Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 Lionsmenn afhenda Reykja lundi 25 milljónir króna Morgunblaðið/Sverrir Halldór Svavarsson afhendir Oddi Ólafssyni 25 miHjónir króna. HALLDÓR Svavarsson Qölum- dæmisstjóri Lionshreyfingar- innar á íslandi afhenti Oddi Olafssyni sljórnarformanni SIBS á miðvikudaginn ávísun að upphæð 25 milljónir króna en rúmlega sú upphæð safiiaðist með sölu rauðu Qaðrarinnar dagana 7.-9. apríl síðastliðinn. Það er ósk Lions manna að pen- ingunum verði varið til að byggja að Reykjalundi vistheim- Ui fyrir mikið fötluð ungmenni, sem nauðsynlega þurfa að dvelj- ast í næsta nágrenni við öfluga endurhæfingarstöð. Lions-menn gangast fyrir sölu Rauðu íj'aðrarinnar á fjögurra ára fresti og var þetta í fimmta sinn sem Rauða fjöðrin er seld. í máli Halldórs kom fram að vandi sé að velja gott verkefni sem þjóðin geti staðið saman um en víst sé að í þetta skipti hafi undirtektir verið frábærar. Oddur Olafsson stjóm- arformaður SÍBS og fyrrverandi yfirlæknir Reykjalundar tók við gjöfinni fyrir hönd stjómarinnar og hafði orð á að stærri ávísun hefði hann aldrei farið höndum um. Bjöm Ástmundsson forstjóri Reykjalundar sagði þennan dag mikinn hátíðisdág í sögu stofnun- arinnar og að strax yrði hafíst handa við undirbúning. Upplýs- inga og gagna um sambærilega byggingu verður leitað bæði hér heima og erlendis. Stefnt er að útboði hönnunarvinnu strax í haust og að verklok verði 1991. ÁRNAÐ HEILLA I7A ára afinæli. í dag, • 1/ föstudaginn 26. maí, er Torfi Ólafsson, Melhaga 4, hér í Vesturbænum, sjötug- ur. Hann er að heiman. fTA ára afinæli. Næstkom- I andi sunnudag, 28. maí, er sjötugur Friðrik Margeirsson, fyrrverandi skólastjóri, Hólavegi 4, Sauðárkróki. Hann og kona hans, Alda Ellertsdóttir ætla að taka á móti gestum á morgun, laugardag, í Naust- inu þar í bænum milli kl. 20 og 24. GULLBRÚÐKAUP. 50 ára hjúskaparaf- mæli eiga nk. mánudag, 29. þ.m., hjónin Sigurbjörg Runólfsdóttir og Símon Hannesson, Hátúni 10, hér í bænum. Á sunnudaginn ætla þau að taka á móti gest- um á heimili dóttur sinnar á Kleppsvegi 132, milli kl. 16 og 19. VERKSMIÐJU ÚTSALA hefst í dag kl. 12 Max, Henson, Tex-stíll og Huaán hatúa sameiginlega útsölu íMax-hásinu (við hliðina á Hagkaupi í Skeifunni). Opnunartími: Dagleaa frá kl. 12-18 Lauqaraaqinn 27. maí frá kl .10-16 Evrópufrímerki Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Næstkomandi þriðjudag, 20. þ.m., gefur Póst- og símamála- stofnunin út ný frímerki. Eru það svonefnd Evrópufrímerki. Þessi sameiginlega frímerkjaútgáfa Evrópusambands Pósts og síma, svonefndra CEPT-landa, er orðin svo gömul og þekkt meðal frímerkjasafnara, að þess gerist ekki þörf að ræða nánar um hana hér. Hið sameiginlega myndefni eða þema, sem nú er farið að kalla þetta, er að þessu sinni leik- ir barna og leikföng. Frímerki þessi hefur teiknað Friðrika Geirsdóttir, en þau eru prentuð hjá Courvoisier S.A. í Sviss með þeirri prentun, sem nefnist m.a. héliogravure á er- lendum málum. Lengi vel var þetta kallað „sólprentun" á íslenzku. Vissulega var það ekki heppilegt nafn, enda virðist póst- stjómin nú í seinni tíð hallast að því að nefna þessa prentaðferð rastadjúpþrykk. Er það í raun ekkert nema bein þýðing á því, sem Danir kalla rasterdybtryk og Þjóðverjar Rastertiefdruck. I hverri örk eru að venju 50 frímerki. Eins verður sérstakur útgáfudagsstimpill notaður og fyrstadagsumslög verða einnig til sölu. Verðgildi þessara nýju frímerkja-eru 21 og 26 krónur. Ljóst er af því vali, að póststjóm- in hefur vænzt þess að mega hækka almennt burðargjald um 2 krónur. Hins vegar hefur