Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 11 Gissur biskup og siðaskiptin Börn Tryggva Þórhallssonar gefa út ritgerð hans frá 1917 Hollustuvemd ríkisins: Sala vanmerktra vörutegunda stöðvuð Út er komin bók sem hefur að geyma ritgerð Tryggva Þórhalls- sonar í samkeppnisprófi sem fór fram á sumri 1917 um kennaraemb- ætti við Háskóla íslands. Tilefni þess var, að er Jón Helgason varð biskup í desember 1916, að Þór- halli Bjamasyni látnum, losnaði dósentsembætti við guðfræðideild Háskólans. Er bók þessi gefin út af bömum höfundar (hann lést árið 1935) í tilefni af aldarafmæli hans hinn 9. febrúar 1989. í formála hennar er gerð nánari grein fyrir aðdraganda og tilhögun þessa sam- keppnisprófs og fleiru í því sam- bandi. Fimm manna dómnefnd sam- keppnisprófsins ákvað að þátttak- endur í því skyldu semja kirkjusögu- lega ritgerð um þetta efni: „Að- dragandi og upptök siðaskipt- anna hér á Islandi, afstaða Giss- urar biskups Einarssonar til kat- ólsku biskupanna Ogmundar og Jóns Arasonar annars vegar og konungsvaldsins hins vegar, og viðgangur hins nýja siðar á dög- um Gissurar biskups." Hér var um að ræða aðalverkefni sam- keppnisprófsins og skyldu umsækj- endur um stöðuna hafa 90 daga til að leysa það af hendi. Tveir sóttu um embættið auk Tryggva Þórhallssonar, þeir Ás- mundur Guðmundssonar prestur í Stykkishólmi, síðar biskup, og Magnús Jónsson prestur á ísafirði, síðar alþingismaður og ráðherra. Hann fékk embættið samkvæmt niðurstöðu dómnefndar um að hann væri hæfastur umsækjenda til að gegna því. í úrskurði hennar var tekið fram, að ritgerð Tryggva bæri vott um „einkar góða sagnrit- arahæfileika“. Börn Tryggva Þórhallssonar vildu minnast föður síns á aldaraf- mæli hans á eftirminnilegan hátt, og ákváðu þau að vel athuguðu máli að gera það með því að gefa út þessa ritgerð hans frá 1917. Hún hafði varðveist vel, lá fyrir heil og ósködduð og ekkert verið birt beint úr henni. Auk þess hafði dómnefnd samkeppnisprófsins tjáð sig mjög jákvætt um hana sem fyrr segir. Bókin er 16 + 278 bls. auk 57 síðna með myndum tengdum efni hennar. Tilvísanir til heimilda og athugasemda eru ekki færri en 1.570, þar af um 1.300 í íslenskt fornbréfasafn. Gegnir furðu að mögulegt hafi verið að semja svo viðamikið ritverk á ekki lengri tíma en 90 dögum. í formála bókarinnar er gallað allítarlega um þetta atriði. I samræmi við orðalag dóm- nefndar á verkefninu er fysta siða- skiptamanninum á íslandi, síra Jóni Einarssyni í Odda, helgaður I. kafli ritgerðarinnar, og frásögn hennar Tryggvi Þórhallsson lýkur af sömu ástæðu við dauða Gissurar árið 1548. í ritgerðinni er því lítið fjallað um síðasta skeið siðaskiptaátakanna — efni hennar eftir inngang og I. kafla snýst ein- vörðungu um Gissur Einarsson og er jafnframt ævisaga hans. Til þess að gefa einhveija hug- mynd um efnisskipun bókarinnar fara hér á eftir kaflaheitin í henni: Síra Jón Einarsson í Odda. Siða- skiptamennirnir í Skálholti og að- gerðir Ögmundar biskups. Bessa- staðamenn. Gissur Einarsson verð- ur biskup í Skálholti. Fyrsta bisk- upsár Gissurar Einarssonar. Gissur Einarsson og Ögmmundur Pálsson. Alþingi árið 1541. Gissur Einarsson og Jón Arason. Gissur Einarsson og konungsvaldið. Viðgangur hins nýja siðar á dögum Gissurar bisk- ups Einarsson. Niðurlagsorð. — Áftanmáls eru svo 4 fylgiskjöl, hið fyrsta þeirra ættartala Gissurar biskups. Þar eru og nafna-, mynda- og heimildaskrár. Starfið við að búa bókina til prentunar var að mestu unnið af bömum höfundar og mökum þeirra. Að sjálfsögðu varð ekki komist hjá því að leita út fyrir fjölskylduna um leiðbeiningar og upplýsingar hjá sérfróðum mönnum. Jafnframt því að vera almenn siðaskiptasaga að því er snertir þátt Gissurar Einarssonar í henni er þessi bók mjög einbeitt vamarrit fyrir hann bæði sem mann og þjóð- arleiðtoga á_ einhverju afdrifarík- asta tímabili íslandsögunnar. Legg- ur höfundur megináherslu á að færa