Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRIL 1989 Guðm undurAlberts- son - Kveðjuorð Guðmundur Albertsson fæddist á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi 22. desember 1900. Hann ólst upp við öll algeng sveitastörf fram á mann- dómsár. Hann hóf störf hjá Pósti og síma árið 1929—30 við póst- og fólksflutninga með fyrsta póstflutn- ingabíl landsins, en annaðist síðar ýmis störf á Pósthúsinu í Reykjavík, lengst af á Böggiapóststofunni. Eftir að Guðmundur hætti störfum þar fyrír aldurs sakir, starfaði hann um tíma sem birgðavörður hjá Hótel Holti og mörg sumur sá hann um orlofshús símamanna austur við Apa- vatn í Laugardal. Þann 19. október 1935 gekk hann að eiga Jónínu Steinunni Jónsdóttur, ættaða frá Söndum í Miðfirði, og eignuðust þau þrjú böm, Jón Grétar, Jóhann Öm og Salóme Guðnýju, sem öll búa með fjölskyldum sínum I Reykjavík. Ég man fyrst eftir Guðmundi og flölskyldu hans þegar foreldrar mínir fluttust frá Akureyrti 1941 í hús afa míns á Ránargötu 14 í Reykjavík og var ég þá fímm ára. Koss og klapp á kinn, bros og hlýleg orð. Það fengum við systumar hjá Guðmundi, hvert sinn sem við hittum hann. Við vorum á líkum aldri og bömin hans og alin upp í sama húsi. Tuttugu ár held ég að við höf- um átt heima í sama húsi, bemsku- og æskuárin. Og síðar, alltaf þegar við hittum Guðmund og flölskyldu hans, þá var eins og við yrðum aftur stelpur. Nú, þegar mig langar að minnast Guðmundar, hef ég ennþá þessa tilfinningu. Hann er svo samof- inn bemsku- og æskuminningunum, að ég get ekki einu sinni dregið fram í huga mér sjáifstæða mynd af hon- um án þess að ótal myndir og atvik rifjist upp og þetta tímabil rennur ljóslifandi upp fyrir mér. Hve tímarn- ir voru öðruvísi og allt er orðið breytt. Þótt 40—50 ár séu ekkert langur tími hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu. Þegar ég lít tíl baka, sé ég að þetta var merkilegt sambýli í húsinu á Ránargötu 14. Þar vora þrjár tveggja og þriggja herbergja íbúðir og stundum dvöldu um tíma fleiri fjölskyldur í hverri íbúð vegna hús- næðiseklu á þessum áram. Auk þess gisti utanbæjarfólk oft um lengri eða skemmri tíma og fannst mér stund- um sem öll Húnavatnssýsla ætti vísa gistingu á efstu hæðinni hjá Guð- mundi og Jónínu, allir Snæfellingar og Akureyringar á miðhæðinni hjá okkur og Strandamenn í kjallaranum hjá Bimi Jónssyni og Guðjónu Jóns- dóttur, móðursystur minni. Við krakkarnir vorum átta í fjölskyldun- um þremur í húsinu, öll á svipuðum aldri, þótt seinna fæddust reyndar tvö í viðbót. Þremur öfum og tveim- ur ömmum man ég eftir, sem við leituðum til um ýmsa hluti. Minn eigin afa notaði ég í stað glósubóka í öllum tungumálum sem ég iærði. Jón Halldórsson afí í kjallaranum var sérfræðingur í reikningi, Matthildur amma saumaði fyrir okkur leikfími- föt, og svuntur og hosur fengum við hjá Salóme ömmu. Jónína hans Guð- mundar og Salóme tengdamóðir hans bjuggu til þá beztu ástarpunga og parta sem bakaðir hafa verið, og ef við krakkamir sátum ekki og átum þá á þeirra heimili, þá var komið með kúffullan disk niður til okkar. Svona vora þau, alltaf gefandi og veitandi. Það var ekki aðeins að fólkið í húsinu væri samheldið og hjálpsamt hvert við annað, heldur myndaðist líka sterkur kunningsskapur milli margra í götunni og í nágrenninu, sem fylgdist með gleði og sorgum hvers annars og liðsinnti eftir getu. Allir höfðu nægan tíma, mömmurnar voru heima „á sínum stað“ og fólk hafði tíma til að fara í heimsóknir eða spila „bridge“. Þá var ekki gert boð á undan sér, því heimsóknir voru fastir liðir á sunnudögum. Sama var að segja um morgunheimsóknir ná- grannakvennanna aðra daga vikunn- ar. Þær komu við í eldhúsinu hjá okkur, á leið