Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24: DESEMBER 1988 H' H H H H H H H H H H H HOTEL MANAGEMENT TOURISM - IATA/UFTAA SCHOOL IN SWITZERLAND Námskeið sem fara fram á ensku. Prófskírteini í lok námskeiðs. 9 mánaða til 2 ára námskeið. 30 ára velgengni. HOSTR Skrifið og fáið nánari upplýsingar: HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL 1854DLEYSIN, SWITZERLAND Tel. 025/34 18 14 Telex 456 347 hos ch Telefax 025/34 18 21 hhhhhhhhhhhhhhhh Óskum öllum viðskiptavinum okkar nœr ogfjœr gleðilegra jóla FASTEIGNA m MARKAÐURINN Öðinssðtu 4, símar 11640—21700. ión GuAmundsson sölustj., Leó E Löve lögfr., Ólafur Stefánsson viðskiptafr. * Oskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegrajóla! 28444 húseignir &SKIP VELTUSUNDI 1 SIMI 28444 Daníel Amason, lögg. fast., Hetgi Steingrímsson, sölustjórí. Opið 1-4 SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ BALDVIN HAFSTEINSSON HDL. FASTEIGISI ER FRAMTÍÐ Oskum öllum viðskiptavinum gleðilegrajóla, góðs og farsœls komandi árs. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 467. þáttur Enn berast bréf með vitnis- burðum um lundinn. Ég færi bréfriturum þakkir fyrir upplýs- ingar og vinsamleg orð í garð þáttarins. Fyrstur tekur til máls Kristján Jónsson frá Snorrastöð- um, staddur í Borgamesi. Hann segir meðal annars: „Það er lundurinn sem rekur mig til að klóra svolítinn pist- il... Að mínum skilningi er lundur skóglaust svæði í skógi, en ekki tijáþyrping. Lundurinn er gjarna vaxinn fjölbreyttum gróðri. Ég hef borið þetta undir aldrað fólk hér á Dvalarheimil- inu og mikill meiri hluti er mér sammála. Sömuleiðis starfskon- ur miðaldra og yngri sem ég hef spurt. Skiljanlega gera ekki allir sér grein fyrir þessu. Hafa aldrei skóg séð, svo heitið geti, né tjóð- ur í skógi. í Númarímum segir: Númi undi lengi í lundi, leiðir sveigir hér og þar. Lítur sprund sem lá í blundi, lík skjaldmey á búning var. (4.12; langhenda). Ég hef ævinlega séð Núma, í anda, reika um skóglaust svæði, í annars skógarskrýddu landi. Efalaust má sjá þetta á undanfarandi vísum, en ég hef ekki Númarímur. En þess er varla til getandi, að Herselíu sé ætlað að skríða inn í skógar- þykkni til að fá sér blund, eins og helsært dýr..." Hér setur umsjónarmaður aðra vísu úr Númaríum að gamni sínu: Þar sem streymir lækur létt um lund, hinn móði sofna fer. Hvað hann dreymir, hér í fréttum hef ég að bjóða, vinur, þér. (3.17; langhenda.) Þá tekur til máls Jóhanna Guðmundsdóttir í Kópavogi og segir meðal annars um lund og rjóður: „Ég fæ ekki séð hvemig hægt er að rugla saman svo ólíkum hugtökum og vildi þá spyrja af hveiju sá ruglingur sé til kom- inn. Lundur fínnst mér hljóti að merkja tré, nokkur tré, þyrp- ing þriggja eða nokkuð fleiri tijáa eða runna, eða þá þar sem um eitt marg-greinótt fyrirferð- armikið tré væri að ræða sem þá breiddi úr sér á marga vegu. En mikilvægast er að þessi tijá- gróður eða lundur væri á annars opnu svæði, svo hann risi áber- andi hátt upp úr umhverfí sínu. í lundi væri skýlla fyrir veðri (vindi og regni) svo og skugg- sælla í hita en umhverfís hann. Rjóður, hinsvegar, hefír algjör- lega andstæða merkingu við orð- ið lund, þar sem það merkir opið gróðurlaust svaeði (e. clear- ing) inni í skógi eða frum- skógi... Sem sé lundur er tijágróður á bersvæði sem er of lítill til að telja hann skóg; ijóður er opið svæði, eða ógróið af tijám, inni í þéttum skógi eða frumskógi. (Er til bæjamafnið að Rjóðri?!)" Annað efni úr bréfum þeirra Kristjáns og Jóhönnu bíður um sinn, en fleiri hafa sitthvað til málanna að leggja í lundarmál- inu. Salómon Einarsson í Kópa- vogi: „Mér verður fyrir að vísa til Sturlungu, Geirmundar þáttar heljarskinns. (Sturl. I. bls. 7 og 8. Isl. sagnaútg. 