Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 18
Mdamao .16 auOAQJLQMc} eiQAJSVIJOnOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Geta einkaskólar leyst kreppnna í almenna grunnskólanum? eftir ViktorA. Guðlaugsson Islenski grunnskölinn hefur að undanförnu verið í miklu fjársvelti og er nú í þeirri lægð, að ekki er vansalaust. Engin af þeim þjóðum, sem við viljum bera okkur saman við í menningarlegu tilliti, býr eins illa að grunnmenntun þegna sinna og íslendingar. i í nágrannaríkjum okkar myndu fáir ljá þeim stjómmálamönnum atkvæði sitt, sem markvisst draga úr kennslu og þrengja að öllu innra starfi skólans. Stjórnmálamenn hirða ekki um að skapa skólunum þá aðstöðu, sem lög og regiugerðir er þeir sjáifir hafa sett kveða á um. Vart þarf því að gera ráð fyrir að hinir sömu hafi forgang um breytingar í fram- faraátt á þessu skólastigi. Þessari ádrepu til frekari árétt- ingar nefni ég fáein atriði: 1. Stór hluti nemenda fær ekki kennslu í skólanum fyrr en síðdegis vegna aðstöðuieysis. Þannig er besta námstíma barna kastað á glæ og árangri af skólastarfi stefnt í tvísýnu. 2. Stór hópur nemenda þarf að sækja ýmsar sérgreinar utan venju- legs skólatíma og jafnvel í önnur skólahverfi. Oft er kennsla í sömu greinum stórlega skert. 3. Kennslumagn hefur verið skert verulega og er svo rýrt í yngri bekkjum gmnnskólans að það næg- ir hvergi til þess að halda uppi hálfs dags skólavistun bama svo ekki sé nú minnst á einsetinn skóla eða heilsdags vistun. 4. Aðstaða til þess að matast eða til þess að framreiða máltíðir er óvíða fyrir hendi. 5. Réttur nemenda til þess að fá kennslu við hæfi eins og skýrt er kveðið á um í nýútkominni „Aðal- námskrá grunnskóla" er fagurgali einn. Sömuleiðis réttur fatlaðra og þroskaheftra nemenda tii að fá kennslu í jsínum heimaskólum. Hvorki er aðstaða eða fjármagn til þess að tryggja þennan rétt. . 6. Sérkennska, sem er nátengd ö.lið þessarar upptalningar býr við rýran kost. Ekki er á viðunandi hátt hægt að sinna nema að litlu leyti þeim sérþörfum nemenda, sem sérfræðingar hafa úrskurðað að veita þurfti fjármagi til. Úrræði í sérkennslumálum em alltof fá og þarf þar snarlega úr að bæta. Eg nefni að engin sér- hæfð kennsla er í íslensku fyrir fólk, sem kemur eriendis frá en þaðan streyma illa talandi börn til landsins á öllum tíma árs. Úrræði fyrir unglinga með hegðunarvand- kvæði þola enga bið. Úrræðaleysið í sérkennslumálum er að stórskemma almenna kennslu í grunnskólum, þar sem við sitjum uppi með nokkurn hóp nemenda, sem ekki er fær um að stunda nám í almennum bekkjardeildum og veldur þar tmflun og óþægindum. Þannig er réttur hins almenna nemanda til að stunda nám sitt í friði oft stórlega fyrir borð borinn. 7. Úthlutun tímakvóta til for- skólakennslu er með þeim hætti að mig skortir lýsingarorð til að gera þeim reglum viðhlítandi skil. 8. Viðmiðunarstundaskrá gmnn- skóla er löngu orðið úrelt og hand- ónýtt pappírsgagn og í hrópandi ósamræmi við þær kröfur sem til skólastarfs em gerðar. 9. Námsstjórn og yfirstjórn gmnnskólans er veikburða. 