Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 fclk f fréttum FRAMHALDSSKÓLAR Stúlkurnar í Fjölbrautaskóla Breiðholts sigruðu í kvennaflokki eftir harða keppni við Verkmenntaskólann á Akureyri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg DANSLEIKIR FYRIR BÖRN Á BORGINNI Undanfarna tvo sunnudaga hefur verið mikið um að vera á Hótel Borg og verða haldnir þar dansleikir milli klukkan þijú og fimm hvern sunnudag í vetur. Yngstu kynslóðinni er boðið til skemmtunar og leikur hljómsveit Andra Bachmann fyrir dansi. Boðið er upp á ýmis skemmtiatriði fyrir börnin, atriði frá hæfileikakeppni Hólabrekkuskóla og söngur og grín. Trúðurinn Jógi mætir á svæðið, á hjólaskautum, sprellar fyrir börnin og býður þeim upp í dans. Svo geta börnin fengið kökur og kaffi ef þau verða svöng eftir að hafa stigið dansspor á gólfinu. Eins og sjá má á myndinni er líf og fjör hjá börnunum á Borginni. MS vann karlaflokk og FB kvennaflokk Urslitaleikirnir í framhalds- skólamótinu í knattspyrnu fóru fram í Keflavík helgina 28.-30. október. Úrslitin urðu þau að Menntaskólinn við Sund sigr- aði í karlaflokki og í kvenna- flokki sigruðu stúlkurnar í Fjöl- brautaskóla Breiðholts. Upphaflega hófu 19 lið leikinn í karlaflokki og komust 6 í úrslit, en í kvennaflokki voru liðin 15 sem hófu keppnina, en 4 komust alla Ieið í úrslit. Leikið var á malarvellin- um í Keflavík við flóðljós og var veður tiltölulega gott miðað við árstíma. Til úrslita í karlaflokki léku Menntaskólinn við Sund gegn Fjöl- brautaskóla Breiðholts sem hafði sigrað í þessari keppni tvö ár í röð. Strákamir í Breiðholti höfðu yfir í hálfleik, 2:1, og skomðu þeir Matt- hías Matthíasson og Ragnar Bald- ursson mörk FB, en Bjöm Einars- son skoraði eina mark MS. I síðari hálfleik náði MS að skora þrívegis án þess að FB tækist að svara fyr- ir sig og tryggja sér þar með sigur í mótinu. Mörk MS í síðari hálfleik skoruðu þeir Björn Einarsson, Þórð- ur Birgir Bogason og Steinar Helgason. Hörð keppni var milli Verk- menntaskólans á Akureyri og Pjöl- Fjölbrautaskóli Suðumesja sá um framkvæmd mótsins og afhenti Gunnar Jónsson formaður íþrótta- ráðs sigurvegurunum verðlaunin. Þeir nemendur sem vom lengst að Morgunblaðið/Björn Blöndal komnir, svo sem nemendur í Verk- menntaskóla Akureyrar og Fjöl- brautaskóla Vesturlands, gistu í Fjölbrautaskóla Suðumesja móts- dagana. gB Sigurvegarar í karlaflokki í Framhalds- skólamótinu í knattspyrnu 1988, Mennta- skólinn við Sund sem sigr- aði Fjölbrauta- skóla Breið- holts í úrslita- leik. brautaskóla Breiðholts í kvenna- flokki og sigraði FB 2:1 í innbyrðis- viðureign liðanna og tryggðu stúlk- umar úr Breiðholtinu sér þar með sigur í mótinu. UNDRUN Vissi fyrst við fæðinguna að hún væri barnshafandi Lengst til hægri á myndinni er Samantha, á áttunda mánuði meðgöngunnar. Kvöld nokkurt þegar Samantha Bland lagðist til hvíldar fékk hún uggvænlega „magaverki". Henni bauð ekki í gmn hvað koma skyldi. Stuttu eftir að móðir hennar hafði kallað á lækni tiikynnti hann, öllum til mikillar furðu, að á hverri