Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Halldór Halldórsson og fjólskylda óskar óllum þeim, sem hafa stutt þau í veikindum hans, gledilegra jóla og nýárs. Sérstakar þakkir til Flugleiða, starfsfólks hjartadeildar og göngudeildar Land- sþítalans, félagasamtaka, œttingja, vina og vandamanna. Guð veri með ykkur óllum. iárn og gler - lokað Lokað verður þriðjudaginn 27. desember og 2. janúar 1989. Járn og gler hf. Blóðbankinn óskar öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir hjálpina á líðandi ári. KAUPÞING HF Húsi vers/unarinnar, sími 686988 VEXTIR Á VERÐBRÉFAMARKAÐI Tegund skuldabréfa Vextir umfram verðtryggingu % Vextir* alls % | Einingabréf Einingabréfl 12,3% 16,3% Einingabréf2 8,9% 12,8% Einingabréf 3 19,4% 23,7% Lífeyrisbréf 12,3% 16,3% Skammtímabréf 8,5% 12,4% | Spariskírteini ríkissjóðs 'ægst 7,0% 10,8% hæst 7,3% 11,2% |Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 8,5% 12,4% hæst 9,2% 13,1% [Skuldabréf fjármögnunarfyrirtækja lægst 10,6% 14,6% hæst 11,5% 15,5% [Verðtryggð veðskuldabr’éf laegst 12,0% 16,0% hæst 15,0% 19,1% IFjárvarsla Kaupþings mismunandi eftir sam- setningu verðbréfaeignar 'Heildarvextir allra skuldabréfa eru sýndir miðað við hækkun lánskjaravisitölu undanfarna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Einingabréf og Skammtímabréf eru að jafnaði innleyst samdægurs. Einingabréf má innleysa hjá Kaupþingi, Kaupþingi Norðurlands og nokkrum sparisjóöum. Spariskírteíni eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í Fjárvörslu Kaupþings er oftast hægt að losa innan viku. S eljum allar gerðir verðbréfa. Veitum alhliða ráðgjöf varðandi kaup og sölu verðbréfa. Nýársfagnaðir: Bænadans í kirkju Dansbæn Jóhanna Kristjónsdóttir íslenski dansflokkurinn og Mótettukór Hallgrímskirkju frumfluttu í Hallgrímskirkju Bæn fyrir dansara eftir Ivo Cramer. Sjaldan sjáum við dansað í kirkju. Og helgileikir í íslenskum guðs- húsum eru fluttir mjög sjaldan, alltof sjaldan. Helgileikir eru sál- arbót þegar vel tekst til, sem ættu einnig að ná til breiðs hóps. Ivo Cramer, höfundur dans- bænanna Ave María og Faðir vor, sem frumsýnt var í Hallgríms- kirkju á fímmtudagskvöld segist lengi hafa verið gagntekinn af því að túlka sálm eða bæn með dans- hreyfingum í kirkju. Hann kveðst hafa skilið hvemig hægt væri að semja slíkt verk er hann var við guðsþjónustu fyrir heymarlausa í Noregi. Þar lærði hann hreyfingar og tákn og upp úr því samdi hann sitt danshreyfingamál í stækkuðu og stílfærðu formi fyrir bænina Faðir vor. Augljóst er að dansinn er að nokkru kominn upp úr spuna dansaranna, hreyfingarstefið er endurtekið nokkrum sinnum og bænin flutt í nokkmm atriðum sem öll eiga að tengjast innbyrð- is. Þetta má gera á óhlutbundinn hátt eða leikrænan, nema hvort- tveggja sé. Fyrst á dagskránni var flutn- ingur Mótettukórs Hallgríms- kirkju á lagi Þorkels Sigurbjöms- sonar við texta Hallgríms Péturs- sonar, „Bænin má aldrei bresta þig“ undir stjóm Harðar Áskels- sonar. Síðan kom „Ave Maria“ við tónlist Hjálmars H. Ragnars- sonar og þar vom dansarar Ásdís Magnúsdóttir, Asta Henriksdótt- ir, Birgitte Heide, Hany Hadaya, Helena Jóhannsdóttir, Lára Stef- ánsdóttir, Ólafía Bjamleifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Þóra Guðjohnsen. Stilhreinn og tær flutningur. Þá söng Mótettukórinn Víst ertu Jesú kóngur klár og seinna atriði sýningar var svo Faðir