Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 31 Blíðskaparveður í Bláflöllum Rektu ekki skíðin í bílinn, Föstudagurinn langi. Sólin hel- list yfir borgina og það er hreint ótrúlegt að stíga út í slíkan dag eftir að hafa hlustað á morgun- fréttir af ófærð og óáran út um allt land. Nú liggur beinast við að fara í Bláflöllin og það strax, veg- urinn opinn og spáin góð. Eftir hæfilega snúninga er allt klárt — nema bensínið, dunkurinn ekki hálfur og allt lokað á þessum háheilaga degi. Þá er að fara í sjálf- sala. Það er biðröð og mér léttir við að sjá að fleiri eru trassar en ég. Sjálfsalinn lætur illa og gubbar út úr sér hundraðköllum en verður samt að kyngja þeim að lokum og vökvinn flæðir á tankinn. Umferðin er þétt en gengur áfallalaust þar til komið er að gatnamótum við Bláfjallaafleggjar- ann. Þar hefur orðið árekstur. Við lúsumst framhjá og vorkennum þeim sem sitja klesstir og bíða eft- ir löggunni. Illa farinn dagurinn hjá þeim . . . Svo leggjum við á brattann, sólin vermir og það dampar af okkur í bflnum. Skafl- amir beggja megin vegar eru háir sem flöll en vel rutt og prýðis öku- færi. Og svo er komið í umferðaröng- þveiti skíðalandsins og þar með er draumurinn búinn! Bflamir silast áfram — allir að leita að stæði — ekkert skipulag — ekkert gengur! Við gefumst upp á biðröðinni og leggjum meðfram veginum langt frá skíðalandinu. „Við þurfum að labba svo langt!“ æpir margraddaður kór úr aftur- sætinu. „Viljiði heldur sitja í bílnum í allan dag?“ „Neiiiii!" Og svo er þrammað af stað. Marglitur hópurinn þokast á milli næstum kyrrstæðra bílanna með svigskíði og stafi í fanginu. Göngu- menn pjakka í sköflunum í k;ing með nestið á bakinu og hvetja hina til að gefast ekki upp á píslar- göngunni. drengur!" hrópar einhver. „Ætlarðu að stinga úr mér aug- un, gættu að stöfunum!" æpir ann- ar. Og blessuð sólin bakar hersing- una. Loks eru allir komnir upp í skál- ann. Mannfjöldinn er mikill og lita- gleði í fyrirrúmi. í ár virðist enginn einn litur vera í tísku, alls kyns neonlitir eru þó mjög ríkjandi. Eng- in hætta á að menn týnist! Skíðaleigan er í kjallaranum og þangað bröltum við. Það drýpur úr þakskegginu ofan á svellilagðar tröppumar sem eru glerhálar. „Mig vantar skíði og skó á tíu ára telpu,“ segi ég og bæti við STRAX í huganum. Glaðlegur ungur maður reynir að afgreiða en fær við lítið ráðið vegna allt of margra viðskiptavina sem allir eru að flýta sér og þrá sólskinið í brekkunum fyrir ofan. Þar kemur þó að við stöndum úti í brekku með skíði á allan hópinn. Ótrúlegt! Og nú skal haldið á bratt- ann. Lognast þá ekki LOOK-bind- ing Bláíjallamanna út af og liggur út um allt í skaflinum. Með ógnar- legri þykkju þríf ég skíðið og snar- ast í skíðaleiguna með draslið í fanginu. Ekki bregðast unga manninum glaðlegheitin fremur en fyrri daginn. Hann grípur skrúfjár- nið og er á svipstundu búinn að snúa skíðið saman í eitt og óskar góðrar ferðar. Ég bráðna fyrir blíðu brosi enda er nú brottför endanleg. Allar lyftur eru fullar! Við ákveð- um að reyna bamalyftuna í Suður- gili. Það er erfítt að ganga á jafn- sléttu á svigskíðum þegar maður er bara tíu ára og rétt að byija. Göngumenn taka smámenn í tog og loksins er búið að koma öllum upp í Suðurgil. Rjóðar af æsingi ætla tvær litlar stúlkur að taka sér far með lyftu upp á fjall og standa brekkuna! Þær ætla að verða góðar á einum degi, jafnvel bestar. Og í næsta túr fara þær í Borgarlyftuna og stólalyftumar eins og stóm bræðurnir. Við horfum á eftir þeim leggja af stað út í lífið, galvaskar. En eitthvað fer úrskeiðis við lyft- una og svo heyrist langdregið: „M a m m a! P a b b i! Það k o s t a r!“ Silalegt ungmenni situr og pass- ar lyftuna. „Það hefur aldrei kostað í barna- lyfturnar,“ segi ég andstutt. „Jú, í einn mánuð,“ svarar piltur- inn að bragði. „Það er auglýst í skálanúm." „Þá það. Kort fyrir þessar tvær litlu,“ segi ég og fiska upp peninga. „Það gengur ekki.