10. Námsmat og mat á skóla- starfi er fremur óskipulegt og á reiki. Það væri í sjálfu sér ánægjulegt ef þau atriði sem hér hafa verið nefnd væm tæmandi upptalning á þeim þáttum í rekstri gmnnskól- ans, sem halda honum í þeirri kreppu sem hann riú er en því fer fjarri. Það kemur mér því ekki á óvart að í könnun meðal almennings um þjónustu hinna ýmsu ríkisstofnana telji aðeins um 40% aðspurðra gmnnskólann þjóna sínu hlutverki vel. . Ekki fylgir sögunni, hvort þessi 40% áttu börn í skóla. Kennarasamtökin semja um kvóta til skólahalds Það er trúlega tákn þessara tíma að kennarasamtökin skuli vera far- in að semja um tíma til skólahalds og beija fram þarfar umbætur í skólastarfi í hörðum verkfallsátök- um. Ég nefni þetta hér af því að síst má gleyma þeim þáttum sem til bóta horfa og áunnist hafa á síðustu missenim. Þar ber þrennt hæst: 1) Nú em greiddar 1,75 klst á nemenda á ári til þeirra kennara, Viktor A. Guðlaugsson „Dapurleg- staða grunn- skólans sú staðreynd að hann hefur ekki getað staðið undir þeim kröf- um, sem til hans eru gerðar, hefiir orðið til þess að blása lífí í um- ræðuna um stofnun einkaskóla.“ sem hafa með höndum umsjón bekkjadeilda. 2) Greiddar verða 2 vikustundir á nemanda á ári í árganga- og fag- stjórm „ 3) Á þessu hausti var 4 milljónum króna veitt í sérstakan þróunarsjóð gmnnskóla. Ailt em þetta skref í rétta átt þó iítii séu og viðurkenning á þörf skólanna fyrir faglegar útbætur. Slíkur framgangur mála hlýtur þó að vekja ýmsar spurningar t.d. þá hvort þess sé að vænta á kom- andi tímum að kennarar þurfi að semja um kvóta til kennslu í hinum ýmsu greinum. Mér fínnst þetta í raun og vem dæmigert fyrir þá pólitísku lágkúm, sem ríkir í mál- efnum gmnnskólans. Mér finnst nauðsynlegt að fram komi að ég hefi á undanfömum árum oft dáðst að því hvað kennur- um hefur tekist að leysa sitt starf árekstralítið af höndum miðað við hvemig að skólum og kennslustarf- inu hefur verið búið. Hversu lengi langlundargeð þeirra, nemenda og foreldra, endist veit ég ekki. Hitt veit ég, að skerð- ing á kennslu í gmnnskólum er einnig bein skerðing á möguleikum kennara til tekjuöflunar. Á þessu hausti er sú skerðing meiri en þeir þættir, sem með þessum kvóta- samningum unnust. Munu einkaskólarnir leysa kreppuna? Dapurleg staða gmnnskólans sú staðreynd að hann hefur ekki getað staðið undir þeim kröfum, sem til hans em gerðar, hefur orðið til þess að blása lífi í umræðuna um stofnun einkaskóla. Fólk trúir því að með því að leggja af mörkum umtalsverðar fjárhæðir geti það búið börnum sínum betri lífsskilyrði. Ásóknin í að starfrækja einka- skóla fer vaxandi og biðlistar hafa myndast í þeim skólum, sem þegar em starfandi. Þessa þróun geta fræðusluyfirvöld a.m.k. þakkað sér, þótt fáu öðm verði til að flíka. Það er auðvitað þess virði að velta því fyrir sér, hvort ekki sé jákvætt að fólk veiji auknum fjár- munum til uppeldis og menntunar barna sinna og taki það fram yfir ýmiss ytri gildi. Það er hinsvegar grátbroslegt, að þrátt fyrir að fræðsluyfirvöld í menntamálaráðuneytinu skerði framlög til grunnskólans og upp- fyliti hvergi nærri þær kröfur, sem markaðar em meðlögum og reglu- gerðum um skólahald, reyna þau af fremsta megni að standa gegn því að fólk eigi annarra kostá völ. Þetta er merkilegur tvískinnung- ur en í sjálfu sér kemur hann ekki svo mjög á óvart. Hitt er verra að kennarasamtökin í landinu skulu einnig standa gegn því að fólki bjóð- ist fjölbreyttari valkostir um mennt- un barna sinna. Auðvitað er alveg ijóst, að á meðan stjómvöld skapa ekki al- menna skólanum góð starfsskilyrði er líklegt að vel rekinn einkaskóli skiii betra starfi og að mismunur verði á menntun þeirra, er sækja slíkan skóla og hinna sem sækja fjársvelta opinbera