vor í flutningi Arnars Jónssonar, leik- ara, sem fór með faðirvorið og dansaramir þeir sömu og áður em nefndir að viðbættum; Helenu Jóhannesdóttur, Helgu Bemhard, Ingibjörgu Pálsdóttur, Guðrúnu Pálsdóttur og fjórum karldönsur- um, Robert Berquist, Baltasar Kormáki og Jóni Agli Bragasyni, auk eins sem ekki var nefndur í leikskrá. Tónlist við síðasta atriði var meðal annars við orgelflutning Birgit Lindkvist; flautuleik Britt- Marie Nordström, drengjakór Stokkhólms og bamakór Saltang- enskóla. og búninga dansaranna hannaði höfundur, Ivo Cramer. Ivo Cramer hefur gert ýmsa bænadansa sem hafa verið fluttir víða. Hann átti þó erfítt uppdrátt- ar í fyrstu, dans þótti ekki eiga við í guðshúsi, sem er að mínum dómi hin mesta firra, því að vel útfærð og hugsuð dansbæn við helgileik getur verið í senn indæl og fögur. Útfærsla Cramers á „Faðir vor“ fannst mér í bragð- daufara lagi, vantaði í hana dýpt þess einfalda en stórbrotna boð- skapar sem í „Faðir vor“ felst. Tónlistin af bandi var ekki að mínum smekk, það hefði verið langtum áhrifameira að söngvar- ar og dansarar styddu hvern ann- an. Samt var þetta hátíðleg stund og þekkilegt upphaf jólahátíðar- innar. Fjölbreytni í fyrirrúmi Nýárs- og áramótafagnaðir ýmis konar eru orðnir fastir liðir í skemmtanalífí Reykvíkinga um áramótin. Morgunblaðið forvitn- aðist um hvað stæði til boða á skemmtistöðunum. Hótel Saga Að sögn Wilhelms Wessman á Hótel Sögu verður aðaláherslan hjá þeim lögð á að gera vel við gesti í mat og drykk á nýársdag. Boðið er upp á sexréttaða máltíð í Grillinu og með henni verður boðið upp á sérvalin og sérinnflutt gseða- borðvín. Skemmtiatriði verða fá en leikin borðmúsík og að máltíð lok- inni geta gestir stigið dans fram eftir nóttu. Hátíðin hefst kl. 19.00. Vonandi skemmta gestir skemmtistaðanna um áramótin sér jafí» konunglega og þessir. Amadeus-Þórscafé í Amadeus leika þrjár hljómsveit- ir á gamalárskvöld, Sálin hans Jóns míns, Skriðjöklar og Víxlar í van- skilum og ábekingur. Auk þess verða ýmsar óvæntar uppákomur. Opið verður frá kl. 24.00 — 04.00. Á nýársdag opnar húsið kl. 22.00. Sérstakur gestur kvöldsins verður Valgeir Guðjónsson, sem mun syngja fyrir gesti við undirleik hljómsveitarinnar Aukinn þrýsting- ur sem jafnframt leikur fyrir dansi. Hljómsveitina skipa Björgvin Gísla- son, Ásgeir Óskarsson, Bjöm J. Friðbjömsson, Tómas Tómasson og Bjöm L. Þórisson. Leikhúskjallarinn I Leikhúskjallaranum er lokað á gamalárskvöld en á nýárskvöld heldur ’68 kynslóðin sinn árlega nýársfagnað og er það lokað sam- kvæmi. Tunglið í Tunglinu verður boðið upp á sitt lítið af hverju á gamalárskvöld. Jazztríó Richards Korn verður í kjallaranum og fulltrúar tunglsins í geimfarastíl verða dreifðir um húsið með óvæntar uppákomur. Einnig verða uppákomur sem tengj- ast tónlist, myndlist og myndbönd- um. Opið verður frá 24.00 — 04.00. Á nýárskvöld verður almennur dansleikur í Tunglinu. Veitingahúsið í Glæsibæ Veitingahúsið í Glæsibæ er lokað á gamalárskvöld, en á nýárskvöld leikur Hilmar Sverrisson fyrir gesti Ölvers frá kl. 21.00 og í Dans- húsinu verða gömlu dansamir leikn- ir af Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og er þetta kveðjudansleikur söng- konunnar Hjördísar Geirs. Q Borgartúni 32 Á skemmtistaðnum Q í Borgar- túni 32 verða almennir dansleikir bæði á gamalárskvöld og nýárs- kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.