Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 33

Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 33 Nýja kennsluhúsið sem tekið verður í notkun næsta haust. Menntaskólinn á Egilsstöðum: Stúdentar braut- skráðir á hvítasunnu Landgræðsla ríkisins: 1600 toimum af áburði og grasfræi dreift í ÞRETTÁNDA útskrift stúdenta úr Menntaskólanum á Egilsstöð- um hefst í Egilsstaðakirkju á hvítasunnudag kl. 2 eftir hádegi. Að henni lokinni hefur skólinn brautskráð 291 stúdent, en að þessu sinni stefna 44 að útskrift, 16 piltar og 28 stúlkur. Atta brautir eru starfræktar við skólann og skiptast stúdentsefnin á þær sem hér segir: 11 á uppeldis- braut, 8 á félagsfræðibraut, 8 á viðskiptabraut, 4 á eðlisfræðibraut, 4 á heilsugæslubraut, 4 á náttúru- fræðabraut, 3 á málabraut og 2 á íþróttabraut. Þróunin hefur orðið sú á undan- fömum árum að íþróttabraut og viðskiptabraut hafa vaxið en mála- braut hefur dregist saman. Nú er fyrirhugað að efla málanám með því að bjóða upp á ferðamálalínu málabrautar en slíku námi er ætlað að búa nemendur undir störf að ferðamálum. Að öðm leyti er komin festa á námsframboð og kennaralið en sl. vetur störfuðu 18 kennarar við skólann auk skólameistara. Þorri stúdentsefna er svo sem vænta má af Austurlandi, en sjö em utan fjórðungs allt frá Hrísey til Þorlákshafnar. Fimmtán em frá Egilsstöðum og af Héraði, 5 frá Neskaupstað, 4 frá Seyðisfírði en færri af öðram stöðum austanlands. Nú standa yfir byggingafram- kvæmdir við myndarlegt kennslu- hús sem að mestu verður tekið 1 notkun næsta haust. Mun þá stór- batna öll aðstaða til skólahalds, kennslu og félagslífs. (Fréttatilkynning) GERT er ráð fyrir að dreifa um 1600 tonnum af áburði og gras- fræi í sumar með báðum flugvél- um Landgræðslunnar, Páli Sveinssyni og TF TÚN. Stærsta verkefnið verður í Skógey við Höfn í Hornafirði þar sem dreift verður 200 tonnum á friðuðu landi. Áburðar- og frædreifing Landgræðslunnar hefst eftir hvítasunnu þegar dreift verður 70 tonnum á Suðumesjum með minni áburðarvélinni, TF TÚN. Sáningin á Suðumesjum er hluti af landgræðsluáætlun en einnig samvinnuverkefni sveitarfélaganna þar og Landgræðslunnar. Ennfrem- ur gaf íslenska álfélagið fímm millj- ónir til landgræðslustarfa á þessu svæði. Eftir verkefnið á Suðumesj- um fer TF TÚN til Vestmannaeyja, siðan í Gunnarsholt á Rangárvöllum og svo hringinn í kringum landið til frædreifingar á hinum ýmsu land- græðslusvæðum. Dreifing á fræi og áburði með stærri flugvélinni, Páli Sveinssjmi, hefst frá Reykjavík í lok mánaðarins og verður þá dreift á svæði á Suður- nesjum. Áð því loknu mun vélin fljúga frá Gunnarsholti og dreifa þaðan á ýmis svæði á Suðurlandi. Upp úr 20. júní fer vélin norður til Sauðárkróks og dreifír þaðan á upp- græðslusvæði vegna Blönduvirkjun- ar. Einnig mun vélin fara frá Húsavík í landgræðsluflug á svæði í Þingeyjarsýslum Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir önnur verkefni Land- græðslunnar hefðbundin við gróðu- reftirlit og viðhald á girðingum. Á landinu em 70 afgirt svæði og girð- ingamar í heild, sem halda þarf við, um 1000 kílómetrar, Gróðurvemd og gróðureftirlit verður með hefð- bundnum hætti í samvinnu við sveit- arfélög og gróðurvemdamefndir um land allt. Unnið verður að því að upprekstur fjár á afrétti hefjist ekki fyrr en groður er nægilega kominn á veg að mati þessara aðila. 