Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 Framkvæmdir varnarliðsins o g sam- keppni erlendra verktakafyrirtækja Seinni grein eftirPálma Kristinsson Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um verktakastarfsemina á Keflavíkurflugvelli og hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi því sem verið hefur við lýði í um 35 ár. Tilefni þessarar umfjöllunar eru hugmyndir sem nefndar hafa verið um að auka eignarhluta ríkisins í íslenskum aðalverktökum sf. úr 25% í 40% og að ríkið fái tvo menn í stjórn þess í stað eins áður ásamt því að þriðji forstjórinn verði ráðinn að fyrirtækinu samkvæmt tilnefn- ingu utanríkisráðherra. í framhaldi af þessu hafa síðan spunnist all- miklar umræður um fyrirkomulag verktakastarfseminnar fyrir vam- arliðið þar sem sitt sýnist hveijum eins og reyndar um þær hugmyndir sem nefndar voru hér í upphafi. Eins og kunnugt er hefur Verk- takasamband íslands lengi barist fyrir því að fá þessari starfsemi breytt þannig að einokun íslenskra aðalverktaka og Keflavíkurverk- taka verði aflétt og að framkvæmd- ir þessar yrðu boðnar út eins og almennt gildir um opinberar fram- kvæmdir hér á landi. Vorið 1988 samþykkti stjóm sambandsins ítar- lega stefnu í þessum málum sem kynnt var rækilega í íjölmiðlum og á fundum með ráðamönnum þjóðar- innar. Stefna sambandsins er í stuttu máli þessi: a) Aflétta ber einokun ofan- greindra fyrirtækja á þessari starfsemi. b) Allir samningar við varnarliðið verði á einni hendi, þ.e. nýs fyrir- tækis sem yrði í eigu ríkisins og sveitarfélaganna á Suður- nesjum. Þetta fyrirtæki yrði ein- göngu stjómsýslulegs eðlis líkt og Hitaveita Reykjavíkur o.fl. opinber fyrirtæki en annaðist ekki hinar eiginlegu verkfram- kvæmdir. c) Allar verkframkvæmdir verði boðnar út á viðskiptalegum og faglegum gmndvelli án sér- stakra hindrana, s.s. vegna er- lendrar samkeppni. Um þessar framkvæmdir giltu (eftir því sem við verði komið) sömu kröfur, venjur, reglur og staðlar og gilda um aðrar framkvæmdir hér á landi. Meðal félaga sambandsins hefur ríkt full eining og samstaða um þessa stefnu frá því að hún var samþykkt. Þetta fyrirkomulag er hliðstætt því sem þekkist víðast hvar erlend- is, t.d. í herstöðvum Bandaríkjanna og NATO og vegna verkfram- kvæmda sem fjármagnaðar eða kostaðar em af Efnahagsbandalag- inu, Alþjóðabankanum og fleiri aðil- um. Grandvallarreglan er jafnan sú að einhver einn opinber aðili í verklandinu annist milligöngu milli þess sem fjármagnar eða kost- ar viðkomandi framkvæmd (sem í þessum tilvikum er erlendur að hluta eða að öllu leyti) og þeirra sem annast sjálfar framkvæmdirn- ar. Jafnframt er regian sú að fram- kvæmdir séu boðnar út — án hindr- ana — á viðskiptalegum og fagleg- um granni miðað við a'menn lög og reglur er gilda í viðkomandi verklandi. Erlend samkeppni Verktakasambandið telur ástæðu til að vara við hugmyndum sem fram hafa komið hjá ýmsum sem um þessi mál hafa fjallað að undan- fömu um að loka fyrir samkeppni erlendra verktaka, verði ákveðið að bjóða út þessar framkvæmdir. Fyrir því liggja einkum tvær meginástæð- ur: í fyrsta lagi er ástæðulaust að óttast áhrif erlendrar samkeppni þar sem ísiensk verktakafyrirtæki búa við sterkari samkeppnisstöðu um þessi verkefni en erlend fyrir- tæki. í öðru lagi skal á það bent, að allt frá stofnun Verktakasam- bandsins hefur það verið eitt af megin baráttumálum þess að beij- ast fyrir opnum markaði og fijálsri samkeppni á sviði mannvirkjagerð- ar hér á landi. Hætt er við því að óeðlileg viðskiptahindran á borð við þá sem hér um ræðir skaði íslenska hagsmuni bæði inn á við og út á við. Hér á eftir verður reynt að skýra þetta nánar. Á alþjóðamarkaði hefur nálægðin við verkstað almennt mun meiri áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja en í öðram atvinnugreinum. í þessu sambandi er oft talað um að ákveð- in „staðarvernd" fylgi nálægðinni við markaðinn og miðað við reynslu hérlendis má ætla, að slík vemd geti í vissum tilfellum skipt nokkr- um prósentum eða jafnvel tugum prósenta í einstaka tilvikum. Skýr- ingarnar á þessu era einkum eftir- farandi: 1. Launakostnaður og nýting vinnuafls: Til að draga úr kostnaði (s.s. uppi- halds- og ferðakostnaði) reyna fyrirtæki yfirleitt að nýta stað- bundið vinnuafl. „Nýting“ vinnuafls er háð ýmsum atriðum s.s. starfsaldri í viðkomandi fyr- irtæki, stjómun á vinnustað, tungumálaþekkingu o.fl. 2. Ferða- og uppihaldskostnaður vegna ýmissa lykilstarfsmanna. 