Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Utanríkismálanefiid sæmilega ánægð með skýrslu ráðherra EFTA - EB UTANRÍKISMÁLANEFND virðist vera sæmilega ánægð með skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra um könn- unarviðræður EFTA og EB, sem hann flutti nefhdinni á fundi hennar sl. laugardag. Jóhann Einvarðsson, formaður nefndarinnar og Eyjólfur Konráð Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefhd- inni sögðu skýrsluna hafa verið ítarlega.og greinargóða, en Kristín Einarsdóttir, fulltrúi Kvennalista taldi að verið væri að rasa um ráð fram í ákvarðanatöku í þessum efhum. Kristín Einarsdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Mér finnst sem þama sé búið að taka ákvörðun um að ganga til samn- inga við Evrópubandaiagið án þess að Alþingi hafi tekið afstöðu til þess að ganga til slíkra samninga. Mér finnst ekki liggja fyrir hveijir fyrirvarar íslands eru að því er varðar aðgang að auðlindunum og sérstöðu Islands að því er varðar fjármagnsmarkaðinn. Auk þess finnst mér vera hættulega mikill hraði á öllum þessum viðræðum og vara eindregið við honum.“ Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að ráðherra hefði flutt ítarlega og greinargóða skýrslu um gang mála, en fátt hefði komið sér á óvart í máli ráðherra. „Þessi mál eru í þeim farvegi sem ég hafði hugsað mér að þau gætu verið. Það er hreyfing á málum, en ekk- ert stórvægilegt hefur gerst,“ sagði Eyjólfur Konráð. Jóhann Einvarðsson, formaður utanríkismálanefndar tók í sama streng: „Skýrsla ráðherra um það hvemig mál standa var ítarleg og góð. Nú eru málin á borði ríkis- stjórnarinnar og því ekki mikið umjrnu að segja að svo stöddu.“ Asgeir Hannes Eiríksson, full- trúi Borgaraflokksins i utanríkis- málanefnd sagðist ekkert hafa um skýrsluna að segja, þar sem hún hefði verið flutt á fundinum sem trúnaðarmál. Hann kvaðst á hinn bóginn hafa áhyggjur af því hversu takmarkaða þekkingu Is- lendingar hefðu á þessum tveimur bandalögum, EFTA og EB. Leggja þyrfti áherslu á að kynna þau sér- staklega nú á næstunni. Sjá samtal við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra í miðopnu. VEÐUR / DAG kl. 12.00; Heimild: Veðurstofa íslands á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 31. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Um 450 km vestsuðvestur af landinu er 945 mb víðáttumikil, en minnkandi lægð sem hreyfist lítið í bili. Yfir norð- austur Grænlandi er 1020 mb hæð. Heldur mun kólna í veðri. SPÁ: Suðaustlæg átt á landinu, allhvöss eða hvöss með éljúm suðvestanlands, skúrir suðaustanlands en hægari og bjart veður nyrðra. Lægir síðdegis. Hiti 2—5 stig vestanlands en heldur hlýrra á Norður- og Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG:Suðaustan- og siðar austanátt. Skúrir við suður- og austurströndina en léttir til á Norð- ur- og Vesturlandi. Hiti 2—7 stig. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og f|aðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r f f Rigning r r r * r # r * r * Slydda r * r * * * ## * # Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir = Þoka = Þokumóða ’, > Súld OO Mistur —j* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri S hálfskýjað Reykjavík 5 haglél Bergea 11 léttskýjað Helsinki 5 rigning Kaupmannah. 11 skýjað Narssarssuaq +6 skýjað Nuuk +10 skafrenningur Osió 7 rigning Stokkhólmur 9 þokumóða Þórshöfn 9 skýjað Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 14 skúr Barcelona 24 léttskýjað Berlín 14 rigning Chicago 13 léttskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Glasgow 13 léttskýjað Hamborg 12 rigning Las Palmas 26 skýjað London 14 skýjað Los Angeles 14 iéttskýjað Luxemborg 14 rigning Madríd 18 léttskýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Montreal 8 þokumóða New York 13 mistur Orlando 21 alskýjað París 17 skýjað Róm 21 þokumóða Vín 16 skýjað Washíngton 12 þokumóða Winnipeg +6 léttskýjað Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá fundi utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd sl. laugardag, þar sem ráðherra flutti nefndinni skýrslu sína af gangi könnunarvið- ræðna EFTA og EB. Flugráð mælir með flugi Arnarflugs til Vestmannaeyja og Húsavíkur: Vel 1 stakk búnir til að takast á við flugið - segir Arni Ingvason hjá Arnarflugi „VEITI samgönguráðherra okkur leyfi til áætlunarflugs til Vest- mannaeyja og Húsavíkur, eins og meirihluti flugráðs hefur mælt 'með, erum við ágætlega undirbúnir til að takast á við það verk- efiii. Við munum nota Dornier-skrúfiiþotur til flugsins og höfiim þegar eina slíka til umráða," sagði Árni Ingvason, framkvæmda- sljóri Arnarflugs-innanlands. Bæjarstjórar Vestmannaeyja og Húsavíkur segja afstöðu flugráðs í samræmi við samþykktir bæjar- stjórnanna. Búist er við að samgönguráðherra taki ákvörðun um veitingu sérleyfa í vikulok. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á sunnudag mælti flugráð með því að Arnarflugi yrði veitt heimild til áætlunarflugs til Vest- mannaeyja og Húsavíkur, en Flug- leiðir.hafa haft sérleyfi.á flugi til þessal-a staða. Arnarflug sótti einnig um heimild til að fljúga tveggja annarra áætlunarstaða Flugleiða, Patreksfjarðar og Hafn- ar, auk núverandi áætlunarstaða félagsins. Árni sagði að ef allar óskir Arnai-flugsmanna um sér- leyfi innanlands rættust myndu þeir fá aðra Dornier-þotu til um- ráða um áramót, en eína hafa þeir haft á leigu frá því í sumar. „Dornier-vélar taka 19 farþega og henta mjög vel við íslenskar að- stæður,“ sagði hann. „Þær eru framleiddar hjá verksmiðjum í eigu Daimler-Bens, þykja mjög fullkomnar og það er fáránlegt þegar minnihluti flugráðs gefur í skyn að þær séu ekki nógu örugg- ar. Þá eru einnig rangar fullyrð- ingar Flugleiða um að Fokker- vélar þeirra fljúgi ofar veðrum. Fokker eru ágætis vélar, en veðra- hvolfið nær miklu hærra en þær fljúga.“ Árni sagði að eins og komið hefði fram í fjölmiðlum myndi Arnarflug greiða skuíd sína við Flugmálastjórn, vegna lendingar- og þjónustugjalda, síðar í þessari viku. Páll Einarsson, settur bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, segir að niðurstaða flugráðs sé í anda sam- þykktar bæjarstjórnarinnar, frá því á miðvikudag í síðustu viku. Þar mælir bæjarstjórn með því við samgönguráðherra, að þeim aðil- um, sem áhuga hafa á ,að halda uppi flugþjónustu við Vestmanna- eyjar, hvort sem um er að ræða áætlunarflug eða annað, verði heimilað að veita þá þjónustu. Sérstaka áherslu beri að leggja á nauðsyn þess að flugrekstur Vals Anderssen verði efldur. Hafi ráðu- neytið hins vegar í huga að veita einum aðila sérleyfi til áætlunar- flugs milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur mælir bæjarstjórnin hins vegar með að Flugleiðum verði veitt leyfið. Ekki var fneiri- hluti um þessa samþykkt í bæjar- stjórn. Fimm greiddu atkvæði með samþykktinni en íjórii- sátu hjá. Minnihlutinn lagði fram tillögu, sem var felld, um að Flugleiðum yrði veitt sérleyfið. Það skal tekið fram, að Valur Anderssen sótti einnig um sérleyfi á þessari flugleið og mælti meiri- hluti flugráðs einnig með að hann fengi slíkt leyfi. Bjarni Þór Einarsson, bæjar- stjóri á Husavík, segist treysta því að réttir aðilar fylgist með að ör- yggismál þeirra flugfélaga, sem fá leyfi til áætlunarflugs, séu í lagi. „í samþykkt bæjarstjórnar Húsavíkúr í síðustu viku kemur fram, að bæjarstjómin telur nauð- synlegar flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur vera daglegar, beinar ferðir, án milli- lendingar," sagði hann. „Bæjar- stjórnin beindi því til ráðherra að úthlutun sérieyfa til flugs á þess- ari leið miðist við þessa þjónustu og notaðar verði flugvélar sem uppfylli ströngustu öryggiskröfur og anni flutningaþörf leiðarinnar. Til þessa að ná þessu markmiði telur bæjarstjórnin koma til greina að fleiri en einn aðili annist áætl- unarflug á leiðinni," sagði Bjarni Þór Einarsson. Dornier-skrúfiiþotan, sem Arnarflug hefúr á leígu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.