Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 39

Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 39
fl3sorrao .?[ fluoAauioiflfl araAja'/uofloi/. - MORGUNBLAÐIÐ “ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Útlit í dag ætla ég að fjalla áfram um útlit stjörnumerkjanna. Eins og á sunnudag er hafður á sá fyrirvari að útlit mótast oft af þeim fjórum—fimm merkjum sem hver maður hefur einkenni frá, en ekki einungis af sólarmerkinu, og að í vissum tilvikum geta sterkir erfðaþættir sett strik í reikninginn hvað varðar útlit manna. Nautiö Til eru tvær gerðir af Naut- um. Annars vegar þykka jarð- arnautið og hins vegar Venus- arnautið sem er grannara og fínlegra í útliti. Jarðarnautið hefur gjarnan þykkan háls, breiðar herðar og breitt upp- andlit og enni. Það er heldur þybbið í vexti og fær gjarnan ístru eða verður mikið um sig með árunum. Segja má að það sé allt heldur svert um sig. Nautið er einnig oft luralegt í vexti og eilítið hokið í herð- um. Súkkulaði Venusamautin eru oft áber- andi lagleg, hafa reglulega andlitsdrætti, eru grannvax- inn og með vel limaðan líkama og dökkt súkkulaðiyfirbragð. Augnsvipur Nautanna er oft fastur og rólyndislegur. Tviburinn Hinn dæmigerði Tvíburi er yfirleitt frekar grannvaxinn og ungæðislegur yfirlitum. Tvíburinn er t.d. það merki sem heidur æsku sinni hvað best, er unglegur fram eftir öilu. Það sem mér finnst áber- andi við útlitið eru hvik og skimandi augu, stríðnisglampi og brosmildi. Oft má þekkja Tvíbura á munnsvipnum, sem er eilítið framstæður. Tvíbur- inn er yfirleitt ljós yfirlitum og bjartur. Einkennandi er einnig, þó það geti ekki talist til útlitseinkenna, hvikar og snöggar hreyfingar. Krabbinn Helstu útlitseinkenni hins dæmigerða Krabba eru mjúk- ar og bogadregnar línur og nærri því kringluleitt andlits- fall. Líkami Krabbans er laus við skarpar og afgerandi línur, en er oft þybbinn. Kon- ur í Krabbamerkinu eru oft stórar um sig, brjóstamiklar og hlýlegar. Karlmenn í Krab- banum eru sömuleiðis iðulega bústnir og þéttir. Hárið er oft dökkleitt og hrokkið. Krabbar þekkjast og oft á augunum sem eru hlýleg, feimnisleg og oR rök og fljótandi. Ljóniö Hið dæmigerða Ljón er oft á tíðum stórskorið, bæði í vexti, en ekki síst í andliti. Oft er frekar langt á milli augnanna á Ljónum og nefið breitt og flatt. Hárið er frekar þunnt og ljóst. í sambandi við hárið er oft áberandi, hvernig sem liturinn er, að það bylgjast upp af enninu og fellur niður höfuðið líkt og makki. Ein- kennandi fyrir Ljónið er að það heldur höfðinu hátt og svcigir líkamann aftur er það gengur. Hreyfingar eru yfir- leitt útliugsaðar og oft leik- rænar. Ljónið er oft grófgert í vexti og þétt á velli. Þetta er sérstaklega áberandi þegar það eldist. Önnur áhrif Að lokum má geta þess að það er ekki alltaf sólarmerkið sem ræður útliti. Rísandi merki hefur þar töluverð áhrif, sérstaklega hvað varðar framkomu og Tunglið hefur oft töluverð áhrif á líkams- bygginguna. Svo er einnig með aðrar plánetur og þá sérstaklega ef margar raða sér saman í eitt merki eða eru áberandi á Rísingu eða Mið- himni. GARPUR GRETTIR /jtyU-OFþ { ÞVKIR LEITT f Wj [ WíZFAAP. I / EN. PAO TELST EKIO ÚTUEGA AO ?OFA ¥ (aJj V//PHLIPINAÁMVNP A n V AF póRS/viÖFK 8 /J/nt pú ÞTÍ&UtZOFAw ( ( uLJÞX A VAFPE LDINN AIINN c ^ j .