Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 16
16 MORG.UNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER.1989 Hvalveiðimálið - litið um öxl Nokkur atriði frá sjónarhóli minnihlutans - á Islandi eftir Þór Jakobsson íslenskir andstæðingar hval- veiða íslendinga síðustu ár skipt- ust í marga hópa. Þeir voru ands- núnir áframhaldandi hvalveiðum á ólíkum forsendum. Einnig var ákefðin misjöfn og ending gegn almenningsálitinu, þegar á leið slaginn sem í hönd fór. Þeir reyndu að sameinast með stofnun Hvala- vinafélags íslands, en raunar varð úr, að hver og einn ynni málstaðn- um lið eftir sínu höfði. Ekkert varð því úr venjulegu félagsstarfi, en þeir sem létu til sín heyra eða voru beðnir opinberlega um álit á hvala- málum kölluðu sig gjarnan félaga í Hvalavinafélaginu. Vitanlega voru þó margir andstæðingar hval- veiða sem hvergi komu nærri fé- laginu, t.d. fjöldi greinahöfunda. En það verður að játa, að and- stæðingar hvalveiða á íslandi urðu undir í áróðursstríðinu heima fyrir og voru ekki virtir viðlits, hvorki i upphafi þegar þeir þóttust sjá að íslensk stjórnvöld væru að flana út í fen né síðar þegar haldið var áfram hvalveiðum hvað sem taut- aði og raulaði. Hvalamálið varð því að rimmu íslensku þjóðarinnar og róttækustu náttúruverndarsam- taka erlendis. Málið varð þjóðernis- legt hitamál þar sem íslensk stjórn- völd slógu á strengi tilfinninga. íslendingar, „fáir, fátækir og smá- ir“, stóðu í stríði við skilningssljóa, volduga útlendinga! Ein helsta viðmiðun íslenskra andstæðinga hvalveiðanna undan- farin ár, er a Iþjóðleg samþykkt sem Alþingi íslendinga gekk að á sínum tíma: gert yrði hlé á hvalveiðum í ijögur ár, frá og með 1986. Þeir töldu Islendinga fara í kringum anda samþykktarinnar með mjög fijálslegri túlkun á grein þar í,‘'sem leyfði bráðnauðsynleg frávik frá banninu vegna rannsókna bannár- in ijögur. Það er skoðun íslenskra veiði- andstæðinga, að íslensk stjórnvöld hafi að óþörfu boðið heim Græn- friðungum og gefið þeim tilefni til að vinna gegn hagsmunum íslands erlendis, gert landið frægt að end- emum. Hefðu íslendingar virt hval- veiðibannið árin fjögur væru Grænfriðungar og starfsemi þeirra nær óþekkt hérlendis. ísiendingar hafa til skamms tíma verið áhyggj- ulausir eyjaskeggjar víðs fjarri mengun þéttbýlisins og þar af leið- andi í meðallagi áhugasamir um náttúruvernd, heima og erlendis. Gera má tilraun til að flokka andstæðinga hvalveiða á íslandi. Eftirfarandi sjónarmið ráða við- horfi þeirra: 1. Virða átti samþykkt Alþingis undanbragðalaust. 2. Sumir tóku undir þau sjónar- mið, að hvalastofnar væru í hættu og væri þá sjálfsagt að vera með í hinni alþjóðlegu tilraun með ijögurra ára hvalveiðibann. 3. Ýmsir eru kunnugir i útlönd- um og vissu betur um við- horf almennings til hvalveiða en íslensk stjórnvöld og ráð- gjafar þeirra. Þeir skildu fyrr en skall í tönnunum og sáu fyrir, að hvalveiðar íslend- inga yrðu litnar hornauga. íslensk stjórnvöld hirtu lítt um „njósnir" um hugsunar- hátt manna erlendis og ber það vitni um lélega sölu- mennsku. Yfirleitt geðjast fólki í útlöndum ekki að hval- veiðum frekar en t.d. apart- heit í Suður-Afríku. Þótt ólíku sé saman að jafna að öðru leyti, er því ekki að neita að almennur íminustur ríkir erlendis á hvaivo.—,u. í þessum þriðja hópi íslenskra hvalveiðiandstæðinga voru þeir sem óttuðust fisksöluerf- iðleika á erlendum mörkuð- um vegna hinnar óvinsælu hvajveiðistefnu íslendinga. 4. Á íslandi leynast dýravinir og voru þeir vitanlega hlynntir baráttu gegn hvífla- drápi, sem í þokkabót var stundað á veikum forsendum. 5. Nokkrir bentu á, að offram- leiðsla á kindakjöti hérlendis væri verkefni sem íslensk stjórnvöld ætti frekar að beina kröftum sínum að. 6. Það 'fór óneitanlega í taug- arnar á ýmsum, að hvalveið- ar íslendinga árin íjögur voru kallaðar orðskrípinu „vís- indaveiðar". Orðið er raunar órökrétt, en verri þótti felu- leikurinn sem að baki bjó að þeirra dómi. Öll sú orka, tími og peningar sem íslensk stjórnvöld virtust vilja leggja í sölurnar á þessu sviði vís- inda stakk mjög í stúf við áhuga stjórnvalda á vísindum yfirieitt. Fjárstuðningur við vísindi á íslandi hefur verið rýr miðað við þróuð iðnaðar- lönd. 7. Að lokum skal nefna afstöðu Þór Jakobsson „Það er skoðun ís- lenskra veiðiandstæð- inga, að íslensk stjórn- völd hafi að óþörfii boð- ið heim Grænfriðung- um og gefið þeim tilefni til að vinna gegn hags- munum Islands erlend- is, gert landið frægt að endemum.“ þeirra sem fannst metnaður stjórnvalda — og þjóðar — fremur lítilsigldur í þessum efnum. Að þeirra dómi ættu Islendingar að leggja fyrir sig eitthvað nútímalegra en leggja hvali í einelti, bráðum komið fram á 21. öld. Værum við jafn hámenntuð og af er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.