Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Kristniboðsdagurinn 1988 Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er 13. nóvember. Kristniboðsins verður minnst í kirkjum landsins og tek- ið á móti gjöfum til starfsins. Kristniboðssamkomur verða haldnar á eftirtöldum stöð- um: Reykjavík: Samkoma kl. 16.30 í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg. Jónas Þórisson kristniboði sýnir myndir og segir frá kristniboðsstarfinu í Eþíópíu. Ræðumaður verður Skúli Svavarsson, kristniboði. Samkoma verður fyrir börn á sama tíma. Þar veröur fjölbreytt efni við þeirra hæfi. Akranes: Samkoma kl. 20.30 í félagsheimili KFUM og K, Garðars- braut 1. Sýnt verður myndband frá kristniboðinu í Kenýu. Ræðumaður verður Baldvin Steindórsson. Akureyri: Samkoma kl. 20.30 í Félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð. Myndasýning frá kristniboðsstarfinu. Ræðu- maður Friðrik Hilmarsson. Allir eru velkomnir á samkomur og guðsþjónustur. Fólk er hvatt til að koma og leggja kristniboðinu lið. Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Aðalskrifstofa Amtmannsstíg 2b, Pósthólf 651 Gíróreikningur 65100-1 Reykjavík. DANSKAR INNRETTINGAR ÓDÝRAR 0G VANDADAR ' r 1 r / , /rllp T) 1 1— 1 L. ÍE 1 Kynnist vönduðum dönskum kvik baðinnréttingum á einstæðu verði. Margskonar útfærslur, litir og efni. 10% afsláttur í október • 10 ára framleiðsluábyrgð • Kaupsamningur til 10 mánaða • Opið hús í dag frá 13.00 - 16.00 Skútahrauni 2 220 Hafnarfirði Sími: 651499 Aukakosningar í Skotlandi: V erkamannaflokkurinn verður fyrir miklu áfalli Reuter Jim Sillars, frambjóðandi Skoska þjóðarflokksins, fagnar ásamt konu sinni sigri í aukakosningum í Govan-kjördæmi, sem fram fóru á fimmtudag. Sillars vann þingsæti sem Verkamannflokkurinn hefiir hingað til verið öruggur með. Glasgow. Reuter. Verkamannaflokkurinn tapaði fyrir skoskum þjóðernissinnum i aukakosningum í Govan-kjör- dæmi, sem fram fóru á fimmtu- dag. Stjórnmálaskýrendur sögðu að úrslitin væru mesta áfali Verkamannaflokksins i áraraðir, en flokkurinn hefúr mátt þola þijú.töp i röð í almennum þing- kosningum fyrir íhaldsflokknum undir forystu Margaretar Thatcher. Verkamannaflokkur- inn hóf í gær rannsókn á tapinu í aukakosningunum. Kosið var um eitt þingsæti og varð frambjóðandi Skoska þjóðar- flokksins (SNP), Jim Sillars, hlut- skarpastur; fékk 14,700 atkvæði meðan frambjóðandi Verkamanna- flokksins, Robert Gillespie, fékk 11.100 atkvæði. Þetta hefur verið eitt af öruggustu þingsætum Verkamannaflokksins. íhaldsflokk- urinn, sem hefur aðeins 10 af 72 þingsætum Skotlands, fékk 2.207 atkvæði. „Þetta er stórviðburður í stjórn- málasögu Skotlands," sagði Sillars við stuðningsmenn sína þegar úr- slitin voru tilkynnt snemma í gær. yLöngu tímabili, þár sem stjóm Ihaldsflokksins hefur farið með Skota sem annars flokks þjóð og auðmýkt þá í hvívetna, er nú lok- ið,“ sagði hann og bætti við að Skotar myndu nú fyrir alvöru heíja baráttu fyrir því að Skotland yrði sjálfstætt ríki með sjálfstæðan efnahag. Skoski þjóðarflokkurinn hefur nú fjögur sæti á breska þing- inu. „Þetta er mikið áfall og við ætl- um að rannsaka það nákvæmlega," sagði Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins. Flokkurinn fékk meirihluta atkvæða í Govan-kjör- dæmi í þingkosningunum í fyrra, rúmlega 19.000, og hefur nú 49 af þingsætum Skotlands. Bretland-írak: Full stj órnmálatengsl ríkjanna tekin upp á ný London. Reuter. BRETAR og íranar hafa ákveðið að taka á ný upp full stjórn- málasamskipti og skiptast á sendiherrum innan sex