úr mjólkurbúðinni og fiskbúðinni, fengu sér kaffísopa og sígarettu. Já, þá kostaði reyndar ýsan í matinn handa okkur 1 krónu og mjólkinni var ausið í mjólkurbrús- ana okkar með löngum, djúpum aus- um, ijóminn mældur í ijómakönnuna sem við komum með og stundum sníktum við líka vínarbrauðsenda. Og þá fékkst aðeins fransbrauð, rúg- brauð og normalbrauð og öll ný- lenduvara seld í lausri vigt. Engir plastpokar vora til, einseyringsstykk- in og fimmaurakúlurnar voru settar í pappírskramarhús. Ég man líka að við skiluðum pappírspokunum og umbúðunum aftur til hans Óla Gull í búðinni á „15“, til að hann gæti notað það aftur. Spamaður og nýtni var lögmál. Guðmundur var alltaf léttur og kátur og ég man ekki eftir að hann skipti skapi, og svo var hann svo blíður við böm. Þegar mamma hafði brugðið sér frá og Helga systir var óhuggandi, gat enginn annar en Guðmundur bætt úr því. Guðmundur átti bíl, sem var ekki algengt í þá daga, og nutum við krakkamir iðulega góðs af. Stundum ók hann okkur í skíðaferð upp í Árt- únsbrekku og sótti okkur aftur eftir vinnu sína í pósthúsinu. Og Ártúns- brekkan fannst okkur vera langt uppi í sveit. Fjarlægðimar vora vissu- lega öðravísi þá. Ferðimar upp í sumarbústaðinn þeirra í Prestshúsum á Kjalamesi era líka ógleymanlegar. Guðmundur fór Rósa Guðmunds- dóttir - Kveðjuorð Rósa Guðmundsdóttir, móðursyst- ir mín, fæddist 20. ágúst 1904 í Reykjavík. Hún var næst elst barna þeirra Mattínu Helgadóttur og Guð- mundar Guðnasonar skipstjóra í Reykjavík. Elstur bama þeirra var Ólafur Helgi sem fórst með togaran- um Apríl 1930, þá Guðbjörg sem dó í æsku, Guðbjörg Svanlaug, Guðrún Rannveig (Gyða), Halldóra, Hulda og yngstur er Sigurður málarameist- ari, sem einn lifir systkini sín. Það var mikil glaðværð sem fylgdi stóram systkinahópi, samhugur mik- ill og tóku þau öll mikinn þátt í gleði og sorgum hvers annars. Þar sem afi minn var mikið á sjó, kom það í hlut ömmu minnar að mestu leyti að ala upp systkinin og tókst henni það framúrskarandi vel. Á Bergstaðastræti 26B bjó þessi samheldna fjölskylda þar sem ná- ungakærleikur og virðing fyrir öðr- um var í hávegum höfð. Síðar, eða allt fram til ársins 1964 þegar amma mín lést, var Bergstaðastrætið ákveðinn miðpunktur, þar sem börn- in og bamanbömin komu við þegar ferð var í bæinn. Þar sem Rósa var elst dætra, kom það i hennar hlut að gæta yngri systkina og hjálpa til við heimilis- störfín. Hún gekk í bamaskóla og fór síðan til Englands til frekara náms. Árið 1922 kynntist hún ungum manni í Reykjavík, ættuðum frá Mið- fellí í Hrunamannahreppi. Var það Einar Magnússon. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 22. október 1925. Svo vildi til að afi Guðmundur hafði einmitt verið tek- inn í fostur til afa og ömmu Einars í Miðfelli. Einar og Rósa reistu sér heimili í Reykjavík, lengst af bjuggu þau á Skeggjagötu 11 og síðast á Laugar- ásvegi 58. Ég minnist þess í gamla daga að það var gaman að koma á Skeggjó, því Rósa var góður kokkur og átti alltaf heimabakað bakkelsi, Einar var kennari og rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hann lést árið 1986. Rósa og Einar eignuð- ust tvær dætur, Helgu Mattínu og Sigríði. Helga er gift Ólafi Guðna- syni og Sigríður Guðmundi Ingólfs- syni. Bamaböm Rósu era orðin 6 og bamabamabömin 5. Rósa hafði átt við vanheilsu að stríða í mörg ár. Dætur hennar hugs- uðu því mikið um hana og reyndust henni ætíð vel. Rósa fór á Hjúkranar- heimilið Skjól í september sl. og lést þar. Þeim fækkar óðum sem fæddir era á fyrsta tug aldarinnar. Þannig kveð- ur nú þriðja systirin á aðeins 18 í dag verður Valgerður Sigurþórs- dóttir, fyrram húsfreyja í Lambhaga á Rangárvöllum, jarðsett að Odda. Valgerður