samkeppnisríkjum, til að styrkja samkeppnisstöðu atvinnu- vega okkar og skapa þeim skil- yrði til vaxtar og tækniþróunar. I þriðja lagi verður að greiða götu innlends peningaspamaðar til að mæta innlendri lánsfjárþörf. Enginn vafí er á því að jákvæð- ir raunvextir hafa ýtt undir pen- ingaspamað í landinu, sem hrundi á ámm verðbólgu og neikvæðra vaxta. Það kom fram í ræðu seðla- bankastjóra að fjármagnsmyndun á vegum lánakerfísins í heild hafí verið um 44% á síðasta ári, sem er 18% umfram verðbólgu. Seðlabankastjóri sagði að bankastjómin hefí ekki séð ástæðu til að hafa bein áhrif á vaxtastigið „þar sem slíkt myndi auka á jafnvægisleysi og kalla á skömmtun láns^ár". Raunhæf vaxtalækkun verði ekki nema að betra jafnvægi náist á öðmm svið- um efnahagsmála. Hann nefndi sérstaklega nauðsyn þess að eyða óvissu á vinnumarkaði, bæta af- komu ríkissjóðs, minnka lánsfjár- þörf opinberra aðila og endur- skoða húsnæðislánakerfið. Seðlabankastjóri taldi nauðsyn- legt að setja fjármögnunarleigum og verðbréfasjóðum starfsreglur, en sagði jafnframt, að „frjáls ákvörðun vaxta í samræmi við framboð og eftirspum, jöfnun lánskjara og heilbrigð ávöxtun lánsfjár væm mikilvæg skilyrði aukins innlends spamaðar annars vegar og betri nýtingar Qármagns hinsvegar". Viðskiptahalli liðins árs stafaði að stærstum hluta af innlendri eftirspumarþenslu, sem meðal annars átti rætur í halla í ríkis- fjármálum, erlendum lántökum og útlánastreymi bankanna. Nauð- synlegt er að beita áframhaldandi aðhaldi á þessum vettvangi. Slíkt aðhald vinnur jafnframt gegn verðbólgu. Gengislækkun þjónar því aðeins sama tilgangi að hún leiði ekki til víxlhækkana launa og verðlags. Jafnframt verður að treysta rekstrarstöðu höfuðat- vinnuvega og hlú að þeim sprotum innlends peningaspamaðar, sem em að festa rætur í samfélaginu. Hvers vegna þj óðminj asafn eftírSverri Kristínsson Það liggur í augum uppi að söfn em ríkur þáttur í menningu okkar. Menning samtímans hlýtur að byggjast að miklu leyti á þeim munum og minjum, handritum, blöðum og bókum sem söfnin varð- veita. Við eigum mörg merk söfn og stofnanir. Um þessar mundir er unnið að byggingu Þjóðarbókhlöðu. Er óskandi að því verki ljúki sem fyrst og vonandi tefur fjárskortur hvorki framkvæmdir né uppbygg- ingu. Gott bókasafn er lykill þeirrar þekkingar sem er ein af forsendum efnahagsframfara í landinu. Stofn- un Áma Magnússonar var reist til að varðveita íslenzku handritin. Fjárveitingar til stofnunarinnar mættu þó vera meiri. Listasafn ís- lands er loksins flutt í eigið hús. Kostnaður við byggingu safnsins nam um einum fímmta hluta af þeirri íjárhæð sem olíumálverk eftir Van Gogh var nýlega selt á; slíkt þykir jafnvel ofrausn. Nýlega var keypt bygging fyrir Þjóðskjalasafn íslands. Hins vegar vantar enn stórfé til þess að hægt sé að ljúka innrétting- um. Fyrir fáeinum vikum fékk svo Þjóðminjasafn íslands að nýta eigin byggingu að fullu, en um þessar mundir er liðin tæp hálf öld frá því að Alþingi íslendinga samþykkti að reisa saftiinu eigið hús (16. júní 1944). Þó vantar fé til allra við- gerða, endurbóta og uppbyggingar safnsins. Og nú vaknar sú spuming hvort ekki sé komið að þeim tíma- mótum að markaður verði öflugur tekjustofn til að mynda