mánaða. Að sögn breska utanríkisráðu- staðhæfingar þess efnis að sumir kjósendur hefðu kosið oftar en einu sinni og jafnframt að látið fólk hefði verið á kjörskrá, einkum í kjördæm- um þar sem heittrúaðir eru sterkir. ísraelar af arabaættum segja að fulltrúar þriggja flokka heittrúaðra, Shas, Agudat Israel og Þjóðarflokki sanntrúaðra (NRP), hafí boðið sér fé fyrir að kjósa flokkana. Heittrú- arflokkamir börðust hatramlega um atkvæðin og var ýmist beitt bölbænum, ógnunum eða bænar- orðum til að fá kjósendur á sitt band. Þingmaður þjóðernissinnaflokks- neytisins var ekki samið sérstak- lega um aðstoð íranskra stjóm- valda við að hafa upp á þrem Bretum sem era gíslar líbanskra skæruliða, er hliðhollir eru írön- ins Tehiya bar fram kæruna og sagði Degel Tahorah, einn heittrú- arflokkanna, hafa haft fjórða þing- sætið af Tehiya með atkvæðaþjófn- aði. Á einum kjörstaðnum hefðu atkvæði verið 44 fleiri en þeir sem voru á kjörskrá. Þingmaðurinn sagði að skilrfki gyðinga, sem bú- settir eru utan ísraels og hafa því ekki kosningarrétt, hefðu verið not- uð í kosningunum, einnig, að tvær konur hefðu komið á kjörstað og fengið að vita að búið væri að krossa við nöfn þeirra i kjörskránni. Talsmenn heittrúarflokkanna, sem samanlagt fengu 18 þingsæti, vísa þessum staðhæfingum á bug. um. Bretar lokuðu sendiráði sínu i Teheran 1980 og síðustu bresku sendimennirnir yfirgáfii íran 1987 eftir að einum þeirra hafði verið misþyrmt þar. Áður hafði íranskur sendimaður verið hand- tekinn í Bretlandi sakaður um búðaþjófiiað. {ranir hafa að undanfömu reynt að bæta samskipti sín við önnur lönd; stjómmálatengsl vora nýlega end- umýjuð við Frakkland og Kanada. Teheran-stjómin hefur einnig látið í ljós ósk um bætt tengsl við Saudi- Arabíu og fleiri nágrannaríki sín. Þekktastur bresku gíslanna er sendimaður ensku biskupakirkjunn- ar, Terry Waite. Honum var rænt í Líbanon fyrir meira en tveim ámm en hann fór þangað til að reyna að fá vestræna gísla leysta úr haldi. Tveir aðrir Bretar, Brian Keenan og John McCarthy, era í haldi í Líban- on. Talið er að Bretamir séu í haldi hjá Hizbollah-hreyflngunni. Dr.- Robert Runcie, erkibiskup af Kant- araborg og æðsti maður biskupa- kirkjunnar, fagnaði í gær bættum samskiptum írana og Breta og sagði þau geta auðveldað lausn gíslanna. Öll voldugustu ríki á Vesturlönd- um, að Bandaríkjunum undanskild- um, hafa nú tekið upp full stjóm- málatengsl við írani sem segja að Washington-stjómin verði að breyta stefnu sinni til að bæta samskipti ríkjanna. Á miðvikudag framlengdi Reagan um eitt ár frystingu íranskra eigna í bandarískum bönkum en lög- in vom fyrst sett 1979 er banda- rískir sendiráðsmenn urðu gíslar her- skárra múslima í Teheran. Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, sagði á fímmtudag um kjör George Bush í forsetaembætti að Bandaríkin fylgdu eftir sem áður fjandsamlegri stefnu gagnvart íran. ísrael: Meint kosninga- svik rannsökuð Heittrúarmenn segjast hafa hreinan skjöld Jerúsaiem. Reuter. EMBÆTTISMENN kjörstjóraar í ísrael hafa krafist þess að rannsak- aðar verði kvartanir um kosningasvik af hálfú flokka heittrúaðra gyðinga en slíkir flokkar unnu mjög á í þingkosningunum í síðustu viku. Flokkarnir eru i lykilaðstöðu þar sem hvorugur stóru flokk- anna tveggja, Likud- eða Verkamannaflokksins, fékk meirihluta á þingi og hafa leiðtogar þeirra beggja gert hosur sínar grænar fyrir heittrúarmönnum að undanförnu. Yfirkjörstjórn bað dómsmálaráð- herrann, Yosef Harish, að kanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.