Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 37
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 37 J é LA- skákþrautir Margeir Pétursson Þrautirnar í ár eru með hefðbundnu sniði, þær fyrstu eru léttastar, en síðan þyngjast þær jafht og þétt. Það er þó aðeins fyrsta dæmið sem er mjög auðvelt, tölu- verð heilabrot þarf til að leysa flest hinna. Fyrsta dæmið er tekið úr 1. bindi alfræðibókarinnar, þar sem fjallað er um peðsendatöfl og er eftir Búlgarann Nikolai Minev, sem reyndar er kunnur skákmað- ur og -kennari, nú búsettur í Bandaríkjunum. Annað dæmið er dæmigert tvíleiksdæmi þar sem finna þarf fyrsta leikinn. Slík dæmi gæti auðvitað aldrei komið upp í tefldri skák og sennilega eiga vanir meistarar lítt auðveldara með að leysa slík dæmi en þeim sem hafa gaman af annars konar skynsemisþrautum. Dæmið er eftir A. Dombrovsky frá Letti- andi og er úr safni fimm sovézkra skákdæmahöfunda, sem gefið var út í Moskvu 1985 (Izbrannije kompositzij). Þriðja dæmið er í sama riti og nr. 2, það er eftir Rússann Al. Kuznetsov. Það er lær- dómsríkt, lausnin byggir á nokk- uð algengu þema úr riddara- endatöflum. Það er rétt að minna lesendur á að ekki er hægt að máta með tveimur riddurum gegn berum kóngi andstæðings- ins. STÖÐUMYND ffl Hvítur leikur og vinnur Fjórða dæmið hefur komið upp úr tefldri skák, þar tókst hvíti ekki að finna vinninginn, en það verður að virða honum til vor- kunnar að klukkan gekk á hann og hann hafði ekki þriggja daga jólafrí til að fínna lausnina. Þessa skák fann ég í nýrri útgáfu af bráðskemmtilegri bók enska stórmeistarans og stærðfræðid- oktorsins Johns Nunn, „Tactical chess endings" útgefín af Bats- ford 1988. STÖÐUMYND I Hvítur ieikur og vinnur. Hvítur leikur og vinnur Það fímmta er eftir sjálfan David Bronstein, sem missti af heimsmeistaratitlinum með 12-12 jafntefli við Botvinnik árið 1951. Bronstein útfærir þarna eldra þema á afar skemmtilegan hátt. Það er reyndar með mestu ólíkindum þegar litið er á stöð- una að hvíti geti haldið jafntefli, því það er ljóst að svartur hlýtur að vekja upp drottningu í næsta leik hefur þá mikla liðsyfirburði. Síðasta dæmið er þríleiks- STÖÐUMYND H Hvítur mátar í öðrum leik STÖÐUMYNDV Hvítur leikur og heldur jafii- tefli dæmi eftir Rússana R. Kofman og L. Loshinsky, fengið úr sama riti og nr. 2 og 3. Rök venjulegs manntafls virka ekki á það frem- ur en í dæmi nr. 2. Það sem vakir fyrir höfundum slíkra dæma er einfaldlega að fela lausnina sem allra bezt. Skákdæmi eru sá þáttur skák- arinnar sem er hrein listgrein. Erlendis eru árlega haldnar margar keppnir um það hver semur erfiðasta eða frumlegasta dæmið, rétt eins og um tónverk, höggmynd eða ritverk væri að ræða. Sérfræðingar meta síðan dæmin út frá nokkurs konar list- rænum sjónarhóli. Þessi grein skákarinnar er langmest stunduð í A-Evrópu og Sovétríkjunum. Þeir sem hafa gaman af að fást við slík dæmi og vilja fræð- ast um þau skal bent á bókina „Skákdæmi og tafllok“, sem tímaritið Skák gaf árið 1981. í því eru fróðlegar greinar eftir ýmsa sovézka höfunda, þýddar af Áma Bergmann. Ég óska íslenskum skákunn- endum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. STÖÐUMYND VI Hvítur mátar í þriðja leik. BRANDARASNAUÐIR BÚFERLAFLUTNINGAR Beverly Todd og Richard Pryor I hinni mistæku gamanmynd, Á fullri ferð. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Á fullri ferð - “Moving“ Leikstjóri Alan Metter. Handrit Andy Breckman. Tónlist How- ard Shore. Kvikmyndatöku- stjóri Donald McAlpine. Aðal- leikendur Richard Pryor, Be- verly Todd, Stacey Dash, Rap- hael Harris, Ishmael Harris, Randy Quaid. Bandarísk. Warn- er Bros 1988. Það segir sína sögu um gæða- flokk mynda Richard Pryors í dag, að’ nú fá þær ekki lengur inni í A sölum kvikmyndahúsa, enda þessi fomfrægi gamanleik- ari ekki nema svipur hjá sjón miðað við uppgangstímana, er hann var hæst launaðastur þel- dökkra, (og reyndar flestra ann- arra), gamanleikara í Vestur- heimi. Aukinheldur eftirsóttastur skemmtikrafta, sjónvarpsstjarna og glæst fyrirmynd ungra, upp- rennandi starfsbræðra einsog Eddie Murphy. En Pryor þoldi ekki velgengnina, fór á bólakaf í sterk eiturlyf sem næstum gengu frá honum dauðum. Og nú er þessi áður einstaki hæfileikamað- ur svipur hjá sjón. Þó má marka í þessari brokkgengu mynd gam- alkunna takta sem lofa góðu, í bland við vandræðalegt öryggis- leysið. En vandinn liggur ekki aðeins hjá Pryor sjálfum, handritið er afleitt og vart við hæfí metnaðar- fullra leikara, hvað þá heldur fall- inna stjama sem er það lífsspurs- mál að fá bitastæð hlutverk. Það sveiflast ólánlega milli farsa og hádramatískra þátta, frá því að ná léttum tökum á áhorfendum í að drabba þá niður í fýlu. Hug- myndin er alls ekki svo galin en hroðvirknislega útfærð. Pryor leikur verkfræðing sem á annann áratug hefur verið að koma sér og fjölskyldunni fyrir í glæsivillu í New Jersey. Allt gengur svo skínandi vel og snuðrulaust. En Iflít og hendi sé veifað hrynur vemduð veröldin, Pryor missir vinnuna og aðra er ekki að fá fyrr en eftir langa mæðu, og þá lengst vestur í landi. Ekki nóg með það, heldur gengur hreinlega allt á afturfótunum, flutningamir, íbúðarsalan og kaupin og nýja vinnan. Heljarmikið efni en oft illa framborið. Sem dæmi um and- leysi handritshöfundar má geta prýðilegrar hugmyndar um öku- þórinn snarruglaða, það er í raun- inni ekkert gert úr þeim kómísku möguleikum sem manngerðin býður uppá. Það er hálf-dapurlegt að þrátt fyrir góða spretti þá er það ekki Pryor sem á bestu kafla myndarinnar, þeir falla í hlut þess ágæta gamanleikara, Randy Qua- id. Hann er bráðfyndinn í hlut- verki hálfóðs nágranna og fyrr- verandi landgönguliða. Quaid fær einfaldlega bestu línumar og kjamsar á þeim. Slík mistök lét Pryor einnig viðgangast í Brew- ster’s Millions, þegar Candy stal senunni. Svona mistök eru dýr, en vonum að Eyjólfur hressist. Tæknilega er myndin laglega gerð, vel tekin og tónlistin til bóta. REKSTRARSTJORI Útgerð - Fiskvinnsla ICECON hefur tekið að sér að hafa railligöngu um ráðn- ingu á REKSTRARSTJÓRA fyrir viðskiptavin, sem rekur umfangsraikla útgerð og fiskvinnslu í Chile. Starfið felst í að hafa yfírumsjón með eftirfarandi: 1. Útgerð þriggja fískiskipa. 2. Stjórnun framleiðslunnar. 3. Viðhaldsþætti fyrirtækisins. Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru fyrst og fremst frosn- ar fiskafurðir, ræktun lax auk lítilsháttar niðursuðu. Leitað er að manni, sem hefur a.m.k. 5 ára starfsreynslu í stjómunarstörfum í sjávarútvegi. Auk þess er krafist að umsækjandi hafi gott vald á ensku eða spænsku. Um er að ræða tveggja ára lágmarks ráðningartíma. Vakin er sérstök athygli á að starfið er mjög krefjandi og unnið er við framandi aðstæður. Þeir, sem hafa áhuga fyrir starfinu, vinsamlegast snúi sér til skrifstofu Icecon þar sem þar til gerð umsókna- reyðublöð fást afhent. Skúlagötu 51,3. hæð, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.