Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 24. DESÉMBER 1988 29 Htargi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. „Eigi skulu þér hræðast...“ * Ottinn við að mengun og umhverfisspjöll valdi lífí á jörðunni óbætanlegu tjóni setur æ meiri svip á opin- berar umræður. Fregnir af eyðingu regnskóga á jörðu niðri og ósónlaga í himin- hvolfínu valda áhyggjum og kvíða. Fyrir fáeinum misser- um var mikið um það talað, hvemig jörðin liti út ef til kjamorkuátaka kæmi og hel- kuldi sigldi í kjölfar þeirra. Nú velta menn því gjaman fyrir sér, hve mikið af jarðar- kringlunni færi undir vatn, ef svokölluð „gróðurhúss- áhrif" segðu verulega til sín. I hvomgu tilviki er verið að ræða um bjarta framtíð. Ekki tekur betra við þegar litið er til fjölgunar mannkyns, nátt- úruhamfara, flóttamanna, hungurs, bamadauða og þess óhugnaðar þegar saklaust fólk verður launmorðingjum að bráð eins og nú er jafnvel talið að hafí gerst í háloftun- um yfír Skotlandi. Ekki mun- aði nema klukkustundum að sá skelfílegi atburður gerðist á íslensku fiugstjómarsvæði. Þessi dökka mynd er -í mikilli andstöðu við jólin. Þau eru hátíð ljóssins. Þau eru áminning um að maðurinn er sem betur fer ekki einn á vegferð sinni heldur getur hann öðlast styrk og öryggi í trú á þann sem fæddist á jólum fyrir tæpum tvö þús- und ámm. Eða eins og segir í Jóhannesarguðspjalli: „Ekki sendi Guð son sinn í heiminn til þess að hann skyldi dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi frelsast fyr- ir hann.“ í þessum orðum felst fyrirheit jólanna. Samkvæmt alfræðibókum nýtur kristin trú lang mestrar útbreiðslu trúarbragðanna. Þannig er talið, að á árinu 1987 hafí 32,9% jarðarbúa aðhyllst kristni, það er um 1,6 milljarðar manna; af þeim hópi em rómversk-kaþólskir fjölmennastir eða 900 millj- ónir (18,3%). Islam eða mú- hameðstrú er næst útbreidd- ust og aðhyllast 840 milljónir manna eða 17,1% jarðarbúa hana. í þriðja hópnum em þeir sem segjast vera utan trúfélaga, 805 milljónir (16,4%). Hindúar em fjórðu í röðinni, 647 milljónir (13,2%), og síðan Búddistar, 307 milljónir (6,2%). Það er fráleitt að ætla að þessi skipt- ing milli trúarbragða hafí ekki nú á tímum eins og fyrr á öldum áhrif á þróun heims- mála og samskipti manna, þjóða og ríkja. Róstumar á millir Armena og Azera í Sovétríkjunum em að öðmm þræði trúarlegar. Blóðug átök nágranna okkar á Norð- ur-írlandi em stöðug áminn- ing um að boðskapur kristn- innar um umburðarlyndi og kærleika ristir ekki alltaf djúpt. I fyrirheiti jólanna felst mikil von fyrir allan hinn mikla fjölda er trúir á þann, sem þá fæddist. Þegar kristnir menn sameinast í fagna hátíð frelsara síns slær birtu á alla jarðarkringluna. Þá leitar hugurinn til fyrstu jólanæturinnar. „Og sjá, að engill Drottins stóð hjá þeim, og Guðs birta ljómaði kring- um þá. Og þeir urðu af mikl- um ótta hræddir, og engillinn sagði til þeirra: Eigi skulu þér hræðast, sjáið, því að eg boða yður mikinn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnarinn fædd- ur, sá að er Kristur Drottinn, í borg Davíðs." Með þessum hætti þýddi Oddur Gottskálksson jóla- guðspjall Lúkasar fyrir rúm- lega fjögur hundmð ámm. Það verk stendur enn ekki einungis sem bautasteinn um mikið þrekvirki í þágu trúar- innar heldur sem homsteinn íslensku þjóðarinnar. Hún hefði hæglega getað tapað tungu sinni á þessum ámm eins og Norðmenn, sem glöt- uðu hinni norrænu tungu, þar sem enginn í landi þeirra vann það verk sem Oddur gerði hér. „Eigi skulu þér hræðast, sjáið því að eg boða yður mikinn fögnuð..." Þessi kjami í boðskap jólanna á að veita okkur öllum sem jörðina bvggjum þrek og þor til að sigrast á erfíðleikum og varpa birtu inn í líf okkar hvers og eins. Með ósk um að svo megi verða ámar