sjóð sem dugar fyrir myndarlegri endurreisn og rekstri þessara safna og stofn- ana. Þegar hafa komið fram hug- myndir um slíkt á Alþingi, en hvað sem því líður verður að tryggja þessum menningarstofnunum við- unandi stofn- og rekstrarfé með árvissum og öruggum hætti. Á Þjóðminjasafni má í munum og minjum lesa menningarsögu þjóðarinnar frá upphafí Islands- byggðar til okkar tíma. Þessi saga er fjölþætt og marg slungin og fyall- ar til að mynda um vopn, klæða- burð, iðnað, sjávarútveg, land- búnað, trúarbrögð, bókmenningu, listir og sjálfstæðisbaráttu; raunar um flesta þætti íslensks þjóðlífs frá upphafí byggðar til okkar daga. Þegar komið er inn í fremsta sýningarsal safnsíns blasa við sverð, spjótsoddar og önnur vopn, sem nauðsynleg voru talin í upp- hafí íslandsbyggðar; vopn til að vinna sigra og frægð og vopn til vamar. Mokkmm öldum og sýning- arsölum síðar komum við í herbergi þar sem ljóst verður að það var penninn, söguleg þekking, hugvit, sem sigruðu að lokum; skrifborð Jóns Sigurðssonar forseta og ýmsir munir úr búi hans og Ingibjargar piýða þennan sal. Það hlýtur að vera sérhveijum íslendingi ljúft og skylt að koma í safnið þó ekki væri nema til þess eins að skoða „hýbýli" Jóns forseta. Heimsókn þangað staðfestir að nauðsynlegt er að hlúa að, rækta og rækja sögu og sögulegar menn- ingarminjar. Það er í raun kjölfesta þess sem nefna má „sjálfstæðis- baráttu“, allra tíma, ekki síst um- brotatíma eins og við lifum. Ótal hugtök, orðatiltæki og máls- hættir eiga uppmna sinn að rekja til muna, minja, verkfæra eða veið- arfæra sem em í vörslu íjóðminja- Vopn úr kumli frá Silastödum, Kræklingahlíð, m.a. sverð. Sverrir Kristinsson „Þeir eldhugar sem í upphafi unnu að stofn- unoguppbyggingu Þjóðminjasafns Islands skiluðu merku braut- ryðjendastarfi. Nú er leitað til áhugamanna að sýna lit, stofna félag, veita safninu liðsinni en þiggja í staðinn ánægju ogfræðslu.“ brenglist, afbakist, verði misskilin, skiljist alls ekki eða jafnvel hverfí úr tungunni. Þannig verður málið fátækra. Á Þjóðminjasafni má því ekki einungis rekja söguna í aldir aftur heldur ogtunguna. Ekki má gleyma því að ýmis gömul heiti geta og hentað sem góður efniviður við smíði nýyrða. „Landslag yrði lítils- virði ef það héti ekki neitt" yrkir Tómas Guðmundsson, skáld. Allir „heita“ þessir munir og minjar í safninu eitthvað og geta þvi annað hvort aukið á gildi söguslóða sem þeir eiga ættir að rekja til; og á þann hátt eða annan gert íslands- söguna aðgengilegri og enn áhuga- verðari. Einn merkasti fomleifafundur í sögu okkar varð í Skálholti árið er menningarfjársjóður og hver gripur á sér sína sögu og sú saga er hluti af sögu þjóðarinnar. Sér- hver getur gengið í þennan sjóð og notið hans. Og því oftar sem farið er í sjóðinn til þess að skoða sögu- lega, fagra og fágæta og merka gripi þeim mun verðmætari verður hann okkur. Munir og minjar á safninu eru frá öllum tímum og frá öllum lands- hlutum. Fomleifar þarf að vemda og rannsaka um land allt; félagið er því samtök sem hljóta að höfða tl fólks í öllum landshomum og eiga tvímælalaust hlutverki að gegna um allt land. Einnig er vert að minna á að fjöldi erlendra férðamanna heim- sækir Þjóðminjasafn íslands árlega. Safnið er eitt