sem fyllst rök fyrir því, að þau hörðu ámælisorð, sem Gissur hafði fengið á sig í ritum um siðaskiptin og hjá almenningi, ættu ekki við rök að styðjast, þ.e. gæti ekki sam- rýmst fyrirliggjandi heimildum, væm þær rétt lesnar. Hvað varðar svert mannorð Gissurar var hér einkum um það að ræða, að hann hefði bréflega fullvissað Ögmund biskup velgerðamann sinn um að honum væri engin hætta búin af hendi Huitfeldts, sendimanns kon- ungs, í því skyni að koma betur fram áformi sínu um að láta hand- taka Ögmund. Niðurstaða ítarlegr- ar könnunar höfundar á málavöxt- um er sú, að enginn fótur sé fyrir þessari ásökun. — Gagnrýni á hend- ur Gissuri um að hann væri hallur undir konungsvaldið afsannar höf- undur meðal annars með því að gera grein fyrir nánu samstarfi hans við Jón Arason um að hamla gegn þeim áformum konungsvalds- ins að sölsa undir sig sem mest af kirkju- og klaustureignum í lq'ölfar siðaskiptannaj og að skerða fom landsréttindi Islendinga. Sögufélag, Garðarstræti 13b, Reylqavík (opið kl. 13-17, sími 14620), annast dreifingu bókarinn- ar. (Fréttatilkynning) HOLLUSTUVERND ríkisins mun gera ráðstafanir til þess að sala vanmerktra vörutegunda verði stöðvuð innan tíðar, en það á við um allar neysluvörur. Hefiir stofnunin óskað eftir því við Fé- lag íslenskra iðnrekenda að það kanni hvernig staða mála er hjá islenskum framleiðendum varð- andi merkingar á umbúðum, og veiti stofiiuninni upplýsingar fyr- ir 1. júní næstkomandi um hvaða vörur uppfylla ekki ákvæði reglugerðar um umbúðamerk- ingar. Jafiiframt er óskað eftir upplýsingum um ástæður þess að vörur eru vanmerktar og hve- nær fyrirtæki geti uppfyllt ákvæði gildandi reglugerða. í fréttatilkynningu frá Hollustu- vernd ríkisins kemur fram að nokkrum íslenskum fyrirtælqum hefur verið veitt undanþága vegna umbúðamerkinga, en stofnuninni sé kunnugt um að önnur fyrirtæki séu með sambærilegar vörur á rnarkaði, án þess að umbúðir séu rétt merktar, og án þess að sótt hafí verið um undanþágur til leið- réttinga á merkingum. Hollustuvernd hefur upplýst að innihald aukaefna í innfluttu smjörlíki, sem stofnunin hefur skoð- að, sé í samræmi við reglugerðará- kvæði um aukaefni í matvælum og öðrum neysluvörum. Stofnunin hef- ur hins vegar gert athugasemdir við merkingar á umbúðum smjörlík- isins. Tillaga til þings- ályktunar: Landgræðslu- átak á sand- fokssvæðum Uppblástur stöðv- aður fyrir aldamót SJÖ þingmenn úr öllum þing- flokkum lögðu fram á nýliðnu Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um landbúnaðarráðherra ætti að hlutast til um áætlun til að stöðva eyðingu jarðvegs og gróðurs. Sérstök áherzla skyldi lögð á sandfokssvæðin og miða áætlunina við það að stöðva uppblástur á þeim svæðum fyrir aldamót. Tillagan kom ekki á dagskrá. Fyrsti flutningsmaður var Egill Jónsson og í- greinargerð segir að með nýjum landgræðslujurtum, fræræktarstöðinni í Gunnarsholti og aðstöðu til að dreifa árlaega um 5000 tonnum af áburði úr flug- vélum hafi skilyrðin við að takast á við eyðingaröflun batnað veru- lega. Þá segir að samdráttur í land- búnaði og minnkandi áburðarkaup hafi valdið erfiðleikum í rekstri Aburðarverksmiðju ríkisins. „I ljós hefur komið“, segir þar, „að hag- kvæmt væri að framleiða nokkurt magn áburðar með lægra verði til Landsgræðslu ríkisins. Ef þessi áform kæmust í framkvæmd myndi það verða til mikils stuðn- ings við landgræðslustarfið og auka hagkvæm ni í rekstri áburð- arverksmiðjunnar“. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ab-mjólk styrkir stöðu þíns innri manns! Lestu textann á umbúð- unum og sjáðu hvað stendur á bak við a og b. ab-mjólk er kalk- og prótein- rík eins og aðrar mjólkur- afurðir og kjörin sem morgunverður eða skyndi- máltíð, í hádegi eða að kvöldi, þá ýmist með blöndu af korni og ávöxtum eða ávaxtasafa. ab-mjólk - morgunverður sem stendur með þér! •• ? + 11 a | i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.