Morgunblaðið lesendum sínum og landsmönnum öll- um gleðilegra jóla. Nýútskrifaðir stúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ: 22 stúdentar brautskráðir TUTTUGU og tveir stúdentar voru brautskráðir frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ laug- ardaginn 17. desember s.l. Best- um námsárangri á stúdentsprófi náði Katrín Rögn Harðardóttir, sem lauk prófi á náttúrufræði- braut og tónlistarbraut. Þorsteinn Þorsteinsson skóla- meistari afhenti nýstúdentum prófskírteini við hátíðlega athöfn í skólanum, og Gísli Ragnarsson að- stoðarskólameistari veitti nemend- um viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Auk skólameistara fluttu ávörp þeir Ámi Emilsson formaður skólanefndar, sr. Bragi Friðriksson sóknarprestur og Guðni Geir Einarsson nýstúdent. Kór skól- ans söng við athöfnina undir stjóm Guðlaugs Viktorssonar. Ráðherra bannar við- skípti með fullvirðisrétt STEINGRlMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra hefur stöðvað viðskipti með fullvirðis- rétt í mjólk og kindakjöti á milli einstakra framleiðenda. Að sögn Jóhanns Guðmundssonar deild- Póstur og sími: Eigum að lækka fíár- 1 •• 4» ••• þorfmjog verulega arstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu er áformað að fara yfir fram- leiðslustjómina I heUd og hafi þessi breyting á reglugerðinni verið gerð til að skapa svigrúm tU þess. Talsvert hefur verið um sölu fidlvirðisréttar á mUli manna og sagði Jóhann að dæmi væri um að mjólkurlítrinn væri seldur á 60 krónur. Breytingin nær til yfírstandandi verðlagsárs í mjólkurframleiðslunni og þess næsta í kindakjötsfram- leiðslunni. Samningar um sölu og leigu fullvirðisréttar sem þegar hafa verið gerðir standa óhaggaðir. Þá verður Framleiðnisjóði áfram heim- ilt að kaupa og leigja fullvirðisrétt og framleiðendum að skipta sín á milli á mjólkur- og kjötrétti, að fengnu samþykki viðkomandi bún- aðarsambands. Reglugerðarbreytingin var lögð fyrir Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins. Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambandsins sagði að sam- bandið væri því fylgjandi að settar væru strangar reglur um viðskipti með fullvirðisrétt og væri nefnd á vegum Stéttarsambandsins að vinna að tillögum um slíkar reglur. En stjóm samtakanna hefðu ákveð- ið að gera ekki athugasemdir við breytingu ráðherra, enda væri hún til bráðabirgða. The Economist um stöðu Míkhaíls Gorbatsjovs; Sigrar erlendis en um- bótastefnan í krösmun The Economist. -JP ÞAÐ mætti halda að Míkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtoga hefði verið deilt í tvennt. Gorbatsjov á Vesturlöndum stendur sig afburða vel, gerir æ djarflegri tillögur í afvopnunarmálum og sannfærir marga Vesturlandabúa um að Sovétrikin séu velviljað rfld. Síðasta afrekið var einhliða fækkun um hálfa milljón manna f sovéska hemum. Gorbatsjov f Austantjaldsríkjunum á við skelfileg vandamál að stríða. Hann berst fyrir þvi að halda heimsveldinu saman og hefur mistek- ist að sannfæra eigin þegna um að umbótastefnan, pereatrojka, muni takast. Jarðskjálftinn í Sovét-Armenfu 7. desember varð til að binda endi á sigurför Gorbatsjovs til Vesturheims. Hann jók einn- ig á glundroðann austantjalds. Ef vandræðin feerast f aukana getur svo feurið að hvomg ímynd Gorbatsjovs lifí þau af. Hræringar af öðru tagi en í Arm- eníu geta valdið miklum vandræð- um á næsta ári. Gorbatsjov verður að horfast í augu við afleiðingamar af fyrsta ótvíræða hemaðarósigri Sovétríkjanna; í febrúar er gert ráð fyrir að síðustu sovésku hermenn- imir verði á brott frá Afganistan og ekki er hægt að ímynda sér að leppstíómin í Kabúl lifí lengi eftir það. Oánægjunöldur hershöfðingja sovéska hersins gæti breyst í gremjuurr ef Gorbatsjov lækkar fjárveitingar