þeirra stofnana og staða sem flestum erlendum gestum er sýnt er og því eins konar menn- ingarlegt sendiráð staðsett í eigin landi. Það hlýtur einnig að vera metnaður okkar að sýna útlending- um að við búum vel að þjóðmenn- ingarsafni okkar. Það má aldrei verða að „sögu- þjóðin" rofni úr tengslum við sögu sína og minjar. Þeir eldhugar sem í upphafí unnu að stofnun og uppbyggingu Þjóð- minjasafns íslands skiluðu merku brautryðjendastarfi. Nú er leitáð til áhugamanna að sýna lit, stofna félag, veita safninu liðsinni en þiggja í staðinn ánægju og fræðslu. Öskað er eftir tillögum um nafn á félagið og þurfa þær að berast við fyrstu hentugleikatil Þjóðminja- safns íslands. Höfundur er í bráðabirgðasljóm Félags ábugafólks um þjóðmirya- safn. Hagleiksverk og listmunir á Þjóðminjasafni Islands. Snorri Sturluson var alinn upp hjá Jóni Loftssyni föður Páls bisk- ups; væntanlega hafa þeir Páll bisk- up og Snorri Sturluson þekkst vel. Sjálfur Sæmundur fróði var langafí Páls og Þorlákur helgi, dýrlingur kaþólsku kirkjunnar, var móður- bróðir Páls. Pornleifafundir sem þessir kynda óhjákvæmilega undir eftirvæntingu um fleiri markverða fundi í framtíð. fyrir atbeina fornleifafræðinnar. Slíkt er í verkahring Þjóðminjasafns en hópur áhugamanna getur lið- sinnt safninu með ýmsum hætti. Bráðlega verður haldinn stofnfund- ur félags um varðveislu og rann- sóknir menningarminja. Þeir sem standa að félagsstofnuninni hvetja unga og aldna til þess að heim- sælqa Þjóðminjasafn íslands og eiga þar ánægjulega stund. Safnið safns. Með tilkomu nýrra atvinnu- hátta og nútíma tækni er dijúgur hluti þess sem áður voru hvers- dagslegir munir, notaðir til daglegr- ar iðju, klæðnaðar eða heimilis- prýði, horfnir úr þjóðlífí okkar. Heimsóknir á Þjóðminjasafn getur því einnig skýrt tungu okkar og góð þekking á því sem þar er að finna gæti bókstaflega blásið lífi í íslenska tungu. Rofni þessi tengsl við gamla hluti mun það verða æ algengara að orð og orðatiltæki 1954 og eru ýmsir munir þaðan nú í vörslu Þjóðminjasafns. Dr. Krist- ján Eldjám sem stjómaði Skálholts- rannsóknum rannsóknunum ritar þannig um fund steinþróar Páls biskups: „En ógleymanleg verður sú stund, þegar hinu þunga loki var lyft af þrónni, og sjaldan mun hafa sézt áhrifameira tákn íslenzkrar sögu en þetta virðu- lega hvílurúm hins glæsilega Oddaveija frá gullöld fslands.“ Uppgröftur á Bessastöðum síðastliðið ár vakti verðskuldaða athygli og áhuga fólks. Fomleifa- rannsóknir sem um þessari mundir er unnið að í Viðey gefa fyrirheit um að jörðin geymi enn ýmsa merka sögulega muni og minjar. Vaxtöfl- umar sm þar fundust á síðastliðnu ári þykja til dæmis einstakur fund- ur. Því hlýtur það að vera áhuga- efni okkar að varpað verði moldum af sögunni eftir bestu föngum og hún rakin og skýrð af þekkingu og voru við sveitastörf. Panama: AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ÁSGEIR SVERRISSON Andstæðingar Noriega leysa tæpast vanda landsmanna PÓLITÍSKUR og efnahagslegur þrýstingur Bandaríkjastjórnar hefur énn ekki megnað að koma hinum alræmda herstjóra Pan- ama, Manuel Antonio Noriega, frá völdum. Svo sem alkunna er hefur Noriega verið ákærður fyrir skipulega dreifingu eitur- lyfja í Bandaríkjunum og er