Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 5ð- VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Ætti að svipta handbolta- félögin öllum styrkjum Karl Þórðarson, Hátúni 10, Reykjavík, hringdi: „Ég er ægilega skúffaður yfir að Stöð tvö hefur fengið einkarétt á handboltanum í vetur. Ég er ör- yrki og hef ekki efni á að kaupa afruglara fyrir 14-15 þúsund krónur og borga afnotagjald þar að auki. Mér finnst það vera al- gjör viðbjóður af forráðamönnum handboltans að taka allan hand- bolta og setja á Stöð tvö. Það ætti að svipta handboltafélögin öllum styrkjum sem þau fá frá ríkinu úr því að þau svikja okkur svona. Ég hef ákaflega gaman af handbolta og vil fá að sjá leik- ina í sjónvarpinu mínu, þess vegna er ég ægilega svekktur yfir þessu. Það var ekki rétt að gera þetta." Góð grein Steinun Ólafsdóttir hringdi: „Ég er mjög sammála Sigurði Þorbjarnarsyni sem skrifaði greinina Um óskáld og óljóð er birtist í Morgunblaðinu 8. þ.m. Við lestur greinarinnar datt mér í hug vísa eftir K.N. úr kvæða- safni hans Kviðlingar og kvæði, er út kom 1945. Vísan er þannig: Vor yngri kynslóð yrkir nú í prósa, eins og skáldin fyrr, á dögum Mósa rímlaust bull í ræðuformi þylur í rósamáli, sem að enginn-skilur. Góður sjónvarpsþáttur G.G. hringdi: „Ég vil þakka Ríkissjónvarpinu fyrir frábæran þátt, Á því herrans ári 1968 í umsjón Eddu Andrés- dóttur og Árna Gunnarssonar. Þetta var mjög skemmtilegur og líflegur þáttur. Ég vil mótmæla því harðlega sem Geir H. Haarde segir um skattamálin því ég tel að þeir sem hafa hærri tekjur en 150 þúsnd krónur á mánuði eigi að greiða hærra hlutfall af þeim til samneyslunar en lágtekju- menn.“ Bókasafh Kópavogs - góð þjónusta Anna hringdi: „Ég vil þakka fyrir mjög góða þjónustu hjá Bókasafni Kópavogs og ekki síst á lesstofu safnsins.“ Hundaklippur Gullfiskabúðin í Fischersundi lánaði í byijun nóvembermánaðar hundaklippur en láðist að taka niður símanúmer. Er viðkomandi beðinn að skila þeim í búðina. Tvö reiðhjól Rautt og hvítt telpuhjól fannst í Vesturbæ fyrir nokkru og blátt drengjahjól á Seltjamamesi. Upp- lýsingar í síma 24977 eftir kl. 18. Silfurhringur Silfurhringur með stómm hvítum steini tapaðist í febrúar eða mars. Finnandi eru vinnsam- legast beðinn að hringja í Anne í síma 91-23799. Hrokafull ummæli Hörður hringdi: „Ummæli Sigurðar Tómasson- ar, sem er í forsvari fyrir fyrstu- deildarliðin í handbolta, í dægur- málaútvarpinu fyrir sÆömmu komu mér mjög á óvart. Verið var að spyija Sigurð um nýgerða samninga við Stöð 2 og sagði hann þá eitthvað á þá leið að íþróttahreyfíngin skuldaði al- menningi ekkert, það væri al- menningur sem skuldaði íþrótta- hreyfingunni. Ég veit ekki betur en að ríki og bæjarfélög styðji íþróttahreyfinguna og svo styður almenningur hana með því að kaupa happadrættismiða, fjarka o. fl. Þessi ummæli Sigurðar eru hrokafull og ekki til þess fallin að hvetja fólk til frekari stuðn- ings.