Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Verkalýðshreyfingin - þorir hún, vill hún, getur hún? eftir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur Verkalýðshreyfíngin stendur nú á tímamótum. Á næstu vikum og mánuðum ræðst hvort hún er brúk- leg sem tæki til að ná fram auknum félagslegum jöfnuði og félagslegu réttlæti í samfélaginu. Á næstu vik- um og mánuðum fæst úr því skorið hvort hún þorir það, vill það, getur það. Að þessum tímamótum hefur dregið allt frá árinu 1983 þegar ríkisstjóm Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Steingríms Hermannssonar setti útgöngubann á verkalýðshreyfíng- una — bannaði verðbætur á laun og afnam samningsréttinn — og það sem meira er, komst upp með það. Verkalýðshreyfíngin tók þessari lagasetningu að vísu ekki með þegj- andi þögninni heldur gekkst fyrir mótmælastöðu, undirskriftasöfnun og upplýsingaherferð en lét líka þar við sitja. Ekki var látið reyna á samtaka- mátt launafólks fyrr en rúmu ári síðar í verkfalli Félags bókagerðar- manna og BSRB. Sjálfsagt hafa forystumenn verkalýðshreyfíngar- innar metið stöðuna sem svo að ekki væri á það hættandi, sá bar- áttuandi sem til þyrfti væri ekki fyrir hendi hjá félagsmönnum henn- ar. Það kann vel að vera að risið á fólki hafí verið heldur lágt en þá átti það ekki síst rót sína að rekja til þess að margir höfðu vondan málstað að veija eftir aðfarir síðustu vinstri stjómar sem náði að krukka um 14 sinnum í kaupið áður en hún gaf upp öndina. Hin pólitíska kvóta- skipting í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar lamaði siðferðisþrek hennar eins og svo oft áður. Það þarf í sjálfu sér ekki að orð- lengja meira um aðgerðir ríkis- stjómarinnar og aðgerðaleysi verka- lýðshreyfíngarinnar árið 1983. Af- leiðingamar eru okkur öllum kunn- ar. Kjaraskerðingin það ár varð ein sú mesta sem íslenskt launafólk hefur orðið fyrir og í Iqolfarið fylgdi misgengi launa og lána, gjaldþrot Qölmargra heimila og aukin vinnu- þrælkun. Hið efnahagsiega gjald- þrot hafði oft á tíðum alvarlegar félagslegar og tilfínningalegar af- leiðingar fyrir þær fjölskyldur sem hlut áttu að máli. Grafið undan velferðarkerfinu En fljótt skipast veður í lofti. Það sem hirt var af launafólki með kjara- skerðingum ársins 1983 rann ljúf- lega ofan í vasa atvinnurekenda sem fóm á fjárfestingafyllerí fyrir aur- ana. Eftirspum eftir vinnuafli varð sem aldrei fyrr og allir sem vettl- ingi gátu valdið vom komnir á vinnumarkað. Samhliða þessu jókst afli og aflaverðmæti vemlega. Þjóð- artekjur jukust um u.þ.b. 40% á tveimur ámm sem er slík innspýting að ótrúlegt er að nokkurt hagkerfí þyldi slíkt. Allt í einu var eins og þjóðin stæði andspænis nýjum stríðsgróða, erlent flármagpi flæddi inn í iandið, fjár- festinga- og kaupgleðin náði áður óþekktum hæðum og það launafólk sem hafði sterkasta stöðu á vinnu- markaðnum gat selt vinnuafl sitt fyrir upphæðir sem komu engum kjarasamningum við. Hver varð sjálfum sér næstur og tók það sem hann gat nælt sér í. Hin menntaða millistétt sá sér leik á borði og lagð- ist í að stofna eigið í anda frjáls- hyggjunnar sem lék við hvem sinn fíngur. ’68—strákamir sem höfðu verið í eyðimerkurgöngu sinnar eig- in róttækni allt frá því þeim fór að vaxa grön kepptust við að markaðs- setja sig, fengu sér skjalatöskur og fóm út í bisness en undir formerkj- um einhvers konar félagshyggju. Ótrúlega margir fóm að trúa því að þar væri frelsið falið. Raddir um samstöðu með þeim sem