Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 312.000 tonn af loðnu komin á land: Útflutningsverðmæti loðnu- afurða 2,3 milljarðar króna LOÐNUAFLI á haustvertíð varð alls um 312.000 tonn, nánast það sama og í fyrra (311.267 tonn). Heildarverðmæti aflans og afurða unninna úr honum er hins vegar töluvert meira. Afúrðaverð hefúr hækkað mikið svo og verð aflans upp úr sjó. Nú hefúr 17.531 tonni verið landað erlendis, en aðeins 1.281 á sama tíma í fyrra. Landan- ir erlendis hafa því meira en tífaldazt. Verðmæti aflans upp úr sjó er um 1,25 milljarðar og útflutningsverðmæti um 2,3 milljarðar. Af heildaraflanum hafa um 293.000 tonn farið til bræðslu, 17.531 verið landað erlendis og 2.Ó00 tonn hafa verið unnin í meltu. Mjölframleiðslan nemur um 48.000 tonnum að útflutningsverðmæti um 1,5 milljarðar króna miðað við 9,50 dala meðalverð á próteineiningu í mjölinu. Lýsisframleiðslan er um 40.400 tonn að verðmæti 770 millj- ónir. Erfíðara er að meta meðalverð á lýsi em mjöli vegna meiri verð- sveiflna. Lýsisverð hefur rokkað frá 300 dölum tonnið í 470 en meðal- verð gæti verið nálægt 410 dölum, 18,860 krónum tonnið. Meðalverð á mjöltonninu er um 30.600 krónur. Verð á loðnu upp úr sjó hækkaði töluvert milli vertíða. Á síðustu vertíð var það á milli 2.000 og 3.000 tonnið, en strax í úpphafí þessarar vertíðar, voru boðnar rúmar 3.000 krónur fyrir tonnið. Nú, í desem- ber, var verð svo komið í. 4.400 krónur, en mismunandi eftir fjar- lægð verksmiðja frá miðunum. Verð erlendis er yfír 5.000 krónur, en reikna má með því, að meðalverð fyrir aflann upp úr sjó sé um 4.000 krónur og heildarverð aflans því 1,25 milljarðar króna. Samkvæmt útgefnum kvóta eru nú eftir 483.000 tonn af loðnu óveidd. Nýlokið er rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar á loðnu- miðin, en vegna veðurs, náðust ekki marktækar niðurstöður. Annar leið- angur verður farinn í janúar á næsta ári og í lok þess mánaðar er að vænta tillagna fiskifræðinga um það, hvort heppilegt sé að veiða meira. Loðnukvóti var ákveðinn til bráðabirgða fyrir upphaf vertíðar í sumar og aukinn á haustmánuðum í kjölfar leiðangurs Hafrannsókna- stofnunar. Af þeirri aukningu komu 54.000 tonn í hlut Norðmanna, sem fengu leyfí til að taka þann afla innan íslenzku fiskveiðilögsögunnar eins og síðustu ár. Veiðar þeirra hófust nú í desember í fyrsta sinn, en áður hafa þeir ekki byijað veiðar hér fyrr en í janúar. Aðeins 7 skip komu hingað og hafa fengið sam- tals 3.900 tonn. Veiðar þeirra munu halda áfram á nýja árinu Útflutningur á ferskri loðnu hef- ur ekki verið teljandi á haustvertíð fyrr en nú, að hann er orðinn veru- legur. Tæpum 7.000 tonnum hefur verið landað í Noregi, rúmum 9.000 VEÐURHORFUR íDAG, 24. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á austur-, Færlyja- og suðausturdjúpi. Við Færeyjar er 970 mb lægð, sem hreyfist aust- ur. Yfir Grænlandi er 1.018 mb hæð. Um 1.000 km austur af Ný- fundnalandi er vaxandi lægð, sem hreyfist austnorðaustur. Áfram veröur frost um allt land. SPÁ: Fremur hæg norðaustanátt og talsvert frost um allt land. Él á Norður- og Austurlandi, einkum í útsveitum, en léttskýjað á Suð- ur- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á JÓLADAG: Hvöss austanátt og heldur hlýnandi. Snjó- koma eða slydda norðanlands en slydda eða rigning syðra. Einna helst þurrt á Vesturlandi. HORFUR Á ANNAN IJÓLUM: Hvöss norðaustanátt. Snjókoma á Norður- og Austurlandi en annars þurrt að mestu, kólnandi veður. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * Skúrir V Él '(jjm. Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka k Hálfskýjað / / / * / * ? ? Þokumóða Súld '(Mk Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur * * * -4- Skafrenningur j Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gæ r að ísl. tíma hiti veður Akureyri +11 skýjað Reykjavfk +8 léttskýjað Bergen 2 skýjað Helsinki 1 skýjað Kaupmannah. 4 rignlng Narssarssuaq +18 heiðskfrt Nuuk +10 léttskýjað Osió 3 skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Aigarve vantar Amsterdam 10 rignlng Barcelona 14 hálfskýjað Berlín 8 aiskýjað Chicago 4 léttskýjað Feneyjar 2 þokumóða Frankfurt 7 rigning Glasgow 8 skúr Hamborg 8 súld Las Palmas 19 mistur London 13 rigning Los Angeles 9 þokumóða Lúxemborg S 8Útd Madríd S háifskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal +9 alskýjað New York 2 alskýjað Orlando 17 skýjað Parfs 8 súld Róm 10 þokumóöa San Diego tl hálfskýjað Vín 9 skýjað Washington 3 alskýjað Winnipeg +8 snjókoma ív Færeyjum og slökum 1.500 í Skotlandi. Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra físk- mjölsframleiðenda, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hafa af þessu verulegar áhyggjur. Svo mikill út- flutningur sem þessi á haustmánuð- um benti til verulegra siglinga eftir áramót, en reynslan sýndi að sigl- ingar með loðnuna hæfust ekki að marki fyrr en hún væri komin út af austur- og suðausturströndinni og sigling til Færeyja og annarra landa því styttri en þegar miðin væru út af Norðurlandi. Afleiðing siglinganna á haustvertíðinni væri sú, að samdráttur í hráefniskaupum verksmiðjanna væri að meðaltali 2.000 til 8.000 tonn á verksmiðju og væri það mjög bagalegt. Afgreiðsla fjárlaga dregst fram yfir áramót: Gerðist síðast við af- greiðslu fjárlaga 1980 NOKKUR dæmi eru um að fjár- lög hafi ekki verið afgreidd fyrr en á þvi ári sem þau gilda fyrir, eins og nú gerist. Síðasta dæmið er frá árinu 1980 en þá var minnihlutastjórn Alþyðuflokks við völd. Afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár var frestað fram yfír áramót, en Alþingi samþykkti á fímmtudag lög um greiðsluheimild til ríkissjóðs, fyrir þann tíma sem fjárlög eru ekki í gildi, þ.e. frá áramótum 1988-89 þegar fjárlög fyrir árið 1988 falla úr gildi, fram til þess tíma þegar fjárlög fyrir árið 1989 taka gildi. Síðast gerðist þetta árið 1980. Ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar sagði af sér í október árið 1979, en hafði áður lagt fram fjárlaga- frumvarp. Minnihlutastjóm Bene- dikts Gröndal setti lög 31. desem- ber, um bráðabirgðafjárgreiðslur ríkissjóðs fyrir árið 1980 þar til ný fjárlög tækju gildi. Stjómin lagði fram fjárlagafmmvarp í febrúar en um sama leyti tók ríkisstjórn Gunn- ars Thjroddsen við völdum. Hún lagði fram fjárlagafmmvarp í mars, sem varð að lögum í apríl. Þegar Viðreisnarstjórnin, ríkis- stjóm Ólafs Thors, tók við í nóvem- ber 1959, vannst ekki tími til að afgreiða fjárlög en fjárlagafrum- varp stjómarinnar fyrir árið 1960 var lagt fram í janúar það ár. Þá munu vera dæmi um það frá ámm heimsstyijaldarinnar seinni að af- greiðsla fjárlaga hafí frestast fram yfir áramót. Alþingi samþykkti fyrst fjárlög árið 1875, en samkvæmt stjómar- skránni 1874, fékk Alþingi löggjaf- aravald um fjárhagsmálefni ís- lands. Fjárlög vom fyrst samþykkt fyrir tvö ár í einu, en 1921 vom í fyrsta skipti afgreidd fjárlög fyrir eitt ár í senn, þ.e. fyrir árið 1922. Árið 1931 vom samþykkt lög um ríkisbókhald og endurskoðun, sem gerðu ráð fyrir að ríkisbókhald væri fært eftir fullkomnum endur- skoðunarreglum. Árið 1966 vom síðan núgildandi lög um samningu fjárlaga og bókhald ríkisins sam- þykkt. Veitt á stöng í Þjórsá og Hvítá? LÍKUR eru á að Hvítá í Borgar- firði og Þjórsá geti orðið stang- veiðiár áður en langt um líður. Ár þessar hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár í þá átt að þær hafa orðið tærari og tærari með hverju ári. Þorkell Fjeldsted bóndi í Feiju- koti segir að Hvítá hafí tekið mikl- um breytingum síðastliðin 20-30 ár. Sandburður er víða og einnig er áin tærari á sumrin en áður. Jökulliturinn á ánni er að hverfa miðað við það sem áður var, þá varð hún iðulega mjólkurhvít ef það hitnaði f veðri. „Annars er hún að verða eins og bergvatnsá og hægt er að telja steinana í botninum svo til allt sumarið. Það er spuming hvort ekki væri hægt að veiða á stöng við þessar aðstæður og menn hafa reynt héma eitthvað ofan til við ánna í gegnum árin“, sagði Þorkell. Það em fleiri ár en Hvítá sem hugsanlega bætast í hóp stangveið- iáa næsta sumar eins og til dæmis Þjórsá. í bókinni „Hann er á“ fyall- ar Jón Jónasson um Þjórsá. Hann segir m.a.: „Einnig veit ég að ein- hveijir landeigendur við Þjórsá em að spá f stangveiði fyrir löndum sínum, því áin er tærari nú eftir virkjanimar. Uppi em hugmyndir að veita Þjórsá í Þórisstaðavatn og þá er engin spuming, áin yrði næst- um eins og venjuleg veiðiá á litinn." !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.