Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 46
46 MORpUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24.; DESEMBER 1988 „Eins og komið hefði fellibylur í heimsókn“ Pétur Böðvarsson í leifum skrifstofu sinnar i INPESCA. Frá aðalgötunni í Bluefields eftir fellibylinn. eftirEinar Hjörleifsson í lok október sl. urðu miklar nátt- úruhamfarir í Nicaragúa. Fellibyl- urinn „Jóhanna" fór þvert yfir landið á allt að 260 km hraða á klukkustund (í miðju fellibylsins.) Þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld, að fellibylur af þessum styrkleika heijar á landið og kom hann því öllum að óvörum. Miklar skemmdir urðu á byggingum, uppskeru og vegakerfi landsins og talið er að um 300.000 manns hafi misst heim- ili sín. Við Karíbahafsströndina rústaði fellibylurinn bæina Blue- fields og E1 Bluff. 95% allra bygg- inga eyðilögðust á þessum stöðum, íbúðarhús, sjúkrahús og kirkjur, auk rækjuverksmiðju og skipa- smíðastöðvar. Com Island, eyjar, sem liggja 200 km út af austurströndinni, urðu einnig fyrir miklu áfalli. Þar var hvert einasta hús lagt í rúst og tómt mál er að tala um kókos- hneturækt og ferðamannaþjónustu í bili, en það eru aðalatvinnuvegir eyjarskeggja fyrir utan hinar hefð- bundnu fisk- og humarveiðar. Stjómvöld gerðu miklar varúðar- ráðstafanir. Reynt var að flytja íbúa austurstrandarinnar til öruggari staða með þyrlum og bátum. Þús- undir manna voru til dæmis fluttar frá Bluefíelds til litla bæjarins Rama, sem liggur um 6 klst. sigl- ingu upp með ánni Rio Escondido. Rama eyðilagðist þó einnig að mestu leyti af flóðbylgju, sem fylg- ir í kjölfar fellibylsins og hækkaði vatnsborðið um 16-18 metra. Á ferð hvirfilbylsins yfir landið á um 100 km breiðu belti, dró nokkuð úr vindhraðanum og eyðileggingin varð þar af leiðandi minni. Talið er, að „Jóhanna" hafi vald- ið meiri usla en jarðskjálftinn mikli árið 1972, þegar 10.000 manns 'fórust í höfiiðborginni Managúa. Mannfall varð þó mun minna, vegna hinna umfangsmiklu varúðarráð- stafana, en alls létust 122 menn af völdum fellibylsins. í Bluefields býr íslendingurinn Pétur Böðvarsson. Hann er þar á vegum dönsku samtakanna WUS (World University Service). WUS fær einkum §ármagn frá dönsku þróunarstofnuninni Danida, sem aftur er fjármagnað af danska ríkinu. Samtokin senda fólk til ýmissa þróunarlanda og starfa þar meðal annars á sviði heilsugæslu og í ýmsum tæknigreinum. Vinnu- í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI staður Péturs er í skipasmíðastöð- inni E1 Bluff, en hann er skipa- tæknifræðingur að mennt. Pétur var staddur í Bluefields þegar fellibylurinn skall á bænum. Eftirfarandi frásögn er úr nýlegu sendibréfi frá honum: „Mánudaginn 17. október - var farið að tala um, að fellibylur væri á leið fá meginlandi Suður-Ameríku og stefndi á Costa Rica eða Nic- aragúa. Daginn eftir nálgaðist hann nokkuð og var fólk á verði. Á mið- vikudag var unnið til hádegis í skip- asmíðastöðinni og rækjuvinnslunni í E1 Bluff og einungis gert klárt fyrir fellibylinn, svo sem að setja vélar og tæki inn í hús. Allir bátar, sem flotið gátu, voru fluttir upp í ána Rio Escondido. Þegar við kom- um aftur til Bluefíelds, var sagt, að „Jóhanna" væri úti í hafi og hreyfðist áfram 3 km á klst., með vindhraðann 200 km á klst. í „aug- anu“. jUm kvöldverðarleytið bárust svo fregnir um að hún hefði stopp- að einhverstaðar um 600 km út af ströndinni. Fólk fór rólegt að sofa og margir voru nú hættir að trúa því að „Jóhanna" myndi nokkurn tíma koma. Daginn eftir, 20. nóvember, var byijað að flytja fólk frá Rama og E1 Bluff og um kvöldið var „Jó- hanna" komin aftur á hreyfíngu og nú með stefnu á Bluefields. Við bjuggum um tíu saman í Inpesca-húsinu (Inpesca er nokkurs konar hafrannsóknarstofnun þeirra Nicaragúa-manna), eyddum tíman- um við spil og tafl og fylgdumst náið með för „Jóhönnu" í sjónvarpi og útvarpi. Um hálf fímmleytið kom formaður almannavamanefndar- innar í Bluefields í útvarpið og bað fólk að yfírgefa heimkjmni