veikasta stöðu hafa í þessu samkeppnisþjóð- félagi urðu eins og mjóróma væl í þeim gullgrafaramóral sem hér ríkti. Ekki var hægt að manna velferðar- stofnanimar vegna launastefnu ríkisvalds sem neitaði að gangast undir það lögmál um framboð og eftirspum sem það í orði kveðnu predikaði. Launasteftian gróf mark- visst undan velferðarkerfínu. Á þessum ámm vom gerðir ýms- ir kjarasamningar þar sem margí- trekuð var sú skyldusögn að nú yrði að bæta kjör hinna lægstlaun- uðu. Þegar upp frá slíkum samning- um var staðið hafði samt ekkert breyst, launabilið hafði ekkert minnkað. í raun hafði lítið annað gerst en það að verkalýðshreyfíngin hafði samið um lægstu launin en skilið atvinnurekendur eftir með nægilegt svigrúm til að hækka alla hina að vild sinni. Það vom atvinnu- rekendur sem réðu launadreifíng- unni en ekki verkalýðshreyfíngin. Mesópótamía kemur til sögunnar Það var einmitt á þessum tíma sem Kvennalistinn kom fram með fmmvarp sitt um að lyfta vemlega botninum og lögbinda þau lág- markslaun sem umsemjanleg væm. Þetta var stutt þeim rökum að það ætti að vera siðferðilega ófrávíkjan- legt en ekki umsemjanlegt, að eng- inn samfélagsþegn þurfti að lifa á launum sem talin em undir fram- færslumörkum. Eins og einhveijir hér inni muna eflaust, þá sáu jafnt hægri sem vinstri menn á þessu alla skafanka og það varð skyndi- lega heilagur réttur verkalýðshreyf- ingarinnar að fá að semja um þetta lágmark — líka í augum þeirra sem höfðu purkunarlaust svipt verkafólk mannréttindum sínum nokkm áður. í ríkisstjómarviðræðum vorið 1987 lögðu hagfræðingar ASÍ og VSÍ hugmyndafræði Mesópótamíulög- málsins upp í hendumar á þeim sem ekki vildu gera kjaramálin að úr- slitaatriði við myndun nýrrar ríkis- stjómar. Ef einhver man ekki eftir þessu lögmáli þá gengur það ósköp ein- faldlega út á það að í gmndvallar- atriðum verði aldrei neinu breytt. í raun séu allar afstæður í samfélag- inu og tekjuskipting þess sú hin sama í dag og diún var í Mesópót- amíu til foma. Þessi kenning á það sammerkt með fijálshyggjunni að líta á hagkerfíð eins og eilífðarvél sem stjómist af ósýnilegri hönd sem mennimir fái ekki komið neinum böndum á. Hráskinnaleikur verkalýðsflokkanna Eins og við er að búast á þenslu- tímum jókst kaupmáttur atvinnu- tekna talsvert á ámnum 1986—'87, sérstaklega síðara árið. Sú kaup- máttaraukning skilaði sér hins veg- ar afskaplega misvel í buddur lands- manna. Því réði fmmskógarlögmál- ið. Þannig komst t.d. kaupmáttur heildartekna skrifstofukarla upp í 134 (miðað við 100 árið 1980) á síðasta ársfjórðungi 1987 en físk- vinnslukvenna aðeins í 96. Nýlegar kannanir Sýna jafnframt að ef litið er á atvinnutekjur landsmanna sem eina köku, þá hefur sneið hinna tekjuhæstu í þjóðfélaginu stækkað frá árinu 1982 en sneið hinna tekju- lægstu minnkað. Lítið dæmi sýnir þetta líklega betur en mörg orð. Á ámnum 1986 og ’87 jókst vemlega fjöldi þeirra ellilífeyrisþega sem þurftu að leita á náðir Félagsmála- stofnunar til að hafa í sig og á. Á ámnum 1984—’85 fengu 158—159 einstaklingar fjárhagsaðstoð hjá ellimáladeild Félagsmálastofnunar en þeir urðu svo 225 árið 1986 og 233 árið 1987. Þetta er aukning um rúm 47% sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þetta er fólkið sem ekki getur markaðs- sett sig og þarf að lifa af „strípuðum töxtum" ef svo má að orði komast. Það sýpur seyðið af þenslunni en hlotnast ekki ávinningurinn. En þensluveislunni lauk og í ljós kom að veislustjóramir höfðu gerst