3. Flutningskostnaður á vélum og búnaði. 4. Staðbundin þekking; Tengsl við viðskiptaaðila og yfir- völd á viðkomandi svæði. Mis- munandi lög, reglugerðir, staðl- ar, verkaðferðir og venjur. 5. Tungumálaerfiðleikar; þ.e. í samskiptum yfirmanna við viðskiptaaðila og yfirvöld. Áhrif þeirra samkeppnisþátta sem hér hafa verið nefndir era mjög mismunandi frá einu verki til ann- ars. Það sem einkum ræður úrslit- um í því sambandi er eftirfarandi: a) Umfang verks, þ.e. upphæð verksamnings. b) Lengd verktíma (samhengi milli verktíma og stærðar verks). c) Tegund verks, þ.e.; — byggingar (mism. áhrif eftir teg.), — jarðvinna (flugvellir, hafnir, vegir o.s.frv.). — annað (malbik, olíuleiðslur, tæknil. flókin verk). Eins og minnst var á hér að fram- an hefur Verktakasambandið, allt frá stofnun þess árið 1968, barist fyrir opnum markaði og fijálsri samkeppni á sviði mannvirkjagerð- ar hér á landi undir kjörorðinu „Is- land einn markaður". Jafnframt hefur sambandið lagt aukna áherslu á að skapa íslenskum verktakafyrir- Pálmi Kristinsson tækjum möguleika á því að hasla sér völl í samkeppni um verkefni á erlendum mörkuðum. Þannig hafa nokkur íslensk verktakafyrirtæki annast framkvæmdir á Grænlandi og í Færeyjum með góðum árangri og unnið er að því að afla verkefna m.a. í Sovétríkjunum, Bretlandi og víðar. Þá hafa margir stjórnendur íslenskra verktakafyrirtækja haft yfiramsjón með stórframkvæmdum í flestum heimsálfum og öðlast mikla reynslu sem hefur skilað sér í rekstri viðkomandi fyrirtækja hér á landi. Það væri því í mótsögn við þessa stefnu ef sambandið styddi tillögur um að hindra samkeppni erlendra fyrirtækja um verkefni á vegum varnarliðsins. Slíkt gæti allt eins leitt til þes að íslenskum fyrirtækj- um yrði í vaxandi mæli meinaður aðgangur að ýmsum verkefnum erlendis og þá ekki eingöngu hjá NATO eins og verið hefur allt frá því að stjórnvöld fólu íslenskum aðalverktökum einokun þessara framkvæmda fyrir um 35 áram. Svo virðist sem ýmsir stjórn- málamenn og aðrir sem um þessi mál hafa fjallað átti sig ekki á þeirri staðreynd að islenskur verktakamarkaður er og hefur verið opinn erlendum fyrirtækjum svo lengi sem elstu menn muna. Það að erlend verktakafyrirtæki hafa ekki náð að hasla sér völl hér á landi t.d. í vegagerð, byggingu skólamannvirkja, íbúða o.s.frv. er því ekki til komið vegna þess að markaðurinn hafi verið lokaður heldur fyrst og fremst vegna smæð- ar markaðarins. Verktakasamband íslands er að- ili að Evrópusamtökum verktaka- sambanda (FIEC) og samtökum norrænna verktakasambanda og auk þess hefur sambandið átt óformleg samskipti við bandaríska verktakasambandið. I gegnum þessa samvinnu hafa þróast ákveðnar leikreglur um opinn mark- að og frjálsa samkeppni sem aðild- arsamböndin hafa skuldbundið sig til að fylgja eftir í samræmi við lög og aðstæður í hveiju landi. Þá má geta þess að Verktakasambandið hefur iðulega aðstoðað erlend fyrii- tæki og sendiráð erlendra ríkja hér á landi við öflun upplýsinga um éinstakar verkframkvæmdir og komið þeim í sambönd við innlend verktakafyrirtæki og aðra er tengj- ast viðkomandi framkvæmd hafi þess verið óskað. Sem nýleg dæmi um slík verkefni má nefna jarðgöng gegnum Ólafsfjarðarmúla og stíflu- og veituframkvæmdir við Blöndu- virkjun. Slík þjónusta er talin eðlileg og sjálfsögð hjá öðram samböndum innan FIEC og stendur íslenskum fyrirtækjum að sjálfsögðu einnig til boða þar. Það er mat sambandsins að vernd sú sem felst í nálægðinni við þessi verkefni eigi að vera nægileg undir öllum eðlilegum kringumstæðum til að veita íslenskum fyrirtækjum það forskot sem þörf er á í samkeppn- inni við erlend fyrirtæki. Nægir í þessu sambandi að benda á niður- stöður þeirra samkeppnisútboða sem farið hafa fram hér á landi á liðnum áratug með þátttöku er- lendra fyrirtækja en flest þessara verkefna hafa verið stærri og um- fangsmeiri en almennt gildir hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Eitt mikilvægasta atriðið í tengslum við samkeppnisstöðu er- lendra verktakafyrirtækja hér á landi er umfang og lengd verk- samninga. Því stærri sem verkefn- in era þeim mun sterkari verður staða erlendra fyrirtækja í sam- keppninni við hin íslensku. Þannig gætu t.d. rammasamningar til lengri tíma um ákveðin verkefni eða jafnvel öll verkefni á tímabilinu gert útslagið í þessu sambandi. Slíkt fyrirkomulag er víða notað, t.d. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.