“ „Nú þá miða!“ segi ég og sæki meiri peninga. „Ekki heldur." Hvað þá?“ „Þú kaupir kortið niðri í skála,“ segir pilturinn brosleitur. Eins og drengurinn í skíðaleigunni er hann glaðlegur. Ég græt og ríf hár mitt, segi honum alla söguna um biðraðimar, LOOK-bindingamar og tímann sem hafí tekið að koma stelpunum hing- að upp eftir. Og þessi makalaust glaðlegi ungi maður lofar að þær skuli fá að renna sér í allan dag gegn því að ég borgi þegar ég komi niður í kvöld. Ég gæti kysst hann! Og þær silast upp með lyftunni, önnur í fjólubláu, hin í appelsínu- gulu. Sjálflýsandi ber þær við him- in uppi á brekkubrúninni. Svo renna þær sér af stað, detta, standa upp, brosa, veifa stöfunum og detta meira. Við göngum af stað. Sólinn vermir, það er farið að fjúka með jörðinni en fjöll og tindar standa upp úr. Og eftir því sem leiðin ligg- ur lengra inn á Heiðina há léttist brúnin. Það er svo ótrúlega gott að vera einn með sjálfum sér í góðu veðri uppi á heiði að vetrar- lagi. Biðraðir, bilaðar bindingar, kort sem seld em á vitlausum stöð- um, allt leysist þetta upp og líður út í buskann eins og hendi sé veif- að. Fjúkið með jörðinni er svo kröft- ugt að minnir einna helst á sjógang en á næsta andartaki er öldugang- urinn orðinn að skafrenningi á Grænlandsjökli með öllum sínum hættum. Eg gef ímyndunaraflinu lausan tauminn, Hillary og Scott koma út úr kófínu, með klaka- dröngla í skegginu en geta ekkert sagt því orðin eru frosin, úlfar ýlfra ámátlega og ísbirnir reka upp ösk- ur. Ég herði ósjálfrátt gönguna ... Svo birtist Selfoss eins og svört rák undir Ingólfsijalli. Það glittir í Mýrdalsjökul og Hekla er hátign- arleg að vanda. Ef hún færi nú allt í einu að gjósa? Færi? Ég sé ekki betur en hún sé byijuð. Rauðir taumar flæða yfír fannbreiðumar og éta upp hvíta litinn allt í kring. Ég sný mér frá í skyndi áður en fyrsti bærinn brennur ... Og nú liggur leiðin ofan af þess- ari kyngimögnuðu heiði. Skafrenn- inginn hefur hert svo mjög að við streitumst niður brekkumar. Kuld- inn bítur í kinnamar, gerir menn hraustlega og fallega. Snjóbfllinn Gusi öslar upp hlíðina þar til honum tekst að festa sig. Út hlaupa dreng- ir í bílaleik, hoppa í kringum Gusa, spá og spekúlera alsælir í leiknum. Lyfturnar eru að loka og brekkurn- ar að tæmast. Miðasölu er löngu hætt en mér tekst að bqotast inn og borga fyrir stelpurnar. Við söfn- um saman skíðadrottningum og -kóngum. Allir eiga það sameigin- legt að vera orðnir bestir, kaldast- ir, þyrstastir og svengstir. Það veður á mönnum i bflnum á heimleiðinni. Svo smá þagna þeir, hjúfra sig hver að öðmm um leið og eitt eða tvö augnlok síga. Og á meðan sólin slær gullnum kvöld- roða á hæstu tinda em mestu skíðadrottningar í heimi bomar inn í rúm og fara í plóginn í svefnrofan- um. Kristín Steinsdóttir Eggert Jónsson Doktorsvörn í læknisfræði ÞANN 22. september sl. varði Eggert Jónsson doktorsritgerð í bæklunarskurðlækningum við Lundarháskóla. Ritgerðin ber hei- tið „Surgery of the rheumatoid shoulder" og Qallar um nýjar að- ferðir við skurðaðgerðir á axlar- liðum sjúklinga með liðagigt, (rheumatoid arthritis). Meginaðferðin er sú að endumýja liðkúluna með yfirborði úr stáli (Scan shoulder), en í einstaka tilfellum er liðurinn festur og notar sjúklingurinn þá hreyfíngar herðablaðsins. Eggert Jónsson lauk embættis- prófí í læknisfræði frá Háskóla ís- lands 1977 og hlaut lækningaleyfi í - nóvember 1978. Hann var heilsu- gæslulæknir á Húsavík 1978—1980 og superkandidat á handlæknisdeild Landspítalans 1980—1981. Hann stundaði nám í bæklunar- skurðlækningum við Kámsjukhuset, Skövde, Svíþjóð, 1981—1985, er hann fékk sérfræðiréttindi í bæklun- arskurðlækningum. Hann stundaði læknisstörf