Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 Minning: * Asta Þórhallsdóttir Fædd7. febrúarl907 Dáin 19. maí 1989 Nú er ástkæra systir mín Asta horfín bak við landamæri lífs og dauða. í rósemi hennar og trú á Guð sem öllu ræður og alls staðar býr, lukust augu hennar í hinsta sinn, á Borgarspítalanum í Reyíg'avík, að kvöldi 19. maí sl. Minningin um Ástu er dýrmæt öllum þeim er henni kynntust. Hver var hún þessi góða, hógværa og orðvara kona sem aldrei mátti vamm sitt vita og vildi öllum gott gera? Ásta Sigríður Þórhallsdóttir, var dóttir Ingibjargar Friðgeirs- dóttur og Þórhalls Daníelssonar, kaupmanns og útgerðarmanns, á Höfn í Homafírði. Þar fæddist hún og ólst upp í stórum systkinahópi og á mannmörgu heimili sem var víðþekkt á sinni tíð. Á unglings- árum starfaði hún mikið við hús- störf og aðstoðaði móður sína á margan hátt í umfangsmiklu starfí hennar. Hún nam matargerð í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þann 1. september 1926, var hún skipuð stöðvarstjóri við Landssíma- stöðina á Höfn í Homafírði. Því I "T x67 S67 67 671 Steindór Sendibílar Wélagslíf FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 Ofl 19533. H.Göngudagur Ferðafélags Islands sunnud. 28. maí kl. 13.00 11. árið í röð efnir Ferðafélagið til sérstaks GÖNGUDAGS. Til- gangurinn með þessum göngu- degi er að fá fólk á öllum aldri til þess að rölta með félaginu utan vegar og „leggja land undir fót" I orðsins fyllstu merkingu. Ferðafélagið skipuleggur stuttar gönguferðir í nágrenni Reykjavikur alla sunnudaga árið um kring og þeir sem ekki þegar hafa kynnst þeim ferðum ættu að koma á sunnudaginn og taka þátt í skemmtilegri og auöveldri gönguferð með þeim hagvönu.. Gengin verður stutt hringferð suður á Almenningum vestan Krýsuvíkurvegar, Gangan hefst i brunanámu, þar er gott bíla- stæði, og frá suðurenda nám- unnar er gata sem kallast Flrauntungustígur, en eftir hon- um veröur gengið þar til komið er út úr Kapelluhrauninu. Þá ligg- ur leiðin að Fornaseli og áfram að fornri fjárborg í Brunntorfum starfí sagði hún lausu 1. janúar 1933. Ásta giftist 27. september 1932 Guðmundi Gíslasyni, umboðssala, f. 25. október 1903, í Norður- hvammi í Mýrdal. Hann var fríður maður sýnum og góðum gáfum gæddur. Þau hjónin áttu heima í Reykjavík allan sinn búskap. Ásta vann með heimilisstörfum sínum um langan tíma á Bæjarsímaskrif- stofu Reykjavíkur. Skyldurækni ■" hennar við öll þau störf er hún lagði hönd á, voru henni til sóma. Guðmundur var sonur séra Gísla Kjartanssonar og Guðbjargar Guð- mundsdóttur frá Háeyri. Síðast þjónaði presturinn Sandfelli í Öræf- um. Þann 8. apríl 1983, andaðist Guðmundur Gíslason skyndilega á heimili sínu og var grafínn í Gufu- neskirkjugarði. Þar verður kona hans lögð til hinstu hvílu, við hlið hans. Ásta og Guðmundur eignuðust einn son sem var einkabarn þeirra. Það er Björn Guðmundsson, for- stjóri, f. 24. september 1937. Hann giftist Ólafíu Ásbjömsdóttur, 29. september 1956. Hún er fædd 28. júlí 1935 og er dóttir hins mikla athafnamanns Ásbjöms Ólafsson- ar, heildsala, og Gunnlaugar Jó- hannsdóttur. Eftir lát Ásbjamar, tók Bjöm við rekstri fýrirtækis tengdaföður síns. Börn Bjöms Guðmundssonar og Ólafíu em fímm og tvö barnaböm. Þau em sem hér segir: Ásbjöm, rekstrarhagfræðingur, sambýlis- kona hans er Helga Einarsdottir, Ásta, húsfreyja og nemi, eigin- þaðan til baka að brunanámunni en þar hófst gangan. Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Fargj. kr. 500.- Fólk á eigin bilum er velkomið með í gönguna. Feröafélagið býður upp á veitingar i lok göngunnar. Ferðafélag íslands. Útivist Símar 14606 og 23732 Helgarferð í Þórsmörk 26.-28. maí. Gist í Básum. Brottför kl. 20.00. Sunnudagsferð 28. maíkl. 13.00: Fjallahringurinn 2. ferð. Gengið á Grænudyngju og um Lambafellsgjá. Fuglaskoðunar- ferð á Hafnaberg er frestað til 4. júní. Brottförfrá BSÍ, bensinsölu. í helgarferð þarf að panta. Sjáumst! Úitvist, ferðafélag. Ungt fólk I55if| með hlutverk guSa YWAM - ísland Biblíufræðsla á morgun laugar- dag kl. 10.00 í Grensáskirkju. Friðrik Schram fjallar um efnið: Hvers vegna upplifir fólk sveiflur i trúarlífinu? Bænastund kl. 11.15. Allir velkomnir. maður hennar er Ásgeir R. Reynis- son, Guðmundur Karl, Gunnlaugur Rafn og Ólafur Bjöm, sem allir em skólanemar. Bamabamaböm Ástu em: Ólafía Bjarnheiður 11 ára, dótt- ir Ásbjörns og Ragnheiðar Þor- valdsdóttur og Unnur Gréta 2ja ára, dóttir Ástu og Ásgeirs. Niðjar Ástu systur minnar em gott og duglegt fólk. Tengdadóttir hennar, Ólafía Ásbjömsdóttir, var sólargeisli í lífí hennar til hinstu stundar. Farí Ásta í friði. Hönd Drottins leiði hana. Anna Þórhallsdóttir Okkur systkinin, barnabörn Ástu Þórhallsdóttur, langar í fáum orð- um að minnast elsku ömmu okkar. Ásta amma, eins og við kölluðum hana ætíð, var hin dæmigerða amma sem ekkert mátti nema gott um aðra heyra og sagði aldrei nema gott eitt um aðra. Ef henni mislík- aði eitthvað, kaus hún frekar að nefna það ekki en að hallmæla því. Ásta amma og Mummi afi, Guð- mundur Gíslason, sem látinn er fýr- ir sex áram, áttu saman einn son, Bjöm Guðmundsson, og er hann ástkær faðir okkar. Amma og afí vora því stór þáttur í uppvexti okk- ar systkina og við stór hluti af þeirra lífi. í ófá skipti pössuðu þau okkur ef foreldrar okkar þurftu að bregða sér frá í styttri eða lengri tíma. Þar fyrir utan var alltaf mjög vinsælt að fá að gist hjá þeim eins- lega, svona upp á sport, því þá var maður jú heldur betur í aðalhlut- verki. Það var ekkert sem þau ekki vildu fyrir okkur gera og var amma þar nokkurs konar verkstjóri. Við minnumst þessa samverastunda með þakklæti og söknuði. Amma var alltaf ákaflega jákvæð manneskja og þakklát öllum sem umgengust hana. Hún tók af alhug þátt í Iífí okkar allra og gladdist innilega yfír öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, þó svo að hún væri ekki beinn þátttakandi í at- burðarásinni. Hún gerði aldrei kröf- ur til neins, en var þeim mun þakk- látari fyrir það sem fyrir hana var gert. Einn er sá þáttur í lífi okkar sem Ásta amma átti framar öprum, en það er aðfangadagskvöld. í gegnum öll árin hefur það verið venja að fara í mat til ömmu og afa, þar sem amma matreiddi ætíð jólaijúpuna eins og best verður á kosið. Möndlu- pakkinn var alltaf á sínum stað og var okkur mikið keppikefli, sem oft olli skyndilegu lystarleysi þegar mandlan kom í ljós. Ömmu var það mikið kappsmál að halda þessum sið og síðustu árin matreiddi