eftirlýstur af þeim sökum. Þótt Noriega gangi tæpast heill til skógar á andlega sviðinu eru þeir sem til þekkja í Panama flestir sammála um að brottför hans frá landinu, sem virðist óhjákvæmileg, komi ekki til með að breyta miklu um það ömurlega ástand sem þar ríkir. Bandaríkja- menn hafa gífurlegra hagsmuna að gæta í Panama. Þar reka þeir 14 herstöðvar og eru það einu eiginlegu herstöðvar þeirra í Mið-Ameríku. Nú er svo komið að brýnt er að semja um framtíð herstöðvanna en það er bersýnilega öldungis ómögulegt á meðan Noriega er við völd. Bandaríkjamenn gætu vísast komið Noriega frá með einum eða öðrum hætti. Vandi Bandaríkjamanna felst hins vegar í því að ógerlegt er að segja til um hvaða öfl kæmust til valda í landinu. Stjómarandstaðan er sundruð, embættis- mannakerfið gjörspillt og efnahagurinn í rúst. Stjórnarandstaðan máttlaus Stjómarandstaðan þykir ekki líkleg til afreka takist með einum eða öðrum hætti að koma her- stjóranum frá. Þrátt fyrir ástand- ið í landinu hafa verkföll og ann- ars konar andófsaðgerðir gegn stjóm Noriega ekki haft tilætluð áhrif. Virðast þar mestu valda bamalegir flokkadrættir stjómar- andstæðinga, sem virðast ekki geta sameinast um neitt nema það að leggja hatur á Noriega. Banda- ríkjamenn hafa fram til þessa einkum bundið vonir við Eric Art- uro Delvalle, fyirum forseta, sem Fregnir herma að þolinmæði bandarískra embættismanna sé á þrotum og munu nokkrir háttsettir starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins hafa hvatt til þess að öllum brögðum verði beitt til að binda enda á valdaskeið Nori- ega. Hins vegar þykir sýnt að brotthvarf hans kynni að skapa fleiri vandamál en það leysti sem aftur myndi verða til þess að skapa grundvöll fyrir áframhald- andi einræðisstjórn í Panama. Af þessum sökum hefur enn ekki verið gripið til örþrifaráða. Evr- ópumaður einn í Panamaborg lýsti ástandinu á æði hnitmiðaðan hátt í viðtali við fréttaritara The Wall Street Joumal nú nýverið: „Nori- ega hershöfðingja hefur tekist hið ómögulega. Hann hefur sameinað Panamabúa, þeir hata hann allir. Samstaðan verður hins vegar að engu þegar hann fer úr landi. Þá færist ástandið aftur í sama horf nema hvað þá verður landið orðið algjörlega gjaldþrota." Alræði hersins Þótt Noriega, sem ríkt hefur í Panama í fímm ár, hverfí frá völd- um er björninn ekki unninn. Her- inn stjómar öllu og er, að fráta- ldri katólsku kirkjunni, eina raun- verulega stofnun landsins. Her- lögreglumenn halda uppi hvers konar gæslu í landinu, herinn stjómar öllum dómstólum og frambjóðendur hans em í meiri- hluta á þingi, sem virðist starf- rækt til málamynda. Ef boðað yrði til kosninga þykir jafnvel líklegt að herstjóminni tækist að halda meirihluta sínum. Ljóst þykir að erfítt myndi reynast að fá aðstoðarmenn Nori- ega dæmda fyrir að hafa tekið þátt í eiturlyfjadreifingu herstjór- ans. Menn komast ekki til hárra embætta í Panama án þess að hafa sannað tryggð sín við Nori- ega. Þannig hefur hann komið sínum mönnum að jafnt í hæsta- rétti landsins sem og á hinum lægri dómsstigum. Þá er þess að geta að allt frá því andófíð gegn Noriega blossaði upp í landinu í kjölfar eiturlyfjáákærunnar hefur hann freistað þess að treysta tök sín á hemum og tekist bærilega