full sukksamir og eytt meiru en þeir vom borgunarmenn fyrir. Og ^ftur var bragðið á gamalkunnugt ráð, grafíð eftir auram í vösum launafólks. Framhaldið þekkjum við. Sagan frá ’83 endurtók sig, launahækkanir vom bannaðar og samningsréttur afnuminn. Munur- inn er bara sá að 1983 vom það Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur sem sviptu launafólk mann- réttindum gegn hávæmm mótmæl- um allra annarra flokka. Núna hafa hinir s.k. verkalýðsflokkar bæst í hópinn og viðurkennt afnám mann- réttinda m.a. með þeirri réttlætingu að eins og allt annað séu þau af- stæð. Nú séu það mikilvægari mannréttindi að halda fullri atvinnu. En auðvitað em samningsréttur og full atvinna engar andstæður! Staðreynd málsins er einfaldlega sú, að flokkar sem kenna.sig við félagshyggju og verkafólk gerðu samningsréttinn — sem tók verka- fólk áratuga baráttu að ávinna sér — að skiptimynt í pólitískum hrá- skinnaleik sem hafði það fyrst og fremst að markmiði að einangra Sjálfstæðisflokkinn; og Kvennalist- ann í leiðinni ef þess væri nokkur kostur. En nú þegar hugsjónir og hugmyndafræði þessara flokka er dáin drottni sínum og eftir stendur stjómlyndið nakið, fítnar Sjálfstæð- isflokkurinn eins og púkinn á fjós- bitanum. Sjálfstæðismennimir em sókndjarfír í ræðustól Alþingis, þó þeir séu nýbúnir að klúðra ríkis- stjóm og hagstjórn, en upp í ráðu- neytum spila auralausir alþýðuherr- ar gatslitna félagshyggjuplötu og slá taktinn með niðurskurðar- hníftium. V erkalýðshreyfing á tímamótum Sjálfsagt fínnst einhveijum að ég Ingibjörg Sólrún Gisladóttir „Og eins og ég sagði í upphafi greinarinnar þá finnst mér verka- lýðshreyfingin standa á tímamótum. Ef hún stendur með sjálfri sér í komandi kjarasamn- ingum og beitir sam- takamætti sínum í þágu þeirra sem verst eru settir hefiir hún allt að vinna. Þá tekst henni ef til vill að vinna á mótlætinu og öðlast til- trú almennings. En ef samkennd hennar er öll hjá ráðherrum og at- vinnurekendum sem ekki kunnu fótum sínum forráð, þá er skammt í náðarhögg- ið.“ hafi dregið hér upp full dökka mynd af atburðum liðinna ára og vegið harðar að verkalýðshreyfíngunni en efni standa til. Við því hef ég ekki annað svar en það að sá er vinur er til vamms segir. Ég nenni ekki að fegra fortíðina til að þóknast óljósum kröfum um jákvæðni en ég vil engu að síður líta björtum augum til framtíðarinnar. Og eins og ég sagði í upphafí greinarinnar þá fínnst mér verkalýðshreyfingin standa á tímamótum. Ef hún stend- ur með sjálfri sér í komandi kjara- samningum og beitir samtakamætti sínum í þágu þeirra sem verst em settir hefur hún allt að vinna. Þá tekst henni ef til vill að vinna á tómlætinu og öðlast tiltrú almenn- ings. En ef samkennd hennar er öll hjá ráðherrum og atvinnurekendum sem ekki kunna fótum sínum for- ráð, þá er skammt í náðarhöggið. í komandi kjarasamningum á NJÓTTU ÞESSBESTA — EIGNASTU BMW. Einstakur bill fyrir kröluharðo. TIÐNIBREYTAR FRA HITACHI FYRIR RIÐSTRAUM SMÓTO RA ITÆKNIVAL h.f. Grensásvegi 7-128 Reykjavík Pósthólf 8294 - Sími 91 -681665 M-BENZ 260 E 1988 Ek. 30.000. Álfelgur. Topplúga. Sjálfsk. A.B.S. bremsukerfi. 4 hauspúðar. Utvarp/segulb. Vetrardekk. „CentraHæsingar o.fl. Bíll í algjörum sérflokki. Upplýsingar í síma 621738 á daginn, 82474 á kvöldin. ÚTSALA Karlmannaföt kr. 3995,-, 5500,-, 7995,- og 9995,- Terylenebuxur kr. 995,- og 1195,- Skyrtur, gallabuxur, flauelsbuxur o.fl. á lágu verði. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.