Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 17 ríkulega ræktað félag; samræðufé- lag og hugsanafélag. Sú hugsun er áleitin hvort van- heilsa geti verið slíkur förunautur að enginn veiti því eftirtekt að hún fylgi með. Spurningin kann að vera röng! Sannarlega minnir sérhver vanlíðan á veru sína og það án af- láts. Að geyma slíkar minningar en ýta þeim til hliðar til að sýna samferðafólki sínu réttmæta virð- ingu og láta það vera sitt síðasta verk, ber vott um hugrekki. Og þar sem hugrekki er dyggð og dyggðug manneskja er umræðuefnið er rétt að segja að af engum hefi ég lært betur að bera lotningu fyrir tiltek- inni siðlegri breytni. Það er mikil reynsla að þekkja fólk sem ber virðingu fýrir tungu sinni. Hvernig talað er um tunguna og með henni. Ég veit, að þó við höfum misst merka konu, þá lifa margbrotnar áleitnar hugsanir í hverri hugleið- ingu okkar. Við spyijum hvort spumingar okkar séu réttmætar. Fjölskyldan, þessi stóra fjöl- skylda, hefur mikils að minnast. Sigmar, við vitum og vitum ekki að efnið er mikið og meira en tungan ræður við. Guð blessi Sigmar og fjölskyldu hans. Helga Óskarsdóttir Það er erfitt verk og tregabland- ið að setjast niður og rita nokkur kveðjuorð um kæran ástvin. Astvin sem átti að eiga svo mörg ár eftir. Ástvin sem hefur gefíð svo mikið af sjálfum sér og miðlað af þekk- ingu og vinskap. Það er oft undarlegt hve snöggt brottfall góðs vinar getur ýtt harka- lega við okkur hinum sem eftir sitj- um hér á jörðu. Við spyrjum oft: Af hveiju, af hveiju, hvers vegna, þetta er ekki réttlátt. En dauðinn er því miður aðeins eitt af því fáa sem við vitum fyrir vissu um lífið. Við fæðumst öll og við deyjum öll. Leiðin þar á milli er oft á tíðum það eina sem við getum haft ein- hver áhrif á. Fyrstu kynni mín af Ester voru strax á unga aldri, og ég minnist þess enn í dag hve hræddur ég var þá við hana. Ester var hávaxin kona og aðsópsmikil. Líkamsstærð hennar og fas hræddi mig sem bam. Það var tekið eftir henni fyrir skör- ungsskap og ákveðna skapgerð. Eg átti síðar á lífsleiðinni þeirrar hamingju að njóta að fara í fóstur til hennar og Sigmars í 2 ár á ungl- ingsárum mínum. Þessi tvö ár sem ég átti á heim- ili ijölskyldu hennar eru nokkur af dýrmætustu árum ævi minnar. Það var oft mikið skrafað og skeggrætt í Laufási. Á þessum árum lærði ég að meta hennar sterku og ákveðnu skapgerð. Það var sterkur agi á heimili Estarar og Sigmars, en rétt- látur. Það er auðvelt að sætta sig við aga hversu mikill sem hann er aðeins ef hann er réttlátur. Ester var einstaklega hrein og bein manneskja. Hún svaraði ávallt hreinskilningslega þegar hún var spurð einhvers. Ég minnist ávallt einnar setningar hennar þegar við áttum einu sinni tal saman „ef ein- hver þorir að spyija verður sá hinn sami einnig að þora að taka svar- inu“. Það voru orð að sönnu. Það var alltaf hægt að koma til hennar og bera upp vangaveltur líðandi stund- ar og leggja þær fyrir. Það var eins víst og að himinn er blár að svör hennar voru ekki einhver mála- myndasvör eða eitthvað svar sem gott væri að heyra, heldur var það oft það sem maður vissi að var rétt en gat eða þorði ekki að forma í orð. Ráðleggingar hennar svo og Sigmars voru mér ávallt mjög mik- ilsverðar. Núna þegar komið er að leiðar- lokum samferðar okkar hér á jörðu þá minnist ég kistulagningar henn- ar. Hún var kistulögð í kapellu Sjúkrahúss Keflavíkur. í þessari sömu kapellu var yngsti sonur minn skírður fyrir nokkrum árum. Við erum aftur og aftur að verða vitni að þessari sömu hringrás. Fólk fæðist og deyr, það sem síðan skipt- ir hvað mestu máli eru sporin okkar á þessari leið, frá upphafinu til endans. Þessi spor á milli upphafs- ins og endans voru henni alltaf mjög mikilvæg. Það að