Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Maturá annanjoladag Þá eru jólin svo gott sem komin og vonandi hafa flestir lokið jólaönnum. Ég vil ekki nota orðið stress eða streita, sem alltof mikið er notað. Af hveiju þarf fólk að stfessa sig fyrir jólin? Þótt ýmislegt sé gert og undirbúið þarf það ekki að vera streituvaldur heldur á það að vera viðkomandi til gleði og ánægju. Ef svo er ekki, ætti sá hinn sami að sleppa því. Fólk stressar sig yfír öllu jafnvel jólagjöfum og fínnst voðalegt að hendast eftir þeim og fínna hvað á að'gefa öðrum. Er þá ekki inntak jólanna horf- ið? Gjafír eiga að vera til að gleðja jafnt þann sem þiggur og þann sem gefur. Við gefum gjafír til að gleðjast, yfír jólunum, fagnaðarboðskapnum og komu Krists. Gjafír eru víða orðnar alltof stórar og koma Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON of mikið við pyngju fólks. Smáar gjafír gefnar af góðum hug á að gefa og alls ekkert annað. Gjafím- ar eiga að koma á óvart, þær á ekki að þurfa að panta. Vonandi er tal fólks um streitu slæmur vani en ekki raunveruleiki. Við skulum gleðjast með fjölskyldu og vinum og láta streitu og allt tal um hana lönd og leið. Gleðileg jól! Salat með kalkúna 3 bollar kaldur kalkúni, skorinn í bita 1 salathöfuð eða biti kínakál 2 sellerístönglar, má sleppa 20 græn eða blá vínber 100 gpecan- eða valhnetukjamar 50 g gráðaostur 1 2 1 2 3 2 dl rifsbeijahlaup msk soyasósa hvítlauksgeiri msk sítrónusafí msk sherry msk matarolía í. Þvoið salatið og rífíð niður í skál. (Skerið kínakálið). 2. Þvoið sellerístönglana og skerið í litla bita þversum. 3. Skerið vínberin í sundur og fjarlægið steina. 4. Skerið kalkúnann í litla bita. 5. Meijið gráðaostinn með gaffli. 6. Setjið salat, sellerístöngla, vínber, kalkúna, gráðaost og hnetur í skál. 7. Setjið rifsbeijahlaup í aðra skál, kreistið safann úr sítrónunni og setjið saman við ásamt sherry og matarolíu, setjið marinn hvítlauksgeirann og soyasósu út í. Hrærið vel saman. 8. Hellið yfír það sem er í skál- inni. Blandið saman með tveimur göfflum. 9. Setjið plastfilmu eða disk yfír skálina og látið standa í kæli- skáp í 1 klst. 10. Berið fram með laufa- brauði, snittubrauði eða ristuðu brauði. Athugið: Nota má aðrar kjöt- tegundir í þennan rétt. Rjúpur í tartalettum 2 bollar kalt ijúpnalqöt (af læmm og bringum) 1 bolli ijúpnasósa (minna eða meira eftir atvikum) 1 dl ijómi 2 epli, súr og græn 3 sneiðar beikon 10 tartalettur 1. Skerið kjötið í litla bita. 2. Hrærið ijóma út í sósuna. Setjið saman við ijúpnakjötið. 3. Skiptið kjötkássunni jafnt í tartalettumar. 4. Afhýðið eplin, skerið í þykk- ar sneiðar, notið ekki endasneið- ar, stingið úr eplinu kjamann. 5. Raðið einni eplasneið ofan á hveija tartalettu. 6. Skerið beikonið f ræmur og raðið í kross ofan á tartalettumar. 7. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í 15—20 mínút- ur. Hangikjötsbaka Bakan: 3 dl hveiti 2 tsk þurrger V2 tsk salt 1 msk matarolía V2 dl vel heitt vatn úr krananum 1 dl köld mjólk. 1. Setjið hveiti, þurrger, salt og olíu í skál. 2. Blandið saman vel heitu vatni og kaldri mjólk og hrærið út í. Hrærið saman. 3. Takið deigið og þrýstið á botninn og upp með börmunum á smurðu bökumóti. Látið lyfta sér við hita í 20 mínútur. Gott er að setja heitt vatn í eldhúsvaskinn, setja síðan bretti eða grind yfír barmana á vaskinum, skálina þar ofan á og stykki yfír. Fyllingin: 1 hálfdós niðursoðinn spergill V2 lítil dós kotasæla 2 egg 1 dl spergilsoð Vs tsk nýmalaður pipar 100 g rifínn mjólkurostur 1—2 bollar smátt skorið hangikjöt 4. Þeytið eggin með pipar, setj- ið kotasælu og spergilsoð út f, setjið síðan rifínn mjólkurost út í. 5. Hellið þessu yfír bökubotn- inn. 6. Stráið hangikjötsbitunum jafnt yfír. 7. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið í miðj- an ofninn og bakið í 30 mínútur. Brids Blaðberar óskast GAMLIBÆRINN SELTJNES Sóleyjargata o.fl. Tjarnarstiguro.fi. NORÐURBÆR KÓPAVOGUR Laugarásvegur 39-75 Kársnesbraut 77-139 o.fl. Dyngjuvegur Símar 35408 og 83033 Arnór Ragnarsson Reykjavíkurmót í sveitakeppni Reykjavíkurmót í sveitakeppni og um leið undankeppni íslands- mótsins fyrir Reykjavík hefst mið- vikudaginn 4. janúar 1989. Spilað verður í einum riðli, allir við alla. Spilafjöldi í leik fer eftir þátttöku, en líklegast er að spilaðir verði 10 spila leikir. Reykjavík á 16 sveitir í undanúrslitum og því mjög góða möguleika á að komast áfram (með- alþátttaka er 22 sveitir). Skráning fer fram hjá BSÍ 689360/1; ísak og 623326/14487; Jakob og veita þeim nánari upplýsingar. Skráningu lýkur föstudaginn 30. desember, en spilarar eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst. Spilað verður um silfurstig og keppnisstjóri verður Agnar Jörgen- son. Spilastaður: Sigtún 9. Spildadagar: Miðvikudagur 4. jan- úar, fímmtudagur 5. janúar, mið- vikudagur 11. janúar, fímmtudagur 22. janúar, laugardagur 14. janúar, sunnudagur 15. janúar og miðviku- dagur 18. janúar. Urslitakeppni Reykjavíkurmóts- ins verður haldin helgina 21. og 22. janúar á Hótel Loftleiðum. 4 efstu sveitimar komast þangað og fær efsta sveitin að velja sér andstæð- inga á laugardeginum og síðan spila þær sveitir sem sigra um 1. sætið, en hinar um 3. sætið. Mótið er opið öllum spilurum sem ekki hafa spilað um sæti á íslands- mótinu á öðru svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.