fæddist í Ráðagerði í Holtum 25. júlí 1895. Voru foreldrar hennar Sigurþór Ólafsson bæjarfull- trúa í Reykjavík Ólafssonar og Sigríður Ólafsdóttír sjómanns á Akranesi Jónssonar. Valgerður ólst upp að mestu á Gaddstöðum á Rang- árvöllum. Faðir hennar var lærður jámsmiður, en segja mátti að allt léki í höndunum á honum, m.a. var hann lista skrifari. Systkini Valgerð- ar voru sex og er eitt þeirra á lífi, Magdalena, en hún hefur kennt hannyrðir, m.a. á vegum kvenfélag- anna. Valgerður lærði karlmannafata- saum í Reykjavík og vann síðan fyr- ir sér við sveitastörf, lengst af á Stokkalæk á Rangárvöllum. Þar mánuðum. Marg er að minnast og gott að eiga minningar fyrir sig. Kæra systur, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur sendi ég ykkur og fj'öl- skyldum ykkar, við fráfall elskulegr- ar móður. Matthías Guðm. Pétursson lærði hún að vefa. Árið 1925 giftist Valgerður Gísla Nikulássyni, bónda í Lambhaga. Hann var ekkjumaður með fjögur börn. og ólust þijú þeirra upp hjá þeim Valgerði, Nikulás, Helga og Ólafur. Gísli og Valgerður eignuðust tvær dætur, Ingileifu og Þóra. Auk þess tók Valgerður að sér 8 ára dreng, Ingvar Ingvarsson, en hann hafði misst' báða foreldra sína úr berklum. Það er ekki vandalaust að ganga annarra bömum í móðurstað og réðst Valgerður því ekki á garð- inn þar sem hann var lægstur. Mörg önnur böm dvöldu í Lambhaga um lengri eða skemmri tíma, m.a. bama- börnin. Mörg síðustu ár sín var Gísli far- inn að heilsu og var elsti sonur hans, Nikulás, þá tekinn við búsforráðum með Valgerði. Bjuggu þau áfram Valgerður Sigurþórs- dóttir - Minning á milli kvölds og morgna til og frá vinnu í bænum og þá var okkur systr- unum oft boðið með. Þar var jafnan marga maga að metta, þvi gestrisnin var einstök. Veðrið var áreiðanlega öðravísi í gamla daga, því þá var alltaf sólskin. Við lágum 5 sólbaði í víkunum, busluðum og syntum í sjón- um og endalaust gátum við farið rannsóknarferðir um fjörarnar. Við voram sannarlega alsæl með hina ótrúlegustu og furðulegustu dýrgripi sem þar rak á fjörur okkar. Éinhvem tíma hlýtur samt að hafa rignt, því ég man að Salomé amma kenndi okkur þar gamla-innileiki. Á svona löngum tíma kynntust fjölskyldurnar skyldfólki og vinum hvorrar annarrar, og þótti sjálfsagt að halda sameiginlega fermingar- veizlu, þegar Grétar, elzti sonur Guðmundar og Jónínu, og við syst- umar fermdust. Sennilega þætti furðulegt ef alls óskyldar fjölskyldur gerðu slíkt í dag. Ennþá fínnst mér þetta fólk mjög nákomið mér, þegar við hittumst núorðið við hátíðleg tækifæri hjá fíölskyldunum. Þegar ég flutti að heiman og leigði mér herbergi, var Guðmundur mætt- ur þar og smíðaði fyrir mig hillur og setti upp. Efnið gaf hann mér víst líka. Hjálpsemin og liðlegheitin vora óþijótandi. Leiti ég til bamanna hans í dag, Grétars, Ödda eða Lóu, mæti ég þar sömu elskulegheitunum. Þá minnist ég þess þegar að því kom að ég ætlaði að læra á bíl. Þá ólst maður ekki upp í bílum eins og unglingarnir í dag, svo ég vissi ekk- ert um gira eða kúplingu. Svo Guð- mundur, sem var gamalreyndur öku- kennari, bauðst til að sýna mér hvar þessi fyrirbrigði væru staðsett í bílnum. Það myndi spara mér einn eða tvo kennslutíma hjá ökukennara. Við fóram vestur á Seltjamames, þar sem engin umferð var, og nú átti ég að læra að þekkja í sundur, bremsuna og kúplinguna og reyna að hreyfa gírstöngina. En varla var ég sezt undir stýri þegar lögreglan rennir upp að okkur — og þar sem ég var próflaus og bíllinn ekki skráð- ur sem kennslubifreið, voram við umsvifalaust sektuð um 200 krónur. Þetta var svo hræðilegt áfall að það liðu mörg ár þar til ég lagði í að taka bílpróf. Smáatriðin renna gegnum hugann um leið og ég hugsa