til þeirra um of og hrifsar jafnframt frá þeim mikinn fjölda skriðdreka. Á vori komanda verður kosið til nýs þings Sovétríkj- anna og búast má við nýjum átök- um við afturhaldssinna um það hveijir mega bjóða sig fram. Állir búast við því að þingið veiti Gorb- atsjov hið nýja og valdamikla for- setaembætti sem gert er ráð fyrir í nýrri stjómarskrá. Ekki er þó hægt að útiloka mótframboð. Víða hriktir í undirstöðum sjálfs heimsveldisins. Enn sem komið er hefur Gorbatsjov sloppið við upp- reisn í Austur-Evrópu en svo mikil er spennan í Póllandi og Ungveija- landi að þar getur hvenær sem er soðið upp úr. Vandamálin í-jað- arríkjum Sovétríkjanna sjálfra - blóðug átök Azera og Armena í Kákasus, kröfuharka í Eystrasalts- löndunum - em mun hættulegri. Gorbatsjov vonar að hægt verði að finna lausn á „þjóðemismálunum" á fundi miðstjómar kommúnista- flokkins í júní næsta sumar en hann getur ekki beðið fram í júní með að stöðva manndrápin í Kákas- us-löndunum. Hann getur heldur ekki beðið aðgerðalaus meðan vandamálin breiðast út til stærri Sovét-lýðvelda eins og Kazakhstan og Úkraínu. Allra hættulegastur gæti samt orð- ið mótþrói af hálfu voldugasta þjóð- emisaflsins í landinu - hins rússn- eska. Perestrojka íhættu Biðraðir í Omsk og Tomsk verða ekki forsíðufréttir eins og óeirðir í Azerbajdzhan. Samt munu flestir Sovétmenn meta árangur umbóta- stefnunnar, perestrojku, með hlið- sjón af lengd biðraðanna. Þróunin á þessum vettvangi er skelfileg. Fáir Vesturlandamenn hafa gert sér fyllilega ljóst hve hrapallega efnahagsumbætur Gorbatsjovs hafa mistekist. Frá næstu áramót- um er gert ráð fyrir því að grund- völlur efnahagskerfisins verði svo- nefnd „eigin fjármögnun fyrir- tækja." í reynd eru brotalamimar enn svo miklar að nýja kerfíð dug- ar ekki og lélegur árangur þess varpar rýrð á umbótastefnuna í heild í hugum almennings. Um- skiptin valda þvf jafnframt að gamla kerfíð er enn vesælla en venjulega. Þessar staðreyndir gætu yfír- gnæft öll önnur vandamál Gor- batsjovs. Hann glæddi vonir hjá almenningi um betri lífskjör en helstu efnahagslegu áhrif per- estrojku fram til þessa hafa verið þau að auka verðbólgu og lífskjör hafa versnað. Verðbólga telst nú opinberlega vera nálægt 10% og helsti valdur hennar er fjárlaga- halli sem talinn er svara til 11% af landsframleiðslu en þess mó geta að hallinn í Bandaríkjunum er tæp 3%. Þrátt fyrir alla gallana hefur Reuter Mikhaíl Gorbatsjov á tali við sovéska verkamenn í málmverk- smiðju. Efiiahagsumbætur Sovétleiðtogans hafa enn sem komið er aðeins aukið á verðbólgu og alls ekki bætt kjör almennings; matvælaástandið hefiir jafiivel versnað. Breska timaritið The Economist segir að því feiri Qarri að stefiia Gorbatsjovs hafi unnið fullnaðarsigur i Sovétríkjunum. gamli áætlanabúskapurinn einnig sína kosti; stöðugt verðlag, at- vinnuöryggi og launajafnrétti. (Að vísu eru laun skömmtuð úr hnefa en það er önnur saga). Þessum kostum er nú varpað á glæ án þess að nokkuð betra komi í stað- inn. Það er aldrei hægt að hrinda í ffamkvæmd miklum umbótum sár- saukalaust en fólk sættir sig við sársaukann ef það lítur svo á að hann sé óhjákvæmilegur fylgifísk- ur umbreytinga til hins betra. Gall- inn er að tvö helstu bjargráð Gor- batsjovs virðast sífellt ólíklegri til að leysa nokkum vanda. Þetta skilst betur ef hugað er að því hvað er að gerast í verksmiðjum og á samyrkjubúum landsins. Gorbatsjov þarf mjög á því að halda að geta sýnt áþreifanlegan árangur með bættu vöruframboði og hann telur sig hafa fundið djarf- lega leið til að auka framleiðslu í landbúnaðinum. Hann vill að bænd- ur verði aftur herrar á jörðum sínum og aðferðin, sem hann mæl- ir með, er að þeir fái að leigja bújarðir í allt að 50 ár. Þetta jaðr- ar við að vera