Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 22
22 caei .qaao'rao .ts fluoAaumuFi aiGAJ8HU03om MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Landsfundur Kvennalistans Kvemialistmn í bankaráð KVENNALISTINN samþykkti á landsfundi sínum um helgina að taka sæti í bankaráði ríkisbankanna. Kvennalistinn telur mikla þörf á sjónarmiðum og áhrifum kvenna í bankaráðum, enda eru þar lagð- ar línur í peningamálum. Kvennalistakonur segjast munu semja við hina flokkana í stjórnar- andstöðunni, Sjálfstæðisflokkinn og Fijálslynda hægrimenn, hvernig flokkarnir skipta á milli sín' sætum í bankaráðum Landsbankans, Bún- aðarbankans og Seðlabankans. Stjórnarandstaðan fær líklega tvö sæti í hveiju ráði, sex alls og má búast við því að Kvennalistinn hljóti tvö sæti af sex. Kvennadeild innan Byggðastoftiunar KVENNALISTINN leggur til að innan Byggðastofnunar verði stofn- uð sérstök kvennadeild. Þar skulu aðeins starfa konur með reynslu af jafnréttisstarfi og kvennaráðgjöf, sem sjái konuin um allt Iand fyrir upplýsingum og fræðslu. Alyktun þess efhis var samþykkt á landsfundi Kvennalistans um helgina. Kvennalistinn leggur til að í lög- í annarri ályktun fundarins er um um kvennadeild skuli bundið til fjallað um launamisrétti karla og tíu ára að deildin fái a.m.k. 20% af framlagi ríkisins til Byggðasjóðs. Þessi hlutur skal notaður til at- vinnusköpunar fyrir konur og til námskeiðahalds og handleiðslu fyrir þær, segir í ályktun fundarins. Þá er einnig lagt til að kvenna- deildin verði sjálfstæð éining við útibú Byggðastofnunar á Akureyri, enda sé um byggðaþróunarverkefni að ræða. kvenna og lagt til að Kvennalistinn leiti samstarfs við verkalýðsfélögin. í því samstarfi felst að konur skoði, skilgreini og túlki kjarasamninga, og fleira sem við kemur kjörum kvenna, og komi upplýsingum á framfæri við konur. Framkvæmda- ráði Kvennalistans var falið að vinna að þessari hugmynd í sam- vinnu við verkalýðsfélögin. Mótmæla endurvinnslu í Dounreay: Islendingar hætti fisk- sölu til Bretlands Á LANDSFUNDI Kvennalistans um helgina var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er áformum um endurvinnslu kjarnorkuúrgangs í Dounreay í Skotlandi. í ályktun fundarins segir að ,,. . .slík endur- vinnslustöð yrði geigvænleg ógnun við lífríki sjávar, eina af mikilvæg- ustu auðlindum Islendinga." Kvennalistinn leggur til að Is- lendingar íhugi að hætta algjörlega allri fisksölu til Bretlands, þar til fallið hefur verið frá þessum áform- um. og við verðum að mótmæla. Vissu- lega gætum við tapað á því að hætta að selja fisk en við verðum að láta í ljósi andstöðu á táknrænan hátt,“ sagði Þórhildur Þorleifsdótt- „Það eru skammtímasjónarmið sem ráða ferðinni í þessari ákvörðun Gegn aðild að EB Hafiia drögnm að firumvarpi um stjórnum fiskveiða Á LANDSFUNDI Kvennalistans var mikið rætt um Eftiahagsbanda- lag Evrópu og varð niðurstaða fúndarins að aðild að EB kæmi ekki til greina. Sjálfsagt væri þó að kanna alla möguleika en afar brýnt að gera öllum aðilum ljost að Islendingar muni aldrei afsala sér yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni eða öðru er varðar sjálfstæði þjóð- arinnar. Á fundinum kom einnig fram að nauðsyn væri að