til Guðmundar heitins. Óteljandi era gjafímar sem við höfum þegið frá Guðmundi og fjölskyldu, bæði við hátíðleg tæki- færi og að tilefnislausu. Og gjafir frá fólki sem manni þykir vænt um eru ótrúlega mikils virði, til dæmis er enn í heiðri hafður og hangir fyr- ir ofan rúm dóttur minnar 45 ára gamall sprellikarl frá Guðmundi. Blessuð sé minning þessa ljúfa drengskaparmanns. Ég og fjölskylda mín vottum Jónínu, bömum þeirra og fjölskyldum, okkar innilegustu samúð. Þuriður Guðjónsdóttir Krisiján F. Odds- son - Kveðjuorð Fæddur 16. ágfúst 1912 Dáinn 26. mars 1989 Hann afi okkar er dáinn, það er svo sárt að fá aldrei að sjá hann aftur og heyra hann leiðbeina okkur hvað sé rétt og rangt. Hann hafði svo mikla ánægju af að heimsækja okkur í sveitina, sem gjaman hefði mátt vera oftar, en aðstæður leyfðu ekki, því miður. Hann var alltaf eitthvað að gera því hann þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni þó heilsan leyfði það varla. Hann sagði okkur að það væri svo hollt að vinna og reyna eitt- hvað á sig. Alltaf þegar hann og amma komu til okkar komu þau færandi hendi, með eitthvað gott í munninn eða annað sam gladdi okk- ur. Ekki var síður gott að heim- sækja afa og ömmu í Hólmgarðinn. Afí var mildur og hlýr, en ákveð- inn við okkur og vildi að við væram hlýðin og stillt böm. Hann notaði hvert tækifæri sem gafst til að gefa okkur heilræði. Að við ættum t.d. að vera samviskusöm og heiðarleg, sem var svo ríkjandi hjá honum sjálf- um. Hann var svo góður við ömmu og hugsaði alveg um hana eftir að hún varð svona lasin eins og hún er. Nú er elsku amma orðin ein. Hún hefur alltaf kviðið því ef svo yrði. Við þökkum elsku afa allar góðu stundimar sem við áttum saman, þær eru ógleymanlegar. Elsku amma, Guð styrki þig í sorg þinni. Krissi, Hafify og Rúnar. Hún var sár fréttin sem við feng- um á páskadagsmorgun þegar okkur var sagt að elsku afí okkar Kristján, væri dáinn. Það var svo gott að eiga hann, en nú breytist svo margt, við söknum þess svo mikið að geta ekki komið og hlýjað okkur hjá honum, því það gerðum við svo oft þegar pabbi og mamma skruppu frá. Alltaf átti afí eitthvað að gefa okkur að borða þegar við komum úr skólanum. Við þökkum elsku afa öll góðu ráðin, allar þær nætur er við fengum að sofa hjá afa og ömmu, öll jólin og góðu gjafimar. Elsku afa þökkum við allar góðu stundimar. Af hveiju þurfti hann að fara svona fljótt frá okkur? Við eigumafa í hjarta okkar. Elsku amma, nú ert þú orðin ein, Guð styrki þig í sorg þinni. Sigrún og Garðar saman í nokkur ár eftir lát Gísla. Þar kom þó að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Þar bjó Valgerður með Þóra dóttur sinni 15 síðustu árin. Var hún orðin mjög lasburða undir það síðasta, m.a. nær blind. Valgerður var mikil búkona. Hafði hún erft handlagni föður síns og var sama að hveiju hún gekk. Hún var afkastamikil og vandvirk. Þó var hún lengstum ekki heilsuhraust. Hún kunni að meta góðar bókmenntir og tónlist, en lét skyldurnar ávallt ganga fyrir. Valgerður var einn af stofnfélög- um Kvenfélagsins Unnar á Rangár- völlum og ritari þess um árabil. Hún var heiðursfélagi þess félags. Ég kynntist Valgerði þegar ég giftist Ingvari, fóstursyni hennar. Hann var henni ævinlega þakklátur fyrir hlýjuna sem hún sýndi honum og það veganesti sem hann fékk hjá henni. Leit hann jafnan á hana sem sinn besta vin. Mér kom hún fyrir sjónir sem elskuleg og víðsýn kona, sem var alltaf með eitthvað fallegt á pijónunum. Hjá henni var gott að leita ráða, en ekki tróð hún ráðum sínum upp á neinn. Valgerður var búin að skila miklu ævistarfi og er vel að hvíldinni komin. Megi hún hvíla í friði. Þóra I. Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.