Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 49

Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 49 BRUCE SPRINGSTEEN Brúsi o g Patti 1 upptöku essa dagana er Bruce Springsteen, r Brúsi, í hljóðupptökuverinu. Það er þó ekki ástæða fyrir aðdáendur hans að grípa andann á lofti því hann er þar að aðstoða unnustu sína, Patti Scialfa, við upptöku á nýrri LP sólóplötu hennar, en óvíst er hvenær sú tónsmíð kemur á markaðinn. Kunnugir veðja á að parið gangi í hjónaband um jólaley- tið. Verðlaunahafar á uppskeruhátíð ÍBK voru margir, enda voru veitt þrenn verðlaun í öllum flokkum. Þau voru: Besti leikmaðurinn, efni- legasti leikmaðurinn og besta vítaskyttan. Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður í meistaraflokki var valinn besti leikmaðurinn og í kvennaflokki var Anna María Sveinsdóttir valinn besti leikmaðurinn. Körfuknattleiksdéild ÍBK hélt nýlega uppskeruhátíð þar sem bestu einstaklingar og efnilegustu leikmenn í öllum_ flokkum fengu viðurkenningu. Árangur körfu- knattleiksmanna í Keflavík var sér- staklega góður i vetur og bar þar hæst íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla. Stúlkurnar létu sitt ekki eftir liggja og því þær urðu Islands- og bikarmeistarar annað árið í röð. Auk þess náðist afbragðs góður árangur í flestum yngri flokkum félagsins og því er framtíð körfuknattleiksins í Keflavík ákaflega björt um þessar mundir. Við þetta tækifæri afhenti Guðfinnur Sigurvinsson bæjarstjóri í Keflavík körfuknattleiksdeildinni 200 þúsund krónur að gjöf í viður- kenningarskyni fyrir góðan árangur á síðasta keppnistímabili. BB Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK, tekur við 200 þúsund króna ávísun af Guðfínni Sigurvinssyni bæjarsljóra í Keflavík sem bærinn veitti körfuknattleiksdeildinni í viðurkenningar- skyni fyrir góðan árangur í vetur. ELTON JOHN Stenst ekki tímans tönn Elton John varð 42ja ára nú á dögunum enda er það svo að ekki einu sinni poppstjömur stand- ast tímans tönn. Hann segist hafa það alveg prýðilegt. „Ég hef lært mikið á þessum árum og ekkert getur skaðað mig lengur“ segir Elton sem síðastliðið ár gekk í gegn um skurðaðgerð, skilnað frá eiginkonu sinni, Renötu og réttar- mál. „Ég er mikill sælkeri og borða alltaf jafn mikið en fer reglulega í líkamsrækt." Hann hefur farið sér hægar á braut tónlistarinnar síðustu árin en áður og segja Gró- ur að hann komist aldrei með tærn- ar á hæla þeirra Jaggers og Bowie með þessu áfamhaldi. ■ Manneskjulegt markaðstorg með allt milli himins og jarðar. ■ Barnatívolí og margt fleira skemmtilegt. ■ Hlustið á beint útvarp úr Kolaportinu á FM 106,8. ■ Næg ókeypis bílastæði á Bakkastæði. Vinsamlega notjð lögleg bílastæði. KOLAPORTIÐ NMmKaÐStO£cr ... undir seðlabunkanum KLUKKAN 10-16 STAÐREYNDIR: • Aðeins 15 sekúndur að tjalda • 3 m3 geymslupláss fyrir farangur • Teppalagður botn í fortjaldi • Stór dekk, demparar og fjaðrir • Vindþéttur, hlýr og notalegur v Sjón er sögu ríkari \ SÝNINGAR Opið alla laugardaga og sunnudaga frá 14-17 Tjaldvagnamarkaður á notuðum vögnum um helgar. BENCO Lágmúla 7, sími 91-84077

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.