stundu væri von á bami í heiminn. Hvorki Samantha né nokkur í fjöl- skyldunni vissi að hún væri bams- hafandi. Samantha sem er aðeins átján ára gömul segir sjálf að hún hafi ekki haft minnstu hugmynd um að hún gengi með bam. Hún hafði haft á klæðum allan meðgöngutím- ann, hún hafði gengið til læknis vegna mígrenis og ýmsar blóðpmf- ur verið teknar tii rannsóknar. Hún fór í þungunarpróf, þá gengin nokkra mánuði með bam sitt, en það reyndist neikvætt! Læknir einn taldi hana þjást af þunglyndi og gaf henni róandi lyf. Hún hafði verið vömð við að þyngjast vegna lyfsins og kippti sér þess vegna ekki upp við það, þar eð aukakíióin komu ekki einungis á hana miðja. Lyfið sem hún notaði gerði það að verkum að hún fann ekki hreyfing- ar fóstursins og vegna lyfsins varð bamið mjög kyrrt í móðurkviði. Annette, móðir Samönthu, segir að sig hafí gmnað hvers kyns væri, en hins vegar hafí hún tekið orð dóttur sinnar góð og gild. Hún hafði og trúað lækni þeim sem taldi þetta fráleitan möguleika, þungunarpróf- ið hefði verið neikvætt. Fyrr um nóttina þegar Samantha ól bam sitt hafði móðirin því talið þetta vera nýmakast. „Ég sá þó fljótlega hvers kyns var en þorði ekki að segja Samönthu frá því, svo ég beið eftir lækninum" segir Annette. Faðir Samönthu bætir við: „Þetta var mikið áfall, hún leit ekki út eins og bamshafandi kona“. Faðir bamsins trúði ekki sínum eigin eyrum er fréttin barst honum. Þau höfðu slitið sambandi um það ieyti sem hún varð barnshafandi en hafa tekið upp þráðinn að nýju. Búa þau nú saman með Dean litla sem er hraustur og heilbrigður drengur. Hann slapp vel þrátt fyrir að móðirin hefði verið á róandi lyij- um og þar að auki unnið erfiðis- vinnu á meðgöngutímanum. Nú er hún eins og hver önnur hamingjusöm móðir. Hún segir: „Sumum vinkonum mfnum fínnst ég hafa eyðilagt líf mitt, en ef þetta hefði ekki hent mig, ætti ég ekki yndislegasta son í heimi. Fyrir mér er hann kraftaverk, dýrmætari en allt annað". Graham Barker ráðgefandi sér- fræðingur fæðingarstofnana í Bret- iandi segir slík tilvik vera algengari en menn gruni. Það væri möguleiki að konur hefðu á klæðum þótt þær væru barnshafandi og það gæti villt fyrir. í öðru lagi gætu þungunar- próf verið neikvæð vegna breytinga á HCG hormónum og eftir tuttug- ustu viku verði að nota sónar til þess að skoða legið sjálft til stað- festingar á þungun. í þriðja lagi þyngjast konur mismikið og sumar bera ekki með sér lengd með- göngunnar. Sjálfur segist hann hafa séð konur sem eftir útliti að dæma virtust gengnar fáa mánuði með barn sitt en í Ijós hefði komið að þær væru komnar alit að fæð- ingu. Hann vissi til að mynda um eina óvænta tvíburafæðingu! Þær eru sem sagt fleiri en Sam- antha Bland sem geta vaknað upp við siíkan draum. „ÞARFASTI ÞJÓNNINN“ E ru hundar að verða „þar- fasti þjónninn“ á heimilinu? Af þessari mynd að dæma kemur hundurinn að minnsta kosti í gúðar þarfir sem burðardýr og barnfóstra og virðist fara vel um litla manninn í pok- anum þeim arna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.