Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 t Konan mín, GUÐLEIF HALLGRfMSDÓTTIR, Holtagerði 37, Kópavogl, lést 24. maí. HafliSi Jónsson. t Eiginmaöur minn, SIGURÐUR GÍSLASON frá Felll, Ytrl-Njarðvfk, lést á Hrafnistu í Reykjavík 14. maí. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Sigrföur Eirfksdóttir, og aðrlr vandamenn. t Útför MARGRÉTAR ILLUGADÓTTUR, Syðri-Hömrum, Asahreppl, fer fram frá Kálfhólskirkju mánudaginn 29. maí kl. 14.00. Gfsll Ástgeirsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRODDUR ÓLAFSSON, Eyjahrauni 9, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 27. maí kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Vestmannaeyja. Erla Þóroddsdóttlr, Sigrfður Þóroddsdóttir, Þoroddur Stefánsson, Bjargey Stefánsdóttir, Helga Ragnarsdóttir, Stefán G. Stefánsson, Ragnar Guðmundsson, Vlktor Ragnarsson, Gunnar Már Andrésson, HJálmar Kristmannsson, og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ólafsvfk, andaöist í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 20. maí. Jarðarförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 27. maí kl. 14.00. Bílferö frá B.S.f. laugardagsmorgun kl. 8. Guðmundur Alfonsson, Ingveldur Alfonsdóttir, Kristján Alfonsson, Randver Alfonsson, Svava Alfonsdóttir, Slgrfður Alfonsdóttir, Aldfs Alfonsdóttir, barnabörn og Matthildur Kristjánsdóttir, Sólbjartur Júlfusson, Jóhanna Elfasdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Finnur Gœrdbo, Trausti Guðjónsson, James Snowdon, barnabarnabörn. t Þökkum einlægan vinarhug, blóm, samúðarkveðjur og alla ástúð okkur sýnda við andlát og útför JÓHÖNNU HELGU BENEDIKTSDÓTTUR frá Seljateigi. Jóhann Björnsson, Guðrún Asa Jóhannsdóttir, Helgi Seljan, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm. t Ég þakka hjartanlega fyrir þá samúð sem mér og okkur var sýnd með blómum og skeytum vegna andláts og jarðarfarar ÁSGEIRS HELGA GUÐMUNDSSONAR, fyrrum hótelstjóra á Bjargi f Búðardal. Þakka ég þeim mörgu sem hjálpuðu mér. Sömuleiöis þakka ég Steinunni Finnbogadóttur, Hátúni 12, og fólki hennar fyrir þá yndislegu framkomu og styrk sem þau gáfu honum. Guð blessi ykkur öll. Borghildur Hjartardóttir, Elfsabet Ásgeirsdóttir, Hilmar Ásgeirsson, Hugrún Hilmarsdóttir, Huldfs Ásgelrsdóttlr, Geir Þórðarson, og barnabörn. Lokað Lokað í dag, föstudaginn 26. maí vegna útfarar ÁSTU ÞÓRHALLSDÓTTUR. Ásbjörn Ólafsson hf., Borgartúni 33. Leikklúbburinn Saga: Tekur þátt í Fenris 89 Um 100 leikarar taka þátt í sýningunni LEIKKLÚBBURINN Saga á Ak- ureyri tekur þátt í samnorrænu leikverki, Fenris 89, og verður það frumsýnt í Humlebæk í Dan- mörku, en síðan tekur við sex vikna ferð um öll Norðurlöndin. A Islandi verður verkið sýnt á Akur- eyri og Húsavík í júiímánuði. Ferðin hefst 21. júní næstkomandi. Gunnar Gunnsteinsson sem um- sjón hefur með hlut Sögu í leikverk- inu sagði að um væri að ræða ævin- týraverk sem unnið hefði verið sam- eiginlega af leikklúbbum frá öllum Norðurlöndunum. Verkið tekur um tvær stundir í sýningu, en hlutur Sögu er tæpur hálftími. Verkið fjall- ar um kóng, drottningu og sjö börn þeirra. Einu þeirra er rænt af hinu illa og greinir verkið frá leit hinna af því týnda og gengur á ýmsu við leitina. Leikklúbburinn Saga mun koma inn í sýninguna þar sem börn- in hitta fyrir drauga á ferð sinni og einnig í lokasenu verksins, en þar er sett á svið heilmikið eldgos. Alls taka þátt í sýningunni um 100 leikarar, en frá Sögu taka þátt 22 félagar. „Þetta er mjög spennandi, en alveg geysileg vinna,“ sagði Gunnar. Leikklúbburinn hefur æft tvisvar í viku frá áramótum, en leik- stjóri er Margrét Pétursdóttir leikari. Gunnar sagði að fyrirtækið væri MAGNÚS Þorsteinsson hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri Sanitas hf. á Akureyri, en Bald- vin Valdimarsson sem gegnt hef- ur stöðunni lætur af störfum 1. júní næstkomandi. Magnús hefur síðustu fimm ár starfað sem skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöð- um og þar áður var hann um eins árs skeið á skrifstofu Sambandsins mjög dýrt, en sameiginlega söfnun stæði yfir á öllum Norðurlöndunum. Aætlaður kostnaður vegna sýning- anna og ferða á milli landa er um 800 þúsund danskar krónur. Saga hefur fengið styrk frá Akureyrarbæ, Kaupfélagi Eyfirðinga og sagði Gunnar að nú væri beðið eftir svari frá Menntamálaráðuneytinu og einn- ig ýmsum stærri fyrirtækjum. í London. Magnús hefur störf hjá Sanitas í iok næsta mánaðar. „Starfið leggst