Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 41 Ýmsar nýjungar koma fram a hverri sýningu og nú var það stórt hestabað með færibandi i gólfinu þannig að hægt er að Iáta hesta æfa sundtökin í bað- inu. Yfir er svo solarium lampi til þurrka hestinn að loknu baði. um ágæti Equitana til kynningar á íslandi. Niðurstaða þessa óformlega fundar var áskorun til útflutnings- ráðs, markaðsnefndar landbúnaðar- ins, Flugleiða og annarra aðila sem telja sig geta haft hag af þátttöku í Equitana að sameinast nú um að hlutur íslands verði stóraukin á næstu sýningu. Þeir fiska sem róa og á Equitana eru auðug mið. Einn af hápunktum Equitana er „Hop Top Show“ þar sem fram koma bestu sýningaratriðin frá því fyrr um daginn. Alls voru haldnar sex slíkar sýningar og voru íslensku hestarnir ávallt þar síðast á dag- skrá sem þýðir að þeir voru vinsæl- asta atriðið. Þar áttu stóran hlut að máli Nonni og Manni sem tvímenntu á gráum gæðaklár í broddi fylkingar og hentu til aðdáenda bláum leik- fangahestum með rautt fax við mikinn fögnuð. Aðeins einn íslend- ingur Reynir Aðalsteinsson tók nú þátt í sýningunni auk Nonna og Manna og mætti gjarnan auka hlut íslendinga þar. Ýmsir vildu að framvegis yrði lögð áhersla á að við leggðum til eitthvað af hestum í sýninguna sem síðan yrðu seldir. Skeiðið er tvímælalaust það sýn- ingaratrið sem fær best viðbrögð sýningargesta og eftirminnileg var síðasta sýningin þegar knapamir framlengdu sýninguna á eigin spýt- ur og enduðu með því að bjóða snjöllum spænskum Andal- úsíuknöpum á bak í lokin. „Equitana -heimssýning hest- anna“ ber svo sannarlega nafn með rentu. Þar gefur að líta allt milli himins og jarðar í heimi hesta- mennskunnar og gott betur. Það fer kannski vel á því að enda þessa grein með þeim orðum þetta sé við- burður sem allir hestamenn ættu að sjá í það minnsta einu sinni á ævinni. bandið athugaði möguleika á að veita íslendingum 200 þúsund marka styrk til þátttöku eða 5,6 milljónir íslenskra króna. Yrði það þó með þeim skilyrðum að íslend- ingar leggðu fram í það minnsta sömu upphæð á móti. Gundlach var nú eins og undan- farin ár með bás á sýningunni þar sem hann kynnti hnakka sem hann hefur hannað og eru kenndir við hann og búgarðinum Rexhof þar sem hann rekur tamningastöð og reiðskóla. Lét hann vel af sýning- unni og sagðist hafa selt yfir 40 hnakka. Aðspurður um það hvað væri að frétta af gæðingnum Skolla sem hann gerði garðinn frægan á sagði Gundlach að h'ann yrði sýndur á heimsmeistaramótinu í Danmörku og yrði honum þar beitt fyrir létti- kerru (sulki). Sagðist hann stjórna honum að mestu leyti með hljóð- merkjum fyrir kerrunni. Þá sagðist hann nota Skolla 2 til 3 klukku- stundir í viku í reiðkennslu fyrir mjög góða reiðmenn. EF ÞU TEKUR UPP RUSL AVEGI ÞINUM VERÐUR BORGIN ÞÍN HREIN! Öll þekkjum við þá vellíðan sem fylgir hreinu og snyrtilegu umhverfi innan dyra. Sama lögmál ræðurlíka á götum úti! Þegar þú beygir þig.eftir rusli á förnum vegi sýnir þú sjálfum þér og öðrum Reykvíkingum tillitssemi - og leggur þitt af mörkum til betra mannlífs í borginni okkar! HREIN BORG, BETRI BÖRGÍ ARGUS/SiA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.