Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 23 Gítartón- leikar í Norræna húsinu ÍRSKI gítarleikarinn Simon Ta- ylor heldur tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík í dag, þriðju- daginn 31. október og hefjast þeir kl. 20.30. Simon Taylor fæddist í Dublin árið 1956 og hóf gítarnám á ír- landi ungur að aldri. Síðar stundaði hann nám um fjögurra ára skeið við London College of Music og lauk þaðan bæði kennara- og ein- ieikaraprófi. Við útskriftina voru honum. veitt verðlaun fyrir framúr- skarandi árangur í námi. Hann hefur síðan sótt námskeið hjá mörg- um þekktum gítarkennurum og má Simon Taylor gítarleikari þar nefna David Russell og Vladim- ir Mikulka. Árið 1986 hlaut hann styrk frá spænska ríkinu til þess að stunda nám rSantiago de Com- postela undir handleiðslu José Luis Rodrigo. Simon Taylor er nú skóla- stjóri Newpark tónlistarskólans í Dublin. (Úr fréttatilkynningfu) Landlæknir um framkvæmd krufiiingar: Venja að leita sam- þykkis aðstandenda Á KIRKJUÞINGI var nokkuð rætt um rétt einstaklinga til að hafna krufningu. Ólaftir Ólafsson, landlæknir, sagði að það væri venjan að krufning væri ekki framkvæmd ef hinn látni hefði verið því mót- fallinn og ef venslamenn samþykktu ekki krufningu. í frumvarpi sem samþykkt var á Kirkjuþingi segir að krufning skuli ekki framkvæmd, liggi fyrir mót- mæli hins látna eða ef mótmæli koma frá nánustu venslamönnum, innan tíu stunda frá andláti. Þetta á þó ekki við sé ástæða til grun- semda um refsivert athæfi. Ólafur . Ólafsson, landlæknir, sagði að orðalag frumvarpsins gæfi til kynna að þessum reglum væri ekki fylgt og lýsti ekki þeim anda tillitsemi sem almennt ríkir á sjúkrahúsum í þessum málum. „Það er lagt á hendur yfirlæknis á viður- kenndum sjúkrahúsum að leita eftir dánarorsökum og stundum er krufning nauðsynleg til að leiðá í ljós banamein. En undantekningar- laust er leitað samþykkis vensla: manna,“ sagði Ólafur Ólafsson. „I lögum eru ákvæði um réttarkrufn- ingu og einnig reglur um ráðstafan- ir vegna sóttveikivarna. Þar er vægi samfélagsins metið meira en einstaklingsins. En það er regla á íslenskum sjúkrahúsum #að leita samþykkis venslamanna og krufning fer ekki fram ef hinn látni hefur íýst sig mótfallinn henni,“ sagði Ólafur. Á Kirkjuþingi var ákveðið að nefnd um dauðsföll og líffæraflut- ing myndi sitja áfram og skila áliti fyrir næsta þing. Nefndinni var falið að kanna viðhorf heilbrigðis- yfirvalda og reyna að finna leið sem allir gætu fallist á. Dagvistun heyn undir félagsmálaráðuneytið JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefúr lagt fram í ríkisstjórninni frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að yfirsíjórn dagvistarmála verði í höndum félagsmálaráðuneytisins, en Svavar Gestsson menntamálaráðherra, telur að dagvistarmál eigi áfram að heyra undir menntamálaráðuneytið. Davíð Oddsson borgar- sljóri segir það ekki skipta máli hvaða ráðuneyti fari með dagvist- armál, allar framkvæmdir séu í höndum sveitarfélaganna. „Þessi umræða milli þessara tveggja ráðuneyta er ósköp an- kannanleg," sagði Davíð. „I fram- haldi af verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélga þá þurfa þessi ráðuneyti ekkert að hafa með dag- vistarmál að gera. I sjálfu sér hafa afskipti ríkisins af þessum málum haft sáralitla þýðingu í gegn um tíðina. Það hefur verið einhver einn starfsmaður, sem formsins vegna hefur stimplað einhveijar teikning- ar en það hefur engu breytt til eða frá að mínu mati um uppbyggingu dagvistarheimila eða þetta rekstar- svið. Lang eðlilegast væri í fram- haldi af þessum skiptum að sveit- arfélögin sæu um þessi mál enda er þeim fulltreystandi fyrir því. Þetta er auka aðili, nánast atvinnu- bótavinna að mínu mati, en ef það þarf stjómskipulega að vera á öðr- um hvorum staðnum þá tel ég rétt að það sé í menntamálaráuneyt- inu.