Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 17 eftir Halldór Blöndal Það er nú komið í ljós, að stuðn- ingurinn á bak við ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar er ekki heill. Fyrir því eru eðlilegar ástæð- ur. Ríkisstjómin var ekki mynduð /um sérstök markmið, heldur stofn- að til hennar í flýti. Það stingur einkum f augu, að forsætisráðherra hefur lýst yfir, að aðgerðir hennar í efnahagsmálum duga hvorki í bráð né lengd. Hann tímasetur næstu aðgerðir á vordögum. Ég er sann- færður um, að gengið verði fellt ekki síðar en í janúar. Ég hef áður sagt, að hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar sé ekki öf- undsvert. Hann bar ekki gæfu til að taka höndum saman við sjálf- stæðismenn í síðustu ríkisstjóm og knýja fram nauðsynlegar leiðrétt- ingar á rekstrargmndvelli sjávarút- vegsins. Hann kaus með öðmm orðum að fara í sporaslóð Steingríms Hermannssonar. Það er ekki gæfulegt hlutskipti. Allir vita, að sjávarútvegurinn er rekinn með halla. Auðvitað geng- ur það ekki. Raddir um að halda genginu óbreyttu eftir að það er fallið sýna einungis að þeim fer fjölgandi sem ekki em lengur og hafa jafnvel aldrei verið í lifandi snertingu við það atvinnulíf, sem heldur þjóðinni uppi, — lífið til sjós og í sjávarplássunum. Á meðan við treystum okkur ekki til að gefa gengið frjálst, sem mér fínnst heill- andi tilhugsun, — tilhugsun, sem á sér mikið fylgi úti á landsbyggðinni og er í anda ftjálshyggjunnar, — er óhjákvæmilegt að gengisskrán- ingin sé við það miðuð, að vel rekið fyrirtæki í sjávarútvegi sé rekið HaUdór Blöndal „Þessar aðgerðir munu því þyngja vaxta- og fj ármagusbyrði fyrir- tækjanna gagnstætt því sem látið er í veðri vaka. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þau vantar ekki meiri lán í áframhaldandi halla- rekstri. Þvert á móti verður að gera ráðstaf- anir til þess að stöðva hallareksturinn og gera fyrirtækjunum kleift að bæta eiginfjárstöðu sína.“ með hagnaði. Heilbrigð byggða- stefna verður ekki rekin án þess og heldur ekki heilbrigt atvinnulíf í landinu yfír höfuð að tala. Ég tók eftir því, að forsætisráð- herra er undrandi á, að togarar skuli fara frá Keflavík norður, af því að útgerðin hefur ekki ráð á að reka þá lengur. Ég held það sé ástæðulaust fyrir ráðherrann að hneykslast á því. Þetta er einungis afleiðing af stjómarskiptunum og því ábyrgðarleysi og lausung sem einkenndi störf ráðherra Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks sl. sumar. Hvorki Steingrímur Hermannsson né Jón Baldvin Hannibalsson geta skotið sér undan ábyrgðinni. Fyrstu verk nýju stjómarinnar, málflutn- ingur hennar og tillögur staðfesta, að í henni er engihn skilningur á þörfum útflutningsatvinnuveganna. Atvinnutryggingasjóður á að bjarga öllu, segir ríkisstjómin og býður fram verðtryggð lán eða gengistryggð auk skuldabréfa upp á 5 milljarða sem fyrirtækin geta ekki losnað við nema með meiri afföllum en nú þekkjast á fjár- magnsmarkaðnum. Þessar aðgerðir munu því þyngja vaxta- og fyár- magnsbyrði fyrirtækjanna gagn- stætt því sem látið er í veðri vaka. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þau vantar ekki meiri lán í áfram- haldandi hallarekstri. Þvert á móti verður að gera ráðstafanir til þess að stöðva hallareksturinn og gera fyrirtækjunum kleift að bæta eig- infjárstöðu sína. Höfundur er varaformaður þing- Bokks SjálfstæðisBokksins. Ríkisstjórnin hefur eng- an skilning á þörfum út- flutningsatvinnuveganna Albert Guðmundsson sendiherra? eftirJónA. Gissurarson Albert Guðmundsson íhugar nú tilboð utanríkisráðherra að þiggja sendiherrastöðu íslands í París. En ber ekki brýna nauðsyn til að Al- bert sé hér tiltækur sem aðalvitni í Hafskipsmálinu sem innan tíðar verður dómtekið? Árið 1980 gerðist Albert formað- ur bankaráðs Útvegsbanka íslands en var þá þegar stjómarformaður Hafskips hf. Samskipti þeirra leiddu til gjaldþrots beggja. Albert kynni og að þurfa að varpa skýrara ljósi á einkaviðskipti sín við félag sitt, Hafskip hf., en slík dul hvíldi yfir þeim að sum vom færð á leynireikn- ing. Þá er það forseti Frakklands. Væri honum ekki sýnd lítilsvirðing að senda honum Albert Guðmunds- son áður en Albert gæfist tóm til að hreinsa mannorð sitt fyrir rétti? Það er því í allra þágu, ekki síst Alberts sjálfs, að hann hafni boði utanríkisráðherra uns réttarhöldum er lokið. Þótt utanríkisráðherra kynni að sjá sér leik á borði að styrkja veika stöðu ríkisstjómar á Alþingi með því að senda Albert Guðmundsson til Parísar, þá er það í æpandi and- stöðu við almenningsálit. Það vænt- ir þess að sömu réttarreglur gildi, hvort sem „litli maðurinn" á hlut að máli eða stóri. Höfundur erfyrrv. skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Frá basar Þjónustuíbúða aldraðra á Dalbraut 27, sem haldinn var í fyrra. Basar aldraðra á Dalbraut ÁRLEGUR basar Þjónustuíbúða góðra muna, m.a. ofnar mottur og aldraðra á Dalbraut 27 í dúkar, silkislæður og silkikort, Reylq'avík verður haldinn þar í peysur, skartgripir og munir úr dag, laugardag, kl. 14.00. tré, allt á góðu verði. Að vanda er úrval eigulegra og Gerðuberg; Tvö íslensk verk frumflutt TVÖ ÍSLENSK tónverk verða frumflutt í menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstkomandi sumiu- dagskvöld klukkan 20.30. Er það átta manna hópur sem flytur verk- in, sem eru eftir þá Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnars- son. Auk þess verður Silunga- kvintett Schuberts á eftiisskránni. Verk Atla Heimis nefnist „Ljóm- ur“ og er fyrir klarinettu og strengja- kvartett og „Tengsl" er heitið á verki Hjálmars, sem er fyrir alt-rödd og strengjakvartett, við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar. Flytjendur eru Gerður Gunnars- dóttir, Sean Bradley, Helga Þórarins- dóttir, Nora Komblueh, Jóhannes Georgsson, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Sig- urður I. Snorrason. PHILCO kæliskápar EKKI VERÐSIÖÐVUN Afborgunar verð: áður kr. 42.705.- nú kr. 37.850.- Stgr. kr. 35950 FR320 Kæli- og frystiskápur 330 lítra. 55 lítra 3ja stjömu frystir. Frystigeta -24° C (3,5 kg. á 24 klst) • Hitastigsstillir. • Sjálfvirk afþýöing. • Færan- legur eggjabakki. • Tvær graenmetis- og ávaxtaskúffur. • Hægt aö velja á milli vinstri eða hægri handar opnunar á hurð. • Mál: breidd x hæð x dýpt: 60 x 157 x61 Afborgunar verð: áður kr. 30.550.- nú kr. 27.300.- Stgr. kr. 25940 FR 240: 240 litra kæliskápur 16 lítra einnar stjömu frystir. Frystigeta —12° C. • Hitastigsstillir. • Afþýðing með einum hnappi. • Grænmetis- og ávaxtaskúffur. • Hægt að velja um vinstri eða hægrihandar opnun á hurð. • Mál: breidd x hæð x dýpt: 55x120x61 <a Opið, laugardag: Kringlan kl. 10-16 Sætún kl 10-13 Heimilistæki hf 3 • Kringlunni SlMI. 6915 20 Ó SOMUttgUtK> Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMi: 6915 15 SÍMI-.691S25 SlMI.691520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.