auka fræðslu um EB og hvaða áhrif aðild hefði fyrir hagsmuni íslendinga. Þá var bent á að ýmislegt sé enn óljóst t.d. varð- andi umhverfismál og félagsleg réttindi. Kvennalistinn er mótfallinn drög- um að frumvarpi um stjórnun fisk- veiða. Á fundinum kom fram að í drögunum sé aðeins um að ræða hertan ramma núgildandi kerfis og koma þurfi í veg fyrir kvótasölu. „Það er augljóst að skipin eru of mörg. Það hefur sýnt sig að ekki er hægt að halda úti öllum þessum flota. Auk þess er nauðsyn- legt að bæta vinnslu og nýtingu aflans því það er ljóst að við getum ekki gengið endalaust á auðlind hafsins," sagði Þórhildur Þorleifs- dóttir. Þórhildur Þorleifsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir útskýra stefnu Kvennalistans, á blaðamannafundi í gær. Nauðsyn að auka hlut kvenna í sveitarstjórnarmálum Gera þarf átak í sjálfstæðisbaráttu kvenna Á SJÖUNDA landsfúndi Kvenna- listans sem haldin var um helgina í Básnum, Ölfusi, var mikið rætt um sjálfstæðisbaráttu kvenna en að mati fúndarins þarf að gera átak í þeim málum. Einnig kom fram að auka þurfi hlut kvenna í sveitarsljórnum og að nauðsyn sé að auka möguleika kvenna á vinnumarkaðnum. „Konur þurfa að taka virkan þátt í sveitarstjórnum og það er áhyggjuefni hve margar þeirra, sem starfa við sveitarstjórnarmál, hyggjast ekki gefa kost á sér til áframhaldandi starfa," sagði Kristín Einarsdóttir. „Ein ástæðan er að yfirleitt eru fundir á kvöldin og það er mjög erfitt að koma því við vegna heimilishalds. Auk þess eru þessi störf illa launuð og kosta jafnvel bein fjárútlát. Okkur finnst því réttast að þátttaka í sveitar- stjórnum yrði launuð dagvinna,“ sagði Kristín. Kvennalistinn telur að í næstu sveitarstjórnarkosningum beri að leggja áherslu á dagvistunar,- öldr- unar,- umhverfis,- og umferðarmál, auk atvinnumála, með tilliti til kvenna. í aðalályktun fundarins var fjall- að um sjálfstæðisbaráttu kvenna. Lögð yar sérstök áhersla á félags- legt- og ijárhagslegt sjálfstæði kvenna auk þess að móðurhlutverk kvenna og líkamlegt- og menning: arlegt sjálfstæði þeirra verði virt. í þessu felst m.a. uppstokkun á launakerfi þjóðfélagsins með nýju mati á verðgildi atvinnu, endur- skoðun atvinnulífs, út frá hugmynd- um kvenna og með hagsmuni þeirra í huga, og virðing fyrir hefðbundn- um kvennastörfum. Takmarkaðir mögxileikar kvenna Einnig kom fram að möguleikar kvenna til atvinnu væru takmarkað- ir. „Það kemur oftar í hlut kvenna að sjá um heimilishald og ef kona með tvö börn, sem ekki eru komin á skólaaldur, ætlar að vinna fulla vinnu þarf hún að greiða hálfa millj- ón króna á ári í dagvistunargjöld. Við þetta bætast skattar og það þarf há laun til að konur geti farið út að vinna. Þetta dregur skiljan- lega verulega úr möguleikum kvenna og það er lágmarkskrafa að konur fái bætur vegna dagvist- unargjalda, hvort sem þær koma í formi launa eða skattafrádráttar," sagði Þórhildur Þorleifsdóttir. „Það er mikið misrétti í atvinnu- málum sem sést best á því að störf kvenna eru illa launuð. Þegar kon- um fjölgar í karlastörfum þá Iækka launin og kvennastörf eru illa laun- uð á meðan karlar bera mun meira úr býtum fyrir sambærileg störf,“ sagði Þórhildur. Næstu þingmannaskipti ekki fyrr