skóla. Það er heldur ekki útilokað að slíkur skóli kyndi undir stéttaskipt- ingu í landinu eða valdi a.m.k. nokkrum menningarlegum skilum á milli þeirra sem geta og vilja greiða meira fyrir menntun barna sinna og hinná, sem geta það ekki eða hafa ekki til þess metnað. Sú staðreynd að fólk skuli standa í biðröðum eftir að fá að greiða á annan tug þúsur.da á mánuði fyrir að koma börnum sínum úr almenna skólanum í einkaskólana segir e.t.v. meira en langar greinar um þá kreppu, sem grunnskólinn er nú í. Skólastefiia á krossgötum Það er deginum ljósara að skóla- starf í grunnskólanum á undir högg að sækja og að við stöndum þar á krossgötum. Að óbreyttu ástandi verður ekki flúið að fólk krefist annarra og vandaðri lausna í skóla og uppeldis- málum. Gegn þeim kröfum verður ekki staðið til lengdar, fólk lætur ekki endalaust þvinga sig til að sækja skóla, sem ekki veitir þá þjónustu, sem nútímasamfélag krefst af grunnskólum og öðrum uppeldis- og menntastofnunum. Það er auðvitað möguleiki að gefa fólki kost á að greiða fyrir kennslu í almenna grunnskólanum svo unnt verði að koma fram brýn- ustu málum svo sem lengingu skóladags yngri bama, viðunandi hópstærðum í kennslu, sérkennsiu og annarri sérfræðiþjónustu og e.t.v. auknu námsframboði einkum á efri stigum grunnskólans. Ég er ekki í vafa um, að ýmsir gripu þann kost fegins hendi. Stofn- un fleiri „gervi“-einkaskóla kæmi e.t.v. einnig eitthvað til móts við þessar þarfír. Eru þessar lausnir e.t.v. þær sem munu leysa þá kreppu sem grunn- skójinn er í? _ Ágætu lesendur. Ég er nú stadd- ur á hálum ís, hef kveðið nokkrar vísur til hálfs og læt ykkur eftir að botna. Ég ætla samt að koma með eina tillögu. Þessi mikla menningarþjpð státar af einni mestu bílaeign í heimi og hún býr í húsnæði sem er með því besta sem þjóðir heims státa af. Hún rekur fleiri fjölmiðla en dæmi eru til í heiminum miðað við fólksfjölda, hvílir lúin bein á nautshúðum, eyðir hundruðum milijóna í skemmtiferðir , og lifir yfiríeitt í þeim vellystingum, sem aðeins ríkt fólk á kost á. Tillaga mín er sú, að þessi menn- ingarþjóð hristi nú af sér „barbaris- man“ og hætti að verða sér til minnkunar meðal siðaðra þjóða á vettvangi uppeldis og skólamála. Höfundur er skólastjóri Arbæjarskóla íReykjavík. Að flytja Volvo til Svíþjóðar! eftir Skúla Þór Ingimundarson Það er ef tii vill verið að bera í bakkafullan lækinn að flytja Volvo til Svíþjóðar. Ekki gat mann þó grunað að slíkt gæti reynst erfítt, jafnvel óframkvæmanlegt, vegna reglugerða sem Svíar hafa sett. Hér á eftir fer dálítil hrakfarsaga af reynslu minni af sænsku skrifræði og reglugerðarbákni. Síðastliðið vor fluttist ég ásamt fjölskyldu minni til Karlskrona í Suður-Svíþjóð vegna náms. Með búslóðinni að heiman fylgdi fjöl- skyldubíllinn, Volvo 244 DL árgerð 1978. Tollafgreiðsla á bíl og búslóð gekk fljótt og vel, sama má segja um skráningu ökutækis og kaup tryggingar. Bíliinn var því fljótlega kominn á sænsk bílnúmer. Eitt var þó eftir; bílinn varð að skoða og viðurkenna af „sænska bifreiðaeft- irlitinu". Panta þurfti tíma í skoðun- ina og var biðtími u.