Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 46
46 MQRGVNBLAÐIÐ IÞROTTIR - QftVfiÁRDAGyR ,V,APRÍL 1989 FIMLEIKAR / REYKJAVIKURLEIKARNIR Gullverðlauna- hafi frá Seoul í Laugardalshöll REYKJAVÍKURLEIKARNIR í fimleikum verða haldnir öðru sinni í Laugardalshöll um helgina. 14 keppendur verða íkarlaflokki og 14 í kvennaflokki. Fjöldi erlendra þátttakenda verður á mótinu, frá Búlgaríu, Spáni, Belgíu, Lúxemborg, Svíþjóð, Noregi og Skot- landi. Keppni hefst kl. 14 ídag, og úrslit hefjast svo kl. 14 á morgun, og standa til kl. 17. ekktasti keppandinn á mótinu að þessu sinni er tvímælalaust Búlgannn Liobomir Geraskov, sem varð Ólympíumeistari í keppni á bogahesti í Seoul sl. haust. Hlaut þá reyndar gullverðlaun ásamt tveimur öðrum, er þrír urðu jafnir í efsta sæti. Spænska stúlkan Laura Munoz keppir ekki. Hún meiddist skömmu áður en Spánverjar héldu til íslands og kom ekki með, eins og búist var við. Ný áhöld 7 Reykjavíkurborg hefur keypt mikið af nýjum áhöldum fyrir þetta mót. „Það mikilvægasta er að keypt var nýtt fimleikagólf. Það er alveg meiriháttar, erlendu keppendurnir hafa lýst yfir mikilii ánægju með það,“ sagði Margrét Bjamadóttir, formaður Fimleikasambandsins í samtali við Morgunblaðið í gær. Einnig hafa verið keyptir nýir hringir, tvíslá, bogahestur og stökk- hestur. Fjórir dómarar koma erlendis frá til starfa á mótinu, og Íslendingar verða einni í dómarahópnum. Allir eru þeir með alþjóðleg réttindi. Þess má geta að bein útsending verður í ríkissjónvarpinu á morgun frá úrslitum keppninnar. Morgunblaðið/Emilía Einn norsku keppendanna æfir sig ásamt þjálfara sínum í Laugardalshöll í gær. Komið í Höllina og sjáið stjörnurnar Alþjóðlegt fimleikamót í Laugardalshöll 1. og 2. apríl 1989 í dag og á morgun kl. 14 gefst íslendingum kostur á að sjá okkar besta fimleikafólk, auk erlendra fimleikastjarna frá 8 löndum á sterkum Reykjavíkurleikum. Verið velkomin Fimleikasamband íslands. Sala getraunasedla lokar á laugardögum kl. 13:45. 13. LEIKVIKA- 1. APRÍL 1989 m X 2 Leikur 1 Aston Villa - Luton Leikur 2 Charlton - Middlesbro Leikur 3 Derby - Coventry Leikur 4 Everton - Q.P.R. Leikur 5 Norwich - Liverpooi Leikur 6 Sheff. Wed. - Millwall Leikur 7 Southampton - Newcastle Leikur 8 Tottenham - West Ham Leikur 9 Wimbledon - Nott. For. Leikur 10 Brighton - Man. City Leikur 11 Leeds - Bournemouth Leikur 12 Swindon - Blackburn Símsvari hjá getraunum á Iaugardögum eftir kl. 16:f5 er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma Ef 1. vinningur genjgur ekki út næst, verður sprengivika 8. apríl. íþróttir helgarinnar Handknattleikur Á morgun fara fram fjórir leikir í 1. deild karla í handknattleik. KA og Valur leika á Akureyri, Grótta og FH á Seltjamamesi og tBV og KR í Vestmannaeyjum. Þessir leikir hefjast kl. 20 en kl. 18 leika í Digranesi Stjarn- an og Fram. Á mánudaginn mætast KR og KA í bikarkeppninni. Leikurinn verður i Laug- ardalshöllinni og hefst kl. 20.15 Tveir leikir verða í 1. deild kvenna. 1 dag leika Þór og FH á Akureyri kl. 15.15 og á morgun Fram og Valur í Seljaskólanum kl. 20. íþróttafélag heymarlausra á 10 ára afmæli á mánudag og í tilefni þess gengst það fyrir alþjóðlegu móti i handknattleik 28. og 29. apríl. Lið frá Irlandi og Noregi hafa tilkynnt þátttöku og beðið er eftir svari frá Bandarikja- mönnum. Fyrirtæki hafa styrkt félagið vegna mótsins, en söfnun stendur enn yfir. Fimlelkar Reylgavíkurleikamir í fimleikum verða haldnir um helgina í Laugardalshöllinni. Keppni hefst kl. 14 í dag og á morgun. Úr- slit fara fram á morgun, og þá stendur keppni yfir frá kl. 14-17. Glfma íslandsmótið í glímu fer fram i íþróttahúsi Kennaraháskólans i dag kl. 14. Keppt verður í fimm aldursflokkum og fimm þyngdarflokk- um. Blak HK og Þróttur mætast í dag i Digranesi í úrslitakeppninni í blaki í karlaflokki. Leikurinn hefst kl. 14. Á morgun mætast KA og ÍS á Akureyri kl. 14. Víkingur og Breiðablik leika i kvennaflokki í dag kl. 14 í íþróttahúsi Haga- skólans og kl. 16 leika á Neskaupstað Þróttur og ÍS. Knattspyma ÍR og Fram mætast i Reykjavíkurmótinu í knattspymu á morgun kl. 20.30 á gervigras- inu i Laugardal. Squash íslandsmótið i squash verður haldið í Vegg- sport dagana 1.