sín og fara á þann stað í hverfinu, þar sem neyðarathvarf hafði verið skipulagt. Við fluttum þá dýnur og lök upp í aðalbygginguna, sem stendur um 5 metrum hærra, og er einnig mun traustari, með steinsteypta veggi og þakplötu. Um hálf áttaleytið fór ég svo hring í miðbænum og var þá byijað að hvessa nokkuð. Fólk hafði undir- búið sig fyrir komu „Jóhönnu", m.a. með því að setja bárujámsplöt- ur fyrir gluggana. Stuttu síðar var svo rafmagnið tekið af bæiium og þá fór útvarpið líka. Við höfum birgt okkur upp af ávöxtum, brauði og vatni til þess að hafa eitthvað að borða daginn eftir, ef illa færi. Vindstyrkurinn færðist stöðugt í aukana, en ekkert Tilgangurinn með Menningar- sjóði útvarpsstöðva var að hvetja til framleiðslu menningarlegs dag- skrárefnis. Menn höfðu áhyggjur af því að einkastöðvar myndu út- varpa mest erlendu léttmeti, nema þær fengju hvatningu til að fram- leiða innlend verk. Þess vegna var Menningarsjóðurinn stofnaður um leið og útvarp var gefið fijálst. Tekjur Menningarsjóðs vom sérstakt gjald á auglýsingatekjur stöðvanna. Gjaldið var ekki tekið af þeirn auglýsingatekjum sem stöðvamar höfðu fyrir. Menningarsjóðurinn hefur út- hlutað fé til flestra metnaðarfyllstu verka sem stöðvamar hafa fram- leitt eða sýnt undanfarið. Eigendur einkastöðvanna og flármálastjóri Ríkisútvarpsins hafa gagnrýnt Menningarsjóðinn. Gagn- rýnin byggist á því að þeir vilja var að gera annað en að bíða og sjá til, svo allir fóm að sofa skömmu eftir myrkur. Um ellefuleytið vomm við vaktir og var þakið þá að fjúka af talstöðv- arkompunni. Einn okkar fór að ná í talstöðina. Við vomm vaktir aftur um hálf tvö, en þá var bakhúsið, sem gert var úr timbri, að gefa sig, og vildu strákamir styrkja glugga- na með því að setja skrifborðin fyr- ir þá. Gólfið var allt á floti, þar sem byggingin ofan á húsinu var fokin af og vatnið flæddi niður stigann. Mikið vatn lak úr vatnstankinum, sem stóð á stöplum við hliðina á skrifstofunni, þar sem við Julio vor- um, en þá hafði húsið við hliðina fallið ofan á hann og brotið hann, en hann var úr asbesti. Við styrkt- um síðan gluggana og millivegg úr tré sem var farinn að svigna. Höggnar vom holur í gólfið til að setja skástoðir upp við vegginn og síðan biðum við aftur. ,Upp úr klukkan 5 um morguninn fór svo að birta og sáum við þá, að vatns- yfirborðið í Bluefields-lóninu hafði hækkað sig upp í gluggana á bygg- ingunni fyrir neðan þar sem við bjuggum og brotnuði öldurnar inn um gluggana á efri hæðinni. Það var ennþá mjög hvasst og rigndi saltri rigningu. Nú lægði storminn smám saman og brátt var komið með fleira fólk, sem hafði misst heimili sín. Tveim dögum seinna fór ég með vinnufélaga mínum, forstjóranum og fjölmiðlamönnum út til E1 Bluff, til að athuga, hvemig væri umhorfs þar. Ástandið þar var heldur verra en í Bluefields. Skipasmíðastöðin hafði misst nánast allt bárujám af byggingunum og gaflinn í bygging- arhöllinni hafði fallið niður ásamt nokkrum sperram. Skrifstofukomp- an mín stóð, en það var eins og það hefði komið fellibylur í heimsókn. Rúður brotnar og bækur og blöð lágu í vatnsbaði um allt gólf. Af húsum, sem vora uppi á hæðinni fyrir ofan hverfið, var ekkert að sjá nema rafstöðina. Hin húsin virtust hafa tekist á loft og flogið í hafið. Þrír bátar vora oltnir í vöggunum, sem þeir era dregnir á, og hafði t.d. landhelgisgæsluskip, sem vegur um 40 tonn, tekist á loft og lá við hliðina á vöggunni." Þetta var frásögn Péturs Böðv- arssonar, tæknifræðings. Eins og kunnugt er, hefur Mið- Ameríkunefndin skipulagt fjársafn- anir til ýmissa verkefna í Mið- Ameríku. Að þessu sinni var ekki ekki utanaðkomandi afskipti af dagskrárgerð stöðvanna. En sann- leikurinn er sá, að Menningarsjóð- urinn hefur hvatt þá til að auka og bæta innlenda dagskrá. Menningar- sjóðnum hefur verið lýst sem óþarfri millifærslu, því stöðvamar virðast gera þá kröfu til sjóðsins, að þær fái svipaða upphæð til baka og þær greiða til hans. En til þess að fá fé úr sjóðnum, hafa