hafa fengið að kynnast Ester hefur verið mér mikils virði, gakktu keik inn á nýj- ar lendur elsku frænka, guð blessi þig- Það er léttvægt að reyna í orðum að lina þjáningar og sorg þeirra sem standa næst þeim sem hefur verið kallaður frá svona miklu fyrr en nokkur átti von á. Ég sendi Sig- mari, Olgeiri, Bjarnþóri, Karveli og Oddnýju mínar innilegustu samúð- arkveðjur svo og öllum öðrum að- standendum. Hermann Valsson anleg. Það var okkur báðum gleði- efni þegar það kom svo út vorið 1985. Meðan á samantekt niðjatalsins stóð kom upp sú hugmynd í ijöl- skyldunni að halda ættarmót. Sett var á laggimar undirbúningsnefnd í apríi 1984 og vomm við Ester í henni ásamt fleirum úr fjölskyld- unni. Áhugi hennar á ættarmótinu var sá sami og á niðjatalinu. Undir- búningsnefndin hélt nokkra fundi og var oft glatt á hjalla. Við höfðum svo gaman af að hittast að haldnir vom fleiri fundir en nauðsynlegt var. erindi til allra Stýr mínu fari heilu heim. í höfn á friðarlandi. Þar mig í þinni gæslu geym. Ó, guð minn allsvaldandi. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. En samt sem áður emm við aldrei tilbúin að kveðja látinn ástvin eða vin. Við systur áttum heima í sama húsi og Ester og fór vel á með okkur frænkum í starfi og leik. Var gaman að heimsækja hana á hennar fallega heimili. Eftirfarandi orð hefur hún skrif- að, tel ég þau merkileg og læt ég þau fýlgja þessari minningargrein „Það er skrítið að eldast og sjá hvernig allt rúllar áfram, hvað sem fyrir kemur.“ Ég man að þegar ég var yngri hafði ég oft þá tilfinningu að ef þetta eða hitt kæmi fyrir, þá stöðv- aðist gangverkið, ekkert gæti aftur orðið eins, eða lífíð haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Sem betur fer er þessi hugarfarsbreyting hluti af þroska manns og kannski órækasta merkið um að eigið sjálf er ekki miðpunktur alheimsins. Annað er það sem mér finnst líka undarlegt og það er hvernig til- hugsunin um dauðann hættir að vera truflandi. „En eitt er um að tala, annað í að komast“, eins og þar stendur. En að hugsa um lífíð sem lán, og öll lán þarf að greiða, að vísu með misháum rentum. Það fínnst mér heldur þægileg hugsun. Ég held að það sé gott og hollt fyrir fólk á miðjum aldri að leiða ■ hugann að dauðanum og það heldur oftar en sjaldan. Það er gott að gera ráð fyrir öllu hugarfarslega, ellinni, einverunni, heilsuleysi og ekki síst því að tilfinningin fyrir eigin mikilvægi verði sífellt fráleit- ari. í þessu öllu upplifi ég hægfara þróun, sem ég uni vel. Ester var félagslynd, var virkur félagi í kvenfél. Njarðvíkur. Að hveiju sem hún gekk sýndi hún i starfi dugnað, vandvirkni og trú- mennsku. Er því af henni mikil eft- irsjá. Að leiðarlokum viljum við þakka henni samfylgdina. Kæri Sigmar, synir, tengdadótt- ir, barnaböm og aðrir ættingjar. Ykkur vottum við okkar dýpstu samúð. Hreftia og Hanna Frænka mín, Ester Karvelsdóttir, lést í London þann 15. maí sl. Lang- ar mig til að minnast hennar með nokkmm orðum. Hún fæddist 23. ágúst 1933, dóttir hjónanna Önnu M. Olgeirsdóttur, sem lést 1959, og Karvels Ögmundssonar skip- stjóra og fyrrverandi útgerðar- manns í Ytri-Njarðvík, sem lifir dóttur sína. Ég kynntist Ester þegar ég hóf samantekt á niðjatali föðurforeldra hennar, Ögmundar Andréssonar og Sólveigar Guðmundsdóttur, Hellu í Bemvík á Snæfellsnesi. Ester sýndi þessu verki mikinn áhuga, enda áhugamanneskja um ættfræði, og tókust með okkur góð kynni. Dvaldi ég oft á heimili hennar og eiginmanns hennar, Sigmars Ingasonar, í Ytri-Njarðvík, meðan ég vann að söfnun upplýsinga. Það var mér mikil hvatning að finna þann mikla áhuga sem Ester sýndi verki mínu og aðstoðaði hún mig eins mikið og hún mögulega gat. Hún var ætíð boðin og búin að leið- beina og rétta mér hjálparhönd við verkið. M.a. las hún yfir prófarkir áður en niðjatalið var gefið út. Öll hennar aðstoð við samantekt og vinnslu niðjatalsins var mér ómet- Ættarmót niðja Ögmundar Andréssonar og Sólveigar Guð- mundsdóttur var síðan haldið í Garðinum 13. október 1984, og hófst með því að Ester setti mótið (V.B.) og bauð gesti velkomna. Það átti vel við því hún hafði sýnt undirbún- ingi ættarmótsins einna mestan áhuga. Ester Karvelsdóttir var greind og virðuleg kona sem maður ósjálfr- átt bar virðingu fyrir. Ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið tækifæri að kynnast og vinna með henni að sameiginlegu áhugamáli. Eftirlifandi eiginmanni, öldruð- um föður, Olgeir, Bjarnþóri og öðr- um aðstandendum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þá. Ingimar F. Jóhannsson Um þær mundir, sem árlega kraftaverkið gerist á íslandi, sólin er að nálgast hápunktinn á festing- unni og dulúðug næturbirtan lengir dagana í einn langan, ljósan dag; þegar lággróðurinn færir landið okkar í græna möttulinn og brumin springa, þá allt í einu er skjaldmær frá fallin í Ytri-Njarðvík. Hinn 12. þessa mánaðar hafði hún fylgt vinnufélaga og vini síðasta spölinn þegar kvaðningin kom. Upp var tekin hörð og snörð barátta upp á líf og dauða. Annan í hvítasunnu var baráttunni lokið, „rofinn skjöldur, sundrað sverð“ og hún „var komin að vaðinu á ánni“. í gegnum lífið var Ester vön vopnaburði, í starfi sínu í þjónustu við þá, sem í erfiðleikum áttu í náminu. í þjóðmálabaráttunni í vinstri hreyfingunni, sem öðru fremur er helguð þeim, sem standa höllum fæti — og þjóðfrelsi. Sjálf gekk hún ekki alltaf heil til skógar. En hvar sem hildir voru háðar var Ester alltaf glöð og reif. Hún bogn- aði ekki. Þar sem hún lét að sér kveða standa eftir vandfyllt skörð. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast henni Ester og fleiri hliðum en kynntar eru í amstri daganna. Mikils var um vert að eiga þau Sigmar fyrir nágranna við Grundarveginn. Fyrst þegar við vorum að basla við að byggja og síðan eftir að veggir og þök skýldu okkur. Þá var alltaf hátíð að koma til þeirra, heimilið smekklegt og þelið svo hlýtt og sérstakt. Ég hefi stundum leitt hugann að því hvaðan þeim hjónum hafi borist sá auður, sem þau gátu alltaf ausið af. Gjarnan hefír mér dottið í hug að þetta væri eitthvað, sem þeim hafi auðnast að hafa með sér undan Jökli og frá Dyrfjöllum. Heiðríkjan og festan þó móti blási. Yndislegt var að fara með Ester og Sigmari í sumarleyfisferðir eftir að við höfðum eignast sæmilega ferðabíla. Ofarlega í huganum er sumarfrí á Vestfjörðum. Slegið ' tjöldum og skoðað skipulega næsta umhverfi í nokkra daga, síðan flust um set og skoðað þaðan. í Barmahlíð við Pennu á Vébjamar- eyri og á Nauteyri. Við Sigmar príluðum upp á fjallatoppa svo sem Homatær og Drangajökul. Það fór straumur um bakið þegar við sáum til Grænlands, ekki af því það væri svo stórlegt, heldur hitt hvað sjón- deildarhringurinn getur verið víður á íslandi ef verið er á réttum stað á réttum tíma. Ester og Fjóla vom ekki með okkur á tindum. Þær höfðu öðm að sinna á meðan á strönd og í hlíðum. Allt var þetta eins og óslitinn draumur í landinu bláa. Allt þetta þurftum við að rifya SJÁBLS..30 ÍSLENSK KVÆÐI Vigdís Finnbogadóttir valdi „Ég hef lengi litið svo á að Ijóðalestur og Ijóða- söngur sé hin ágætasta leið til að efla málvitund manna, auka orðaforða og treysta samhengið í sögu okkar, auk þess sem skemmtileg og falleg Ijóð veita huganum gleði sem enginn getur frá honum tekið.“ Úr formálsorðum Vigdisar Finnbogadóttur. Tilvalin stúdentsgjöf Mál IMI og menning Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. ..... i , ■ "" ii ......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.