“ Meginefni hina nýja frumvarps felst í þremur atriðum: í fyrsta lagi að komið verði á samræmdri félagsþjónustu í sveit- arfélögum. Einni nefnd verði falin umsjón /élagsþjónustu í stað margra nefnda nú. Þetta auki hag- ræði og leiði til sparnaðar fyrir sveitarfélög. I öðru lagi er yfirstjórn félags- þjónustunnar færð undir eitt ráðu- neyti, þannig að unnt sé að vinna að stefnumótun þessa málaflokks og koma á heildstæðri félagsmála- stefnu. Leiðbeiningarhlutverk við sveitarfélög verði takmarkað við eitt ráðuneyti. í þriðja lagi eru með frumvarp- inu lagðar skyldur eða þau hvött varðandi félagsþjónustu. Er áhersla lögð á samvinnu minni sveitarfélaga um félagsþjónustu. í frumvarpinu kemur fram hvað falli undir félagsþjónustu, en það eru eftirfarandi málaflokkar: Fé- lagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagsleg heimilisþjónusta, málefni barna og ungmenna, þjónusta við unglinga, dagvist barna, þjónusta við aldraða, þjónusta við fatlaða, húsnæðismál, aðstoð við áfengis- sjúka og vímugjafavarnir og at- vinnuleysisskráning og vinnumiðl- un. „Hér hafa þeir hitann úr“ eftirPétur Pétursson Þessi ævaforna athugasemd úr einhverri þjóðsögunni kemur- gjarnan í hugann þegar ekið er sem leið liggur fram hjá tóttum Trippa-Gísla og Þóroddsstaðir hverfa að bifreiðarbaki, en við blasir Leynimýri á hægri hönd, en Heiðin há og Pjallið eina rísa í blámóðu fjarska. Vegfarendur, sem fylgst hafa með vegagerð og umróti miklu er lengi hefir staðið á fjölförnum brautum, er liggja að Óskjuhlíð, undrast þau glöp gatnamálastjórn- ar og hitaveituforkólfa, að nýta eigi frárennslisvatn það, sem renn- ur nú óbeislað og engum til gagns til sjávar, í Nauthólsvík. Með ein- földum og ódýrum hætti væri unnt að fyrirbyggja umferðatafir og áhættu, sem hlýtur óhjákvæmilega að segja til sín, með árekstrum og óhöppum, strax og stirðnar á poll- um og snjóar í hlíð. Það er augljóst hvetjum glögg- skyggnum vegfaranda að þess mun skammt að bíða að örtröð verði í Öskjuhlíð, þar sem brekkan er bröttust og færð þyngist í þæf- ingi eða hálku og hrími, nú, þegar vetur knýr dyra og fannir íjúka senn í skafla. Margan furðar á því að vátrygg- ingarfélög og samtök bifreiðaeig- enda skuli ekki ýta með afli á for- ráðamenn borgarstofnana, að nýta þá auðlind, sem fólgin er undir fótum þeirra. Þorsteinn Þorskabí- „Það er augljóst hverj- um giöggskyggnum vegfaranda að þess mun skammt að bíða að örtröð verði í Oskjuhlíð, þar sem brekkan er bröttust og færð þyngist í þæfíngi eða hálku og hrími, nú, þegar vetur knýr dyra og fannir Qúka senn í skafla." tur kvað á sínum tíma um þá merm, er leituðu langt yfir skammt: Þú leitar gulls, en gull ei fundið getur um gull er þig á hverri nótt að dreyma, en lát þér hægt og líttu að því betur, það liggur undir fótum þínum heima. Hitaveitumenn virðast þó hafa komið auga á það, að unnt sé að nýta heitt vatn á ýmsan veg, auk þess að hita híbýli. Glerkúlan mikla á Öskjuhlíð, sem mun eiga að snú- ast um sjálfa sig eins og veðmála- hjól í spilavíti, sækir dijúgan skild- ing í sjóði Hitaveitu Reykjavíkur. Ekki skal dregið í efa að útsýni þaðan eigi eftir að gleðja augu margra er fram líða stundir. En er ekki útsýnið sem blasir við út um bílrúðuna á vetrardegi þess vert að hugað sé að því? Einar Benediktsson kvað ljóð um „aldinreit rúðuklakans". Ljóð- elskir Hreyfilsbílstjórar og söngv- ísir að sama skapi töldu að hvert orð væri tileinkað þeim. Þá var ekki farið að rafhita framrúður bílanna. Það var eins og við mann- inn mælt. Samstilltur söngur Hreyfilskórsins var hljóðritaður á lakkplötu Ríkisútvarpsins við Austurvöll og hljómaði öðru hveiju í hádegisútvarpi meðan bílstjórar bröltu í sköflum og handknúnar „vinnukonurnar" höfðu ekki roð við ofankomu og ísingu. Það var blíður blær rafhitunar sem bræddi hrímið af bílrúðum. Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér öngþveiti og umferð- artafir í brekkunni hjá Skeljungi strax og „skriplar á skötu“ á hrað- brautum í fyrstu snjóum vetrarins. Væri ekki ráð að ylja akbrautirnar ókeypis frárennslisvatni, sem streymir nú til sjávar fáein fótmál frá brattir brekku Öskjuhlíðar? Með því að hita akbrautir má bægja frá bæjardyrum mörgum vanda vegfarenda. Þá er viðhöfð sama aðferð og notuð var til þess að þíða „aldin- reit rúðuklakans", sem um er fjall- að í ljóði Einars Benediktssonar. Þótt Ráðhúsið rísi í Reykjavíkur- tjörn, í krikanum þar sem Báran stóð og reykvísk æska renndi sér með tilþrifum á skautum, sællar minningar, er ástæðulaust að flytja skautasvellið á göngugötur og færa akbrautir í frera og klaka- bönd. Höfundur er þulur. ENDURNYJAÐU NUNA O NÝTTU ÞÉR KYNNINCARTILBOÐIÐ Á damixa blöndunartækjunum m KRÓKHÁLSi 7 - SÍMI 82033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.