einkavæðing og gekk prýðilega í Kína. Það gæti orðið vindhögg i Sovétrikjunum. Ástæð- an er sú að andstætt Kína eru nær engir smábændur eftir i Sovétríkj- unum; þeir eru orðnir að öreigalýð sveitanna, í vinnu hjá samyrkjubú- unum. Sovéskir félagsfræðingar eru að uppgötva það sér til mikillar mæðu að viðbrögðin við leigutilboði Gorbatsjovs verða ef til vill áhuga- leysi alls þorra fólks. Aðeins 1 - 2% bænda virðast hafa hug á að skipta á ömggri tilveru sinni á samyrkjubúunum og meira striti enda þótt það gæti gefið meiri telq- ur. Hugmyndin um aukið sjálfstæði verksmiðjanna virðist einnig vera að sigla í strand. Allir viðurkenna iað úrslitaatriðið er endurbætur á verðmyndunarkerfinu. Þar til verk- smiðjustjómimar fá frelsi til að ákvsuða verð á framleiðslu sinni sjálfar mun aukið sjálfstæði þeirra á öðmm sviðum verða nánast marklaust. Samt hefur því verið frestað að breyta verðmyndunar- kerfínu. Skipuleggjendum tekst að líkindum að ákveða nýtt verð á aðföngum til verksmiðja (t.d. hækkun á orkuverði um nær 100%) í tæka tíð fyrir næstu fimm ára áætlun sem hefst 1991. En breyt- ing sem er mun brýnni - að láta markaðslögmálin raunvemlega skipta máli í samningum milli kaupenda og seljenda - virðist langt undan. Sama gildir um breytingu á verði neysluvara til almennings sem fyr- irhuguð var að yrði lokið við 1991; svo getur farið að henni verði frest- að um óákveðinn tíma. Jafnvel rót- tækustu umbótamennimir í hópi sovéskra hagfræðinga em famir að segja að það sé of hættulegt að gera verðmyndun á neysluvör- um fijálsa þar sem heift fólks vegna nýrrar verðbólguöldu gæti kippt fótunum undan perestrojku. Gorbatsjov viðurkennir að hann hafi alls ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hve efnahagsástandið í Sovétrílgunum er í reynd hörmu- legt. Það geta liðið nokkur ár, jafn- vel áratugur, þar til umbótastefnan fer að sýna árangur. Á meðan verð- ur Gorbatsjov að kljást við gífurleg- an trúnaðarbrest milli stjómvalda og almennings. Sú ákvörðun hans að fækka um hálfa milljón manna í hemum var tekin vegna þessarar erfiðu stöðu, til þess að geta veitt meira fé og mannafla til ffamleiðsl- unnar. Lifir Gorbatsjov alla þessa erfið- leika af? Fram til þess hefur hann beitt þeirri aðferð að boða æ rót- tækari hugmyndir en ekki dregið i land og reynt að treysta stöðuna. í október síðastliðnum tókst honum snilldarlega að skáka helsta keppi- naut sínum, Jegor Lígatsjov, út í hom. Sem stendur getur hann hamrað á slagorði Margaret Thatcher (með smábreytingu):„Það er ekki völ á öðru en perestrojku.u Sem stendur. Takið samt eftir augljósum muninum á því sem Gorbatsjov á Vesturlöndum segir („Treystið mér því að það verður ekki snúið af braut umbótanna") og sífellt fjölgandi aðvöranum hans á heimavígstöðvunum („Beijist, félagar, því að annars geta umbæt- umar siglt i strand"). Það er ískyggilegt að umbóta- stefnan byggist enn þá á einum manni. Keppinautar hans um völd- in bíða átekta, hægt er að boða aðra stefnu; það væri mjög í sam- ræmi við rússneskar hefðir að taka nú aftur upp stranga miðstýringu. Aðdáendur Gorbatsjovs á Vestur- löndum ættu að huga vel að boð- skap hans í Sovétríkjunum:„Per- estwjka getur enn þá rannið út í sandinn." Þessir nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hlutu verðlaun fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. Bestum árangri náði Kristján Þór Guð- mundsson sem er annar frá vinstri. Lengst til hægri eru Kristín Arnalds skólameistari og Stefán Benediktsson aðstoðarskólameistari. Skólaslit Fj ölbrautaskólans í Breiðholti Gatnamálastj óri: Hverfisbækistöð við Njarðargötu Nýja hverfisbækistöðin við Njarðargötu. MorgunbiaSið/Sverrir - segirpóst-og símamálastjóri. „ÞAÐ ER ætlast til að við lækkum mjög