Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 1. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Snjóflóð féll við Patreks- §örð í gær SNJÓFLÓÐ féllu á veginn við Raknadalshlíð og Stapa á Pat- reksfirði í gær. Gröfustjóri slapp ómeiddur er sqjóflóð féll á tæki hans. Almannavarnir ríkisins töldu nokkra hættu á snjóflóðum á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal en ástand batnaði er á daginn leið. Skólahald féll niður á Patreksfirði í gær. Snjóflóðin á Patreksfirði ollu al- varlegum samgöngutruflunum og hjá Vegagerð ríkisins fengust þær unnlvsinp-ar að ekkert yrði rutt á • þeim slóðum fyrr en hætt væri að renna úr hlíðunum. Vatnavextir voru ekkert farnir að gera usla. „Hættuástandið á snjóflóðasvæð- unum er óðum að líða hjá,“ sagði Guðjón Pedersen framkvæmda- stjóri Almannavarna í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við höfðum nokkrar áhyggjur af Vestfjörðunum því þar er víða ísalag undir 60 senti- metra snjólagi.“ Lögreglu- og slökkviliðsmenn *«&tu annríkt á höfuðborgarsvæðinu við að dæla vatni úr kjöllurum í gær. í mörgum tilvikum var talið að komast hefði mátt hjá tjóni hefðu húseigendur mokað frá niðurföllum. Hjá Veðurstofu fengust þær upp- lýsingar að búist væri við rigningu, slyddu eða éljum á sunnan- og vest- anverðu landinu frameftir laugar- degi. Þá er búist við kólnandi veðri. Norðanlands og austan verður að mestu úrkomulaust. Frá slysstað skammt sunnan Straumsvíkur í gærkvöldi. Morgunblaðið/Júlíus Sjö slasaðir eftir þrjú um- ferðarslys á Reykjanesbraut ÞRJÚ umferðarslys urðu á Reykjanesbraut í gær. Sjö voru fiuttir í sjúkrahús. Um klukkan níu i gærkvöldi varð harður árekstur skammt sunnan Straumsvíkur. Tveir japanskir fólksbílar á leið í gagnstæðar áttir lentu saman þegar öku- maður annars missti vald á bíl sínum í erfiðri færð og hálku. Allir sem í bilunum voru, Qórar stúlkur og piltur, voru fluttir í slysadeild. Ein stúlknanna var talin illa slösuð. Um hádegi var ekið á 22 ára gamlan gangandi mann við Voga- afleggjara. Hann beinbrotnaði, skarst í andliti og á hendi og var fyrst fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík en skömmu síðar á Borg- arspítalann. A tíunda tímanum í gærkvöldi missti ungur ökumaður japan- skrar fólksbifreiðar vald á bíl sínum á nýju Reykjanesbrautinni við Vífilsstaðaveg. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hlaut ökumaðurinn höfuðáverka. Hann var fluttur í slysadeild. Ákærður fyr- ir ologleg veiðarfæri V estmannaeyjar VARÐSKIPIÐ Týr stóð Danska Pétur VE að meintum ólöglegum veiðum í Alnum norður af Vest- mannaeyjum á miðvikudaginn. Málið var dómtekið í Vestmanna- eyjum í gær, föstudag, en í ákær- unni segir að skipstjórinn á Danska Pétri hafi notað botn- vörpu með of litlum möskvum. Jóel Andersen, skipstjóri á Danska Pétri, sagði, þegar honum var birt ákæran, að hann teldi sig saklausan þar sem hann hefði ekki vitað betur en veiðarfærin hefðu verið lögleg þegar hann keypti þau. Jóel er ákærður fýrir að hafa verið með möskva undir 155 mm í bæði belg og poka botnvörpunnar en hann hélt því fram að í belgnum mætti vera 135 mm möskvi. Grímur Glasaftjóvganir geta haf- izt á Landspítala á næsta ári GUÐMUNDUR Bjarnason heil- brigðisráðherra hefur óskað eftir því við stjórnarnefiid Ríkisspítal- anna að gerðar verði ráðstafanir til þess að glasaftjóvgunar- aðgerðir geti hafíst á kvennadeild Landspitalans. Gunnlaugur Snædal, forstöðumaður kvenna- deildarinnar, og Jón Hilmar Al- ^JJateyri: Hús eyði- leggst í eldi Flateyri. ÍBÚÐARHÚSIÐ Sólvellir á Flat- eyri gereyðilagðist í eldi í gær, fostudag. Einn maður bjó í húsinu en hann var kominn til vinnu þeg- ar eldurinn kom upp. Húsið er Þriggja hæða forskalað timbur- hús. Eldsins varð vart á áttunda tíman- um í gærmorgun en þá var hvöss suðaustanátt og húsið varð alelda á augabragði. Engu var hægt að bjarga af innbúinu en næstu hús voru ekki talin í hættu. Eldsupptök eru ókunn. * Magnea freðsson, yfirlæknir, telja að glasafijóvganir geti hafízt þegar á næsta ári. Áætlað er að fijóvg- unaraðgerðir geti orðið 100-150 á ári. Læknarnir telja að starf- semin verði nokkuð kostnaðar- söm, en þó ódýrari en sambæri- legar aðgerðir, sem Islendingar Ieite í erlendis. í áliti læknanna kemur fram að líklegt sé að húsnæði fyrir starfsem- ina losni fljótlega er