upp að sögn kunnugra. Þannig munu um 100 sauðtryggir fylgis- menn hans hafa verið hækkaðir í tign að undanfömu. Herlið Pa- nama mun telja um 15.000 menn en þar af eru aðeins um 2.000 taldir frambærilegir hermenn. Afgangurinn samanstendur af mönnum sem hafa enga menntun hlotið og hafa að engu að hverfa verði herinn leystur upp. Noriega hefur ævinlega látið gera vel við Herlögreglumenn freista þess að brjóta á bak aftur mótmæli andstæðinga Manuels Noriega herstjóra í Panamaborg. Inn- fellda myndin sýnir herstjó- rann alræmda. hermenn sína og þykir öruggt að þeir myndu trauðla reynast reiðu- búnir til að snúa aftur til fátækra- hverfa Panamaborgar. Gróðrarstía glæpamanna Spilling gegnsýrir einnig efna- hagskerfi landsins. Bandaríkja- menn hættu efnahags- og hemað- araðstoð við stjóm Noriega í júní á síðasta ári. í febrúarmánuði greip stjóm Reagans forseta til beinna efnahagsþvingana gegn Panama og tókst á þann hátt að lama allt- bankakerfí landsins. Fram að þessu var efnahagur landsins einn sá traustasti í Mið- Ameríku. Eiturlyfjasalar og glæpamenn af öllum fáanlegum sortum ávöxtuðu ágóða sinn í bönkum landsins í skjóli nafn- leyndar og nutu vemdar hins áhrifamikla starfsbróður síns. Bandarískir sérfræðingar telja að um 16 milljarðar Bandaríkjadala hafi verið teknir út úr bönkum í Panama á undanfömum tíu mán- uðum og vegna ástandsins í landinu bvkir víst að illþýðið muni í framtíðinni ávaxta fé sitt annars staðar. Stjómarandstæðingar í Panama hafa margir hveijir látið í ljós þá von að Bandaríkjamenn bæti skaðann að nokkru leyti að minnsta kosti er Noriega hefur verið komið frá. Þeir sem telja má sérfróða um bandarísk stjóm- mál telja á hinn bóginn öruggt að erfitt muni reynast að fá bandaríska þingmenn til að sam- þykkja fjárveitingar til að endur- reisa efnahag landsins. fyrstur manna reyndi að losa landsmenn við Noriega eftir að eiturlyfjaákæran var gefin út á hendur honum. Hins vegar geta fjölmargir stjómarandstæðingar ekki gleymt því að Delvalle gegndi embætti forseta landsins í tvö ár áður en hann reyndi að koma Noriega frá í febrúarmánuði og sýndi honum tryggð í hvívetna fram að þeim tíma. Er því talið ólíklegt að andstæðingar herstjór- ans geti sameinast um Delvalle og ömggt má heita að stjóm und- ir forystu hans yrði tæpast langlíf. Hagsmunir Bandaríkjamanna Ástandið í Panama er alvarleg ógnun við öryggishagsmuni Bandaríkjamanna í þessum heimshluta. Stjóm Jimmys Cart- ers, fyrrum forseta Banda- ríkjanna, þótti reka sérkennilega stefnu í utanríkismálum og eitt hennar helsta afrek var að sam- þykkja árið 1977 að herafli Bandarikjamanna í Panama hefði sig á brott árið 1999. í samningn- um er raunar kveðið á um að Bandaríkjamenn megi halda hluta heraflans I landinu eftir árið 2000 veiti Panamastjóm leyfí sitt. Árið 1985 hvöttu embættismenn í vamarmálaráðuneytinu banda- ríska til þess að hafnar yrðu samningaviðræður við stjóm Noriega um framtíð bandarískra herstöðva í Panama. Þótti þetta að flestu leyti eðlileg beiðni þar sem samskipti ríkjanna vom góð á þessum tíma. Nú hefur ástandið gjörbreyst og við blasir að slíkar viðræður fara ekki fram á meðan Noriega heldur um stjómartau- mana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.