23 nýjar þáttaraðir birtast áhorf- endum Stöðvar 2 i sumar, þar af 2 innlendar. Meiri áhersla verður lögð á menningarefni, að sögn Kolbrúnar Sveinsdóttur kynning- arstjóra og er vægi innlends efni svipað og verið hefur, en i sumar verður unnið talsvert af innlendu efni i vetrardagskrá stöðvarinn- ar. í byijun júní hefur göngu sina vikulegur skemmtiþáttur i opinni dagskrá. Hann kallast „í sumar- skapi“ og verður sendur beint út frá Hótel íslandi. Þá eru nýhafnir spumingaþættimir „Svaraðu strax“. „í sumarskapi" hefur göngu sína 3. júní næstkomandi og að honum standa, auk Stöðvar 2, HÓtel ísland og Stjaman. Hann verður sendur samtímis út á Stjömunni. Stjómend- sumar í sumar verður sáð fyrir lúpínu í fræakra í Gunnarsholti og á Skógas- andi og er vonast eftir umtalsverðri uppskem af lúpínufræi næsta haust af ökmnum í Gunnarsholti. Sáning melfræs verður einnig veraleg hjá Landgræðslunni. Áformað er að sá í sumar meðfram nýja veginum yfír Mýrdalssand og á Haukadalsheiði í Ámessýslu. ur þáttanna verða þau Jömndur Guðmundsson og Saga Jónsdóttir, auk þess sem Flosi Ólafsson-kemur fram í hveijum þætti. Þættimir munu tengjast atburðum og uppá- komum í þjóðlífí hveiju sinni og tengist hver þáttur ákveðnu efni. Sá fyrsti verður helgaður sjómönn- um og á döfínni em m.a. þættir um listahátíð og fjallkonuna. Öllum er heimilt að vera viðstadd- ir útsendingu frá Hótel íslandi. Kolbrún sagði að aukin áhersla væri lögð á menningarefni í dag- skránni og nefndi vikulega þætti á borð við „Menningarstundir" þar sem kynnt er ópera mánaðarins, ballettar ofl; „Listamannnaskálinn", þar sem fjallað er um þekkta erlenda listamenn, t.d. Mariu Callas og Andy Warhol. Stöð 2: Aukin áhersla lögð á menningarefni Vikulegir skemmtiþættir í beinni útsendingu Ekið á veg- farendur og á brott ELDRI kona varð fyrir vélhjóli á Miklubraut á sunnudag og slas- aðist nokkuð. Ökumaður vél- hjólsins ók á brott og er hann beðinn að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunn- ar sem fyrst. Slysið varð rétt fyrir kl. 15 á sunnudag. Konan var á leið norður yfír Miklubraut á móts við Stigahlíð 16 þegar hún varð fyrir hjólinu, sem var ekið austur brautina. Konan féll í götuna og handleggsbrotnaði, auk þess sem hún meiddist á fæti. Þá var ekið á dreng á reiðhjóli í Breiðholti á sunnudag, um kl. 15.30. Drengurinn var á leið yfír Vesturhóla, frá Kríuhólum, þegar hann varð fyrir bifreið, ljósri Lada Samara, sem ekið var vestur Vest- urhóla. Drengurinn, sem er 8 ára gamall, slasaðist á hendi og kennir eymsla í höfði. Ökumaðurinn ræddi við drenginn, en er nú beðinn að hafa samband við slysarannsókna- deild lögreglunnar. Aukasýningá Don Giovanni ÍSLENSKA óperan hefur nú ákveðið eina aukasýningu á óper- unni Don Giovanni eftir Mozart, föstudaginn 27. mai kl. 20.00. Húsfyllir var á sýningum um síðustu helgi og eftirspum mikil og þar sem hljómsveitarstjórinn, Anth- ony Hose, getur komið til landsins þessa helgi, þótti tilvalið að hafa aukasýningu fyrir þá sem urðu að hverfa frá áður. Þetta er því síðasta tækifærið til að sjá og heyra óper- una. (Fréttatilkynning) BILLINN 2. tbl. 1988 Reynsluakstur: Nýr BMW520i og Lada Samara 1500. - Hvernig á að veljajeppa? - EðalvagnaríÓlafsfirði. - Glæsilegustu sýningarbílarnir. - Verðskráin: Nú erað grípa gæsina. Frjálstframtak Ármúla 18,108 Reykjavfk Aðalskrifstotur: Árrnúla 18 — Sími 82300 Ritstjóm: Bfldshöfða 18 - Sfmi 685380

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.