stöðvamar orð- ið að leggja fram hugmyndir að verðugum verkefnum. Annars hefðu þessir peningar farið í al- mennan rekstur hjá þessum stofn- unum. Þessi gagnrýni stafar aðallega af því að stöðvamar sjálfar hafa of mikil afskipti af stefnu sjóðsins og líta á hann sem sína eign. Menningarsjóður útvarpsstöðva getur, ef rétt er á málum haldið, orðið öflugur farvegur við hlið Kvik- erfitt að ákveða til hvers skyldi safnað. Það hittist vel á, er við frétt- um, að WUS, samtökin sem Pétur vinnur fyrir, standa nú fyrir fjár- söfnun í Danmörku til endurapp- byggingar. Þijú önnur samtök standa einnig að söfnuninni (Mell- emfolkelig Samvirke, Intemationalt Foram og Nicaragua-komitéen). Safnað er til byggingar íbúðarhúsa, heilsugæslustöðvar og skóla í Blue- fields, og verður hópur danskra iðn- aðarmanna sendur til bæjarins til þess að stjóma uppbyggingunni. Auk almennrar söfnunar, hefur ver- ið sótt um fé til Danida. Mið- Ameríkunefndin hefur ákveðið, að taka þátt í þessu verkefni með fjár- framlögum. WUS hefur tvo starfs- menn í höfuðborginni Managúa, sem munu hafa beina umsjón með verkefninu, og tryggir það, að féð nýtist vel. Þeir, sem vilja styðja þetta mál- eftii, geta lagt inn fé á sparisjóðs- reikning nr. 801657 í Alþýðu- bankanum, Laugavegi 31, myndasjóðs til gerðar kvikmynda fyrir sjónvarp. I rauninni mælir ekkert gegn samvinnu þessara sjóða við fjármögnun einstakra kvikmynda. Sjóðimir tveir gætu sameinast í átaki til að bjarga íslenskri tungu og menningu á tímum þegar heimurinn er að verða einlitt alþjóðlegt menningarsvæði. Kvikmyndagerðarmenn og kvik- myndaframleiðendur áttu hug- myndina að Menningarsjóðnum og hún hlaut strax stuðning þing- manna úr öllum flokkum á Alþingi. Nú má ekki láta skammsýna forráðamenn stöðvanna rýra mögu- leika sjóðsins með einhvers konar hrossakaupastefnu, þar sem þeir eru að skipta sjóðnum á milli sín eftir hlutfallsreglum. Verðleikar verkefna eiga auðvitað að ráða styrkveitingum. Þess vegna er augljóst, að menn- Reykjavik, eða borga inn á C-gíró í öðram bönkum og póstútibúum (númer 0801-05-801657). Alþýðusamband íslands hefur þegar ákveðið að veita kr. 50.000 til söfnunarinnar og væntum við þess, að fleiri, bæði samtök og ein- staklingar, fylgi í kjölfarið, Efnahagsástand í Nicaragúa hef- ur lengi verið afar slæmt. Þetta þýðir, að Nicaragúa-búar geta ekki staðið fyrir uppbyggingunni án ut- anaðkomandi aðstoðar. Tíundi hver íbúi landsins hefur misst heimili sitt. Við gætum ímyndað okkur til samanburðar, að hvert einasta hús í Breiðholti hefði eyðilagst. Nic- aragúa er lítið og fátækt land, afar langt í burtu, en íbúar þess þarfn- ast hjálpar okkar við þessar aðstæð- ur, rétt eins og hjálp erlendis frá kom fslendingum að góðum notum við gosið í Heimaey á sínum tíma. Höfundur er sálfræðingur og dvaldist í Nicaragúa íhálftár. ingarsjóðnum þarf að setja óháða stjóm og gera honum kleift að reka menningarlega stefnu. Ef skortur er á hugmyndum hjá stöðvunum, er eðlilegt að kvikmyndagerðar- mönnum verði leyft að sækja beint í sjóðinn, án milligöngu stöðvanna. Einnig væri rétt að finna Sin- fóníuhljómsveitinni annan tekju- stofn, til þess að Menningarsjóður- inn geti nýtt fé sitt betur. Enda er óeðlilegt að hljómsveitin, þó hún sé góðra gjalda verð, fái reikninga sína greidda hjá Menningarsjóðnum áð- ur en hann getur byijað að sinna aðalhlutverki sínu. Þetta fyrir- komulagt stuðlar einnig að órétt- læti í viðskiptum við hljómsveitina, þar sem Ríkisútvarpið hefur meiri rétt á afrakstri sveitarinnar en aðr- ir sem S sjóðinn borga. Stjóm FK lýsir fullum stuðningi við Menningarsjóðinn, en heitir á þig, menntamálaráðherra, að beita þér fyrir nauðsynlegum breytingum á rekstrarformi hans, svo hann geti sinnt hlutverki sínu eins og best verður á kosið. Þorsteinn Jónsson, Þor- geir Gunnarsson, Vil- hjálmur Ragnarsson, Ari Kristinsson og Hjálmtýr Heiðdal. Félag kvikmyndagerðarmanna: Opið bréf stjómar FK til menntamálaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.