og rannsóknir við Há- skólasjúkrahúsið í Lundi 1985— 1988. Hann er nú starfandi við bækl- unardeild Landspítalans. Eggert Jónsson fæddist á Húsavík 11 30. júlí 1950, foreldrar hans em Jón Ármann Jónsson og Eva Siguijóns- dóttir. Kona hans er Petrína Hall- dórsdóttir frá Reykjavík og eiga þau tvö börn. HÚSNÆÐIÓSKAST Lítil íbúð Ungur maður óskar eftir einstaklings- eða 2ja herbergja íbúð í Reykjavík strax. Upplýsingar í símum 44225 (Guðjón) og 621846. BÁTAR-SKIP Fiskkaupendur -fiskseljendur Eigum 35-40 tonn af ýsukvóta og 5-6 tonn af ufsakvóta í skiptum fyrir þorskkvóta. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „F - 12628“. Kvóti Þorskkvóti óskast í skiptum fyrir humarkvóta. Upplýsingar í síma 97-81330. Humar Humarbátar óskast í viðskipti. Á sl. ári greiddum við hæsta verðið fyrir humarinn. Utvegum veiðarfæri. Leggið aflann upp þar sem þið fáið mest fyrir hann. Upplýsingar í síma 91-656412. Brynjólfur hf. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld Sjálfstæöisfélagsins i Kópavogi verður i Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1,3. hæð, þriðjudaginn 4. apríl kl. 21.00 stundvíslega. Mœ,um ÖIL Stjómin Opin dagskrá hjá Stefni Stefnir, fálag ungra sjálfstæöismanna i Hafnarfirði, stendur fyrir opinni dagskrá í dag. Kl. 15.00. Opinn stjórnarfundur í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Kl. 15.30. Almennar umræður. Kl. 17.00. Heimsókn í Hagvirki. Kl. 18.00. Veitingar i Firðinum. Allir velkomnir. Stefnir. Ráðstefna um sveitar- stjórna- og byggðamál 22. apríl Sjálfstæðisflokkurinn efnirtil ráðstefnu um sveitarstjórna- og byggða- mál í Hótel Borgarnesi laugardaginn 22. apríl nk. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 með ávarpi Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins. Siðan verða flutt erindi og kynntar niöur- stöður málefnahópa. Stefnt er að því að Ijúka ráðstefnunni kl. 18.00. Nánar auglýst siðar. Wélagsúf □ MI'MIR 598903047 -1 Atk. Frl. O Gimli 59893047 = 1. VEGURINN V Kristið samfélag Þarabakka 3 Almenn samkoma á morgun sunnudag kl. 11.00. Prédikun Björn Ingi Stefánsson. Barna- kirkja meðan á prédikun stendur. Vakningarsamkoma annað kvöld kl. 20.30. Vitnisburðir. Verið velkomin. Krossinn Auðbrekku 2.200 Kópavogur Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUM og KFUK Almenn samkoma á morgun kl. 16.30 á Amtmannsstíg 2b. Ekki er hjálpræði i neinum öðrum. Post. 4,8-12. Ræðumaður: Séra Magnús Björnsson. Barnasam- koma veröur á sama tima. Allir velkomnir. í dag kl. 14.00-17.00 er opið hús i Þribúðum, Hverfistötu 42. Lítið inn og rabbið um daginn og veg- inn. Heitt kaffi á könnunni. Kl. 15.30 tökum við lagiö og syngjum kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Muniö útvarpsguðsþjónustuna i fyrramálið kl. 11.00. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDU6ÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 2. aprfl: Kl. 10.30 Skfðaganga ó Hellis- heiðl. Verð kr. 800,- Kl. 13.00 Gengið á Skarðsmýr- arfjall og einnig gengið ó skfðum ó Hellisheiði. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðamiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil. 20.-23. aprff - skfðagönguferð til Landmannalauga. Næsta myndakvöld verður í Sóknar8alnum miðvikudaginn 12. apríl. Ferðafélag fslands. m útivist Sunnudagsferð 2. apríl kl. 13 Gönguskíðaferð fyrir alla. Skíðaganga frá Rauðavatni um þægileg heiðarlönd að Langa- vatni og Hafravatni. Ef snjóalög breytast veröur farið austar. Verð 500,- kr., frítt fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSf, bensinsölu. Gönguferö á Heiga- fell (F-l) er frestað um sinn. Helgarferð 8.-9. aprfl: Flúðir- Þjórsárdalur-Hvitárgljúfur. Fré- bær gisting. Heitir pottar. Gönguferðir. Uppl. á skrifst. Grófinni 1, sfmar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.