Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 40
•'S-ZA 1 : MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRIL 1989 Bíókjallarinn opnar kl. 18.00 Óskarsverð- laiuiaeftii Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Á faraldsfæti („The Accidental Tourist"). Sýnd í Bíóborginni. Leiksftórn: Lawrence Kas- dan. Handrit: Kasdan og Frank Galati. Helstu hlutverk: William Hurt, Kathleen Turner og Geena Davis. Af mynd að vera sem fjallar um sorg og skilnað og óbærilegan missi er „The Accidental Tourist" óvenjulega gamansöm mynd. Hún segir frá hinum sviplausa og hægláta atvinnuferðamanni Macon Leary, sem dauðleiðist raunar að ferðast, er neyðist til að horfast í augu við kerfisbundið líf sitt og stokka það upp þegar 12 ára gamall sonur hans er drep- inn í ráni á hamborgarastað og hjónabandið fer í vaskinn í kjölfar- ið. Ekki beint efni til að skemmta sér yfir en það er þó einmitt það sem maður gerir og ríkulega á „The Accidental Tourist“ sem hittir jafn fimlega í hláturtaug- amar og tárapokana í innilega broslegri lýsingu sinni á hægfara og lengst af óviljugri leit Learys að nýju lífi. „Tourist" er einkar hugljúf og skemmtileg með þungri undiröldu en léttu, gamansömu yfirbragði. Það eru svona myndir sem Óskarsverðlaunin vom gerð fyrir. Leikstjómin er í sérlega húm- anískum höndum Lawrence Kas- dans sem gefur frásögninni og persónunum nóg pláss til að anda og nógan tíma, sem orðinn er svo sjaldgæfur í amerískum kvik- myndum, til að hrífa mann með sér, handritið, sem Kasdan skrifar með Frank Galati, er fyndið og virkilega vel skrifað uppúr sam- nefndri skáldsögu Ann Tyler og leikurinn er frábær. William Hurt vinnur einn af mörgum leiksigrum með einstak- lega hnitmiðaðri túlkun á hinum daufgerða, lífsleiða og óvirka Macon Leary, þunglamalegur og mæddur í sífellt sorglegu andlit- inu; Kathleen Turner er áhrifa- mikil í hlutverki fyrrum konu hans og Gena Davis („Beetlejuice") geislar af allri þeirri lífsorku sem Macon svo skortir. Aukahlutverk- in eru frábærlega mönnuð, sér- staklega meðlimir hins bráð- fyndna systkinahóps Macons. TUNGUÐ „oig i-ooi" í diskótekinu Tunglið opnað kl. 23.30 BÍÓKJALLARINN ( Sveit Axels Einarssonar^ í Bíókjallaranum I' í kvöld Mikliholtshreppur: Fjórar kind- ur fundust Borg. NÝLEGA fundust Qórar óheimt- ar kindur. Þær voru allar irá Syðri-Rauðamel í Kolbeinsstaða- hreppi. Þetta eru allt ungar kind- ur á öðrum vetri. Það voru hjónin í Dalsmynni í Eyjahreppi sem fóru á fjórhjólum um hjambreiður á Rauðamelsfjalli á pálmasunnudag. Þau fóru heim að eyðibýlinu Höfða í Eyjahreppi, þar sáu þau för eftir kindur. Þar höfðu kindumar sennilega hafst við síðan í febrúar, þar var opið inn í fjárhús og höfðu þær komist inn í hlöðu og nærst á gömlum heymdda sem þar var. Kindumar em í þokkalegu ástandi þrátt fyrir jarðbönn sem hafa verið frá því fyrir jól. Þá fóm einnig flórir bændur hér í hreppi í leiðangur á íjórhjólum, tóku þeir stefnu til sjávar og á leið sinni mættu þeir lágfótu, sem þar var að svipast eftir æti, en helst er það að fínna við fjömborðið. Hófst nú hinn harðasti eltinga- leikur við þá lágfættu, sem var léttstíg á hjambreiðunni, en þeim leik lauk á þann hátt að lágfóta varð fyrir skoti úr haglabyssu eins bóndans. Þar með vom hennar dag- ar taldir. - Páll CASTRO 0G GENGIÐ „CASTRO AND THE GANG“ KYNNA KVENNAKVÖLD „LADIES NIGHT“ Kvennakvöld í Cubu í kvöld. Allt kvenfólk fær frítt inn. Dúndur stemming, sætar stelpur, gott geim. Láttu sjá þig, þú sérð ekki eftir því. 700 kr. fyrir karlmenn. 18 ára aldurstakmark. Skilríki BOeGARIÚNI 32 - SM 36365 m CUBA Morgunblaðið/PPJ Slökkviflugvél af gerðinni Conair Firecat átti leið um Reykjavík á annan dag páska. Gömul kafbátaleitar- vél í ferjuflugi VÍÐA um lönd valda skógareldar talsverðu tjóni á mönnum og eign- um að ógleymdu tjóni á náttúruauðlindum. Oft á tíðum geta skógar- eldar reynst erfiðir viðeignar þar sem vegleysur gera mönnum er- fitt fyrir að komast að með tækjabúnaði og vatn eða annað slökkvi- efni. Þegar aðstæður eru erfiðar geta sérútbúnar flugvélar komið að miklu gagni við slökkvistörf. Ein slík flugvél átti leið um Reykjavíkurflugvöll á annan dag páska á leið sinni frá Frakklandi til Kanada. Flugvél þessi er af gerðinni Gmmman S-2 Tracker og var upp- haflega notuð til kafbátaleitar af flugmóðurskipum. Með tilkomu nýrri og fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar varð þessi flugvéla- tegund úrelt og ekki lengur þörf fyrir hana til hemaðar. Kanadíska fyrirtækið Conair, sem er staðsett í Vancouver á vest- urströnd Kanada og fæst við að slökkva skógarelda með flugvélum, sá möguleika þess að nota slíkar flugvélar til sinna þarfa og árið 1984 varð fyrstu vélinni af þessari gerð breytt í slökkviflugvél. Alls hefur yfir 30 Tracker-flugvélum verið breytt til notkunar við slökkvi- störf. Burðargeta slíkra flugvéla, sem nefnast Conair Firecat, er um 4.700 kg af slökkviefni en þær em knúnar tveimur 1.525 hestafla Wright-bensínhreyflum. - PPJ BORGIN VERÐUR fÓANDf AF LÍFIUM HELGtNA ikvoldopnumviðkl U H —þarsem allir skemmta sér!! 0 A6SKRÁIH - Rausnarlegur skammtur af léttúð l lausung með Elsu Lund og flokki gleði- og gáskamanna í þroddi fylkingar. Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. veislumáltíð. iiða í Þórscafé, álaugard. 14-18. 5. SJÖBDANSlfÍfciB! ÞÓRSÍCAFE i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.