það ekki enn orðið, svo að þessi frímerki munu ekki almennt sjást á pósti fyrr en eftir næstu hækk- un. Trúlega verður ekki langt í hana eftir þeim sólarmerkjum, sem em framundan í efna- hagslífi okkar. Eins og sést á 21 kr. frímerk- inu em þar börn að leik við sjáv- arsíðuna. Vafalaust á það að höfða til þess, hversu sjórinn er íslendingum nauðsynlegur, hvort sem er til að draga björg í bú eða færa varning að landi frá erlendum þjóðum. Við könnumst áreiðanlega öll við það að hafa átt lítil fley í æsku til þess að sigla með á tjömum eða pollum. Á 26 kr. frímerkinu er telpa að skoppa gjörð og drengur á hlaup- um. Ekki sakar að taka hér upp nokkur atriði úr tilkynningu Póst- og símamálastofnunarinn- ar, svo að lesendur geti séð, hver hugsun er á bak við þessi Evr- ópufrímerki. „Leikir barna em oft svipaðir störfum fullorðinna í daglegu lífi. Sumir leikir þeirra era dæmigerðir innanhússleikir svo sem brúðuleikir, ýmislegt föndur, búðarleikir og jafnvel ímyndaðar leiksýningar." Svo segir áfram: „Utanhússleikir em hins vegar meira tengdir um- hverfinu, náttúm landsins og árstíðum. Þá nota böm þau leik- föng sem best nýtast, ýmist að vetri til eða um sumartímann." Það em einmitt leikir utan húss, sem teiknari eða hönnuður þess- ara nýju frímerkja hefur kosið að sýna okkur. — En svo heldur lýsing póststjómarinnar áfram: „Leikföng em því af margvísleg- um toga spunnin og tengjast oft- ast því umhverfi, sem bamið elst upp í. Þar má nefna heimagerðar brúður, bíla, báta, hlaupahjól o.fl. Við sjávarsíðuna og við læki hafa börn skeljar, kuðunga og leikföng sem fljóta eða tengast þessum staðháttum og ýmsir leggir og önnur bein úr húsdýram em ætíð vinsæl í leikjum barna.“ Svo mörg em þessi orð, og skyldum við ekki öll eða vel flest kannast við þessa leiki og þau leikföng, sem hér er talað um? Þegar ég sagði frá frímerkjum þeim sem út komu 20. apríl sl. og sýndu íslenzka þjóðbúninginn, gat ég ekki af gefnu tilefni ann- að en bent á ósamræmi, sem ýmsir sáu við þá teikningu. Og enn verð ég að koma á framfæri athugasemd við frímerkjateikn- ingu. Svo vildi til, að ég heyrði í Ríkisútvarpinu á Rás 2, nokkm eftir að tilkynning póststjórnar- innar kom út, mann kvarta undan því, að teikningin á 26 kr. frímerkinu væri ekki rétt. Þegar svo fyrir stuttu, að sá ágæti smekkmaður, sem fann að þjóð- búningafrímerkjunum við mig, hringdi til mín og benti á sama galla og kom fram hjá viðmæl- anda Rásar 2, sé ég ekki annað fært en benda á þessa missmíði í þættinum. Hér er athyglinni beint að stúlkunni,_ sem er að skoppa gjörðinni. Ég býst við, að flest okkar hafi skoppað eða rúllað gjörð í æsku og trúlega gera börn það enn í dag. Hins vegar treysti ég mér ekki til að standa í sporam þessarar stúlku með prikið í hægri hendi og gjörðina vinstra megin. Svo mun vera um fleiri. Hér hefði teiknar- inn getað bjargað málinu við með því að láta stúlkuna annaðhvort vera örvhenda eða þá standa vinstra megin á myndinni. Þetta er lítið dæmi um það, hve mynd- efni geta verið varhugaverð í útfærslu. — Að öðm leyti finnst mér þessi nýju frímerki skemmti- leg og það er bjart yfir þeim, svo sem vera ber, þegar böm era að leik. r \ Glæsileg íbúð fVesturbæ Hef í einkasölu 105 fm íb. á 1. hæð í nýbyggingu við Nesveg. Tæpl. 30 fm suðursv. Afh. 1. júní tilb. u. trév. Sameign frág. Bílageymsla með hurðaropnara. Frág. utanhúss og sléttuð ióð. Teikningar á skrifstofunni. Upplýsingar gefur Þorlákur Einarsson. Húsafell * FAS7ÐGNASALA Langhotevegi 115 Þorlákur Einarsson (Bæjariei&ahtisinu) Súni:681066 Bergur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.