hún ætíð ijúpumar þó svo að við borðuð- um þær heima. Já, það verður ör- ugglega tómlegt hjá okkur á næstu jólum. Amma var ákaflega trúuð og kenndi hún okkur öllum á unga aldri sálma og bænir. Við sofnuðum ávallt vært hjá ömmu eftir að hún hafði lesið með okkur bænir og sálma. „Megi Guð almáttugur blessa ykkur öll,“ sagði hún ávallt og það hefur hann gert hingað til. Við vonum að amma hafí það nú sem allra best á æðri tilverastigum, hún á það svo sannarlega skilið. Við þökkum henni með þessum fá- tæklegu orðum hjartanlega fyrir allt og allt. Megi minning hennar lifa sem lengst í hugskotum okkar. Ási, Ásta, Guðmundur, Gunnlaugur og Óli. Höfundarnafti féll niður Minningarorð um Illuga Jónsson á Bjargi sem birtust hér í blaðinu í gær vora eftir Kristján Þórhallsson Björk. Nafn hans féll niður og er hann og aðrir er hlut eiga að mála beðnir velvirðingar á því. og nokkram áram síðar fluttust þau til Ytri-Njarðvíkur í nýtt hús sem þau nefndu Bjarg. Ester ólst þarna upp í foreldrahúsum. Strax í bernsku komu fram þeir eiginleikar sem einkenndu hana alla tíð. Það var þessi trausta skapgerð, um- hyggja fyrir öðru fólki, bijóstheil- indi sem ekki bragðust, að játast aldrei undir rangindi, né sýna öðr- um slíkt. Til slíkra sækja margir traust. Ester fór í Kennaraskólann þegar hún hafði aldur til. Þá kynnt- ist hún manni sínum Sigmari Inga- syni sem kominn var austan úr Borgarfirði að læra vélvirkjun í Reykjavík. Mikið geta forlögin verið skynsöm stundum. Þau prýddu hvort annað svo að tæplega verður á betra kosið. þau eignuðust tvo kjörsyni Olgeir og Bjamþór. Olgeir er jarðfræðingur. Hann er kvæntur Hildi Albertsdóttur. Þau eiga tvo syni, Frosta og Loga. Bjamþór stundar nám í matreiðslu. Bróður- sonur Esterar, Karvel Ögmundsson var líka hjá þeim um árabil. Nú era liðin tuttuguogníu ár frá því sá er þetta ritar tengdist þessari fjöl- skyldu. Náinn samgangur hefur verið milli heimilanna og áður fyrr dvöldum við langdvölum hjá þeim. Líka fóram við með þeim um landið, fyrst til að skoða það sem fyrir augu bar og síðan bættist veiði- skapur við. Ester náði fljótt góðum tökum á stangveiði, varð eiginlega veiðikló og naut þess ríkulega. Þó hygg ég að mannfélagði kringum veiðiskapinn hafi alltaf skipað hærri sessinn. Minningarnar hrannast upp. Ein er að Ester kom og sagði eitthvað á þessa leið, „eigið þið ekki börn að lána mér í nokkra Ester Karvelsdóttir Minning auglýsingar upp þegar fundum okkar bar saman næst. Mikill má harmur ykkar vera, eiginmanns, sona, aldins föður, tengdamóður og systkina. En eins og birtuna af Jöklinum ber á Fló- ann, fölskvast minningin um Ester ekki. Guð blessi hana. Oddbergur Eiríksson Máltækið „skammt er stórra högga á milli“ á vel við hjá okkur starfsliði Grannskóla Njarðvíkur þessa dagana. Á aðeins átta dögum tekur almættið til sín tvær mikil- hæfar samstarfskonur, þær Guðnýju Þorsteinsdóttur myndlist- arkennara skólans, sem lést þann 7. maí sl., og nú Ester Karvels- dóttur sérkennara, en dauða hennar bar svo brátt að, að við stöndum eftir agndofa. Ester var alveg einstök kona, framúrskarandi dugleg, áreiðanleg, greiðvikin og hvetjandi, vönduð til orðs og æðis, fylgdist vel með nýj- ungum í kennsluháttum og hafði sterka