1948.) í kaflan- um um ljósið í hvamminum seg- ir: „að sá err einn staður í hvamminum, að ávalt, er ég lít þangað, þá skrámir það ljós fyr- ir augu mér, að mér verður ekki að skapi. 0g það ljós er ávalt yfír reynilundi þeim, er þar er vaxinn einn samt undir brekk- unni.“ Vaxinn, stendur þar. Bendir til að átt sé við þyrpingu tijáa. Síðar í þættinum, „og rífur úr reynirunninum vönd einn“. Nú heitir það mnni eða rannur. Ekki lundur. Litlu síðar í frá- sögninni: „og snýr á móti smala- manninum og þekkir brátt, að hann hefír reynivöndinn í hendi og keyrir féð með. Og hér verð- ur honum svo ills kalt við hvort- tveggja saman, að hann hleypur að smaiamanninum og hýðir ákaflega mjög og biður hann aldreii gera oftar að beija fé hans með þeim viði, er í þeim hvammi er vaxinn, en þó einna síst úr reynimnninum. En Geir- mundur mátti því auðveldlega kenna viðinn, að þar aðeins var þá reyniviður vaxinn í hans land- eign.“ Af þessari frásögn fínnst mér liggja ljóst fyrir, að á ritun- artíma Geirmundar þáttar helj- arskinns hafí merking orðsins lundur verið tijágróður, þyrping tijáa. í skógi Geirmundar a.m.k. í hvamminum hefur verið skóg- ur, sennilega birki, en'á þessum eina stað var reyniskógur, sem borið hefur af um stærð tijánna og fegurð. Mér fínnst frásögnin lýsa þessu á mjög ljósan átt og myndrænan. Hinsvegar held ég að merking orðsins iundur sé nú orðin breytt og þýði ijóður. (Annars hefði Davíð sagt: Ég leiddi þig und lundinn.) Nú komast ekki fleiri að í dag, en lundarmálum er ekki lokið. Umsjónarmaður óskar ykkur öll- um gleðilegra jóla. Hönnunarkostnaðurinn fer eftir eðli mannvirkjanna - segir sljórn Félags ráðgjafarverkfræðinga „Hönnunarkostnaður er mjög breytilegur og nátengdur eðli hvers mannvirkis, verktíma og aðstæðum. Meginreglan er sú að hönnunarkostnaður vex hlut- fallslega eftir því sem mann- virkið er flóknara og meiri kröf- ur til þess gerðar. Stjórnin varar við því að samjafna hönnunar- kostnaði ólíkra mannvirkja." Svo segir í athugasemdum sem stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga hefur sent frá sér vegna um- mæla Davíðs Oddssonar borgar- stjóra Reykjavíkur á þá lund að svo virtist sem ekki gilti sama gjaldskrá við hönnun mannvirkja fyrir opinbera aðila og einkaað- ila og taldi hann hönnunarkostn- að við ráðhús Reykvíkinga óeðli- lega háan. I athugasemdunum segir m.a. að FRV sé félag sérfræðinga sem hafa verkfræðiráðgjöf að aðalstarfí og eru inntökuskilyrði í félagið að hafa að minnsta kosti átta ára starfsreynslu í viðkomandi grein. Þóknun fyrir störf ráðgjafarverk- fræðinga miðast við gjaldskrá Verk- fræðingafélags íslands. Hún skiptist f ákvæðisvinnugjaldskrá og tíma- vinnugjaldskrá. Þóknun samkvæmt ákvæðisvinnugjaldskrá er breytileg eftir gerð og eðli hinna ýmsu mann- virkja, en tímavinnugjald er fast hlut- fall af mánaðarlaunum viðkomandi starfsmanns. „Fyrirtæki innan FRV vinna jöfn- um höndum fyrir opinbera aðila og einkaaðila. Verkefni fyrir opinbera aðila eru oft sérhæfð og krefjast mikilla rannsókna og undirbúnings- vinnu," segir í athugasemdunum. Einnig er tekið fram að verkefni á vegum einkaaðila séu yfírleitt smærri og einfaldari og þeir kjósi oft að kaupa aðeins hluta af þeirri þjónustu sem ráðgjafar bjóða, felli niður ýmsa liði eins og magnreikninga, verklýs- ingar og faglegt eftirlit. Slíkt lækki hönnunarkostnað. „Sá spamaður hefur hins vegar oft reynst bæði húsbyggjendum og húseigendum dýr.“ Athugasemdunum lýkur með þessum orðum: „Stjóm FRV fagnar allri umfjöllun um málefni ráðgjafa. Stjómin mælist hins vegar til að gagnrýni sé málefnaleg og studd við- hlítandi gögnum." FASTGGNASALA VITASTÍG 13 Öskum öllum viðskipavinum okkar, \nœr og fjœr, gteðilegra jóla ogfarsœls komandi árs. Þökkum við- skiptin á árinu. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.