**> "fc^J^- 9.9 BRENDA STARR * HÆTTU ÞESSU^L! BRE-NDA. ÞVoÐO S- OPP. BOPGADO £E/K'A/WeAÁ/A þ/'//A Þé/? FBr~ L EGS/a/a yúá ‘ JC (Seeðo e/TTHuqe> í AE^m éS S/CAU cLc, J 1 //jAlpa Þéæ /no x SLEVAtA HO//UAÍ- <©7 > éa s/cal i Skr/fa F/zé TT- /A/A MiA/A, EM E/N5 OG SEG/fZ /'LJOD/NO: ,f i//£> Gc £ v/yiu/u £>CK/ sr* Gevaaum ? 11 Þae> / \ 4' LEVNUM, ÞAE> ee. auj\ 06 SUMT" 8 1 r—J| L LJÓSKA mi/ ■ — — 11 v : r. m þÉK. UM pESSA.) FyKIIS AÐ Któ? yU VE-ISA A HÖRKUPLEIS ‘ -—’-u vfi i,i rcmjiiMaiMU EVENTHOUGH WERE/ GOINGTOLOSE.WE HAVE TO SHOU) that WE’RE GOOP SP0RT5 WHEN THE GAME 15 OVER,WE ALL 6ET T06ETHER ANP SHOUT/'TWO, FOUR, 5IX,EIGHT.. U)H0 VO U)E APPRECIATE7TI6ER5ÍTIGÉR5.1 Jafnvel þótt við töpum verðum við írð sýna sannan íþróttaanda. Þegar leiknum er lokið söfnumst við saman og æpum „tveir, ljórir, sex, átta... hverja líkar okkur við? Tígrin, tígrin“. {WRÁrHERPIEÍ! © 1988 United Feature Syndicate. Inc. Heldur vil ég deyja!! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Veikur 5-litur í trompi er stór- lega ofmetinn styrkur í vörn. Fyrirfram lítur út fyrir að G9xxx fyrir aftan lengdina sé tveggja slaga virði, en svo er alls ekki alltaf. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ K653 VK4 ♦ Á10743 *K7 Vestur Austur ♦ G1092 „„„ ♦ Á984 VG9752 r- ♦ 5 i I 4 0098 + Á95' +108642 Suður ♦ D VÁD10863 ♦ K62 ♦ DG3 Vestur Norður Austur Suður — — 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Utspil: spaðagosi. Austur drepur fyrsta slaginn á spaðaás og spilar meiri spaða. Suður kastar tígli heima og tek- ur slaginn á kóng blinds. Hjarta- kóngurinn skýrir leguna og nu er ljóst að innkast er eina vonin til vinnings. Til þess að undirbúa það trompar sagnhafi spaða. Spilar svo laufi á kóng og meira laufi á ás vesturs. Hann skilar tígli, drepið í blindum, og spaði tromp- aður enn á ný. Þá tekur hann laufgosa og spilar Ioks tígul- kóng. í þessari stöðu á vestur aðeins tromp eftir. Hann fær að trompa tígulkónginn, en verður svo að spila upp í ÁDIO suðurs í hjarta. Suður þurfti að lesa skipting- una rétt til að ná frám þessari endastöðu, en með tígli út hefði hann aldrei átt neina vinnings- glætu. Og tígull er rökrétt út- spil, því oftast er betra að stytta sjálfan sig frekar en sagnhafa með trompiit af þessu tagi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Kaup- mannahöfn í haust kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meist- aranna Judit Polgar (2.555), Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Lars Bo Hansen (2.525), Danmörku. Svartur hafði haft betri stöðu, en lék síðast hrottalega af sér, 32. - Dglxg2?? í staðinn fyrir 32. - He2 - e4+. Judit hafði búið til lúmska hótun með síðasta leik sínum 32. Kg3 - H4!? og tókst nú að framkvæma hana: 33. Dg7+!! og svartur gafst upp, því hann er óvetjandi mát í fjórða leik eins og auðvelt er að fullvissa sig um. Urslit á mótinu urðu þessi: 1. Curt Hansen 6Vi v. af 9 mögulegum, 2.-3. Judit Polgar og Ian Rogers (Ástralíu) 5/» v. 4. Zsusza Polgar 5 v. 5'. Zsofia Polg- ar 414 v. 6.-8. Lars Bo Hansen, Lars Schandorff og Erling Mort- ensen 4 v. 9. Harry Schússler (Svíþjóð) 3Z v. 10. Carsten Höi 2Z v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.