Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Þungavinnuvélum beittgegn náttúruöflunum ÓVEÐRIÐ, sem nú gekk yfir Vestfirði, var mjög aðgangs- hart við mannvirki, meðal ann- ars á ísafirði. Það svipti flesta Vestfirðinga rafmagni um tíma og vóg harkalega að flugskýli flugfélagsins Ernis á ísafjarð- arflugvelli. Venjulega þykir það sjálfsagður hlutur að flug- vélar fari á loft, en að þessu sinni var öllum tiltækum ráðum beitt til að halda nýrri vél fé- lagsins á jörðu niðri og hálf- byggðu flugskýli utan um hana. Voru stórir vörubílar, vélskófla og fleiri þungavigtartæki notuð gegn Kára og varð hann að lokum að játa sig sigraðan. Ef skýlið hefði ekki verið komið upp, telja menn að erfitt hefði getað orðið að verja flugvélina. Fjöldi skipa leitaði hafnar á ísafirði vegna óveðursins. Þótt fárvirði væri í Sundunum kom- ust öll skipin klakklaust inn, en eins og sjá má á innfelldu myndinni hallast skuttogarinn Páll Pálsson verulega undan vindinum, sem þó var ekkert nálægt hámarki er hún var tek- in. Sjá fréttir á bls. 2,14 og 15. Skuldbreytingapappírar Atvinnutryggingasjóðs: Afföll talin 20-25% á verðbréfamarkaðinnm Dollarinn lækkar enn Bandaríkjadollar heldur enn áfram að lækka. Kaupgengi doll- ars var i gær skráð á 45,68 krón- ur og hefúr lækkað um 44 aura firá síðasta föstudegi. Bandaríkjadollar var skráður á 48,14 krónur eftir 3% gengisfell- ingu 28. september sl. Hefur dollar- inn því lækkað um 5,11% frá þess- um tíma. Gengi annarra gjaldmiðla hefur hækkað samsvarandi lækkun doll- ara. Þannig hefur sterlingspund hækkað úr 81 krónu í 82,58 krónur síðan í septemberlok. Lögbirtingablað; 73gjaldþrot auglýst í einu tölublaði 38,6 milljónir töpuðust í 12 þrotabúum í Lögbirtingablaðinu er þann 9. nóvember tilkynnt um gjald- þrot 51 einstaklings og 22 hluta- félaga víðs vegár um land. Und- anfarna daga hefur að auki ver- ið í blaðinu greint frá skiptalok- um í 14 þrotabúum í Reykjavík. Tap lánardrottna í 12 þessara mála er alls um 38,6 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar en allar kröfúr í bú tveggja ein- staklinga voru afturkallaðar og forræði þeirra afhent viðkom- andi að nýju. Þar sem skiptalok voru auglýst var um að ræða 1 hlutafélag en 13 einstaklinga. I einu tilfelli greiddust 2,5 milljónir, eða um 42,5%, upþ í um 5,8 milljóna gjald- þrot einstaklings. í 11 þrotabúum fékkst hins vegar ekkert greitt upp í viðurkenndar kröfur, sem alls námu rúmum 35,3 milljónum króna. Að viðbættum þeim 3,3 milljónum sem töpuðust í því eina búi þar sem einhveijar eignir komu á móti skuldum er því tap lánardrottna í þessum tólf málum um 38,6 milljón- ir, auk vaxta og kostnaðar eftir upphafsdag skipta. Mest tapaðist í máli einstaklings, þar sem kröfur námu um 11,8 milljónum án þess að nokkuð fengist greitt. Fjárfestingarfélag íslands reiknar með að skuldbreytinga- pappirar Atvinnutryggingasjóðs útflutningsgreina verði seldir með 20-25% afiföllum á verð- bréfamarkaðnum. Gunnar Óskarsson aðstoðarfiram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins telur að auðvelt ætti að vera að selja slik skuldabréf fyr- ir nokkur hundruð milljónir kr. á stuttum tíma. Atvinnutryggingasjóður tekur að sér að koma á skuldbreytingu lausa- skulda útflutningsfyrirtækja í lengri lán. Lánardrottnamir eiga kost á að fá peninga frá Atvinnu- tryggingasjóði sem nemur 25-30% skuldarinnar og afganginn með skuldabréfi útgefnu af Atvinnu- tryggingasjóði til allt að sex ára. Lánin verða ýmist gengistryggð eða verðtryggð með lánskjaravísitölu. Vextir á síðamefndu lánunum verða 6% til skuldara en 5% til móttak- anda bréfsins, þannig að sjóðurinn tekur 1% vaxtamun. Gunnar Hilm- arsson formaður Atvinnutrygg- ingasjóðs segir að eignir sjóðsins séu trygging fyrir skuldabréfunum, en á það beri að líta að ríkið eigi sjóðinn og beri því ábyrgð á honum. Gunnar Óskarsson telur, eftir lauslega athugun, að markaðsverð skuldbreytingapappíranna geti orð- ið 75-80% af nafnverði, þannig að afföllin verða 20-25%. Afföllin geti þó breyst eftir framboði og