vel í mig, það hafa miklar breytingar verið gerðar á verksmiðjunni að undanförnu í kjölfar þess að sala á áfengu öli hófst og þeim er ekki öllum lokið. Við höfum verið með góða vöru sem líkað hefur vel og erum með viðun- andi markaðshlutdeild," sagði Magnús. Nýr framkvæmdastjóri Sanitas á Akureyri Morgunblaðið/Rúnar Þór Ellefú eldri listmálarar sýna í Gamla Lundi við Eiðsvöll. Frá vinstri eru Páll, Ingimar, Ólöf, Magna, Þórhalla, Katrín, Elísabet, Finnur og Konráð, en á myndina vantar Sigurð, Jóhann og Aðalstein. Gamli Lundur: Ellefii eldri listmálarar sýna SÝNING eldri listmálara verður opnuð í Gamla Lundi við Eiðs- völl laugardaginn 27. maí og lýkur henni þann 4. júní næst- komandi. í sýningunni taka þátt ellefu list- málarar sem sótt hafa námskeið á vegum félagsstarfs aldraðra og var leiðbeinandi þeirra Kristinn G. Jó- hannsson. Á sýningunni eru um 50 olíumálverk. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru Ingimar Friðgeirsson, Ólöf Baldvins, Finnur Daníelsson, Kon- ráð Ásgrímsson, Sigurður Kristj- ánsson, Páll Þórðarson, Katrín Jós- epsdóttir, Magna Sæmundsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Elísabet Jó- hanna Sigurðardóttir,_ Þórhalla Sandholt og Aðalsteinn Óskarsson. Sýningin verður opin frá kl. 14.00-20.00 um helgar en frá 16.00-20.00 virka daga. Útvegsmannafélag Norðurlands: Fundur um mál- efni útgerðar Útvegsmannafélag Norður- lands heldur fúnd á Hótel KEA á Akureyri næstkomandi mánu- dag, 29. maí, og hefst hann kl. 16.00. Efni fundarins verður málefni útgerðarinnar og verður rætt um það sem efst er á baugi á þeim vettvangi, rekstrarskilyrði, kvóta- mál og fleira. Á fundinn koma Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra og Kristján Ragnarsson formaður LIÚ. Geysiskvartettinn ásamt undir- leikara sínum, Jakob Tryggva- syni. Geysiskvartett- inn í Akur- eyrarkirkju Geysiskvartettinn á Akureyri hefúr æft upp nýja söngskrá sem flutt verður í Akureyrarkirkju á sunnudagskvöld, 28. maí, og hefst kl. 21.00, en lítið hefúr heyrst í kvartettnum síðustu ár. Geysiskvartettinn hóf söngferil sinn fyrir rúmum tuttugu árum og hefur söngur hans víða hljómað. Kvartettinn skipa sömu menn og í upphafi, Aðalsteinn Jónsson 1. ten- ór, Guðmundur Þorsteinsson 2. te- nór, Birgir Snæbjömsson 1. bassi og Sigurður Svanbergsson 2. bassi. Jakob Tryggvason organisti, sem alla tíð hefur æft þá félaga, útsett mörg lögin og leikið undir er enn á sínum stað. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. ESSO-mót í knattspyrnu Knattspyrnudeild KA heldur sitt árlega ESSO-mót í knatt- spymu fyrir 5. flokk með þátt- töku a- og b-liða dagana 30. júní til 2. júlí. Einnig verður haldið innanhússmót í „bandí“ með út- sláttarfyrirkomulagi. Þátttökugjald er 4.800 krónur og er innifalið í því gisting í svefn- pokaplássi, morgunverður í þijá daga og kvöldverðir. Ókeypis verð- ur í sund alla keppnisdagana og aðstaða til ýmiskonar leikja. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast fyrir 1. júní til Gunnars Kárason- ar, Magnúsar Magnússonar eða Sveins Brynjólfssonar. Myndlistarskólinn: Vorsýning í nýju húsi ÁRLEG vorsýning Myndlistar- skóians á Akureyri verður opnuð laugardaginn 27. maí í salar- kynnum_ skólans við Kaupvangs- stræti. Á sýningunni verða rúm- lega 700 verk þeirra 220 nem- enda sem stunda nám við skólann. Á sýningunni um helgina gefur að líta gott yfirlit yfír hið marg- þætta starf sem unnið er í skólan- um. Sýningin verður opin laugar- dag og sunnudag frá kl. 14.00 til 22.00. Starfsemi Myndlistarskólans er einkum tvíþætt, annars vegar eru síðdegis- og kvöldnámskeið fyrir böm og fullorðna í ýmsum greinum myndlista og hins vegar dagskóli, fomámsdeild þar sem fram fer list- rænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám á sérsviðum og málunar- svið sem er þriggja ára nám. Einn- ig annast skólinn hinn faglega þátt myndlistarbrautar Menntaskólans á Akureyri. ^ Bílasýning í íþróttahöllinni Knattspyrnufélag Akureyrar gengst fyrir bllasýningu um helg- ina, 27. og 28. maí, og munu öll helstu bifreiðaumboð landsins taka þátt í sýningunni. Gestum gefst kostur á að skoða nýjustu bílana innandyra og jafnframt verða bílar sýndir á sýningarsvæði utanhúss. Sýningin verður í íþróttahöllinni á Akureyri og á efri hæðinni kynna fyrirtæki ýmiss konar sumarvörur. Veitingasala verður í gangi, hluta- velta og fjölbreytt dagskrá með skemmtiatriðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.