Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 41 búa í Brekku, Þykkvabæ og Pjóla sem er gift Kristni Guðnasyni og búa í Skarði, Landmannahreppi. Húsmóðir og móðir var hún sannar- lega, þar naut hún sín, hún var mikil starfsmanneskja og hann- yrðakona. Nú að leiðarlokum veit ég að líf og störf Borghildar í Brekku verða fjölskyldu hennar að leiðarljósi, þannig geyma þau minn- ingu hennar. Fjölskyldan í Skarði eignaðist sanna vinkonu, sem aldrei brást, þannig kom hún inn í líf okkar traust og hlý. Við þökkum sam- fylgdina, sendum innilegar samúð- arkveðjur til eiginmanns, barna og fjölskyldna þeirra með ljóðlínum Einars Benediktssonar. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þunp greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri, en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Sigríður Th. Sæmundsdóttir Hún amma í Brekku er dáin. Skrýtið verður að koma í heim- Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt. Hún býr þar hiýtt um btjóstið móða og blessar lokað augað þitt. (Þ.E.) Runólfi og öllum ættingjum sendi ég mína dýpstu samúð. Kristín Minning: Borghildur Tómasdótt- irBrekku — Minning og munu margir minnast þess. Hún átti 4- börn og þau eru, Guðmund- ur, sem dó í frumbernsku, Sverrir sem er giftur Björgu Sveinsdóttur og búa í Reykjavík, Þóra Kristín sem er gift Agústi G. Helgasyni og sókn til afa í Brekku þegar amma er ekki lengur þar. Alltaf var jafn gott að koma til ömmu og við hlökk- uðum til að fá hana í heimsókn til okkar. Allt sem amma gerði var jafn fallegt og gott, kleinumar góðu og kökurnar, fallegu hlýju vettlingam- ir' og sokkarnir sem hún pijónaði handa okkur og dúkarnir sem hún heklaði sem em svo fallegir. Hún fylgdist alltaf með hvemig okkur gengi í öllu sem einu og eft- ir hestamót og þegar við fengum skólaeinkunnir var hún^alltaf jafn ánægð. Við vissum að amma hafði beðið fyrir okkur og þó svo að hún sé ekki meðal okkar lengur vitum við að hún fylgist með okkur og verndar okkur. Ef eitthvað bjátaði á trúði hún því að allt mundi lagast og fara á sem bestan veg, því hún sá alltaf eitthvað gott í öllum og t öllu. Nú nálgast jólin og án ömmu verður margt öðruvísi. En við trúum að hún fylgist með okkur og gleym- um ekki því sem hún var okkur, hún sá alltaf það góða og bað okk- ur um að varðveita það. Systkinin í Skarði Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suð- urlands 2. nóvember og verður út- för hennar gerð í dag, laugardaginn 12. nóvember, frá Hábæjarkirkju í Þykkvabæ. Borghildur var fædd 17. nóvem- ber 1907 á Stóra Hofi á Rangárvöll- um dóttir hjónanna Tómasar Þórð- arsonar og konu hans Guðríðar Ingimundardóttur, sem síðar bjuggu á Hamrahól í Ásahreppi. Fýrstu æskuárin átti hún heima í Hamrahól í faðmi kærra foreldra og systkina, hún var elst og hin eru Ragnheiður, Guðný Rósa, Guðrún, Sigríður, Þórður og Sigurður og lifa þau systur sína. Þegar Borghildur er 8 ára gömul missir hún móður sína, dreifast þá systkinin og fer þá hún í fóstur til föðurbróður síns Brynjólfs og konu hans Sigríðar, sem bjuggu á Gelti, Grímsnesi. Þar var hún ein af böm- um þeirra hjóna eins og þessi litla vísa segir, sem Símon Dalaskáld orti þegar hann var gestur á Gelti. Borghildur er brosandi, blómum lík í haga. Er á Gelti í Grímsnesi, góða hefur daga. Þar naut hún þeirra almennu fræðslu, sem þá var og lærði þar til allra almennra verka og var það góður skóli, því heimilið á Gelti var menningar og myndar heimili. Fóst- urforeldra og fóstursystkina minnt- ist Borghildur alltaf með þakklátum huga. Um tvítugt flytur Borghildur heim að Hamrahól til föður síns og stjúpu Jórunnar Ólafsdóttur og hálfsystkinanna Guðjóns og Guð- rúnar, voru