eftir- spum, t.d. aukist ef mikið af bréfum kæmi í sölu á sama tíma. Hann á von á því að nægur markaður verði fyrir skuldbreytingapappírana, að minnsta kosti sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. Þorlákshöfn: __________ t Glettingur segir 75 manns upp Tap á árinu skiptir tugum milljóna Þorlákshöfb. NÚ STUTTU efitir að Meitillinn sagði upp öllu sínu starfsfólki hefúr annað stærsta fyrirtækið á staðnum, Glettingur, ákveðið að segja upp öllu sinu fólki, um 75 manns. Þegar er búið að segja 21 lausráðnum upp og missir það fólk vinnuna næstkomandi föstu- dag. 12 Englendingar vinna hjá Glettingi og rennur samningur þeirra út 15. desember. Hjá fyrirtækinu starfar 41 fastráðinn starfsmaður og fá þeir sitt uppsagnarbréf um næstu helgi og verða því atvinnulausir efltir fjórar vikur. Þorleifur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri, sagði að þetta væri eitt leiðinlegasta verk, sem hann hefði unnið, en hjá því héfði ekki verið komist. Tapið á árinu skipt- ir orðið tugum milljóna, að sögn Þorleifs. Hann sagði að Glettingur hefði sótt um lán til Atvinnutrygg- ingasjóðs. Það væri gálgafrestur, en engin björgun á rekstri fyrir- tækisins. „Vonandi þarf ekki að koma til þess að fastráðið fólk missi vinnu sína því ætlunin er að halda bát- unum gangandi og vinna þann afla, sem þeir koma' með. Það er ekki hægt að halda áfram rekstri þegar maður getur ekki verið viss um að geta borgað fólkinu kaup á útborgunardegi," sagði Þorleif- ur. Glettingur á fimm báta og helminginn f einum í viðbót. A þessum bátum vinna um 70 manns. Tveir bátanna frysta afl- ann um borð, einn er á síld, ann- ar er í Siglufirði í breytingu í frystiskip og sá, sem þeir eiga helminginn í, er á Ioðnuveiðum. J.H.S. Aflakvóti: Mikið um flutning milli ára - segir Kristján Ragnarsson „ÞAD HAFA margir flutt 5% af aflakvóta næsta árs yfir á þetta ár,“ sagði Krisfján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands islenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst það óvarlegt þar sem fyr- irsjáanlegt er að mun minna verði leyft að veiða af þorski á næsta ári en í ár,“ sagði Kristján. „Menn hafa treyst of mikið á að geta keypt kvóta núna,“ sagði Kristján. „Kvóti er ekki falur í þeim mæli sem þeir vilja fá. Menn liggja meira á kvótanum en áður vegna fyrirsjáanlegs aflasamdráttar á næsta ári. Eg hef hins vegar ekki heyrt að kvótaverð hafi hækkað með aukinni eftirspurn," sagði Kristján Ragnarsson. Visa-fsland lokar á veitingahús: Olvuðum manni selt vínfyrir yfir 100.000 VISA-ÍSLAND hefúr slitið sam- starfssamningi við vínveitinga- hús í Reykjavík þar sem fyrir- tækið er talið hafa gerst sekt um óvenju gróflt brot á samningnum. „Það er augljóst að veitingaþjón- ar í þessu húsi notuðu sér ástand manns, sem tók vínveitingar út á kort sitt fyrir á annað hundrað þúsund króna á einum eða tveim- ur dögum. Þó svo að hver af- greiðsia á bar hafi verið undir úttektarhámarki er ljóst að þarna var um ein viðskipti að ræða og því skylt að leita heim- ildar,“ sagði Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa-íslands. Að sögn Einars hefur svipað mál ekki komið til kasta Visa-íslands áður en hann kvaðst telja dæmi þess að korthafar hefðu greitt háa reikninga athugasemdalaust þótt þeir hefðu orðið til við svipaðar kringumstæður. Ástæða þess að þetta mál kom til athugunar Visa-Islands er hins vegar sú að viðkomandi korthafi lést áður en að gjalddaga úttektar- innar kom og fékkst reikningurinn því ekki greiddur. Þegar starfsfólk Visa-íslands kannaði úttektina ofan í kjölinn kom í ljós um hve stóra úttekt var að ræða á viðkomandi veitingahúsi. Að sögn Einars var samningum við veitingahúsið sagt upp fyrirvaralaust þegar ljóst þótti hvers kyns var. Fyrir skömmu sagði Visa-ísland einnig upp samningi við verslun í útsölumarkaði á Artúnshöfða þar sem úttektamótur voru falsaðar með þeim hætti að einungis nafn korthafa en ekki söluaðila kom fram. Var það gert í því skyni að komast undan greiðslu söluskatts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.