Ljósmæðraskól- inn og göngudeild geislalækninga fá nýja aðstöðu og rýma húsnæði kvennadeildar. Búizt er við að nauð- synlegur tækjakostur muni kosta um sjö milljónir króna og að minnsta kosti þurfi fimm starfsmenn til að sinna starfseminni, helzt fleiri ef reksturinn á að ganga lipurlega. Samkvæmt lauslegri rekstrar- áætlun, sem unnin hefur verið, verð- ur árlegur rekstrarkostnaður við ftjóvganirnar um 11,5 milljónir króna. Ef miðað er við að gerðar séu 100 aðgerðir á ári, sem er hér um bil í samræmi við eftirspumina und- anfarin ár, kostar hver meðferð um 115 þúsund krónur. Meðferð í Eng- landi, þangað sem flest íslenzk hjón hafa sótt, kostar hins vegar um 170 þúsund krónur. Læknarnir benda á, að ekki sé í þeirri tölu reiknað með vinnutapi hjóna, sem oft þurfi bæði að dveljast erlendis í sex vikur alls. Þá er bent á að auðvelt sé að fjölga meðferðum í 150-200 á ári án veru- legs kostnaðarauka. Að sögn læknanna er nauðsynlegt að verulegt aukafjárframlag komi til frá ríkinu, eigi kvennadeildin að sjá um glasafijóvganirnar og kosta að öllu leyti. Hins vegar sé mögu- leiki að kvennadeildin leggi til hús- næðið, Tryggingastofnun ríkisins greiði til deildarinnar svipaða upp- hæð og greidd er erlendum stofnun- um, sem sjá um glasafijóvganir fyr- ir íslendinga, og hjónin sjálf taki á sig einhvern kostnað, sem þó yrði langtum lægri en sá, sem hjón þurfa nú að greiða fyrir glasafijóvgun er- lendis. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndir um að koma hér upp aðstöðu til glasa- fijóvgunar hefðu fyrst komið upp í heilbrigðisráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Málið hefði síðan verið í athugun og verið gert ráð fyrir því í áætlunum spítalanna síðustu tvö ár, og nú gæfi ráðherra heimild til að hefla starfið. „Það sem snýr að okkur er að ráða fólkið, sem þarf til, ef við fáum til þess fjárlagaheim- ild. Eg á von á að við reynum að fá hana um næstu áramót," sagði Davíð. Skiptafundur hjá Ávöxtun ANNAR skiptafundur í þrotabú- um Ávöxtunar sf. og eigenda þess var haldinn í gær. Að sögn Ragnars Hall borgarfógeta var fjallað um andmæli kröfueig- enda við fyrri afstöðu til krafiia. Ragnar Hall sagði að engar nýjar ákvarðanir hefðu verið teknar um meðferð eigna og væri staða bú- auna lítið breytt frá fyrstá fundi. Næsti skiptafundur verður haldinn föstudaginn 28. apríl. Góð byrjun hjá Jóhanni JÓHANN Hjartarson hefiir unn- ið tvær fyrstu skákir sínar á geysisterku heimsbikarmóti í skák, sem nú stendur yfir í Bar- celona á Spáni, og hefiir hann tekið forystu í mótinu. Mótið hófst á fimmtudaginn og vann Jóhann Val- ery Salov frá Sov- étríkjunum í 1. umferð og í gær vann hann landa hans Rafael Vag- anian í 2. umferð. Heimsmeistar- inn Garri Ka- sparov sat hjá í 1. umferð en gerði jafntefli við Jóhann Zoltan Ribli í gær. Aðrir þátttak- endur eru Yusupov, Hiibner, Korc- hnoi, Seirawan, Ljubojevic, Spas- ský, Beliavsky, Short, Illescas, Nogueiras, Speelman og Nicolic. Andstaða innan Alþýðubandalags við stefiiu fjármálaráðherra: Miðstjómarfimdar krafizt HATT í þrjátiu miðsljómarmenn Alþýðubandalagsins hafa beðið um að miðstjórnin komi saman til fundar eigi síðar en miðvikudag- inn 5. apríl til þess að ræða af- stöðu flokksins til kjarasamninga, sem nú standa yfir. Fundur Al- þýðubandalagsfélags Reylgavík- ur, sem haldinn var í fyrrakvöld, mótmælti stefnu Ólafs Ragnars Grímssonar, Qármálaráðherra og formanns flokksins, gagnvart ríkisstarfsmönnum. Að sögn Svanfríðar Jónasdóttur, formanns miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins, er skylt að boða miðstjómar- fund ef 20 eða fleiri miðstjórnarmenn krefjast þess. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins vom það einkum þær Bima Þórðardóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem höfðu forgöngu um að krefjast miðstjómar- fundar. Á fundi Alþýðubandalags Reykjavíkur vom 45-50 manns. í ályktun fundarins segir að sú ákvörð- un Ólafs Ragnars að greiða ríkis- starfsmönnum, sem hafa boðað verk- fall 6. apríl, laun fyrirfram aðeins til fimm daga, samræmist ekki stefnu eða starfsháttum Alþýðu- bandalagsins. 22 skrifuðu undir ályktunartillöguna, og hún var sam- þykkt með þorra atkvæða gegn þremur. Morgunblaðið reyndi án árangurs að ná tali af Ólafi Ragnari Grímssyni í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.