verulega Qárþörf stofiiunar- innar,“ sagði Ólafur Tómasson póst- og simamálastjóri nm áætl- anir um að skera niður ráðstöfim- arfé stofiiunarinnar. Áætlanir Pósts og síma hljóða upp á um 900 milljónir króna, en Ólafiir segir að draga eigi verulega úr þeim, samkvæmt Qárlagafrumvarpi fyr- ir 1989. Hann segist ekki vita enn hve mikið, verið sé að ræða það við ráðherra og Qárhags- og við- skiptanefiid Alþingis. „Við höfum verið að ræða þetta við samgönguráðherra og fjárhags- og viðskiptanefnd, niðurstöður verða varla fyrr en fjárlögin vérða sam- þykkt," sagði Ólafur. Hann segir að um sé að ræða hvemig tekjum Pósts og síma af viðskiptum við símnotend- ur og af póstþjónustunni verði ráð- stafað. Stofnunin þiggur ekki fé úr ríkissjóði, þannig að ekki er um að ræða að skerða framlög til hennar. Ólafur segir það vera ljóst að um verulegan samdrátt verður að ræða, þótt hann sé ekki reiðubúinn tíl að segja hve mikinn, það skipti þó hundraðum milljóna króna. Áhrif samdráttarins komi niður á öllum fyrirhuguðumn framkvæmdum Pósts og síma á næsta ári. Þar á meðal era stækkun stafræna sfmakerfisins, endumýjun eldri kerfa og lagning ljósleiðara. „Þetta gæti orðið þess valdandi að framkvæmdum, sem ýmsir telja nauðsynlegar, seinkaði," segir hann. FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið 20. desember s.l. I Fella- og Hólakirkju. 125 nemendur fengu afhent loka- prófeskirteini, þar af 84 dagskóla- nemendur og 41 kvöldskólanem- andi. Við skólaslitin gerði Kristín Am- alds skólameistari grein fyrir starfi og prófum í dagskóla, en Stefán Benediktsson aðstoðarskólameistari í kvöldskóla. í ræðum þeirra kom fram að 2240 nemendur hafa stund- að nám við skólann á haustönn 1988, 1390 í dagskóla og 850 í kvöldskóla, og kennarar verið 137 talsins. Ávörp fluttu Anna Brynja Sigurgeirsdóttir fyrir hönd nýstúdenta í dagskóla, Jónas Guðmundsson fyrir hönd _ný- stúdenta í kvöldskóla, Magnús Ámi Magnússon formaður nemendafélags dagskóla, Sigrún Óladóttir fyrir hönd nemendafélags kvöldskóla og Matt- hías Guðmundsson fyrir hönd 10 ára stúdenta. Fyrstu stúdentamir frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti útskrif- uðust fyrir 10 áram síðan, 21 tals- ins, og vora margir þeirra viðstaddir skólaslitin. Alls hafa 1405 stúdentar útskrifast frá skólanum, 1229 úr dagskóla og 176 úr kvöldskóla. NÝ hverfisbækistöð gatnamála- stjóra var opnuð við Njarðar- götu í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag, og á stöðin að þjóna íbúum Vesturbæjar. Er þetta fimmta hverfisbækistöðin sem opnuð liefiir verið I borginni, en frá stöðvunum er stjórnað daglegum störfiim sem til falla á vegum Reykjavíkurborgar í hverfimum. Samkvæmt stjómskipulagi sem tók gildi um s.l. áramót hjá emb- ætti gatnamálastjóra er gert ráð fyrir skiptingu borgarinnar upp í fímm hverfi, og undir rekstrardeild embættisins heyra fímm hverfís- bækistöðvar og þjónustumiðstöð. í hverri bækistöð er rekstrarstjóri, rekstrarfulltrúi, fulltrúi og flokks- stjórar ásamt verkamönnum. Yfír sumartímann er gert ráð fyrir að í hverri bækistöð verði rúmlega 40 manns vegna aukinna verkefna og vinnuskólans. Hverfisbækistöðvamar eru stað- settar við Stórhöfða, Jafnasel í Breiðholti, á homi Sigtúns og Nó- atúns, á Miklatúni og við Njarðar- götu. Borgarbúar geta snúið sér til viðkomandi hverfisbækistöðvar í sínu hverfí, þurfí þeir á þjónustu að halda vegna viðhalds og rekstr- ar gatna, gangstétta, holræsa og opinna svæða. Þangað er meðal annars hægt að koma ábendingum um skemmdir á yfírborði gatna og gangstétta, ónýt umferðarmerki, snjóruðning eða hálkueyðingu, vöntun á götumerkingum, holræs- astíflun, hreinsun gatna, lóða- hreinsun og brottflutning bílgarma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.