-8. aprfl. Mótið hefst í dag kl. 12 með keppni í B-flokki karla og kvenna- flokki. SkHU Unglingameistaramót Islands verður haldið um helgina í Bláfjöllum. Keppni hefst ( dag kl. 10, með stórsvigi 16-16 ára, svigi 13-14 ára og göngu og stökki. Á sunnudag verður keppt stórsvigi 13-14 ára, svigi 15-16 ára og boðgöngu. Á mánudag verður síðan keppt í flokkasvigi og göngu með fijálsri aðferð. Kolla Opið mót verður haldið í Keilusalnum í Öskjuhlið í kvöld kl. 20. Kraftlyftlngar íslandsmótið I kraftlyftingum fer fram í dag I Æfingastöðinni Engihjalla. Mótið hefst kl. II og keppt verður f 11 flokkum. DÓMARAR Sex af sjö dómarapörum í handbolta eru hætt Dómarastarfið er að deyja út Kominn tími til að gefa dómurum frið Staðan er 8:8 og frímínút- umar að verða búnar. Hann kemur að vöminni með boltann — spennan í hámarki... „Skref!“ hrópa ég og glotti sigri hrósandi. „Ha“ svarar hann og lítur upp í forundran með sakleysislegan svip á andlitinu. „Þú tókst að minnsta kosti sex skref,“ segi ég og bý mig undir að taka bolt- ann. „Sex skref! Er allt í lagi með þig. Þetta voru þrjú skref og ekki einu fleira," svarar söku- dólgurinn. Nú er farjð að síga í mig og ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að hjóla í hann en hann er bara svo stór. „Þú ert bara ómerkileg- ur svindlari," segi ég, og svipast um eftir stuningi frá fé- lögum mínum. „Já og þú ert bara fúll af því að þú ert að tapa og ég nenni þessu ekki lengur," svarar hann og gengur útaf. Ekkert hægt að gera við því — hannájúboltann. Eitthvað á þessa leið minnist ég handboltaleikja þegar ég var yngri. Aldrei dómari og lengst af rifist um skref, tvígrip og almennan tuddaskap. Og eitt- hvað á þessa leið gæti leikur í 1. deild íslandsmótsins litið út ef engir væru dómaramir. Dómarar í 1. deild em lang- þreyttir á leikmönnum, áhorf- endum, forráðamönnum félag- anna og líklega flestu sem við- kemur handbolta og skildi engan undra. Í hveijum leik þurfa þeir íþróttum, dæmi af því að þeim finnst það gaman — eða fannst. Núorðið fá þeir hinsvegar lítinn frið til að dæma. Sínöldrandi leikmenn, hrokafullir og kvik- indislegir áhorfendur og engin Nöldur Dómarar þurfa oft að hlusta á nöldur í ieikmönnum. Viðurkenning er hinsvegar jafn algeng og fljúgandi kanínur! viðurkenning. Þetta er á góðri leið með að útrýma dómurum. Það er til dæmis algengt að landsliðsmenn, eða þeir sem þekktari eru, haldi að þeir geti sagt hvað sem er við unga og óreynda dómara, áf þvi að þeir eru sjálfir svo snjallir. Eða þjálf- ari sem tapar leik kenni dómur- um um og fái þannig áhorfendur á sitt band, gegn dómurunum. Það er reyndar alveg fyrsta flokks afsökun fyrir tapi. Vissulega hefur það gerst að Áhorfendur Áhorfendur gera sitt besta Ul að taka dómara á taugum. að sitja undir ósvlfnum athuga- semdum frá áhorfendum en flestir geta þeir leitt þær hjá sér. En þegar leikmenn taka við; svívirða dómara og mót- mæla í hvert sinn sem þeir leyfa sér að flauta, þá er ekki von á góðu. í haust bytjuðu sjö dómarapör að dæma í 1. deildinni. Aðeins eitt er eftir og spurningin er hve lengj Jiað endist. Dómarar verða ekki Islandmeistarar og þeir eru ekki hvattir af áhorfendum. Fæstir eru þeir frægir og varla eru þeir að þessu fyrir pening- ana. Kannski finnst þeim þetta gaman! Getur það verið? Ég hygg að flestir dómarar í handknattleik, sem og öðrum dómarar ráði úrslitum. Síðast í leik Vais og Magdeburgar í Evrópukeppninni I handknatt- leik. En slíkt gerist ekki oft hér heima og alls ekki í hveijum leik eins og sumir þjálfarar og leikmenn halda fram. Líkt og með leikmenn eru sumir dómarar góðir og sumir slæmir. En eins og ástandið er ( dómaramálum í dag er fuli ástæða til að hvetja þá sem iáta handknattleik sig einhverju máli skipta að gefa dómurum frið til að vinna sitt starf. Annars verða engir dómarar eftir — hvorki góðir né slæmir. Logi Bergmann Eiðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.