en næsta haust SAMKVÆMT þeirri reglu sem Samtök um kvennalista hafa sett sér, þá á engin kona sem gegnir trúnaðarstarfi fyrir samtökin að gegna því lengur en sex ár samfleytt. Því hefur fi-á þvi sl. ár verið rætt um það að Guðrún Agnarsdóttir hætti þingmennsku nú í haust, og hennar sæti tæki Guðrún Halldórsdóttir. Guðrún Agnarsdóttir upplýsti hins vegar blaðamann Morgunblaðsins um það í gær, að nafiia hennar Halldórsdóttir væri svo önnum kafin við að ljúka ákveðnu verkefni, að hún myndi líklega ekki taka sæti hennar á þingi íyrr en að ári. „Gurún Halldórsdóttir tekur mitt sæti, en það ræðst af því hvenær hún er búin að ljúka þessu samnorr- æna verkefni, sem á að nýta hjá Evrópuráðinu um áhrif menntunar á stöðu og kjör kvenna í verkalýðs- félögum," sagði Guðrún Agnars- dóttir er hún var spurð hvort hún myndi hætta á Alþingi um næstu áramót. Guðrún sagði að Guðrún Hall- dórsdóttir vildi svo gjarnan ljúka þessu verkefni áður en hún tæki sæti á þingi og líklega yrði því ekki lokið fyrr en næsta vor. „Við höfum þetta bara eins og það hentar guð- rúnu. Við ætlum ekkert að hlaupa yfir hana, því hún er búin að vera að undirbúa sig fyrir það að taka sæti á þingi," sagði Guðrún. Því mætti alveg eins gera því skóna að hún sæti út þetta þing, en Guð- rún Halldórsdóttir tæki svo sæti á Alþingi næsta haust. Þrír hreppar á Norður- landi vestra sameinaðir UM HELGINA var samþykkt að sameina þrjá hreppa á norðurlandi vestra. Hofsóshreppur, Hofshreppur og Fellshreppur verða að einum frá og með sveitarstjórnarkosningum í vor. í þessum þremur hrepp- um búa um 430 manns. Greidd voru atkvæði um samein- inguna og var hún samþykkt I öllum hreppunum. í Hofsóshreppi með 85 atkvæðum gegn 6, í Hofshreppi með 50 gegn 24 og í Fellshreppi með 11 gegn 4. „Þetta er ekki mikil breyting því hreppirnir hafa verið svo gott sem sameinaðir síðustu ár. Hér höfum við sameiginlegan skóla og félags- heimili óg því verður hér allt með svipuðu sniði og áður,“ sagði Anna Steingrímsdóttir, í hreppsnefnd Hofsóshrepps. Ekki hefur verið ákveðið hvað nýi hreppurinn á að heita en hug- mynd hefur komið fram um að kalla hann Grafaróshrepp sem er gamalt örnefni við Hofsós. íslensk bókaskrá 1987 er komin út ÍSLENSK bókaskrá 1987 er nýlega komin út á vegum Landsbókasafns íslands og er hún unnin í þjóðdeild safiisins. I formála er gerð grein fyrir skránni, umfangi hennar og efni. Þá er skrá um skammstafanir þær, sem notaðar eni og um útgáfúfyrirtæki. Þá er töluyfirlit um íslenska bóka- gáfa íslenskra korta, bæði landa- útgáfu 1987 og sést þar að á árinu voru gefnar út 900 bækur og 331 bæklingur (bæklingur 5-48 bls.) eða samtals 1.231. I heftinu er einnig endurskoðað töluyfirlit um bó- kaútgáfu 1986. Fullnaðartölur eru þar 887 bækur og 395 bæklingar eða samtals 1.282. í skránni eru einnig ný blöð og tímarit ársins 1987 og greind út- korta og sjókorta. íslensk hljóðritaskrá_ er fylgirit íslenskrar bókaskrár. I henni er greint efni gefið út á hljómplötum og snældum. Fjöldi útgáfna alls 83. íslensk bókaskrá og hljóðritaskrá 1987 fást í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu. (FréU frá Landsbókasafni íslands)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.