þá sum af systkinum komið heim aftur, þar sameinuðust systkinin aftur hjá föður og stjúpu, sem öll voru Borghildi kær. Hún á heima í Hamrahól um tíma, en sækir vinnu annað. Vann hún við heimilisstörf. Hún var góð- ur starfskraftur og naut sín við Fædd 17. nóvember 1907 Dáin 2. nóvember 1988 Aðfaranótt miðvikudags 2. októ- ber lést í sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi Borghildur Tómasdóttir, Brekku, Þykkvabæ. Hún fæddist 17. nóvember 1907 gift Runólfi Þorsteinssyni á Brekku. Bjuggu þau þar alla tíð. Mig langar að minnast hennar með fáum orðum. Æskuheimili mitt er við hliðina á Boggu heimili og man ég ekki öðruvísi eftir mér en með hana mér við hlið. Því eins og við sögðum svo oft var ég nánast „heimagangur" þar sem barn og í gegnum tíðina. Ávallt var hún með útbreiddan faðminn tilbúin að hugga og hug- hreysta ef eitthvað bjátaði á hjá okkur krökkunum í kringum hana. Hún var raunar allt í senn, mamma, amma og umfram allt góður vinur og félagi. Þótt árin væru kannski mörg á milli okkar, var hún yndis- leg kona, alltaf svo ung og skildi okkur svo vel. Bogga bjó alla tíð við góða heilsu og sjaldnast féll henni verk úr hendi, og orðið þreyta hefur varla verið til í hennar orðaforða. Það var ekki fýrr en nú á síðustu mánuð- um að heilsu hennar fór að hraka. Þrátt fyrir það var hún alltaf jafn dugleg. Vissulega geymi ég margar dýrmætar minningar frá okkar löngu kynnum en þær eru mín einka eign. Það væri ekki eftir hennar forskrift að tíunda þær hér. Elsku Boggu þakka ég allt og allt. heimilisstörfín, átti fagrar minning- ar og góða vini frá þeim fjölskyldum sem hún vann hjá. Þannig var Borg- hildur, velgefin og velvinnandi og sá alltaf það góða í fari hvers og eins. Árið 1935 flyst Borghildur að Brekku í Þykkvabæ, þar sem Run- ólfur Þorsteinsson bjó með móður minni Katrínu, ári síðar gifta þau sig og hefja búskap á Brekku. Var Katrín hjá þeim í hárri elli til ævi- loka og var rúmföst síðustu árin, var alveg sérstakt hvemig Borg- hildur annaðist hana. Borghildur var mikil húsmóðir og var búskapur Runólfs og Borg- hildar til fyrirmyndar, þau hjón voru samhent um margt sérstak- lega voru þau miklir dýravinir og vildu láta dýrunum líða vel. Gestris- in og skemmtileg heim að sækja LEYFUM SPARJFÉNU AD VAXA! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík, Sími 68 15 30 Jre‘ ber! EÐ HVERNIG SPARIFÉ VEX Lesum um það VIB gefur ut fréttablað í hverjum mánuði undir ritstjórn dr. Sigurðar B. Stefánssonar. Mánaðar- fréttirnar eru 8 síðna blað með upplýsingum frá fyrstu hendi á skýru og greinar- góðu máli. I mánaðarfrétt- unum erfjallað um peninga- mál og efnahagsmál, vexti og verðbólgu, skattamál og annað sem sparifjáreigend- ur þurfa að láta sig varða. Glögg reikningsyfirlit Allir sem stofna „Verð- bréfareikning” hjá VIB fá einnig sendyfirlit reglulega. I þeim kemur fram kaup- dagur verðbréfa, tegund skuldabréfa eða hlutabréfa, næsti gjalddagi, nafnverð, gengi og uppreiknuð heild- areign ásamt heilræðum frá ráðgjafa VIB. Helstu VIB nóveml Frettir Þjónusta sparifjárcig- enda er dýrmæt þjóðar- búinu bls. 1 Ætla stjórnvöld ckki aö skattleggja lekjur af' er- lendú sparifé á Islandi? bls. 1 Helstu verðbréf hjá VIB bls. 2 Yfirlit um innlend liluta- og skuldabrcf bls. 3 Hlúa þarf vcl að hags- nutnum sparifjáreig- enda bls. 4 Lækkun vaxta af spari- skírtcinum og banka- brcfum bls. 6 Vcrðbólgan árið 1989 bls. 7 Gcngi krónunnar og dollarans bls. 7 V'elgengni Hlutabrcfa- sjóðsins, dæmi um góða ávöxtun bls. 8 Útskýringar á tölum? Verið velkomin í VIB. Hringiðí681530eðakomið við. Það getur komið þægi- lega á óvart. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.