fagvitund. Hún miðlaði vel af þekkingu sinni og reynslu af kennslu á löngum starfsferli. Margir nemendur henn- ar fyrr og síðar þakka henni með hlýhug þá aðstoð sem hún veitti þeim bæði sem almennur kennari og hjálparkennari. Ester var trúnaðarmaður kenn- ara núna seinni árin og vann þau störf með mikilli kostgæfni og inn- sæi eins og annað sem hún kom nálægt. Hún var bóngóð og fljót til að hjálpa samkennurum sínum, sem leituðu líka óspart til hennar. Áhugi hennar á íslenskri tungu og menningu var mikill. Ester starfaði sem sérkennari skólans frá árinu 1978 og sá um uppbyggingu lesversins. Þegar við minntumst 10 ára af- mælis Njarðvíkurkaupstaðar fyrir nokkram árum var elja hennar óþijótandi við að leita upplýsinga um eitt og annað er verið var að fást við í verkefnum þeim, sem nemendur og kennarar voru að vinna að. Nýlega hafði hún það á orði í okkar hópi, að hún væri sú eina sem bæði hefði hlotið skólagöngu sína og unnið mest allan sinn starfsferil við þessa stofnun. Ester var mjög annt um Grunnskóla Njarðvíkur og vildi veg hans sem mestan. Við kveðjum hana með þökk og virðingu. Áðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Samkennarar í dag verður borin til moldar Ester Karvelsdóttir kennari í Njarðvík. Hún kvaddi okkur óvænt á annan dag hvítasunnu. Ester fæddist á Hellissandi 23. ágúst 1933, fjórða dóttir hjónanna Önnu Olgeirsdóttur og Karvels Ögmunds- sonar. Þau hjón vora upprunnin þar á Snæfellsnesi af hraustum stofnum Snæfellinga og Breiðfirðinga. Kar- vel stundaði sjómennsku og útgerð á Sandi. Litlu eftir að Ester fædd- ist tók fjölskyldan sig upp, yfírgaf hús og eignir og flutti til Njarðvík- ur. Narfakot í Innri-Njarðvík var fyrsti áfangastaður ijölskyldunnar EfcÆhkWíÞ/KLJGrL YSINGAR FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk í Austur- Skaftafellssýslu Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn í Sjálfstaeðishúsinu mánudaginn 29. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Ólafur Hauksson ræðir nýjar hugmyndir um flokksstarfið. s . Amælishátíð Afmælishóf I tilefni 60 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins verður haldið í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi laugardaginn 27. maí nk. og hefst kl. 21.00. Ávörp flytja: Birgir Isleifur Gunnarsson og Pálmi Jónsson alþingismenn. Léttar veitingar verða i boðí félaganna. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna á afmælishátíðina og taka með sér gesti. Sjálfstæðisfélagið Vörður, Sjálfstæöisfélag Vestur-Húnavatnssýslu, - sjálfstæðisfélagið Þróttur, Skagaströnd, Sjálfstæðisfélag Blönduóss, Jörundur, F.U.S. Bersi, F.U.S i Vestur-Húnavatnssýslu. Hreinsunarátak í Öskjuhlíð Fólög sjálfstæöismanna i Austurbæ og Norðurmýri, i Háaleitishverfi og í Hllða- og Holtahverfi standa fyrir hreinsunarátaki í Öskjuhlíðinni laugardaginn 27. maí. Við munum hittast kl. 10.00 i innkeyrslunni upp að geymunum. Við viljum hvetja fólk til að koma með nesti, en hægt veröur að fá svaladrykki á staðnum. Eigum saman skemmtilegan dag. Njótum útiveru og fegrum um- hverfið okkar i leiðinni. Við vonumst til að sjá þig. Frekari upplýsingar i Valhöll, sími 82900. Stjórnirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.