þ.b. tvær vik- ur. Eftir fyrstu skoðun fékkst bíliinn ekki viðurkenndur. Skoðun- armennimir fundu þetta venjulega að bíi sem þessum, ryðgöt í botni og slitna hjólalegu. Það sem kom þó mest á óvart var athugasemd sem kvað á um að sérstakt vottorð yrði að fá frá Volvo-verksmiðjunum um að þær viðurkenndu vél bílsins til notkunar í Svíþjóð. Tilfellið er að bíllinn fékkst ekki viðurkenndur eftir skoðunina vegna vélarinnar, sem ekki stenst sænskar kröfur um útblástursmengun. Þetta olli manni nokkurri gremju, en þó meiri undr- un á því að þarna virtist sænska reglugerðarkerfið hafa snúist gegn sjálfu sér á þann hátt, að sænsk framleiðsla var ekki viðurkennd í Svíþjóð. Þess má geta, að Svíar gera mjög strangar kröfur um út- blástur bifreiða, en slíkar kröfur eru mismunandi eftir löndum. Eftir þessa óvæntu athugasemd var reynt að útvega þetta vottorð frá Volvo. Það tók sinn tíma að ná sam'bandi við ákveðinn starfsmann hjá Volvo í Gautaborg. Loksins, að loknu sumarleyfí, náðist í manninn, en þegar til kom átti vottorðið að kosta 800 sænskar krónur. Þar að auki þurfti bíllinn að gangast undir nákvæma yfírferð á ýmsum vélar- hlutum áður en til útgáfu vottorðs- ins kæmi. Útkoman varð sú, að skipta þyrfti um ýmsa hluti tengda Skúli Þór Ingimundarson vél og útblástursbúnaði til að vott- orðið fengist. Samtals átti þetta umstang að kosta rúmlega Sek. 8.000 hjá Volvo. Þess má geta að söluvirði bílsins hérna er aðeins um Sek. 12.000. Þetta kom því ekki til greina. Síðar var mér tjáð, að hægt væri að fara framhjá öllu þessu vottorðaveseni og greiða þess í stað Sek. 2.000 til sænskra náttúru- verndarsamtaka. Þetta var auðvitað mun skárri kostur og varð úr að ég greiddi þetta gjald. Því næst fór ég aftur með bílinn í gegnum bif- reiðaskoðunina að undangengnum nauðsynlegum viðgerðum. Útkom- aif úr síðari skoðuninni varð sú, að bíllinn sleppti ennþá of miklu kol- monoxíði (Co) út í andrúmsloftið og því varð hann ekki viðurkenndur í þetta sinn. Ég verð því að gera mjög kostnaðarsamar lagfæringar og koma eina ferðina enn til skoð- unar. Þess má geta að allt þetta umstang hefur kostað meira en góðu hófí gegnir þegar í hlut á gamall bíll sem þessi. Sænska sendiráðið í Reykjavík hefði gjarnan mátt veita upplýsingar um reglu- gerðir sem þessar úr því að þar eru á annað borð veittar ýmsar upplýs- ingar varðandi tollmeðferð inn- fluttra bíla og búslóða til Svíþjóðar. Þegar þetta er skrifað, stendur allt við það sama. Bíllinn ennþá óskoðaður og óviðurkenndur og mér bannað að aka honum. Auðvitað er ekkert að bílnum, 'venda er þetta „fasteign á hjólum úr viðurkenndu sænsku gæðastáli". En, reglugerðin segir til um að hann sé „hættulegur" umhverfinu, og þar við situr. Ymsar spurningar kunna að vakna vegna þess: Eru Svíar búnir að hengja sig í reglugerðarákvæðum sem leiða til þess að þeirra eigin framleiðsluvör- ur eru ekki viðurkenndar af þeim sjálfum? Með tilliti til umhverfissjónar- miða má einnig spyija; Hvers konar „rusl“ hafa íslendingar iátið selja sér. ef framleiðendur þess telja það „skaðlegt" í eigin landi? Hræddur er ég um að þessi til- tekna bifreið verði áfrám til vand- ræða í Svíþjóð og að beinlínis verði „reynt“ að gera einhveijar athuga- semdir í komandi skoðunum. Því er líklega best, því miður, að skila þessum „skaðvaldi“ aftur til íslands úr því að íslendingar eru ekki eins miklir reglugerðarpúkar og Svíar, og ekki síst vegna þess, að þeim virðist ekki eins annt um umhverfi sitt og Svíum. Svo eru menn að kvarta undan þjónustunni hjá Bif- reiðaskoðun íslands. Vegna alls þessa umstangs er eitt víst, að dyggum viðskiptavinum Volvo mun fækka um einn. Karlskrona, september 1989. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.