“ Steingrímur, stjórnaðu nú Suðurnesjamaður hringdi: „Steingrímur Hermannsson og Framsóknarflokkurinn voru með háværa gagnrýni á síðustu ríkis- stjóm og þá sérstaklega Þorstein Pálsson varðandi stjómleysi. Steingrímur talar íjálglega um að ríkisstjómir séu til að stjóma og hótar að eyðileggja allan grund- völl sparifjármyndunar í landinu með handstýringu á vöxtum og fölsun á lánskjaravísitölu, þvert ofan í aðvaranir færustu manna. Eftir að heyra og sjá valdsmann- inn Steingrím Hermannsson í sjónvarpi þegar þessi mál em til umræðu eigum við Suðumesja- menn að trúa því að hann geti ekki stjómað tveimur þingmönn- um framsóknarflokksins í Byggðastofnun ásamt Samvinnu- hreyfínguni varðandi sölu á tveim- ur togurum Hraðfrystihúss Keflavíkur ásamt kvóta. Er ekki hér á ferðinni dæmigerður tvískinnungur Framsóknarmanna sem ætíð em opnir í báða enda?“ Hvalveiðimálið: Yfirgengileg þrjóska Til Velvakanda. Dæmalaust getur þijóska hval- veiðisinna verið yfirgengileg. Þama hamast þeir við að veija rangan málstað, og að því er virðist í þeim tilgangi einum, að áfram verði hald- ið í friði að murka lífið úr stór- hvelum þeim, sem koma upp að landi okkar sem gestir á vissum tímum árs. Og veiðar þessar em þjóð okkar til alls einskis gagns, því hvalkjötsijöll hrúgast upp, og halda áfram að vera óseld og óétin og verða loks urðuð í fyllingu tímans. Og hver er tilgangurinn með þessu offorsi? Hann virðist helst vera sá, að halda uppi reisn þjóðar- innar, að sögn landsfeðranna, þótt enginn heilvita maður geti skilið þau rök. Heiður þjóðarinnar út á við skal byggjast á hvalveiðum, hvað sem hver segir. Er heil brú í þessum málflutningi? Einn sem ekki skilur. Ykkur öllum, börnum mínum, frœndum, vin- um, sveitungum, sóknarnefnd aÖ ógleymdum blessuÖum karlakórnum Stefni, þakka ég af alhug fyrir gjafir, skeyti, söng og alla gleÖina og ylinn sem þiÖ veittuÖ mér á nírœÖisaf- mcelinu mínu 2. nóvember sl. GuÖ blessi ykkur öll. Halldóra Jóhannesdóttir frá Mosfelli. ERT ÞU I VANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? •v/ Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kvíði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gangi. Viðtalstímar á fimmtudögum. JÉLkrýsuvíi KURSAMTOKIN /ONl Sundlaugavegi 34 Símar 687464 og 681616 DANSKENNSIA Gömlu dansarnir á mánudögum kl. 21-23. Verð kr. 400 hvert kvöld. 14. nóv. Rælar, polki og stjörnupolki. 21. nóv. Skottís, Óli skans og Kátir dagar. 28. nóv. Vínarkruss, skoski dansinn og Tennessee-polki. 5. des. Mars, vals og marzurka. 12. des. Tyrolavals og hopsa, Svensk maskerade, Hambo. Þjóðdansar á fimmtudagskvöldum kl.21. 17. nóv. Dansarfrá Balkanlöndum. 24. nóv. Dansarfrá Skotlandi. 1. des. Dansarfrá ísrael. 8. des. Dansar frá Ítalíu. Munið kynningarkvöldið (gömlu dansarnir) 2. des. kl. 21 -01 Allir velkomnir Þjóðdansafélag Reykjavíkur r Gott „Rabb“ Kæri Velvakandi. Þessar línur hripa ég fyrst og fremst til að þakka Magnúsi Þórðar- syni fyrir hans prýðilega „rabb“ í Lesbókinni 22. september. Ég er á þeim aldri er fæstir áttu kost á menntun, umfram bamaskóla, en kennarar þeirra tíma lögðu rækt við málkennd bama, sem búa að slíku ævilangt. Er ég hugsa til baka finnst mér hinn lítt menntaði almenningur hafi bæði talað betra og réttara mál en margir menntaðir fjölmiðlamenn nútímans. Það er hörmulegt að hlusta á orð- færi margra þeirra er fram koma í fjölmiðlum, bæði orðfæð, endurtekn- ingar og latmæli. „Rabb“ Magnúsar er með því allra besta af þeirri tegund. Þá er „rabb“ Gísla Sigurðssonar oft þörf ádrepa. Freyja jjVÍLD ARST ÓLAR VEGGEININGAR hornsóear eetir MÁLI — vönduð vinna. Falleg húsgogn ki. 10-17 opið laugardag k • . og sunnudag kl. 1 Lítið inn og Skoðið úrvalið. húsgögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.